Morgunblaðið - 14.07.1974, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.07.1974, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JULl 1974 Ritað er: yyÞér eruð salt jarðar” Saltið lætur lftið yfir sér. Það er alls ekki vfst, að allir gjöri sér grein fyrir mikil- vægi þess. Við mennirnir erum oft svo veikir fyrir því, sem mikið Iætur yfir sér og gengur f augu. Við metum gull og gersemar, skraut- fifkur og dýrar krásir. Og þó vitum við, að ytra matið er ekki ætfð einhlftt eða rétt. Þú manst eflaust eftir ævintýrinu um föðurinn, sem vildi fá að vita, hverri dætra sinna þriggja þætti vænst um hann. Tvær þær eldri lfktu kærleika sfnum til hans við væntumþykju sfna á dýrgripum og skart- klæðum. Það Ifkaði honum vel. En þegar sú yngsta svar- aði: Mér þykir jafn vænt um þig og matnum þykir um saltið, mislfkaði honum, þvf að hann skildi ekki dýpt svarsins. Þess vegna rak hann dðttur sfna burt. Og hann skildi ekki svar hennar, fyrr en hann hafði fengið veizlumatinn ósaltan. Þá loks skildi hann sann- leika orða hennar. Eldri dæturnar höfðu fyrir löngu misst allan áhuga á gamla sparikjólnum og skartgrip- unum, en saltið var matnum sffellt jafnómissandi. Saltið er okkur ómissandi, þótt við gjörum okkur þess ekki alltaf grein. Saltið ver matinn rotnun. Það var lengi ein helzta verzlunar- vara, einnig hér hjá okkur. Enn þykir það mikið óhapp, ef saltlaust verður f verstöð á vertfð. Þá getur hluti afl- ans legið undir skemmdum. Hins vegar er ónýtt salt einskis virði. Það getur beinlfnis skemmt matinn f stað þess að verja hann skemmdum. Það er þá til einskis framar nýtt. Þvf er kastað burt og það fótum troðið af mönnum. Jesús segir við lærisveina sfna í Fjallræðunni: „Þér eruð salt jarðar“. Okkur kristnum mönnum er falið sama hlutverk og saltinu. Við eigum að verja samtfð okkar og meðbræðrur rotn- un. Við eigum að hafa varð- veitandi og bjargandi áhrif f þjóðfélaginu. Við, læri- sveinar Jesú Krists, eigum að vera verkfæri hans, til þess að hann komi fram vilja sfnum og fyrirætl- unum hér á jörð. „En ef saltið dofnar?“ Ef við bregðumst honum? Ef við dofnum og göngum úr þjónustu hans? Þá getum við orðið hindrun f vegi þess, að Guð fái komið fram vilja sfnum samtfð okkar til blessunar. Og þá getur Guð ekki lengur notað okkur, ekki til gagns, ekki til góðs. Við erum þá orðin, eins og ónýta saltið, sem ekkert gagn gjörir meira, en er kastað burt. Þetta er alvara Iffsins, alvara kristindómsins. Góður Guð gefi okkur náð til þess að standa stöðug f honum allt til enda. Biðjum Guð um að varðveita okkur f samfélagi viðsig. Jónas Gfslason. Umsjón: Gunnar Finnbogason Jóhannes Tómasson Hvert stefnir? Á þessu ári minnumst við 1100 ára afmælis Islandsbyggð- ar. Það er vel að við gerum það veglega. Fyrir um 1000 árum ákvað Alþingi á Þingvöllum, að á íslandi skyldi ríkja kristin trú. Ég nefni þetta í sömu andrá vegna þess, að ég tel holt og nauðsynlegt að við hug- leiðum á þessum tímamótum hvort við viljum áfram vera kristin þjóð. Það er ekki nóg að vera krist- inn að nafninu til. Það er ekki nóg að eiga stórar og fallegar kirkjur, ef fólkið kemur ekki til að tilbiðja Guð og uppbyggjast í trú á hann. Kristin kirkja er þar sem einstaklingar safnast saman til að tilbiðja Guð sinn og frelsara, án tillits til stærðar og fegurðar guðshúsa. Hornsteinn kirkjunnar er Jesús Kristur. Þegar við byggjum hús þá þurfum við að hafa góðan grunn. Engum dettur f hug að reisa hús á mýri eða á sandi. Húsbyggjandinn veit sem er, að þá fer illa. Hygginn húsbyggj- andi byggir þar sem undir- staðan er góð. Það er einmitt þetta, sem við þurfum að hafa í huga f sambandi við andlega velferð okkar. Ef við viljum byggja líf okkar á föstum grunni þá veljum við Jesúm Krist. Ef við höfnum honum þá byggjum við lff okkar á grunni, sem brestur. Eitt sinn stöndum við frammi fyrir dómi og þá eigum við að standa reiknings- skil á lífi okkar. Þá verður spurt