Morgunblaðið - 14.07.1974, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 14.07.1974, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JULI 1974 21 Á SUMARDEGI Erlendur Jónsson Talnaleikur og vísitala ÞJÓÐHÁTÍÐ — stórt orð það. Við sem nú lifum eigum varla eftir að halda upp á annað stórafmæli (s- lands byggðar. Á næstu slfkri hátlð — tólf alda afmælinu — verðum við sem betur fer farin að róa I hinni Keflavíkinni, en nýtt og betra fólk komið I staðinn. Við vorum ekki til 1 874, og við verðum ekki heldur til 2074 svo hátíðin sem þá verður ugglaust haldin verður þannig fyrir okkur status quo — sama ástand og áður, það er allt og sumt. Suma langar ákaft að sjá sig með augum framtiðarinnar. Á þann veg imynda ég mér að stjórnmálamenn, prófessorar og aðrar forstands- persónur hugsi þegar þær vakna á morgnana og sofna á kvöldin: Hvað ætli sagan segi um mig? Hvað vita margir eftir hundrað ár að ég var til? I upphafinni hugljómun sjá þeir fyrir sér heila opnu i sögukennslubók framtíðarinnar helgaða sjálfum sér, mynd; og texta sem byrjar svona: „Einn ágætasti og fremsti........." Kannski komast þeir aldrei lengra, munandi I sömu mund eftir ein- hverju óunnu af þeim frægðar- verkum sem fylla skulu opnuna. ------------------- ★ Ekki er talið til góðra siða að gera mannamun, og llkast til er einnig vafasamt að gera áramun. Skapar ekki guð öll ár? Samt finnst manni — svona eftir á — að meira hafi gerst sum ár en önnur; árin vera eins og mennirnir: láta mismikið að sér kveða 1874 urðu íslendingar fjár sins ráðandi, en það er af sagn- fræðingum talið hafa orðið afdrifa- rikara en hátiðaræðurnar sem haldn- ar voru á Þingvöllum sama ár. Nú — á þessu þjóðhátiðarári öld siðar — eru áhöld um þessi sömu fjárráð: erum við fjár okkar ráðandi nú? Eða eru „fjárráð" kannski komin I tölu þeirra orða sem merkja má með krossi I orðabókum: úrelt mál? Árið 1874 færði íslendingum krónur og aura I staðinn fyrir spesíur, rikisdali og skildinga Á þessu ári er eyririnn endanlega afskrifaður sem gjaldein- ing, og krónan er sigin langt niður fyrir það sem eyririnn upphaflega var. Svo miklu grandar mölurog ryð á einni öld. Þetta ár hefur þegar fært okkur rithöfundaþing, listahátið og tvennar kosningar. Stórkostlegt er að vera rithöfundur á rithöfunda- þingi. Ef satt er sem sagt er að stjórnmálamenn búi til ágreinings- efni fyrir kosningar er þvi öfugt farið um rithöfunda á rithöfundaþingi. Þá leggja þeir til hliðar sin ágreinings- efni, en taka sér glas I hönd, skála við borgarstjóra, menntamálaráð- herra og forseta og láta yl bræðra- lags renna sér I merg og bein ásamt veigum þessara ágætu höfðingja. Svo er þingi slitið, hver heldur til sins heima og tekur á ný að setja saman sinar andlegu sprengjur sem springa á síðum dagblaða og bóka með mismunandi miklum gný og áhrifum, allt frá igildi púðarkerlinga til dúndrandi haglaskota. Fyrir þjóðhátiðina 1874 orti Matthias Jochumsson þúsund ára lofsöng sinn og bað um gróandi þjóðllf. Nú hyggst Alþing á Þingvelli veita myndarlega fjárhæð til gróandi sanda. Ekki reyni ég að spá hvað uppi verður á tólf alda afmælinu. Vonandi verða þá til peningar til að hefta fok á þeim eyðisöndúm þjóð- llfsins sem núlifandi kynslóð tekst ekki að græða. Á Alþingi hinu forna mun áfengt öl hafa verið hvort tveggja bruggað og selt. Nú setja þeir. Matthias og Indriði, rautt Ijós fyrir Bakkus: hann skal