Morgunblaðið - 14.07.1974, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.07.1974, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JULI 1974 Nýja íslenzka stafsetningin AUGLÝSING um greinarmerkjasetningu. l.KAFLI ALMENNT AKVÆÐI 1. gr. Eftirfarandi reglur skulu gilda um greinarmerkjasetningu í íslenskum skólum, um kennslu- bækur útgefnar eða styrktar af ríkisfé, svo og um embættisgögn, sem út eru gefin. 2. KAFLI UM PUNKT 2. gr. 1. Punkt skal setja á eftir máls- grein, enda felur þaö hugtak þá eínnig í sér svo kölluð máls- greinarígildi. Þó má í sumum til- vikum nota semíkommu á eftir málsgrein, sjá reglur um það les- merki, 9. gr. 2. Punkt skal setja á eftir rað- tölustaf, t.d. 3. (þriðji). Frá lið 2 eru þessar undantekningar: a) Ekki þykir fara vel á að nota skástrik við táknun dagsetninga, t.d. 20/11 (20. nóvember), en ef skástrikið er notað, skal ekki setja punkt á eftir raðtölunum. b) Punkt skal ekki setja á eftir raðtölustaf í bugðu, t.d. 1), 2) (1. liður, 2. liður eða þvíumlíkt). 3. Punkt skal setja á eftir skammstöfun. Ef skammstöfunin varðar fleiri en eitt orð, skal setja punkt á milli þeirra stafa, sem tákna einstök orð f skammstöfun- inni. Dæmi: hr. (herra), a.m.k. (að minnsta kosti), o.fl. (og fleiri). Athuga ber, að engan punkt skal setja, þegar fyrri hluti orðs er skammstafaður, t.d. Rvfk (Reykjavík), Khöfn (Kaup- mannahöfn). Ekki er settur punktur á eftir skammstöfunum f mælikerfinu (metrakerfinu), t.d. m (=metri), km (= kílómetri), hl (= hektólítri), né heldur ýms- um erlendum skammstöfunum, ef notaðar eru, t.d. ca (= hér um bil). Stofnanir, félög og fyrirtæki má skammstafa með upphafsstöfum einum án bils og punkts, þar sem skil eru rnilh emstakra orða, t.d. MA (Mcnntaskólinn á Akureyri), KR (Knattspyrnufélag Reykja- víkur), SÍS (Samband fslenskra samvinnufélaga). 4. Þrír punktar eru notaðir sem merki um úrfellingu út texta, t.d. Auk fjölskyldunnar var. . . hjá okkur vinkona (Hér er sleppt úr fyrst framan af). 3. KAFLI UM KOMMUR 3. gr. Komma inni f setningum o.fl. Inni í setningum eða í lok setningar skal afmarka eftir- farandi liði með kommum (kommu): 1. Avarpslið. Dæmi: Nonni minn, af hverju gerðirðu þetta? — Ertu veikur, Nonni minn? 2. Innfellda liði og viðaukaliði, sem fella má brott, án þess að setningin glati við það sjálfstæðri merkingu. Sama gildir um sams konar liði innan aukasctninga. Dæmi: Árni Jónsson, prestur á Stað, dó í gær. — Sumir togarar, t.d. Svalbakur. fiskuðu vel, —Jón kemur bráðum, áreiðanlega fyrir jól. — Jón sagði mér, að Árni Jónsson. presturinn á Stað, hefði dáið í gær. — Blöðin geta þess, að sumir togarar, t.cf. Svalbakur, hafi fiskað vel. — Sú frétt barst út, að Jón kæmi bráðlega, áreiðanlega fyrir jðl. 3. Ötengda liði f upptalningu. Dæmi: Jón, Sveinn, Guðmundur og Bjarni eru bræður. 4. Upphrópun, sem skýrð er með setningu. Dæmi: Æ, láttu ekki svona! 5. Um greinarmerkjasetningu á bréfum gildir sú regla, að ekki skal setja kommu milli liða, en utanáskriftin skal enda á punkti. Dæmi: Hr. kennari Árni Jónsson Brúnkuskjóli 4 Þvervfk. 