Morgunblaðið - 14.07.1974, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.07.1974, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JULl 1974 Á myndinni til hægri: Solzhenit- syn í fangaklæðum, meðan hann afplánaði dóm sinn. Á myndinni til vinstri er hreinsunardómstðll- inn, sem settur var á stofn upp úr 1930 ög mjög kemur við sögu í bókinni. Ritdómar um Eyja- klasann (. u I ag: meistaraverk hlaðið skáldlegu hugarflugi Magnað krafti og Nýjasta verk Alexanders Solzhenitsyn „Eyja- klasinn Gulag“ 1. hluti af þremur, sem skáldið boðar, er komið út í enskri þýðingu Thomas P. Whitney. Um bókina hafa skrifað í brezk blöð menn á borð við sérfræðinginn Edward Cranks- haw, sem lesendur þekkja mætavel, Nicholas Bethell, Leonard Schapiro, svo að einhverjir séu nefndir. Hér á eftir verða birtar glefsur úr ritdómum þeirra. J'ri húsi hinna dauðu“ heitir grein Schapiros I The Sunday Times. í upphafi segir þar: „Alexander Solzhenitsyn er þeirrar trúar, eins og hann sagði okkur I Nóbelsbréfi sínu, að „hin forna þrenning, sannleikur, kær- ieikur og fegurð, sé ekki aðeins gömul formúla til sýndar- mennsku einnar ætluð, eins og við héldum, þegar við vorum full af sjálfstrausti og efnalega sinnuð í æsku okkar." Eykjaklasinn Gul- ag, sem nú liggur fyrir í enskri þýðingu Thomas P. Whitney og lengi hefur verið beðið eftir, er bæði stórpólitískt verk og stór- kostlegt meistaraverk; og i hvoru- tveggja tilliti ætlað til að þjóna þcssari fyrrnefndu þrenningu." Þetta yfírgripsmikla verk, hef- ur tekið huga höfundarins fang- inn I tíu ár. Hann lauk þvi, sem hér hefur komið fyrir almenn- íngssjónir, fyrir sex árum; það er tileinkað þeim, „sem lifðu ekki af ti! að segja söguna.“ En Solzhenit- syn neitaði, að bókin yrði gefin út á Vesturlöndum, af þvi að hann óttaðist um öryggi ýmissa, sem útvcgað höfðu honum upplýsing- ar og aðgang að þeim. Það var ekki fyrr en KGB hafði komizt yfir eitt af handritum bókarinnar með aðferðum, sem leiddu til þess, að sú ólánssama kona, sem varðveitti það, framdi sjálfsmorð, eftir að hafa verið pynduð til að skýra frá því, sem hún vissi, að Solzhenitsyn ákvað að leyfa út- gáfu bókarinnar á Vesturlöndum. Síðar I greininni segir Schapiro: „Til eru þeir, sem kunna ad draga í efa áreiðanleika frásagnar Solzhenitsyns. En ég lit svo á, að fáir mundu hætta lifi sínu, frelsi sinu og fjölskyldu sinni til að fara með ósannindi. Og hvað snertir hina sögulegu hlið, sem er byggð á heimildargögnum, get ég stað- hæft, að ég sem er sæmilega vel að mér í sovézkri sögu, hef ekki getað komið auga á missagnir, sem upp tekur að telja, og oft furðaði ég mig á því, hversu Sol- zhenitsyn hafði tekizt að afla viða- mikilla upplýsinga, eftir að vitað er, að allt hefur verið gert til að varna því, að hann fengi aðgang að prentuðum heimildum frá þessum tímum. . . A það ber að lita, að þetta er ekki aðeins merkt pólitiskt verk, heldur einnig stór- brotið meistaraverk snilllings. Það er andríkt og frjótt verk, skrifað á tungumáli, sem í sjálfu sér minnir á tónlist og erfitt er að snúa á annað. Ég fæ ekki betur séð en