ekki inn á Þingvöll komast, sá skelmir. Kannski er llka nokkuð að óttast I þeim efnum þar sem viman af siðustu kosningum er að renna af þjóðinni og heilt kyrrahaf pólitiskrar lognmollu framundan. Ef til vill verður þá einhver spakvitringur til að setja sig i spakvitringsstellingar og skrifa grein með fyrirsögn eins og þessari: Menningarmálin i Ijósi kosninganna. Eða: Menningarmálin á næsta kjörtlmabili. Þvi allt loðir þetta saman. Það gerðist á síðustu dögum slð- asta þings (eftirmiðdaginn fræga) að fólk á vinnustað einum hér i borg- inni skrúfaði frá viðtækinu, og er það ekki út af fyrir sig i frásögur færandi. Nema hvað? Eftir að hafa hlustað nokkra stund á hið létta prógramm gall einhver við: „Þetta er nú sá albesti skemmtiþáttur sem heyrst hefur I útvarpinu lengi." Hvað hefði hann sagt ef hann hefði þá vitað að „skemmtiþátturinn" var — ekta! Þessi þáttur með meira varð slðan tii að efla stéttvísi alþingismanna svo þeir tóku að sverja og sárt við leggja að þetta væri ekki rétta myndin af Alþingi; þvert á móti ynnu þingmenn mikið og vel, að vísu utan þingfunda og I bakher- bergjum mest;. kjósendum væri óhætt að treysta þvi Og klappið sem dunað hefði eftir hvert atriði I „skemmtiþættinum" hefði raunar komið ofan af pöllunum. Þarna urðu alþingismenn semsagt jafnsammála og rithöfundar á slnu þingi. Rithöfundar á starfslaunum, en þeir eru teljandi á fingrum annarrar handar, eru settir á bekk með menntaskólakennurum, en alþingis- menn með prófessorum, eða hvað? Og þar á milli mun vera allbreytt bil Nú er farið að tala um breytta kjör- dæmaskipun. Enginn veit hvað út úr þvi kemur. Nema eitt er vlst: þing- mönnum mun ekki fækka, heldur fjölga. Eða hver vill leggja til að þingsætum fyrir eitthvert kjördæmi verði fækkað? Það er auðvitað úti- lokað, heldur verður að fjölga i öðrum kjördæmum „til samræmis". Svona er margt skrltið I kýrhausn- um. Rithöfundar og aðrir listamenn eru hins vegar eins og Kinverjar og Indverjar, þeim fjölgar viðstöðulaust og sjálfkrafa án þess til þurfi stjórnarskrárbreytingu og tvennar kosningar. Og eins og gerist um vlða veröld þar sem fjölgun er mikil verður um leið minna og minna til skiptanna með hverjum sem við bætist: rithöf- undum á starfslaunum mun ekki fjölga né heldur munu laun þeirra hækka, vlst er um það. Þannig gengur ekki eitt yfir rithöf- unda og alþingismenn þó hvorir tveggja vinni fyrir kaupi sinu og geti lika skemmt þjóðinni ef svo ber undir, jafnvel án þess að ætla sér það Stjórnmálamenn tala oft um ein- hverja „köku til skiptanna"; ekki megi taka of mikið af henni I einu, ekki éta hana fyrirfram, skera verði rétt eigi allir að fá sina sneið og svo framvegis. Sjálfir firra þeir sig allri ábyrgð á þessari frægu „köku". Má þvl ganga að því vísu að hana sé ekki að finna í bakherbergjum Alþingis þar sem þingmenn vinna aðallega að sögn. Þá mun nokkurn veginn öruggt að rithöfundar og aðrir listamenn ná ekki til að skera af henni þykkar sneiðar, þvi þá væru þeir útþrykkilega búnir að setja sjálfa sig i B-launaflokk með prófessorum og þingmönnum og öðrum sem teljast menn með mönn- um i þjóðfélaginu. Kakan virðist með öðrum orðum vera alls staðar og hvergi; ósýnileg eins og guð Þórbergs og Kristinar á Fjarðar- horni. Og öfugt er henni farið við brauðin frægu i Bibliunni, þvi þau entust og entust, en hún er alltaf að verða meir og meir uppétinn. ------------------- ★ Þjóðhátiðarár — stórt orð það Og gerir mann óframfærinn. Þess vegna er maður lengi og vandræða- lega að koma sér að efninu. En nú skal ég ekki draga það lengur Svo hinn menningarlegi uppblástur verði nú stöðvaður um leið og bévit- ans sandfolið Ijóta sem er komið langleiðina að dreifa (slandi á haf út legg ég til að listamannalaun, sölu- skattsfé, starflaun rithöfunda og allt það verði að visu ekkert hækkað á þessu ári (maður verður að sýna sanngirni og ábyrgðartilfinning á svona ári), heldur bundið launum alþingismanna næsta mannsaldur- inn. Þvi hvað sem liður þenslu. verðbólgu og slgandi krónu sem er brátt komin svo langt niður í dal verðbólgunnar að hún getur aftur farið að kallast dalurog nú loks með réttu, hvað sem öllu því liður held ég að það yrði besta visitölutrygging sem hægt væri að hugsa sér islensk- um rithöfundum og öðrum lista- mönnum til handa á þessu herrans þjóðhátiðarári. Erlendur Jónsson. n. Mats Wibe Lund. sfðar, en í sumarkosningunum 1942, fyrstu þingkosningum, sem Sósfalistaflokkurinn bauð fram, varð stökkbreyting á fylgi kommúnista og þeir hlutu 16,2% atkvæða. Þetta hlutfall juku þeir enn f haustkosningum 1942 og hlutu 18,5% atkvæða. I næstu tveimur þingkosningum varð fylgi kommúnista meira en það hefur nokkru sinni verið fyrr og sfðar. I þingkosningunum 1946 og 1949 hlaut Sósfalistaflokkurinn 19,5% gildra atkvæða f hvorum kosningum um sig. Síðan missti flokkurinn verulegt fylgi 1953 og fór niður f 16,1% og þá þótti for- ystumönnum Sósíalistaflokksins góð ráð dýr. Þegar kom að þing- kosningum 1956 hafði þeim tekizt að kljúfa Alþýðuflokkinn enn á ný, er Hannibal Valdimarsson gekk til liðs við þá og stofnaði með þeim Alþýðubandalagið, sem í þeim kosningum hlaut 19.2% gildra atkvæða. Sfðan hefur flokkurinn haft milli 15,3—17,6% gildra atkvæða. Síðarnefnda hlut- fallið fékk Alþýðubandalagið í þingkosningunum 1967, tapaði sfðan nokkru 1971 og fékk í þing- kosningunum nú 18,3%. Þessar tölur sýna, að gagnstætt fullyrðingum kommúnista um, að Alþýðubandalagið sé f mikilli sókn meðal fslenzkra kjósenda, hefur það enn ekki náð þvf hlut- falli gildra atkvæða, sem það hafði í þingkosningunum 1942, 1946, 1949 og 1956. Það væri því nær sanni að segja, að Alþýðu- bandalagið hafi smátt og smátt verið að rétta við, en hafi enn ekki náð þvf atkvæðahlutfalli, sem kommúnistar hafa mest haft í kosningum hér á landi. Fygisaukning kommúnista á árunum upp úr 1940 hefur verið skýrð með ýmsum hætti, m.a. með því, að á stríðsárunum tókst gott samstarf milli Sovétrfkjanna og vestrænna lýðræðisríkja, og á þeim árum töldu margir, að unnt væri að vinna með kommúnistum. Það var þetta andrúmsloft og þessi afstaða, sem gerði myndun Nýsköpunarstjórnarinnar 1944 mögulega. Þetta er athyglisvert í Ijósi þess, að einmitt nú síðustu árin hafa samskipti vestrænna lýðræðisríkja og Sovétríkjanna farið batnandi, og það er við þær aðstæður á alþjóða vettvangi, sem Alþýðubandalagið byrjar að feta sig áfram að þvf marki, sem kommúnistar höfðu áður náð meðal íslenzkra kjósenda. Hverjir eru lands- byggðarflokkar? Fýrir þingkosningarnar á dög- unum, bundu forsvarsmenn stjórnarflokkanna miklar vonir við fylgi sitt út um land og héldu því fram, að í stjórnartíð vinstri stjórnar hefðu orðið slfk umskipti í málefnum landsbyggðarinnar, að annað eins hefði ekki áður gerzt, og væri það til marks um, að vinstri flokkarnir