Morgunblaðið - 14.07.1974, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.07.1974, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JÚLI 1974 27 túlkur okkar í samtölunum við öldungana, sem kunnu engir rúss- nesku að undanskildum Tandel Dzhopua, sem hafði tileinkað sér fáein orð. Mál þeirra er abkhaz- íska. Ég bjó mér til kerfi til að starfa eftir. Ég lék nokkurskonar mann- talsmann, spurði alla sömu spurn-' inganna, og bar svo svörin saman. Með þessu myndi ég fá sömu svör- in frá nokkrum, en það gæti ein- mitt leitt f ljós, hver væri ástæðan fyrir hinum háa aldri. Þetta kerfi stóðst prófið, a.m.k. að nokkru leyti. Fyrsta spurningin var: „Hver er aldur þinn?“ Svar Khfaf Laz- uria var glettnislegt: „Ég er eldri en 160 ára.“ Fljótlega kom þó í ljós, að hún var í hæsta lagi 140 ára, og minnst 135. Hvernig var hægt að komast að þessu? Ýmislegt mátti finna með því að hyggja að landamerkjum I sögu héraðsins, sem voru harla glögg. A fyrsta áratugnum eftir lok Krímstríðsins, sem lauk 1856, voru nokkur þorp lögð í eyði af tyrkneskum innrásarmönnum, sem kölluðust Makhajirs. Stærsta árásin var gerð árið 1862. Árið 1875 hófst styrjöld Rússa og Tyrkja, en hún snerti íbúa þessa héraðs ekki beint. Annað mikilvægt atriði var snjókoman mikla árið 1911, en þá féll tveggja metra djúpur jafn- fallinn snjór á einni nóttu í hérað- inu, þar sem yfirleitt er þó snjó- létt og vetur mildir. Þúsundir manna biðu bana í „snjónum mikla". Sonur Lazuriu, Targuk, sem er 85 ára og hefur bréf upp á það, mundi, að hann var liðlega tvítugur og móðir hans rúmlega sjötug þegar þessir atburðir áttu sér stað. Þau skriðu bæði út um gat, er hann braut í þak hússins, og hún hjálpaði honum að moka snjónum burtu. En hvernig gat hann sannað að hún hefði verið um sjötugt á þessum árum? Sagði hún það? Nei, hún sagði það ekki, en jafnöldrur hennar í þorpinu voru þegar orðnar ömmur og kon- ur giftast seint í Abkhazian, sjald- an fyrr en hálfþrítugar og flestar um þrítugt. Lazuria hélt þvf statt og stöðugt fram, að um það bil sem hún giftist í fyrsta skipti hefði blóðug styrjöld geisað einhvers staðar í nágrenninu. Hafi hún fæðst árið 1835 hefur hún verið 21 árs um þetta leyti og þá var Krímstrfðið í algleymingi. Hún kvaðst muna eftir Makhajir-árásunum, en gat ekki sagt frá smáatriðum. Kamachich Kvichenya, sem er hins vegar örugglega um það bil 130 ára, samkvæmt frásögn ritara þorpsráðsins, gat hins vegar lýst árásinni fyrir okkur. „Tyrkir tóku alla fjölskylduna," sagði hún, „foreldra mina og okk- ur systurnar þrjár. Ég var elzt. Við vorum nokkur hundruð sam- an og vorum rekin eins og búpen- ingur til einhvers staðar í Tyrk- landi, þar sem við ólum aldur okkar næstu þrjú árin og unnum eins og þrælar á ökrunum. Flest fólkið dó af hungri og sjúkdóm- Þótt þeir Tandel og Mikha hafi mörg ár að baki hika þeir ekki við að reyna sig f „sjómanni". um, þar á meðal faðir minn. Móð- ur minni tókst hins vegar að flýja með hjálp góðhjartaðs Tyrkja og komst aftur hingað með mig.“ Ég spurði hana, hvort hún hefði verið nógu gömul til þess að vinna á ökrunum með öðrum þrælum? „Þú getur rétt ímyndað þér,“ sagði hin fjörlega gamla kona. Ef hún var 130 ára 1973, var hún 19 ára árið 1862. Hún mundi eftir Selakh Butba sem „strák tveimur árum yngri en hún sjálf. Ég slóst við hann.