Morgunblaðið - 14.07.1974, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 14.07.1974, Blaðsíða 40
SUNNUDAGUR 14. JtJLt 1974 Gerði lagfæringar á verð- lagsmálum iðnaðarvara Rfkisstjórnin hefur nú gert lagfæringar á verð- lagsmálum iðnaðarins, en eins og Morgunblaðið hef- ur skýrt frá, hafa nokkrar greinar iðnaðarins átt f miklum erfiðleikum, þar eð þær hafa ekki fengið að hækka framleiðslu sfna til samræmis við erlendar hækkanir á hráefni. Var iðnrekendum til- kynnt um þessa breytingu með bréfi er barst þeim í fyrradag og segir þar, að ákveðið hafi verið, að verð- lagning á innlendum iðn- Fyrstu skátarnir komu til mótsins á föstudagskvöld og var myndin tekin er tveir þeirra voru að koma fyrir merki sveitar sinnar. _____________ Um 2000 skátar sækja landsmótið sem hefst að Úlfljótsvatni í dag LANDSMÓT skáta, hið 16. f röð- inni, hefst að (Jlfljötsvatni f dag. Er þetta fjölsðttasta og umfangs- mesta skátamót, sem hér hefur verið haldið, og sækja það um tvö þúsund skátar, fslenzkir og er- lendir. Mótið stendur f átta daga og lýkur næsta sunnudag. Undirbúningur undir mótið hefur staðið lengi og undanfarnar vikur hafa fjölmargir sjálfboða- liðar unnið að undirbúningsstörf- um á mótssvæðinu við Ulfljóts- vatn. Hafa framkvæmdirnar verið skipulagðar þannig, að þær falla inn í fimm ára áætlun um upp- byggingu í þágu framtíðarstarfs skátahreyfingarinnar á staðnum. M.a. hefur í vor verið lögð eins kílómetra löng vatnsleiðsla frá Hótel Loftleiðir: HEFUR BOKAÐ 22 RÁÐSTEFNUR í ÁR haldsins væri því I ágústmánuði og september. Hins vegar hafi allar áætlanir um þjóðhátíðar- höldin tekið aðra stefnu og al- þjóðahátfðarhöldin yrðu einmitt á þeim tfma, er ráðstefnuhaldið er að hefjast hjá hótelinu. Bjóst Erling því við miklum önnum í kringum mánaðamót júlí—ágúst, og tók hann sem dæmi, að dagana 6.—10. ágúst yrðu hér 100 dýra- Framhald á bls. 39 HJÁ Loftleiðahóteli hafa verið gerðar bókanir á 22 erlendum eða alþjóðlegum ráðstefnum f húsa- kynnum hótelsins á þessu ári. Fá- einar eru þegar afstaðnar en meiri hluti þeirra er þó eftir og eru þær flestar á dagskrá seinni- hluta ágústmánaðar og f september. Þetta kom fram í samtali, sem Morgunblaðið átti við Erling Aspelund, hótelstjóra. Hann sagði, að á vegum hótelsins hefðu verið haldið uppi öflugu sölu- starfi á síðustu árum og þá ekki sízt reynt að selja aðstöðu til ráð- stefnuhalds og funda f hótelinu. Þetta hefði gefið hina ágætustu raun en hins vegar hefði í öllu sölustarfinu verið við það miðað, að þjóðhátíðarhöldin hér færu fram í kringum 17. júní og vænt- anlegum viðskiptavinum tjáð, að heppilegasti tíminn til ráðstefnu- 4 þús. manns á Vindheimamelum UM fjögur þúsund manns voru komin á tandsmót hestamanna á Vindheimamelum f Skagafirði f gær og heldur fólk áfram að streyma þangað. Þar var hið feg- ursta veður f gær, sólskin og hiti. 1 gærmorgun var stóðhestasýning og von var á póstlestinni á melana eftir hádegið. Þá átti einnig að keppa til úrslita f nokkrum hiaupum, að þvf er Pétur Eirfks- son, fréttamaður Mbl. á Vind-. heimamelum sfmaði. Ulfljótsvatnsfjalli, lögð holræsi, gerð bílastæði og íþróttavöllur og landið grætt upp. Búizt er við 16—1700 íslenzkum skátum frá 30—40 skátafélögum um allt land. 150 erlendir skátar verða á mótinu allan tímann, frá Norðurlöndunum, Bandaríkj- unum, Bretlandi, Sviss og Þýzka- landi og auk þess munu um 80 danskir skátar og 25 franskir heimsækja mótið í tvo daga, en þeir eru í kynnisferð um Island. — Um 100 skátar vinna allan tímann að stjórnunarstörfum og aðrir 100 aðstoða við einstök verk- efni. Nánast allt starf er unnið f sjálfboðavinnu og eru launaðir starfsmenn aðeins 6—7 talsins. Sérstakar fjölskyldubúðir verða á mótinu eins og á undan- gengnum landsmótum. Á sfðasta móti, sem var á Hreðavatni árið 1970, voru allt upp í 600 manns samtímis f f jölskyldubúðunum. A miðvikudag verður móttaka opinberra gesta á mótinu. Meðal þeirra verður forseti Islands, dr. Kristján Eldjárn. Á föstudag koma ljósálfar og ylfingar f heim- sókn, en á laugardag er almennur heimsóknardagur fyrir alla þá, sem vilja kynnast mótshaldinu og