væru meiri landsbyggðarflokkar en stjórnar- andstöðuflokkarnir. Athyglisvert er að skoða úrslit þingkosning- anna 30. júní f ljósi þessara full- yrðinga. Framsóknarflokkurinn, sem hefur talið sig sjálfskipaðan málsvara landsbyggðarinnar öðrum flokkum fremur tapaði at- kvæðahlutfalli f svo til öllum kjördæmum úti á landsbyggðinni. Yfirleitt var atkvæðatap flokks- ins í landsbyggðarkjördæmum nálægt 2%. Á sama tíma var at- kvæðaaukning Sjálfstæðisflokks- ins í þessum byggðakjördæmum yfirleitt milli 4—5%. Þessi þróun í atkvæðamagni þeirra tveggja flokka, sem mest fylgi hafa í dreifbýlinu, sýnir hvert mat kjós- enda í byggðakjördæmunum sjálfum er á byggðastefnu ríkis- stjórnarinnar og afstöðu Sjálf- stæðisflokksins til byggðamála. Það fer ekki á milli mála, að Sjálf- stæðisflokkurinn hefur hlotið mjög eindregna traustsyfirlýs- ingu kjósenda úti á landsbyggð- inni og þar með hefur stoðunum verið kippt undan fullyrðingum vinstri flokkanna um, að þeim sé betur treystandi í byggðamálum en Sjálfstæðisflokknum. Stjórnarmynd- unartilraun Geirs Hallgrímssonar Geir Hallgrfmsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur nú í rúma viku kannað möguleika á myndun nýrrar ríkisstjórnar í kjölfar alþingiskosninganna, sem nýafstaðnar eru. Hann hefur átt viðræður við helztu forystumenn allra stjórnmálaflokka til þess að kanna, hvaða möguleikar eru til staðar, en eitt fyrsta verk hans var að óska eftir nýjum upplýs- ingum frá hagrannsóknardeild og Seðlabanka um ástand og horfur í efnahagsmálum þjóðarinnar. Spurt hefur verið, hvers vegna nauðsynlegt sé að fá nýjar skýrsl- ur um þetta efni og svarið er, að þær skýrslur, sem fyrir liggja, eru nú rúmlega þriggja mánaða gaml- ar og margt hefur gerzt á því tímabili. Heildaryfirsýn yfir stöðu efnahagsmálanna hlýtur að vera forsenda þess að kanna megi, hvort, og þá milli hvaða flokka, málefnalegur grundvöllur geti verið fyrir hendi til mynd- unar meirihlutastjórnar á Alþingi. Þegar þetta er ritað, er gert ráð fyrir, að skýrslur þessar tveggja stofnana liggi fyrir nú um helgina og upp úr því ætti að komast skriður á tilraun Geirs Hallgrfmssonar til stjórnar- myndunar. Langt er um liðið síðan svo erfiðar aðstæður hafa verið til stjórnarmyndunar sem nú. Eftir þingkosningarnar 1971 hófust þegar í stað viðræður milli þeirra flokka, sem áður höfðu verið í stjórnarandstöðu, en hlutu meiri- hluta á Alþingi í þeim kosningum, þannig að línurnar voru ákaflega skýrar þá. Hið sama má segja, þegar Viðreisnarstjórnin var mynduð haustið 1959 og allar göt- ur sfðan, þann tíma, sem hún hafði meirihluta á Alþingi. En í greinum, sem birtust i Mbl. nú fyrir helgina er gerð grein fyrir stjórnarmyndunum undanfarna áratugi og kemur þá í ljós, að slíkar tilraunir hafa oft tekið langan tíma og verið mjög vanda- samar. Það tók t.d. um fjóra mánuði að koma saman meiri- hlutastjórn, þegar Sjálfstæðis- flokkur, Framsóknarflokkur og Alþýðuflokkur tóku höndum sam- an 1947 undir forystu Stefáns Jóhanns Stefánssonar. Eins og Iinurnar eru nú í íslenzkum stjórnmálum, þarf þvi engum að koma á óvart, þótt tals- verðan tíma taki að kanna, hvaða grundvöllur er fyrir hendi til myndunar nýrrar rikisstjórnar og sjálfsagt er, að menn taki sér góðan tíma til þess. Mestu skiptir, að niðurstaðan verði sterk og ábyrg ríkisstjórn þjóðinni til far- sældar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.