Morgunblaðið - 14.07.1974, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.07.1974, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 1974 19 - danskra arkitekta hana til þess að skreyta stórbygging— ar, með myndvefnaði og steinlögn, og áttu þeir þó kost hvers sem vildu. Þetta ótrúlega langlffi í list- inni verður einasta skýrt með skaplyndi hennar, svo dulu og sjálfráðu, að ekkert gat verið henni fjaer en sverjast í hóp lýstrar stefnu, eða hitt, að láta aðdáendur eða hylli halda I við sig á þeirri braut, sem trúnaður hennar við list- ina bauð henni að ganga. Sjálfræði hennar nálgaðist einþykkni, trúnaður hennar einmanaleik. Og samt er það svo, að þótt leið Júltönu liggi frá natúraliskri rómantík mót- unaráranna, um langt skeið expressioniskra landslags- málverka og samstillinga, til hins gjöreinfalda og oft óhlutlæga á stðustu áratug- unum í starfi hennar, verður hvergi bent á nein skil. List hennar óx fram og smábreyttist af hljóðlátum samskiptum hennar við við- fangsefnin, einatt hér heima á sumrum, í stofum hennar I bláa húsinu við Nýhöfnina á vetrum, og svo hughverf eru þessi verk, að nánast var sama hvort hún veldi sér að myndefni leirskál við glugga eða landslagsefni heima i Eyjum: það er ekki fyrir- myndin sem talar í verkum Júlíönu, heldur er það hún sjálf, hin hljóða, djúpa sam- vitund áþreifanleika og anda, sem er efni allra listar. Eitt af megineinkennunum í myndlist Júltönu Sveins- dóttur er einmitt þessi áþreif- anleiki efnisins: myndin er ekki aðeins huglæg endur- ómun hins séða eða lifaða, heldur býr hún jafnan yfir ríku snertigildi. Þessi þörf hennar til efnisbundinnar tjáningar kom þegar snemma fram í því, að hún tók að fást við mósaík og freskómálun, jafnframt oltu- myndum sínum. Ef til vill er það smiðurinn t föður hennar og ætt, sem þar er að verki. Og enn sté hún feti framar á þeirri braút, er hún tók að helga sig myndvefnaði í st- vaxandi mæli og fann þar svo kjörið svið listhæfileika sinna, að hún var um langa hrtð, og með réttu, talin í hópi beztu vefara Norður- landa. Er þá langt til jafnað. Þegar prýða skyldi dómssal hæstaréttar Danmerkur t til- efni 300 ára starfs hans, 1962, var Júlíana valin til þess að vefa á stafnvegg dómssalarins eitthvert stærsta verk sem þar hefur úr vefstað komið. Þá var hún sjöttu og þriggja ára að aldri. Þegar litið er á síðari mál- verk Júlíönu, fer það ekki leynt, að vefnaður hennar hefur orkað sterklega á þau. Fyrir þau áhrif hafa málverk- in orðið einfaldari í formi, efnismeiri og núttmalegri en títt er um listamenn henni jafnaldra. Þvt má með sanni hafa t frammi þá óvenjulegu staðhæfingu, þar sem Júlí- ana Sveinsdóttir á t hlut. að hún hafi byrjað t verki sínu, eins og margir aðrir íslenzkir listamenn, á stfl sem orðin var talsverð eftirlega t evrópskri list, en staðið að ævilokum í fremstu fylkingu, og það jafnvel meðal hinna yngstu. í því er ekki sízt merkileg saga þessararfyrstu íslenzku konu, sem utan sigldi til listnáms."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.