þýðingin sé mjög læsileg og eftir því, sem ég hef getað kynnt mér, er hún nákvæm. Bók- in er máttug í öllu sínu raunsæi. Hryllingnum, viðbjóðnum og þjáningunum lýsir höfundur svo, að lesandanum finnst sem hann sjálfur sé viðstaddur. Þetta raun- sæi höfundar minnir hreint ekki svo lítið á Tolstoj, enda þótt það sé öllum ljóst, er lásu „Ágúst 1914“, að Tolstoj á ekkert sérstak- lega upp á pallborðið hjá Sol- zenitsyn.. .. Frásögn Solzhenitsyn var svo yfirþyrmandi, að ég man aðeins eftir einni bók, sem kemst nálægt því að hafa viðlfka áhrif á mig, þar sem eru dagbókarbrot Eduards Kuzne*s«v« “ ' Grein Edwards Crankshaw ber yfirskriftina „Rússnesk mar- tröð“. Þar lýsir hann nokkuð efni bókarinnar, sem hefur verið rakið allvel hér í Mbl. í öðrum greinum um bókina. Síðan segir: „Mikið og margt hefur verið skrifað um þetta efni (þ.e. nauðungarvinnubúðirnar á Stalínstímabilinu), er þar um meðal annars að ræða persónu- lega reynslu þeirra, sem lifðu af í búðunum. Sannast sagna hefur lesandi á Vesturlöndum verið fræddur meira um efnið og gefin itarlegri lýsing á búðunum en lesendum I Sovétríkjunum. Solzhenitsyn var alls ókunnugt um þetta er hann settist niður til að skrifa bók sína árið 1958. Hvernig átti hann að vita um þetta? Hann hafði verið handtek- inn á vígstöðvunum, vegna þess að hann hafði látið ógætnisleg orð falla um Stalín i bréfi. Hann hafði verið átta ár I nauðungarvinnu- búðum og árið 1953, þegar hann hafði afplánað fangelsisdóm sinn var hann sendur í útlegð. Það var ekki fyrr en 1956, að hann fékk að snúa aftur til Sovétrikjanna og var það liður I þiðunni, sem fylgdi í kjölfar uppljóstrananna um Stalin, og varð þá um hrið frægur í heimalandi sínu og viðar, en siðan hefur ailt stefnt til þess, sem varð i febrúar sl., er hann var rekinn úr landi. Svo að það, sem hann var að gera, þegar hann tók við að rita „Eyjaklasann Gulag“, var reyndar að segja sögu, sem — eftir þvi sem hann vissi bezt — hafði aldrei verið sögð fyrr. Og þegar málið er skoðað dýpra, tókst honum einmitt það, sem hann ætlaði sér. Vegna þess að þrátt fyrir allt, sem aðrir hafa skrifað, er þetta hin fyrsta til- raun, sem gerð hefur verið til að safna sögunni saman í eina heild með þvi að draga fram persónu- lega reynslu hundraða fanga. En bókin er miklu meira en saga úr fangelsi og nauðungarvinnubúð- um. Hún er meira en saga um pyndingar, manndráp og sult, um villimennsku sovézku lögregl- unnar og um mennina, sem gáfu skipanirnar. Eftir þessu fyrsta bindi að dæma er hér á ferðinni hvorki meira né minna en ítarleg saga um ógnarstjórn og ofbeldi sem þjóðir Sovétrikjanna hafa verið undir, síðan Lenin hrifsaði vðldin." Crankshaw rekur siðan sögu Solzhenitsyns sjálfs, en fer lengra aftur, allt til þess tíma, er þeir Stalin og Trotsky voru að berjast um völdin, þegar Lenin var orð- inn sjúkur maður. Siðan fjallar hann um hinar ægilegu aftökur, sem Stalín fyrirskipaði á árunum upp úr 1930. Síðan segir greinar- höfundur: „En verkið felur í sér meira. Solzhenitsyn setti sér sjálf- um það verk fyrir að vinna einn og við hinar erfiðustu aðstæður, sem