Morgunblaðið - 14.07.1974, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.07.1974, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 14. JULI1974 mun meiri MIKILL hagleiksmaður, Ragn- ar Imsland að nafni, býr á Höfn í Hornafirði. Allt frá unga aldri hefur hann varið flestum tðmstundum sfnum til þess að gera skipslíkön og ýmsa aðra hluti, sem eru hin mesta völundarsmíð. Skipslfkön Ragnars eru svo vel úr garði gerð að vart verður betur um bætt og ekki er nðg með að hann smíði skrokk og tæki í bátana, heldur eru þau gang- fær lfka og tvo báta sinna hefur hann sent út á sjð, f jarstýrða. Rabbað við Ragnar Imsland, sem hefur gert fádæma vönduð skipsmódel, gangfær Það er hreint ótrúlegt að sjá hvað Ragnar hefur lagt mikla vinnu í þessi tómstundastörf sfn, en hann hefur líka haft erindi sem erfiði, því líkön hans eru hreinustu dýrgripir. Það er leitt til þess að vita, að stjórnvöld skuli ekki hafa rænu á að fá slíka menn sem Ragnar til liðs við sig, og vinna að því að koma upp líkön- um af helztu skipum íslenzkrar sjóferðasögu. Það dregur að því, að komið verði upp sjóminjasafni á íslandi, en ef ekki verður brugð- ið skjótt við varðandi gerð Ifkana af gömlum skipum, verður það erfiðara um vik með hverju árinu, sem líður. Þeir gömlu menn, sem muna bezt gömlu skip- in, verða ekki til eilifðarnóns með þá vitneskju til reiðu fyrir módel- smíði. Ragnar fluttist frá Djúpavogi, þar sem hann er fæddur, til Hornafjarðar, þegar hann var 9 ára gamall. „Það þykir ekki virðu- legt hér á Hornafirði að vera frá Djúpavogi,“ segir hann og brosir. „Þeir kalla það Kongo, Hornfirð- ingarnir, svo maður á í vök að verjast. Við getum þó hælt okkur af því, að Rfkarður Jónsson er frá Djúpavogi eða rétt innan við.“ Ríkarður og Ragnar bera Djupavíkingum gott vitni um handlagni og hugmyndaflug. Ragnar vinnur hjá varnarliðinu á Stokksnesi, en þar sér hann um viðhald bygginga. „Ég hef snuddað svona við ýmislegt frá því að ég fór að geta haldið á hamri," sagði hann, „og ég hef eytt mínum frístundum meira og minna í svona verk“. Og verkin töluðu sínu máli allt í kring á heimili hans. I stofu lúrði forkunnarfögur sláttuklukka á vegg, viti trónaði f einu horninu, snilldarvel _ gerður saumakistill konu hans v’ar á sínum stað og er þá aðeins fátt eitt nefnt, sem Ragnar hefur smíðað auk skipa sinna. „Manni finnst bara,“ hélt hann áfram, „að maður hafi ekki haft nægan tfma til að gera svona hluti ég vildi hafa mun meiri tíma í þetta. Það væri betra að ráða sér meira sjálfur." Tveir flóknustu gripirnir, sem Ragnar hefur smiðað, eru bátarn- ir Júlía og Júlía II. Það er 7 ár síðan hann byrjaði á Júlíu, en hann varði tómstundum sínum í heil tvö ár við smíði á þeim bát. 5 ár eru síðan hann byrjaði á Júlíu II, en hún var 4 ár í smfðum. Ragnar taldi líklegt að ekki væri hægt að finna dýrari báta af þessari stærð, því ef reikna ætti vinnuna væri hún varla undir milljón kr. Júlía hefur vél og skrúfu auk stýris og getur Ragnar fjarstýrt henni úti á sjó. Mun meira er lagt í Júlíu II., en þann bát teiknaði Ragnar samkvæmt eigin teikn- ingu. en Júlía II., er líkan af u.þ.b. 160 tonna fiskibát. „Það, sem er drifið í Júlíu II.,“ sagði Ragnar, „eru öll spilin, þrjú tals- ins, kraftblökkin, bóman, hliðar- Hvalbakurinn á Júlfu II. Bæði spilin eru gangfær og bóman að sjálfsögðu einnig. Kraftblökkin og bátadavfðan á Júlfu II. eru einnig gangfærar og báðir radararnir eru knúnir áfram. Skipið er hægt að senda fjarstýrt á haf út. Ragnar við Júlfu II, sem hann var 5 ár að smfða. — Ljósmyndir Mbl. á. j. Júlfa I„ sem Ragnar hefur einnig sent f jarstýrða á haf út. Brúin á Júlfu II. Allt ber vott um einstaka lagtækni og útsjónarsemi. „Ég vildi hafa tíma í þetta"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.