6. Heimilt er að setja kommur mílli liða i setningu, þótt það brjóti I bága við þessar reglur, ef nauðsynlegt er til að koma í veg fyrir misskilning (margræðni). Auk þess er heimilt að setja önn- ur merki í stað kommu f sama skyni. Dæmi: Setningin — Jón, Guðmundur, Sveínn og Bjarni eru bræður — er tvíræð, því að hugsanlegt er, að Jón sé ávarps- liður. Ef svo stendur á, má setja upphrópunarmerki á eftir ávarps- liðnum, t.d. Jón! Guðmundur, Sveinn og Bjarni eru bræður. 4. gr. Komma milli aðalsetninga. MiIIi aðalsetninga skal því aðeins setja kommu, að þær séu ótengdar. Dæmi: Sigriður húsfreyja lagði á borðið, bauð gestunum til sætis og settist niður. Sjá nánara í 7. gr. 5. gr. Komma milli aðalsetningar og aukasetningar. Milli aðalsetningar og auka- setningar skal aldrei setja kommu, sbr. þó 6. gr. um inn- skotssetningar og 7. gr. um kommu í setningarunum. 6. gr. Innskotssetningar. 1. Innskotssetningu, sem fleygar aðra setningu, skal af- marka með kommu, hvort sem um er að ræða aðalsetningu eða auka- setningu. Dæmi: Árni er, segir almanna- rómur, skáld gott. — Um haustið, þegar veður tók að versna, brugðust allar samgöngur. 2. Föst fylgiorð, þar með talin fornöfn eins og sá (sú, það) og atviksorðið þar, skulu að jafnaði fylgja tilvfsunarfornafni og ekki greinast frá því með kommu. Enga kommu þarf að setja á eftir setningunni, sem hefst á fyrr greindum orðum. I)æmi: Sá sem fæst við erfið verkefni verður að leggja hart að sér. 7. gr. Komma f setningarunum. Ef setningar koma hver á fætur annarri, þannig að þær orka sem upptalning, skal setja kommu milli þeirra, hvort sem um aðal- eða aukasetningar er að ræða. Dæmi: Jón stökk út úr rúminu, klæddi sig í skyndi, borðaði morgunverðinn og flýtti sér til vinnu sinnar. — Þegar veðrið er gott, sólin skín glatt, fuglarnir kvaka, sauðfé dreifir sér um hagana og ég ligg marflatur í grasinu líður mér vel. 8. gr. Heimildarákvæði um kommu- setningu. 1. Heimilt er að setja kommu milli setninga, ef nauðsynlegt er til að koma í veg fyrir misskilning (margræðni), þótt það brjóti í bága við fyrr greindar reglur. 2. Heimilt er að nota hlékommu (pausekomma) í listrænu skyni til að ákveða hik eða þagnir í lestri í samræmi við hugmyndir höfundar texta um lestur, fram- sögn eða stil. Slfk kommusetning skal þó ekki kennd f skólum né gilda á skólaprófum. 4. KAFLI ÖNNUR GREINARMERKI 9. gr. Semfkomma. 1. I stað punkts má setja semí- kommu milli málsgreina, ef máls- greinarnar eru merkingarlega nátengdar, þó einkum ef síðari málsgreinin táknar afleiðingu hinar fyrri eða andstæðu hennar. Dæmi: Hegðun nemendanna var mjög ólík; þess vegna var erfitt að áfellast kennarann fyrir ólfka framkomu við þá. — Jón varð fyrir aðkasti margra; samt lagði hann engum illt til. 2. Milli ósamkynja liða í upp- talningu skal setja semíkommu, einkum til að greina þá frá sam- kynja liðum. Dæmi: Verslunin selur ýmiss konar vörur: pappfr, ritföng; sfga- rettur, vindla, neftóbak; sápur, ilmvötn og aðra hreinlætisvöru. 10. gr. Tvfpunktur. 1. Tvípunkt skal setja á undan beinni ræðu eða beinum til- vitnunum, ef á undan fara inngangsorð. Dæmi: Eftir andartak sagði Jón: „Jú, ég kem með þér.“ — 1 íslenzkum þjóðháttum segir svo: „Gömul venja mun það hafa verið á landi hér að slátra kind rétt fyrir jólin." 