Morgunblaðið - 14.07.1974, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 14.07.1974, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JÚLI 1974 Grimmsævin týri HANS HEPPNI Hans var búinn að vera sjö ár samfleytt í vist hjá sama bóndanum. Þótti honum þá kominn tími til að breyta eitthvað til og sagði við húsbónda sinn: „Nú er ég búinn að vera hjá þér sjö ár og fýsir mig að fara heim til hennar móður minnar aftur. Vildi ég því gjarnan fá kaupið mitt.“ „Sjálfráður skaltu vera um það,“ svaraði bóndi, „þótt síður vilji ég missa þig, því að þú hefur reynzt mér trúr og dyggur. Er því ekki nema sanngjarnt, að launin fari eftir því,“ og fékk hann honum gullhnull- ung, svo mikinn fyrirferðar, að jafnstór var höfðinu á Hans. Hans vafði klút utan um gullmolann, lyfti honum upp á öxl sér og lagði af stað heimleiðis. Hann gekk nú lengi og stikaði stórum. Sá hann þá, hvar maður kom á vökrum hesti og viljugum. „Æ,“ sagði Hans. „Gott er að eiga gæðinga til reiðar! Þarna situr maðurinn í mestu makindum, eins og í hægindastól; ekki verður hann sárfættur og skónum slítur hann ekki. En áfram kemst hann alveg fyrirhafnarlaust.“ HÖGNI HREKKVÍSI Það hljóp köttur fyrir bflinn. En er maðurinn heyrði þetta, stöðvaði hann hest- inn og mælti: „Hvers vegna ferðu þá fótgangandi, Hans minn sæll?“ „Ætli mér sé annars kostur,“ svaraði Hans. „Ég er hérna með stærðar hnullung, sem ég verð að burð- ast með heim; það er að vísu skíra gull, en ég er búinn að fá ríg í hálsinn af því áð bera hann á öxlinni og get ekki haldið höfðinu uppréttu, og öxlin á mér er orðin sár og sliguð af þunganum, — því að þetta er engin léttavara, skal ég segja þér.“ „Nú dettur mér nokkuð í hug, kunningi,“ mælti ókunni maðurinn. „Ég skal hafa skipti við þig á hestinum og gullhnullungnum. Hvernig lízt þér á það?“ „Mér lízt vel á það og geng að kaupunum með mestu ánægju," svaraði Hans. „En ég læt yrður vita það fyrirfram, að það sígur í að bera hnullunginn þann arna.“ Maðurinn fór nú af baki, tók við gullmolanum og hjálpaði Hans á bak, fékk honum tauminn og mælti: „Ef þú vilt láta klárinn fara greitt, þarftu ekki annað en smella tungunni í góm og segja: „Hott, hott, klárinn minn!“ Hans var svo glaður sem hefði hann himin höndum tekið, þegar hann var kominn á hestbak og reið nú leiðar sinnar heldur en ekki hnakkakertur. Þegar hann hafði riðið um stund i hægðum sínum vildi hann láta klárinn greikka sporið. Fór hann þá að ráðum ókunna mannsins, smellti tungu í góm og kallaði:„Hott, hott, klárinn minn!“ Tók hesturinn þá viðbragð og brá sér á harðastökk. En Hans var ekki við því búinn, og áður en hann varði var hesturinn búinn að hrista hann af sér og féll hann í skurðinn, sem var meðfram veginum. Og efalaust hefði klárinn líka lent í skurðinum ef ekki hefði viljað svo vel til, að bóndi nokkur, sem var þar á ferð með belju í eftirdragi, nái í taumana og gat haldið klárnum og stöðvað hann. Hans skreiddist nú á fætur og var þungt í skapi: „Það er grátt gaman að ferðast ríðandi, ekki sízt á annarri eins bikkju og bannsett- um klárnum þeim arna, sem vís er til að hálsbrjóta mann. Þá er einhver munur að eiga annan eins grip og beljuna þína. Hana er hægt að teyma eða reka á undan sér í rólegheitum og hún gefur af sér mjólk og smjör og ost. Mikið vildi ég gefa til þess að eignast belju!“ ANNA FRÁ STÓRUBORG - saga frá sextándu öld eftir Jón Trausta. Hreinsunareldurinn er alveg kulnaður út. Merm ganga um hann óbrenndum fótum beint inn í himnaríki. Bannfæringin er orðin máttlaus. Nú ganga bannfærðir menn óhindrað xnn allar sveitir, og sér enginn bann á þeim. Sumir af mestu höfðingjum landsins eru bannfærðir og gera ekki annað en hlæja að því. Enginn firrtist samneyti við þá fyrir það. Nú langar jafnvel fleiri til að vera bannfærðir en fá það. — Nú er orðið verulega í það varið. Allir hlutir geta komizt i tízku. Verndardýrlingamir em farnir að missa máttinn. Nú er það komið upp, að ekki þarf að trúa þeim fyrir bænum sín- um framar. Menn geta farið með þær beint til guðs. Og það, sem lakast er af öllu: Menn em hættir að skrifta fyrir hinum heilögu feðrum kirkjunnar, og það er hcldra fólkið, sem þar gengur á undan. Nú vita prestarnir ekkert, hverjir syndga og hverjar syndimar em. Þar með em þeir sviptir valdinu yfir sálum skriftabarnanna og lyklunum að hliðum himnarikis kippt úr höndum þeirra. Þeir vita þó, að enn þá er syndgað — og það ekkert smáræði. —- Skírlífisbrot vom varla með syndum talin. Það fór þá mest eftir því, hver í hlut átti. Allir prestar lifðu að vísu ógiftir, að lögum kirkjunnar, en gátu böm með fylgikonum. Frillur mátti ekki kalla þær, þvi að þær vom sumar af beztu ættum. Eðlilegt, að leikmenn leyfðu sér þetta líka. Laungetin börn höfðingja voru oft jafnmörg þeim skil- getnu. Hart var að vísu gengið eftir því, að fjórmenningar giftust ekki eða þaðan af skyldari. En þótt einhver meiri háttar mað- ur ætti tvær konur í einu, eða einhver meiri háttar kona tvo menn, var naumast verið að gera úr því rellu. Einn jarðar- skækill til stólsins eða nokkrir dalir í lófa biskupsins, það hjálpaði. Og þó að fjórmennings-meinbugimir kostuðu ær- inn auð, oft aleigu stórefnaðra manna, gat það kostað smáræði eitt, þó að bróðir ætti sitt bamið með hvorri systra sinna. Sektin var undir því komin, hver í hlut átti. Biskupar og prestar lögðu einir verðið á vömna. Leiðara var við það að fást, hve höfðingjum var höndin laus. Enn báru menn vopn, og vígaferli vom ekki sjaldgæf. Bardagar í stórum stíl voru að vísu farnir að verða fágætir, en skeinur og meiðingar, áflog á þingum og róstur milli stór- menna, — þetta var allt í blóma sínum. — Þegar saga þessi byrjar, sat Gissur biskup Einarsson að stóli í Skálholti. Ekki var það þá jafnkunnugt orðið og nú er, hvernig hann var að þeirri sæmd kominn. Hitt sáu (IkÖmofgunkQffiAu — Ég er búinn aö panta plássið á spítal- anum . . . — Og eftir augnablik muntu falla i djúpan, djúpan svefn . . . — Þú verður þó að við- urkenna, að mér hefur fariðfram . . .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.