hvort við f lifanda lífi tilheyrðum Jesú eða ekki. Það er ekki til annar fastur grunnur til að byggja á en Jes- ús Kristur. Allt annað er ekki sannleikur. Við skulum standa fast á hinum eina sanna grund- velli. Bezt verður 1100 ára byggð landsins minnst með því að við hvert og eitt, — öll þjóð- in — snúi sér til Krists og geri hann að Herra lífs sfns. Sjónvarp — trúarlegt uppeldi I Politiken þann 9. júnf sfðast liðinn gat að Ifta athyglisvert greinarkorn, og er ekki úr vegi að birta það hér f lauslegri þýðingu: Norska sjónvarpið, sem Biblían svarar Biblfan svarar þeim, sem spyrja: Hvers vegna á ég að trúa á Jesúm Krist? „Og ekki er hjálpræðið f neinum öðrum, þvf að eigi er heldur annað nafn undir himninum, er menn kunna að nefna, er oss sé ætlað fyrir hólpnum að verða.“ Postulasagan 4:12. „Sá, sem hefir soninn, hefir lffið; sá, sem ekki hefir Guðs son, hann hefir ekki Iffið.“ I. Jóhannesar bréf 5:12. Lestu einnig: Jóhannesar- guðspjall 3:18; 5:24; 6:35; 14:6. Rómverjabréfið 6:23 og I. Jóhannesar bréf 5:9—12. Biblfan svarar þeim sem segir: Eg þarf ekki á frelsara að halda. „Hver getur sagt: Ég hefi haldið hjarta mfnu hreinu, og er hreinn af synd?“ Orðs- kviðirnir 20:9. „. . . þvf að allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð.“ Rómverjabréfið 3:23. Lestu einnig: Jóhannesar- guðspjall 3:3, 6; 3:36; 8:34; Rómverjabréfið 3:10; 5:12; og I. Jóhannesar bréf 1:8—10. hefur að undanförnu styrkt trúarþörf yngstu áhorfenda sinna með vikulegum sunnu- dagaskólatímum, ætlar eftir því sem bezt verður séð að auka þessa þjónustu með þvf að sýna röð þátta fyrir börn um trúarleg efni. Ef þessi áform komast í framkvæmd standa þau gegn fyrri regl- um um að norska útvarpið skuli vera á verði gagnvart trúarlegum áhrifum á börn. Sverre Tinná dagskrárfull- trúi, sem stendur á bak við tillögurnar, heldur því fram, að hann uppfylli þá kröfu, jafnvel þó að markmiðið sé að boða kristna trú. Skoð- anakannanir sýna, að 85% norskra foreldra óska þess, að börn þeirra alist upp í lútherskri trú. Hvers vegna skyldi jafn útbreiddur fjöl- miðill og sjónvarpið ekki hjálpa til við slíkt uppeldi? segir Sverre Tinná. Svo mörg voru þau orð. Það er virkilega ánægjulegt að fá fréttir sem þessar af frændum okkar á Norður- löndunum. Margt höfum við lært af frændum vorum og mikið er rætt og ritað um norræna samvinnu á hinum ýmsu sviðum. Ekki er að efa, að margir íslenzkir foreldrar æskja þess, að börnin þeirra alist upp f kristinni trú. Gaman væri þvf, ef íslenzka sjónvarpið tæki Norðmenn sér til fyrirmyndar í þessu efni, og útvegaði sér slfka þætti til sýningar. Slíkt yrði spor í rétta átt. Tamning HRASI einhver ekki í orði, þá er hann maður fullkominn, fær um að hafa stjórn jafnvel á öllum lfkama sínum. Ef vér leggjum hestunum beizli í munn til þess að þeir hlýði oss, þá getum vér stýrt öllum lfk- ama þeirra. Sjá, einnig skipin, svo stór sem þau eru, og rekin af hörðum vindum; þeim verð- ur stýrt með mjög litlu stýri, hvert sem stýrimaðurinn vill. Þannig er einnig tungan Iftill limur, en lætur mikið yfir sér. Sjá, hversu lítill neisti getur kveikt í miklum skógi. Tungan er Ifka eldur. Tungan er rang- lætisheimur meðal lima vorra; hún flekkar allan Iíkamann og kveikir í hjóli tilverunnar, en er sjálf tendruð af helvíti. Því alls konar dýr og fugla, skrið- kvikyndi og sjávardýr má temja og hafa mennirnir tamið, en tunguna getur enginn maður tamið, þessa óhemju, sem full er með banvænt eitur. Með henni vegsömum vér Drottin og föðurinn, og með henni formæl- um vér mönnunum, sem skap- aðir eru í líkingu Guðs. Af sama munni gengur fram blessun og bölvun, þetta má ekki svo vera, bræður mínir. Gefur lindin úr sama uppsprettuauga bæði sætt og beizkt vatn? Mun fíkjutré, bræður mínir, geta af sér gefið olffur eða vínviður ffkjur? Eigi getur heldur saltur brunnur gefið sætt vatn. (Jak.3:2 — 12).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.