unnt er að hugsa sér, að reisa minnisvarða þeim milljónum Hatur vald- hafanna er sprottið af því að hann hefur vakið sektarkennd þeirra manna, sem þjáðust og dóu til að byggja upp fyrsta sósíalíska land veraldarinnar. . . Þetta er ekki hversdagsleg bók, þetta er bók, sem mun í framtíðinni verða grundvöllurinn að ótal mörgum hversdagslegum bókum. Þetta er harmljóð og ákæra. Hún birtir cinnig iðrun Solzhenitsyns sjálfs vegna skeytingarleysis kynslóðar hans, og hann biður alla að taka þátt I þeirri iðrun, sina eigin þjóð, sem mun einn góðan veðurdag eiga þess kost að Iesa þessa bók.“ I The Times ritar siðan Nicholas Bethell um verkið og virðist hann vera á þeirri skoðun, að hin pólitiska boðun verksins verði bókmenntalegu gildi þess yfirsterkari: „A work of genius is more political than literary". Hann segir: „Fyrír tuttugu árum kom út bókin „The Scourge of Swastika", sem skók þetta land með ægilegum frásögnum sinum af hryðjuverkum nazista. Eyja- klasinn Gulag er miklu merkara verk, ekki aðeins fyrir þær sakir, að bókin er betur skrifuð en hin, heldur einnig vegna þess, að hún vegur að rótum kommúnismans, sem er enn mikið afl I ýmsum löndum nú, og hún verður til að draga I efa áreiðanleika leiðtoga þessa stórveldis. Þeir eru eftir- menn þess manns, sem byggði upp hinn pólitlska grundvöll, sem þeir standa á. „Ég hef ekki lesið þessa bók og hef ekki hugsað mér að gera það,“ sagði sovézkur emb- ættismaður I Bretlandi á dögun- um og bætti síðan við, að þetta væri vond bók. Engan skyldi undra, þótt þessi maður vilji ekki lesa bókina. Ef hann gerði það, myndi samvizka hans að öllum llkindum hvetja hann til að segja af sér þvl starfi, sem hann gegnir. Margir vinstrimenn I Bretlandi munu eiga erfitt með að kyngja bókinni. Það eru ekki margir ára- tugir slðan blaðið New Statesman hélt uppi vörnum fyrir hreinsan- irnar I Sovétrlkjunum og Sidney og Beatrice Webb sögðu á prenti: „Stjórn og skipulag á sovézkum fangelsum virðist I góðu lagi og virðist þar ekki lengur beitt llkamlegum pyndingum I neinu fangelsi.“... Sovétstjórnin leggur fæð á þennan rithöfund, vegna þess að hann hefur vakið sektar- kennd þeirra, sem llka mætti við sektarkennd þýzku þjóðarinnar er uppvlst varð um hina mögnuðu glæpi nazista.“ Siðar I greininni segir Bethell, að honum virðist þessi bók full viðamikil. Sú ósk hans að segja allt af létta geri það, að hún sé nokkuð þung. En I ýmsum köfl- um, þar sem hann byggir á sinni eigin reynslu, t.d. „Handtakan,“ „Yfirheyrslan“ og „Fyrsti klef- inn, fyrsta ástin“, sé að finna snilld hans I lýsingum og skáldleg tilþrif, sem stundum víki fyrir beinhörðum upplýsingastíl. Verk Solzhenitsyns er að verulegu leyti byggt á persónulegri reynslu hans og könnunum, en I tveimur helztu skáldsögum slnum hafi hann gefið Imyndunaraflinu lausari tauminn og þar sé hann I essinu sínu. Því geti svo farið, að sem skáldrit verði „Eyjaklasinn Gulag" ekki talið meðal beztu verka hans. „En I pólitísku og mannúðlegu tilliti er það verk hlaðið ótrúlegum krafti og þrútti."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.