Morgunblaðið - 14.07.1974, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.07.1974, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JULI 1974 25 Þau skipta þúsundum handtökin við smfði þessa kjörgripis. skrúfan og skipsskrúfan auk stýrisskrúfu, báðir radararnir, björgunarbáturinn, stýriö og ankerin." Hvern einasta hlut og tæki í skipunum hefur Ragnar sérsmíðað og það er hreint ótrú- legt að sjá hvernig hann hefur smíðað og komið fyrir öllum drif- unum í fyrrgreind tæki. Júlfa ber einkennisstafina SF 30, en Júlía II. SF 34. Það sýnir handbragðið, að minnstu skrúfur í þessum bát- um eru smíðaðar úr 0,75 milli- metra þykkum málmi. Það sem við sátum í tómstunda- herbergi Ragnars í kjallaranum handfjatlaði hann hálfgert skips- skapalón úr tré og sagði um leið: „Nú ætla ég að smfða eftir bát, sem hefur verið raðsmíðaður í Stálsmiðjunni, 105 tonna bát, sem á að vera útlitsbátur. Eg ætla að vera búinn með hann fyrir ára- mótin 1974, en til þess verð ég að leggja mjög hart að mér. Ég er að smfða bátinn fyrir nýja hrað- Eftir Árna Johnsen frystihúsið hér, en það verður allt tekið í notkun þá og báturinn á að hanga uppi í frystihúsinu. Fyrst bý ég skapalón af bátnum, og sfð- an er að sjóða stálþynnurnar saman.“ Þegar ég spurði Ragnar að því hvað honum þætti mikilvægast við hvern bát, svaraði hann um hæl: „Bátar hafa fyrst og fremst tvö einkenni, sjóhæfni og útlit.“ Við röbbuðum einnig mikið um mikilvægi þess að koma upp sjó- minjasafni og líkönum af öllum helztu fiski- og farskipunum. „Það er ekki vansalaust," sagði Ragnar, „að Islendingar skuli ekki eiga til sjóminjasafn, það er hreinasta skömm. Það er lfka synd að nota ekki þá menn, sem geta jsmíðað módel t.d. af gömlu skipunum, sem engar teikningar eru til af en margir gamlir menn geta lýst svo nákvæmlega, að ekkert vandamál er að smíða þau fullkomnlega rétt. Það er að verða of seint að ná upp öllum gömlu sipslfkönunum. Ef það á að smíða ákveðin skip verður það að vera alveg 100% rétt og það getur kostað eltingar- leik að ná í myndir, teikningar og viðtöl við gamla menn, en ef þetta er ekki vel gert, er verr farið en heima setið. Islendingar hugsa meira um það að afla sér mikilla tekna en lifa lífinu. Ég held til dæmis í þessu sambandi, að ís- lenzk stjórnvöld hefðu átt að sleppa smfði á einum skuttogara og stofna sjóminjasafn fyrir and- virðið. Síðar þætti það a.m.k. virð- ingarvert að Söguþjóðin hefði Hornafjarðarmání Ragnars við Hótel Höfn f Hornafirði. npr sticfnbefebur ’TROMP' • G e f u r ótal upprodunar noguleika #Hentar vel í ungl ingaherbergi, • gestaherberb.eda i stofuna. • Seldur i einingum —e»nfa Idu r —ódý r Sbef nbcfefeiaiinan Höf íatúni 2 sim i 1 5 5 8 1 Þessa sláttuklukku ásamt mörgum fleiri kjörgripum hefur Ragnar smfðað fyrir heimili sitt. rænu á því að sjá um gerð sögu- legra tækja og muna. Fáum dauð- um hlutum bindast menn jafn sterkum tilfinningatengslum og bátum og það er skammarlegt að láta tilviljun ráða hvað gert er í þessum efnum." Við Hótel Höfn í Hornafirði er feikna stórt listaverk sem Ragnar hefur gert úr járni. Heitir það Hornafjarðarmáninn, en sagan um Hornafjarðarmánann er á þá leið, að bóndi nokkur frá Horna- firði fór til Djúpavogs og lét mik- ið yfir sér. Um kvöldið er bóndi var á hlaði, óð tungl I skýjum, en máninn var þá hvað minnstur. Þegar bóndi hafði hins vegar síðast séð tunglið á Hornafirði var það fullt og því sagði bóndi: „Það er nú einhver munur á Horna- fjarðarmánanum en mánanum hér.“ Um gerð þessa listaverks, sem margir hafa dáðst að, segir Ragn- ar: „Ég er ekki á móti einhverju, sem maður getur Iffgað með upp á í umhverfi sínu, en ég vil ekki endilega kalla þetta list. Það þarf til þess lagtækni, verkvit og hug- myndaflug, en það er ef til vill það sfðasttalda, sem gildir mest.“ Eg spurði Ragnar hvort það væri ekki oft erfitt að útvega eitt og annað í gerð skipslíkananna: „Það eru oft vandræði að út- vega marga hluti í þetta,“ svaraði hann, „bæði verkfæri og efni. Það vantar úrvalið og oft er það barn- ingur að ná þessu saman. Til dæmis möstrin og allt slíkt er smíðað ú 5/8 áli og þannig mætti lengi telja upp hluti, sem erfitt er að fá tilbúna. En bróðir minn í Reykjavík verður oft að bíta í það að þurfa að útvega mér efni og það hjálpar mikið, en það væri gaman að geta unnið meira í þessu og hafa meira úrval." — á. j. Þjóðhátíð ÆT i Reykjavík 1974 Leyfi fyrir sölutjöld vegna þjóðhátíðar í Reykja- vík 3 — 5 ágúst. Veitt verða 20 — 30 sölutjaldsleyfi í Laugardal og miðborginni 3. — 5. ágúst. Umsóknir sendist þjóðhátíðarnefnd Reykjavíkur Hafnar- búðum í síðasta lagi mánudaginn 1 5. júlí. Þjóðhátíðarnefnd Reykjavíkur 1974.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.