Morgunblaðið - 14.07.1974, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 14.07.1974, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JULI 1974 Vafasamt er, að nokkur fþróttagrein hafi kostað jafn- marga lffið og kappakstur. Sumir vilja að vfsu ekki kalla kappakstur fþrótt heldur fffi- dirfsku. En hvað um það, kapp- akstur er vinsæll meðal áhorf- enda og færri keppendur komast að en vilja. — Ekki er óalgengt, að kappaksturinn endi á þann veg sem myndin sýnir. 1 þessu tilfelli var öku- maðurinn þó heppinn, hann slapp með skrekkinn. „Sparky" reiknaði dæmið rétt, hvar er vatn að finna, ef ekki f slökkvistöðinni. Hún var þyrst og auk þess var mjög heitt f veðri f Suður-Dakota, þar sem hún á heima. Hér teyg- ir hún sig upp á vatnstank f slökkvistöðinni f heimaborg sinni, ýtir á hnappinn og vatníð sprautast framan f hana. Skemmdarvargar láta vfða að sér kveða. Það er enginn annar en Karl Marx, sem liggur hér á jörðinni við hlið stallsins, sem stytta hans stóð á f Highgate- kirkjugarðinum f London. — Ekki vitum við hvers vegna stytta Marx fékk ekki að vera f friði á stalli sfnum, hvort and- stæðingar stjórnmálakenninga hans hafa verið þar að verki, hvort skoðanabræðrum hans hefur þótt óviðeigandi að sjá hann á „þessum“ stað, eða hvort skemmdarfýsn ein hefur ráðið. Olfuvinnslan úr jarðlögum undir botni Norðursjávar sýnist ætla að verða arðvænleg. Það fjármagn, sem notað er til rann- sókna þar og olfuvinnslu, virðist sfður en svo á glæ kastað. — Þetta mikla mannvirki, sem sést hér á myndunum sfga f sæ, kostar um 20 milljónir sterlingspunda. Þarna er verið að sökkva þvf á fyrirfram ákveðinn stað. Það á að vera neðansjávar og verður notað við nlínvinncin * Israelsmenn tóku bæinn Quneitra f Sýrlandi f 6 daga strfðinu 1967 og höfðu hann á valdi sfnu þar til vopnahléssamningarnir voru gerðir í sfðasta mánuði. Flestir fbúanna flýðu á sfnum tfma, en þessi sjötuga kona, Widad Nasif, sem hér sést á myndinní, var kyrr í bænum sfnum og fór hvergi. Hún lét strfðið ekki hrekja sig á brott, og fagnaði vel gömlum kunningjum, þegar þeir sneru til baka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.