Morgunblaðið - 14.07.1974, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.07.1974, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JULI 1974 ® 22*0*22* RAUÐARÁRSTÍG 31 V ___.________ LOFTLEIOIR BÍLALEIGA CAR RENTAL 21190 21188 IOFTLEIÐIR i.__________ Æbílaleigan felEYSIR CAR RENTAL 24460 í HVERJUM BÍL PIOIMŒGIR ÚTVARP OG STEREO KASSETTUTÆKI Bílaleiga CAR RENTAL Sendum 41660 - 42902 Ferðabílar hf. Bilaleiga S—81260 5 manna Citroen G.S fólks og stationbilar 1 1 manna Chervolet 8—22 manna Mercedes-Benz hópferðabilar (með bilstjórn) SAFNAST ÞEGAR SAMAN ^ SAMVINNUBANKINN Einangrun Góð plasteinangrun hefur hita- leiðnisstaðal 0,028 til 0,030 kcai/mh. °C, sem er verulega minni hitaleiðni, en flest önnur einangrunarefni hafa, þar á meðal glerull, auk þesssem plast einangrun tekur nálega engan raka eða vatn i sig. Vatnsdrægni margra annarra einangrunarefna gerir þau, ef svo ber undir að mjög lélegri einangrun. Vér hófum fyrstir allra hér á landi, framleiðslu á einangrun úr plasti (polystyrene) og framleiðum góða vöru með hagstæðu verði. Reyplast hf. Ármúla 44 — sími 30978. Lýðháskólinn í Skálholti Eitt hið raunalegasta, sem ég minnist sem vonbrigða úr mínum ferðum, var fyrsta koma mín í Skálholt. I draumi breiðfirzkra kota- krakka var það konungsriki eða öllu heldur kóngsgarður Islands. En þarna fannst mér allt niðurnítt og nær í rústum, túnið mosaþemba og kirkjan kotungsleg. Þetta var víst á þeim tímum, sem aumlegast var þar og staðurinn eins og sagt er um einhvern stað I Biblíunni „viðurstyggð eyðingar á helgum stað“. Svo hófust draumar um fagra framtfð, síðan umræður, sam- komur, samtök og samstarf. Ein af minum fyrstu greinum um kirkjuleg málefni var um endurreisn Skálholts, og þá sjálfsagt slíkur samsetningur óskhyggju og rómantískrar fjarstæðu, að ég man, að núver- andi dómprófastur spurði ótta- sleginn: „Viltu ekki fara með biskup- inn og allt saman austur í Skál- holt?“ En samt fór það svo, að nú þegar upprunnið er þjóð- hátíðarár 1100 ára Islands- byggðar, er flest hafið og sumt fullunnið, sem óramenn fyrstu endurreisnarátaka óskuðu þar: Prestssetur, ný kirkja, með eina fegurstu altaristöflu á Islandi, kannski í heimi, nýaf- staðnar og þó áframhaldandi fornminjarannsóknir með dýr- mætum uppgötvunum og nú síðast skóli — meira að segja lýðháskóli — þótt enn sé þar enginn biskup. En hann kemur seinna. Já, það er kominn lýðháskóli í Skálholti og um leið einn hinn fyrsti eða fyrsti raunverulegi lýðháskóli í sögu islands og þó einkum íslenzku kirkjunnar. Það má minna á, að lýðhá- skólar eru eitt hið fegursta skrautblóm í uppeldi frjálsrar æsku um öll Norðurlönd og eiga uppruna sinn að rekja til hinna færustu uppeldis- frömuða með stórmennið danska Grundtvig í broddi fylkingar. Samt verður að segja, að lýð- háskólinn f Skálholti er enn á bernskuskeiði og fetar sín fyrstu spor, raunar enn sem tilraun við hið frumstæðustu skilyrði að húsakosti og kennslutækjum. Samt er þarna einmitt skóla- stjóri, sem telja má einn hinna menntuðustu guðfræðinga Islands nú, frábær námsmaður, fjölhæfur kunnáttumaður og frábær drengur að allra dómi, sr. Heimir Steinsson. En hvað er þá lýðháskóli? Er það ekki einhver ósamhljóma og úreltur tónn við allt skyldu- námskerfið, sem nú þegar þjakar fjölda unglinga, sem hvorki skilja né meta, hvaða gagn þeir hafa af skólagöngu? Sumir skólar geta orðið verk- smiðjur til framleiðslu múg- hyggju. Einmitt þetta er eitt og hið helzta sérkenni lýðháskóla. Hann er frjáls og aðeins eða fyrst og fremst handa þeim, sem hafa áhuga, vilja læra og