“ Selakh er 128 ára, samkvæmt frá- sögn sonar hans Kybey, sem er áttræður. „Faðir minn kvæntist þegar hann var hálffimmtugur," sagði Kybey, „hér kvænast karl- menn seint, ég kvæntist tiltölu- lega ungur, — um fertugt." En maður þurfti ekki að treysta eingöngu á ótraust minni öldung- anna, sem flestir, og þó einkum kvenfólkið, sagði aldur sinn hærri en hann var í raun og veru. Karl- mennirnir gátu sagt nákvæmlega til um aldurinn með því að sýna skfrteini um herþjálfun sfna. Flestir þeirra höfðu barizt í báð- um heimsstyrjöldunum, að und- anteknum þeim Tush Shinkuba og Mahmed Targil, sem sögðu sig áratug yngri en þeir eru. „Skýringin er augljós, þeir eru báðir ekkjumenn og vilja kvænast aftur,“ sagði þorpslæknirinn Sergi Semenov, Rússi, sem hafði verið sendur til Kákasus til þess að þjálfa sig f almennum lækning- um. Hins vegar mátti ráða aldur öld- ungann nákvæmlega af aldri barna þeirra og barnabarna, en þau höfðu öll verið skráð í opin- berar skýrslur. Meðan á viðtalinu stóð, stóðu þau umhverfis okkur til þess að fylgjast með, leiðrétta og fylla í eyður. Lazuria benti á pípuna, sem hún var að reykja og sagði: „Ég hef reykt frá því ég man fyrst eftir mér.“ Barnabarn hennar Kuchich Varatskhalia, hvíslaði þá að okkur: „Amma ýkir alltaf svolftið. 1 gamla daga var aðeins ekkjum og öldruðum kon- um leyft að reykja. Hún varð ekkja á fertugsaldri og getur því ekki hafa reykt fyrr en þá.“ Hann staðfesti, að tölfræðingar frá Sukhumi, Tifilis og jafnvel Moskvu hefðu verið á ferð í hér- aðinu til þess að athuga aldur öldunganna og bætti við: „Það var þessi maður frá Moskva sem sagði mér, að Khfaf væri fædd árið 1835.“ Allir voru öldungarnir afkom- endur langlffra foreldra. Khfaf Lazuria sagði að foreldrar sínir hefðu orðið hundrað ára og sömu- leiðis afi hennar og amma. Faðir Tandels var 103 ára þegar hann lézt og móðir hans 100. Einn frænda hans varð 130 ára. Faðir Mikha Dzhopua var 140 ára er hann lézt. Afi og amma Targil Makhtys urðu 130 og 140 ára. Móðir Madan Sakaneya dó fyrir fimm árum sfðan, 130 ára. Faðir hans dó sextugur. Fórnarlamb farsóttar? spurði ég. Aðrir höfðu dáið þannig. Hann hristi höfuðið: Nei, sagði hann, og braut þannig regluna um erfðir. „Hvernig dó hann Madan?“ spurði ég áhyggjufullur. Hann brosti góðlátlega: „Hann rann og féll fyrir kletta í veiðiferð.“ Hver einasti þessara öldunga var jafnlyndur og hamingjusam- ur. Þeir höfðu aldrei æpt að börn- um sínum og sjaldan rifist við maka sína. Þeir æstu sig eiginlega ekki upp út af neinu. Enginn minntist þess að neitt sorglegt hefði hent þá, hafi eitthvað slíkt átt sér stað var það of ómerkilegt til þess að muna eftir því. Þegar talað var um slagsmál, viður- kenndu karlmennirnir, að ef ekki væri um annað að ræða, berðust þeir. Með vopnum eða bara hnef- unum? Með hnefunum sagði Tandel og glotti: „Ég get enn tek- ið hvaða tvo menn sem er og lamið þá hvorn með öðrurn." Hin- ar stóru og sterku hendur hans bentu vissulega til þess að hann segði satt. Karlmennirnir höfðu áhuga á kynferðismálum, jafnvel þótt þeir vildu ekki tala um þau í viðurvist yngra fólks, sem stóð hljóðlega upp og gekk burtu þegar málið bar á góma. Spurningin var ofur einföld: „Mynduð þið óska eftir því að eignast fleiri börn?“ Targil Makhty, sem nýlega hafði misst konuna, kvaðst ekkert mundu hafa á móti því að kvænast í fjórða skipti, enda væri hann að leita sér að ungri konu. Svar hans við spurningunni var: „Það er ekkert athugavert það, eða hvað?