2. Tvfpunkt skal setja á undan upptalningu eða skýringu, sem er sett á eftir setningu, sem væri sjálfstæð málsgrein, þótt upp- talningunni eða skýringunni væri sleppt. Dæmi: Þessir drengir hlutu verðlaun: Asgeir, Árni og Jón. — Við nánari athugun hef ég komist að eftirfarandi niðurstöðu: Orðið kemur fyrst fyrir f vfsu eftir Hall- freð og er þá karlkyns. Kvenkyns- myndin er ókunn fyrr en á 19. öld. 11. gr. Gæsalappir. 1. Gæsalappir skal setja á undan og eftir beinni ræðu. At- huga ber að ljúka málsgrein með gæsalöppum, ef bein ræða endar á annarri beinni ræðu, sem inn í hana er skotið. Dæmi: „Komdu inn, Kristján minn“, sagði húsfreyja. — Ásgeir mælti: „Afi sagði orðrétt við mig: „Hertu þig nú, strákur“.“ 2. Orðréttar tilvitnanir skal að jafnaði auðkenna með gæsalöpp- um. Dæmi: „Koma dagar, ráðast ráð,“ segir örn Arnarson í Rimum af Oddi sterka. Ef tilvitnanir eru mjög langar, fer oft betur á því að hafa þær inndregnar, og eru gæsalappir þá óþarfar. 3. Nota má gæsalappir sem merki um afsökunarbeiðni, t.d. þegar menn sletta erlendum orð- um. Dæmi: Þetta er ekki „fair play“. 4. Ef tilgreind er merking orðs eða orðasambands, skal setja orðið, sem táknar hana, innan gæsalappa. Dæmi: Orðtakið að hrökkva upp af klakknum merkir „að deyja“. 1 lið 3 og 4 mætti eins nota ein- faldargæsalappir, t.d. ,deyja‘. 12. gr. Afstaða annarra lesmerkja til gæsalappa o.fl. 1. Punktur, komma, spurningarmerki og upp- hrópunarmerki skulu koma á undan gæsalöppum f lok setningar eða hluta setningar. Dæmi: Árni sagði: „Jón kemur bráðum." — „Við Stjórnarráðs- húsið,“ sagði Asgeir, „stendur stytta Hannesar Hafsteins." — Arnór spurði: „Hvenær Ieggur skipið að?“ — „Sveiattan!" sagði gamla konan. Þö skal setja punkt á eftir gæsa- löppum, ef þær eru notaðar til auðkennis hluta málsgreinar (setningar), t.d. Að bfta á agnið merkir „að láta ginnast". 2. Semfkomma skal koma á eftir gæsalöppum. Dæmi: Haraldur var dómhvatur og sagði m.a.: „Embættisfærsla Guðmundar er neðan við allar hellur"; en enginn viðstaddra samþykkti þetta. 3. Ekki skal setja punkt við lok málsgreinar innan sviga né heldur á undan sviganum. Hins vegar kemur punktur á eftir sviga í lok málsgreinar. Dæmi: Við norðurenda hússins (Hér er átt við hús Péturs Jónssonar) stendur bflskúr. — Bílskúr stendur við norðurenda hússins (Hér er átt við hús Péturs Jónssonar). Þriðji hluti 13. gr. Undirstrikun — skáletur. Ef menn vilja eða ef nauðsyn- legt er að auðkenna orð eða orða- samband sérstaklega, má gera það með undirstrikun í skrifuðu máli og vélrituðu, en skáletri eða feit- letri á prenti. Dæmi: Erfitt er að sanna, hvort rita eigi orðið bylting með y eða i. — Orðið braut gat beygst svo í fornmáli: nf. et. braut, þf. braut, þgf. brautu, ef. brautar. Orðasam- bandið á brautu er leifar þessarar beygingar. 14. gr. Spurningarmerki. Spurningarmerki skal setja á eftir málsgrein (málsgreinar- fgildi), sem felur f sér beina spurningu. Dæmi: Hvenær kemur Jón? — „Er þetta satt?“ sagði Nonni, — Er þetta báturinn sem þú keyptir í vor?“ — „Amma kemur bráðum heim.“ „Hvenær?" 15. gr. Upphrópunarmerki. 