velja frjálst og helzt af eldmóði það, sem þeir ætla að læra. Þar er ekki fjöldaframleiðsla með vissu vörumerki. Hann er byggður á tveim meginhornsteinum: þjóðlegum og kristilegum menningararfi. Takmarkið gæti vafalaust falizt f hugtakinu: Kristinn Islendingur. En þar mun ein- mitt ein hin fegursta hugsjón á Fróni. Lýðháskóli setur manninn, persónuleika hans sem ein- staklings ofar öllu. Hann stefnir því brott og harla hátt frá múgmennsku þeirri, sem því miður einkennir nútíma kynslóð einnig hér á Islandi. I lýðháskóla er ekki spurt um aldur nemandans. Þar er ein- mitt fullorðinsfræðsla, sjónar- hóll með útsýni til allra átta, ekki sízt skáldlegra hæða og þess alls, sem eflir manngildi. Þar er ekkert mannlegt látið óviðkomandi í orðsins fyllstu merkingu. Maðurinn er þar bæði viðfangsefni og takmark í sjálfu sér.Og próf eru þvf óþörf. Þú ert sjálfur þitt prófblað, hvert sem þú ferð og hvað sem þú gjörir eftir að skólavist lýkur í lýðháskóla. Helgi Iffsins — mannhelgi og persónufrelsi hefur jafnan verið kjörorð lýðháskólanna. Hér hefur meira verið rætt um lýðháskóla almennt, eins og hugsjón þeirra var túlkuð í Kennaraskóla Islands af braut- ryðjendum þar á morgni aldar og fyrstu áratugum. En þvf minni ég á þetta hér, að sannarlega skulum við á þessu þjóðhátfðarári muna það til varðveizlu ókominna ára, sem bezt er og dýrmætast, óskirnar, sem rættust til heilla, draumana, sem urðu að veru- leika, sem varpar ljóma yfir endurreisn Islands. Þar verður Skálholt einmitt fremst í flokki, biskupssetur, menntasetur að fornu, en nú fræðasetur sannra mennta, þar sem mannrækt er stunduð og verður stunduð um framtíð alla. Væri ég yngri að velja mér nám, veit ég hvert spor mín lægju. Megi prestinum unga Heimi Steinssyni takast að gera Skál- holt að nýju menntasetri mann- ræktar, manngildis og mann- dóms í anda Krists, sönnum lýð- háskóla. Þórir S. Guðbergsson: Áfengisneyzla unglinga — ábyrgð foreldra og meðborgara I fyrri grein þessa efnis var nokkuð rætt um þann mikilvæga þátt uppeldis, sem felst í þessum þremur orðum: alúð, öryggi og umhyggja. Það hefur aldrei verið vanda- laust að ala upp börn og við þurf- um því oft á hjálp að halda, styrk og leiðbeiningu frá þeim, sem betur vita en við og hafa e.t.v. langa reynslu að baki. Foreldrar þurfa þvf sífellt að vera á verði og vera viðbúin að ræða vandamálin við börn sfn og gefa sér góðan tíma til þess. En oft fer það svo, að foreldrarnir koma ekki auga á vandamálin, sem eru að skapast og þá þurfa einhverjir aðrir aðilar að geta bent þeim á það, sem miður fer eða betur mætti fara. ÞATTUR skólans. Margir foreldrar leggja næstum alla ábyrgð á skólann — stundum t.þ.a. afsaka sjálfa sig og flýja vandamálin, stundum í ör- væntingu, af því að þeir hafa misst tökin á börnum sínum og hafa uppgötvað það, en geta ekkert gert, að því er þeim finnst. Agavandamál fara að vísu vaxandi í skólunum, en óréttlátt er þó að skella allri skuldinni á skólana, eins og nú er í pottinn búið. Nemendurnir eru aðeins 2—4 klukkustundir í skólanum á dag, allan hinn hlutann dvelst nemandinn utan skólans, þar sem kennari eða skólayfirvöld geta lítið sem ekkert fylgzt með hon- um. Þann tíma, sem nemandinn dvelst f skólanum fer nær allur skólatfminn í kennslu hinna ýmsu greina án beinna félagslegra eða uppeldislegra áhrifa. En hér erum við komin að mjög mikil- vægum þætti, sem of oft hefur gleymzt í hlutverki skólanna, og verður nánar minnst á það nokkru síðar f þessari grein. Algengasti fjöldi nemenda í bekkjum er um 30 og kennari í fullu starfi ber oftast ábyrgð