sjá skátana f leik og starfi. Mótsstjóri er Bergur Jónsson og aðstoðarmótsstjóri Unnur Sch. Thorsteinsson. Skátahöfðingi er Páll Gíslason læknir. aðarvörum verði þannig, að verðlagsskrifstofan hafi heimild til að samþykkja hækkanir vegna hækkunar á hráefnum enda verki slík hráefnahækkun meira en sem nemur um 5% verð- lagshækkun á útsöluverði. Sé hins vegar um að ræða verðhækkun, sem er 15% eða meiri, skuli slík mál lögð fyrir verðlagsnefnd og síðan rikisstjórnina. I viðtali við Morgun- blaðið í gær sagði Davíð Scheving Thorsteinsson, formaður Félags ísl. iðn- rekenda, að hann væri ákaflega feginn þessari ákvörðun ríkisstjórnar. „Hún hefur þar með fallizt á röksemdir okkar og aflétt þessu ranglæti að nokkru leyti. Við þurfum eftir sem áður að bera sjálfir fyrstu 5% og erum þess vegna enn ekki búnir að ná fullum jöfnuði á móts við erlend iðnfyrirtæki. En vissulega er þetta spor í rétta átt,“ sagði Davíð. Óboðnir gestir UNG stúlka hér f Austurbæn- um, sem svaf ein f fbúð, hrökk upp við það f rúmi sfnu f fyrri- nótt, að tveir piltar stóðu yfir henni og skeggræddu um það sfn á milli hvort þeir ættu að neyða hana til hvflubragða. Stúlkunni varð eðlilega bilt við, þorði ekki að opna augun en tók á það ráð að bylta sér nokkuð f rekkjunni sem hún væri f svefnrofunum. Við það kom styggð á sveinana, hættu þeir við áform sfn og tóku til fótanna. Stúlkan gerð hins vegar lögreglunni þegar aðvart, og er lögreglumenn komu á vettvang fundu þeir að piltarn- ir höfðu brotið upp smekklás á fbúð stúlkunnar og komizt þannig inn f fbúðina. Ein- hverju smávægilegu höfðu þeir stolið f fbúð hennar. Lögreglan leitar nú að þessum þokka- piltum. Rafmagnsveitu Reykjavíkur vantar um 310 milljónir til að endar nái saman í ár Sækir um 30% hækkun á gjaldskrá NU LIGGUR hjá iðnaðarráðu- neytinu umsókn Rafmagnsveitu Reykjavfkur um 30% hækkun á gjaldskrá, sem borgarráð hefur samþykkt fyrir sitt leyti. Um- sóknin kemur væntanlega til ákvörðunar rfkisstjórnar vegna verðstöðvunarlaganna, sem f gildi eru. Ástæðan fyrir þessari hækk- unarumsókn er bágur hagur raf- magnsveitunnar, þvf að hana mun vanta tæpar 310 milljónir króna til að ná endum saman f ár. Fjárhagserfiðleikar rafmagns- veitunnar hafa ekki verið meiri. í annan tíma, því að allt frani til ársins 1970 hefur gjaldskrá hennar hækkað sjálfkrafa um leið og helztu viðmiðunarliðir í hlut- fallsgrundvelli hennar hafa hækkað. I seinni tíð hefur orðið æ meiri fyrirstaða af hálfu viðkom- andi yfirvalds og kastar tólfunum í ár. Þannig fékk Landsvirkjun til að mynda 38% hækkun á alla rafmagnsframleiðslu sína á sama tíma og Rafmagnsveita Reykja- víkur fékk aðeins 18% hækkun eða rúmum 8% minni hækkun en sótt var um. Segja forráðamenn Rafmagnsveitu Reykjavíkur, að fáist nú ekki umbeðin hækkunar- umsókn afgreidd núna, muni raf- magnsveitan einungis halda áfram að safna skuldum hjá Landsvirkjun en hún skuldar þar nú á þriðja hundrað milljónir króna á 1V6% vöxtum á mánuði. I samtali við Morgunblaðið sagði Steinar Berg Björnsson hjá Rafmagnsveitu rikisins um ástæð- ur fyrir hækkuninni, að þegar fjárhagsáætlun Reykjavíkur fyrir þetta ár var samin, hefði verið gert ráð fyrir 26,2% hækkun á gjaldskrá og óbreyttu verðlagi. „Sfðan gerist það, að gjaldskrá rafmagnsveitunnar fékkst ekki hækkuð fyrr en 1. marz og þá aðeins um 18%. Frá þvf að fjár- hagsáætlunin var samþykkt í borgarráði, höfðu orðið hækkanir á öllum gjaldaliðum, sem námu milli 30 og 47%. Þótt hlutfalls- grundvöllur geri aðeins ráð fyrir rúmlega 23% hækkun hlýtur að vera einsýnt, að sú hækkun mun hvergi nærri hrökkva til þess að mæta þeim greiðsluhalla, sem Rafmagnsveita Reykjavfkur hefur orðið að mæta á undan- förnum árum.“ Steinar sagði ennfremur, að samkvæmt útreikningum þyrfti rafmagnsveitan að fá nú þegar 35,4% hækkun til þess að jafn- vægi yrði náð í 5 ára tfmabilinu 1974—78. „Með tilliti til efna- hagsástandsins ákvað rafmagns- veitan að fara þó ekki fram á meira en 30% hækkun á gjald- skrá og mun reyna að fá það, sem á vantar, með öðrum hætti.“ Ríkisstjóm- ín lét imdan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.