1. Upphrópunarmerki skal setja á eftir einstökum orðum eða máls- greinum, sem felst í upphrópun (t.d. fögnuður, skipun, fyrir- litning o.s.frv.). Dæmi: Heyr! — Hypjaðu þig burt! — Svei! Æ, láttu ekki svona! 2. Upphrópunarmerki má setja á eftir ávarpi í upphafi bréfs eða ræðu. Dæmi: Kæri vinur! — Góðir áheyrendur! 3. Nota má upphrópunarmerki sem háðsmerki. Dæmi: Orðrétt segir höfundur: „Margir læknirar (!) eru mestu klaufar." 16. gr. Svigarog hornklofar. 1. Sviga má setja utan um inn- skot, sem sett eru til skýringar. Dæmi: Árið eftir (1928) fluttist Jón suður. 2. Hornklofa skal setja utan um það, sem skotið er inn í orðrétta tilvitnun. Dæmi: „Honum [þ.e. Hvftingi] hafði ekki orðið eitrið að bana“. Hið innskotna orð skal auðkennt, t.d. með undirstrikun í skrifuðu máli og skáletri eða feitletri á prenti. Um afstöðu annarra les- merkja til sviga, sjá Afstöðu annarra lesmerkja til gæsalappa o.fl., 12. gr., 3. lið. 17. gr. Urfellingarmerki. Urfellingarmerki má nota til þess að sýna, að fella eigi brott staf f framburði eða að felldur hafi verið brott stafur (stafir), sem geti komið fram í framburði. Dæmi: Finni’ hann laufblað fölnað eitt, fordæmir hann skóginn. — o’nfburður (= ofanfburður). 18. gr. Strik. 1. Strik má nota til þess að afmarka innskot eða viðauka, sem menn vilja leggja sérstaka áherslu á. Dæmi: 1 Háskólanum — og hvergi nema í Háskólanum — er kennd bókasafnsfræði. — Mér féll vel við alla nemendur mfna — nema einn. 2. Á milli tölustafa má setja strik í stað orðsins til. Dæmi: Ég verð erlendis 3—4 ár. 3. A milli orða, sem tákna and- stæður eða i felst stigmunur, má setja strik. Dæmi: Hvítt — svart. — Volgur — hlýr — heitur. 4. Nota má strik í upptalningu dæma, sbr. t.d. dæmin f lið 3. 19. gr. Bugða. Bugðu má nota, þegar liðir upp- talningar eru merktir með tölu- stöfum eða bókstöfum. Dæmi: Á fundinum voru þessi mál rædd: 1) varnarmálin, 2) landhelgismálið, 3) efnahagsmál- in og 4) stjórnmálaviðhorfið al- mennt. — Háskólakennarar skipt- ast í þessa flokka: a) prófessora, b) dósenta, c) lektora, d) aðjunkta, 3) stundakennara. 20. gr. Band. Um skiptingu milli Ifna gilda þessar reglur: 1. Skipta skal samsettum orðum og forskeyttum um samskeyti (stofnamót) og fleirsamsettum orðum um aðalsamskeyti. Dæmi: borð-dúkur, for-maður, dýraverndunar-félag. Sama regla gildir um viðskeytt orð, ef viðskeytið er í málvitund manna sjálfstæð heild. Dæmi: sann-leikur, hór-dómur, list-rænn, strák-lingur. 2. Skipta skal ósamsettum orð- um þannig, að síðari hlutinn hefjist á sérhljóði endingar. Dæmi: hundarn-ir, vænst-ur, manns-ins. 3. Band er stundum sett milli liða samsettra orða, einkum í staðanöfnum, ef síðari hluti þess er sérnafn, og í mannanöfnum, sem hafa viðurnefni að forlið, enn fremur f lýsingarorðum, sem sam- sett eru af tveimur liðum, sem tákna þjóðerni. Dæmi: Suður-Múlasýsla; Vfga- Hrappur; þýsk-franskur. 5. KAFLI 21. gr. Auglýsing þessi öðlast gildi hinn. 1. september 1974. Heimilt er þó að nota kenslu- bækur með þeirri greinarmerkja- setningu, sem gilt hefur til þessa, meðan upplag þeirra endist; enn fremur kennslubækur, sem þegar eru komnar f setningu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.