á tveimur bekkjum eða um 60 nemendum. Það liggur því f aug- um uppi, að eins og nú er háttað Síðari hluti má heita ókleift fyrir kennara að hafa bein persónuleg afskipti af nemendunum og „meiri hlutinn" verður yfirleitt að ráða ferðinni og stefnunni. Foreldrafundir og foreldra- kvöld hafa gefizt misjafnlega. Oft reynist það svo, að einmitt þeir foreldrar, sem þyrftu á viðtölum að halda, mæta ekki, en hinir, sem eiga börn, sem talið er „allt í lagi“ með mæta stundvíslega. En einmitt þetta atriði getur að nokkru lýst ástandinu eins og það er, að nokkru leyti hvers vegna og hver þarf á hjálp að halda. Það liggur og í augum uppi, að kennarar hafa heldur ekki tíma og þeim er ekki heldur reiknaður neinn tfmi til þess að heimsækja heimili þessara nemenda, sem eiga við einhvern vanda að stríða. Hér verður eitthvað annað og meira að koma til, ef vel á að vera. Tilraun sú, sem gerð hefur verið með 6 ára deildir f skólan- um, hefur gefizt vel — en einmitt með tilkomu þeirra ætti að vera auðveldara að koma snemma auga á vandamál nemendanna, og þvf fyrr sem hægt er að hjálpa nemendum þessum og heimilum þeirra þeim mun betra. Margt bendir til þess, að skól- inn hafi sífellt stærra og veiga- meiri hlutverki að gegna sem uppeldisstaður og að því ber því mjög að gæta bæði í menntun kennara og allri framkvæmd þessara mála með nýjum grunn- skólalögum. Á þessu sviði þurfa margir aðilar að hafa nána sam- vinnu eins og t.d. kennarar, sál- fræðideildir skóla, félagsmála- stofnanir, barnaverndarnefndir og aðrir þeir aðilar, sem inn f málin kunna að fléttast, eins og læknar hjúkrunarkonur o.s.frv. Ef reyndin er sú, að vandamál barnanna og unglinganna er ekki síður vandamál foreldranna og fjölskyldunnar og með- borgaranna, verður að setja út allar árar til lausnar vandans. Margt er skrifað og skrafað um þessi mál (og hver les t.d. greinar Fjármálaráð- herra USA til Miðausturlanda Washington 11. júlí, AP. FJARMALARAÐHERRA Banda- rfkjanna, William E. Simon, lagði af stað til Miðausturlanda f dag, og er aðalmarkmiðið með ferð hans að treysta efnahagsleg bönd Bandarfkjanna við Saudi Arabfu og Egyptalands. Gangi ferð ráð- herrans að óskum, er spáð lækkun á heimsmarkaðsverði á eins og þessa?)—en margir segja: Hættið að ræða málin og hefjið framkvæmdir. Yfirvöld, ríkis- stjórn, ráðuneyti, borgar- og sveitarstjórnir þurfa að sjá þau vandamál sem fyrir hendi eru og hafa vilja til þess að reyna að leysa þau. Hvaða möguleikar hafa þessir unglingar, sem hafa leiðzt út á svokallaðar „villigötur" of- drykkju og afbrota? — Foreldrar hafa gefizt upp, skólarnir megna ekki meira, vinirnir snúa við þeim baki og nágrannarnir tala illa um þá. Hver getur hjálpað þeim? Eygja þeir von um skóla- göngu, vinnu, eðlilegt lff, öruggi og alúð? Það þarf að styrkja þau vígi, sem fyrir hendi eru með fleiri góðum „hermönnum" fyrst og fremst — og vera reiðubúin til þess að byggja ný ef með þarf. Þörfin er fyrir hendi. Stavangri f júnf 1974. Þórir S. Guðbergsson. olfu, aukinni f járfestingu Araba f vestrænum löndum og betri sam- búð arabaríkja og Bandarfkj- anna. Simon mun einnig eiga viðdvöl í ísrael og Kuwait og síðan kemur hann við í Vestur-Þýzkalandi, Frakklandi og Bretlandi, áður eri hann heldur heimleiðis undir mánaðamótin. Með ráðherranum eru ýmsir ráðgjafar stjórnarinnar um land- búnað, fjármál, viðskiptamál, þró- unar- og menntunarmál. Stefnt mun að þvf, að Bandaríkin stór- auki aðstoð sína við arabalöndin með ráðgefandi og leiðbeinandi þjónustu á þessum sviðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.