“ Af hinu sama mátti ráða, að siðferði þessara öldunga stæði á mjög háu stigi. Enginn þeirra, sem við spurðum, hvorki karl né kona, hafði nokkru sinni skilið. Þau giftust aftur eftir að makinn hafði látizt og karlmennirnir tóku sér alltaf ungar konur. Konurnar fæddu börn fram að hálfsextugu, Khfaf, sem giftist nær fimmtug, fæddi sinn eina son, Targuk, sem nú er 85 ára, þegar hún var 53 ára gömul. „Konurnar f landi okkar ala börn allt til sjötugs,“ sagði Kost- ya. Hann var afar hreykinn af því, hve lengi þær væru f barneign, næstum því jafnhreykinn og af þvf hve lengi karlmennirnir héldu kynorku sinni. „Að fæða börn svo seint lengir aldurinn," sagði hann og brosti hreykinn. Allir þeir öldungar, sem ég átti tal við höfðu eytt meiri hluta ævi sinnar í sama héraði, við því næst sömu vinnu. Lífskjör þeirra hafa batnað verulega á sfðustu árum, en lifnaðarhættirnir eru hins veg- ar ertn að mestu leyti hinir sömu. Til dæmis má nefna, að í hinum nýju tveggja hæða blokkum þeirra, sem ég fékk að skoða, voru engin salerni. Þeir halda áfram að notast við kamra úti í garði. I öllum húsunum voru hins veg- ar útvörp, yfirleitt hin marg- brotnu stuttbylgjutæki, sem ná sendingum svo að segja hvaðan- æva að. Flestir hafa nú orðið sjón- varpsviðtæki með stórum skjám, sem yfirleitt eru staðsett í borð- stofunni. Öldungarnir eru því ekki lengur einangraðir frá um- heiminum, þótt þeir hafi ef til vill ekki mikinn áhuga á öllu því, sem er að gerast í öðrum heimshlut- um. Allir kjósa þeir fremur að sofa á þunnum ullardýnum heldur en springdýnum. Karlmennirnir lögðu áherzlu á, að þeir yrðu að sofa beinir og á bakinu. Svefnher- bergið, eins og raunar aðrir hlut- ar hússins, verður að vera kalt, og um það bil 17 gráðu hiti á Celsíus. Klæðaburður þeirra er mjög ein- faldur, þeir neita að dúða sig. Mataræði þeirra er einfalt, en þó fjölbreytilegt. Dr. Semenov, þorpslæknirinn í Chlou, leit yfir listann, sem ég hafði gert og stað- festi hann. Þar mátti sjá t.d. gras- lauk, salatblöð, grænar baunir (uppáhaldsrétt Lazuriu), spínat, seljurót, pétursselju, kál (bæði hrátt og soðið), hreðkur, rauðbeð- ur og lauk. Einnig, og raunar fremur öllu öðru, alls kyns teg- undir korns. Mjólkurréttir njóta mikilla vin- sælda, einkum súrmjólk og skyr- ostur. Súrmjólk með grænmeti kemur f stað súpu. I stað brauðs nota þeir kronmylsnu, sem er hrúgað á diskana og borðuð með paprikusósu, sem kölluð er „aj- iga“. Þeir neyta einnig kjöts, en þó í hófi. Sömuleiðis kjúklinga, sem eru soðnir. Allt kjöt er soðið, aldrei bakað eða steikt. Væru menn í veiðiferðum steiktu þeir kjötið á teini yfir opnum eldi, en aldrei í ofni. Mjög mikils magns af heima- ræktuðu tei var neytt, en aldrei drukku menn kaffi. Með teinu var haft hunang í stað sykurs. Lang- vinsælasta fæðan var hunang og valhnetur, sem allir öldungarnir neyttu mikils af. Þeir höfðu val- hnetur með öllu, hnetusmjör í stað rjómasmjörs og valhnetur suðu þeir með hinum mörgu grænmetistegundum sínum. Þeir neyttu aldrei sætinda eða bakaríisbrauðs, og aldrei borðuðu þeir svínakjöt, þótt þeir rækti mikið af svínum til útflutnings. Svín sér maður alls staðar á þess- um slóðum, en flest þeirra eru lítil. Enginn þessara öldunga, að Tandel undanskildum, neitaði sér um drykk. Að því leyti eru þeir ólíkir öldungunum í Azerbajan. Tandel hætti að reykja fimmtug- ur og að drekka sterka drykki þegar hann var hálftíræður. Allir hinir kváðust fá sér slurk af heimatilbúnu berjavfni á morgn- ana til þess að hressa sig fyrir daginn og flestir þeirra kunna auðsjáanlega vel að meta vínglas með matnum. Var nokkuð í öllu þessu sem tryggði öldungunum langlífi á einhvern óskiljanlegan hátt? Þeg- ar maður ræðir langlífi hlýtur maður ósjálfrátt að spyrja sjálfan sig: „Hvað er það sem þeir borða en við ekki?“ Jafnvel er við vor- um á leiðinni frá Moskvu með gamalli Ilyushin-skrúfuþotu, og undirbjuggum starf okkar höfð- um við skrifað í vasabækur okkar sem viðfangsefni númer eitt, ég á ensku og Kyucharyants á rúss- nesku: „Hvað borða þeir?“ Síðar þann sama dag sátum við Tandel og Mikha skála fyrir Henry Gris og drekka úr hornum. Sjá nœstu síöu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.