Morgunblaðið - 14.07.1974, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.07.1974, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JULÍ 1974 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, simi 10 100. Aðalstræti 6, sími 22 4 80. Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Áskriftargjald 600,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 35,00 kr. eintakið. etta er tímamóta- dagur í sögu lands og þjóðar. í dag verður hring- vegurinn opnaður. Eitt mesta afrek, sem unnið hefur verið í samgöngu- málum hér á landi. Tæpast gerum við okkur þess fulla grein í dag, hversu miklar breytingar munu á næstu árum og áratugum fylgja í kjölfar þess, að 36 km vegarspotti yfir Skeiðarár- sand hefur verið opnaður. Hugsjónir hafa rætzt. Landið hefur stækkað og breytzt. Bættar samgöngur munu gerbylta stöðu Austurlands í okkar litla samfélagi. Sveitir, sem verið hafa einangraðar um aldir, eru skyndilega komnar í þjóðleið. Lengi var talið, að óger- legt væri að leggja veg yfir Skeiðarársand. En fyrir þremur árum var sú ákvörðun tekin af einhuga Alþingi, að hringvegur um landið skyldi verða af- mælisgjöf þjóðarinnar til sjálfrar sín á þjóðhátíðar- árinu. Þjóðhátíðarnefnd lagði mikla áherzlu á, að þessu verkefni yrði lokið í ár og það hefur tekizt. Betri afmælisgjöf gat þjóð- in varla gefið sjálfri sér en þessa. Vegarkaflinn, sem opnaður er í dag, nær frá Lómagnúp að Skaftafelli. Hann er aðeins 36 km langur, en kostar samt um 800 milljónir króna. Hér hefur verið unnið einstætt tækniafrek. Eigi allir þeir, sem þar hafa lagt hönd á plóginn, þakkir fyrir. Það er ánægjulegt við þessa þjóðargjöf, hve margir einstaklingar hafa lagt fram sinn skerf til þess, að hún mætti verða að veruleika. Þegar Jónas Pétursson, fyrrum al- þingismaður, lagði fram til- lögu sína á Alþingi um, að fjár skyldi aflað til þess- arar vegagerðar með happ- drættisskuldabréfum, voru margir vantrúaðir á, að slík fjáröflun gæti tekizt. En Alþingi samþykkti þingsályktunartillögu hans, og nú er komið í ljós, að landsmenn hafa keypt þessi skuldabréf fyrir 580 milljónir króna. I viðtali við Morgunblaðið sl. föstu- dag sagði Jónas Pétursson um þessa tillögu: „Fram í þessari þingsályktunartil- lögu minni komu hugsjónir mínar að bæta lífskjör fólksins í landinu, og átti þetta mál sífellt ítök í mér. Mér hafði að vísu dottið þessi hugmynd í hug löngu áður en ég bar fram þings- ályktunartillöguna á Al- þingi, en fyrst þurfti að ljúka við áð brúa fljótin austan Skeiðarár. Því verki var svo lokið í kringum 1970 og þá var sæmilegt ástand í fjármál- um þjóðarinnar einnig, en það þurfti til þess að sam- staða gæti náðst um þetta mál. Þetta hef ég að lík- indum séð rétt fyrir mér. því nú er verkinu að ljúka.“ Eysteinn Jónsson, þing- maður Austfirðinga um áratugi, hefur einnig verið mikill áhugamaður um hringveginn og beitti sér mjög í lokasókninni. Hann sagði m.a. í viðtali við Morgunblaðið í fyrradag: „Satt að segja er það kraftaverki líkast, að þessi miklu mannvirki skuli standa þarna klöppuð og klár, aðeins þremur árum eftir að ákvörðun var tekin um að reisá þau. Hér hafa engin vettlingatök verið, hvorki verklega né við að leysa fjármálin. Þetta er tímamótaframkvæmd ein hin mesta, sem gerð hefur verið. Þetta bil hefur slitið landið sundur í mörgu til- liti, en nú er bót á ráðin.“ Sú sterka samstaða, sem tókst um að hrinda í fram- kvæmd hinni miklu vega- gerð á Skeiðarársandi, er ef til vill gleggsta táknið um þann samhug, sem þjóðhátíðarárið hefur skapað meðal okkar ís- lendinga. Hæpið er, að þessari mannvirkjagerð væri nú lokið, ef þjóðhátíð- in hefði ekki orðið lands- mönnum hvatning til að minnast 1100 ára afmælis íslandsbyggðar með eftir- minnilegum hætti. Það hef- ur nú tekizt og á þó eftir að verða í enn ríkara mæli. Hringvegurinn mun breyta mörgu. Hann getur gerbreytt viðhorfum í at- vinnumálum á Austur- landi, aukið tengslin milli Austurlands og þéttbýl- isins á suðvesturhorninu. Ferðamannastraumur á Suðaustur- og Austurlandi mun stóraukast. Islending- ar munu sjá land sitt í nýju ljósi. Þess vegna er þetta tímamótadagur. TÍMAMÓTADAGUR | Reykjavíkurbréf ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦Laugardagur 13. júlí Sterk staða Sjálfstæðis- flokksins Staða Sjálfstæðisflokksins í ís- lenzkum stjórnmálum og meðal kjósenda er um þessar mundir sterkari en hún hefur nokkru sinni verið að undanteknum fyrstu starfsárum hans, og flokk- urinn hefur aldrei frá lýðveldis- stofnun haft hærra hlutfall at- kvæða en nú. Þetta kemur glögg- lega í ljós, þegar skoðuð eru úrslit alþingiskosninga allt frá árinu 1930 eða yfir nær hálfrar aldar tímabil, en fyrstu þingkosningar, sem Sjálfstæðisflokkurinn tók þátt í voru kjördæmakosningarn- ar 1930. Frá alþingiskosningunum 1930 og fram til þingkosninga 1942 hafði Sjálfstæðisflokkurinn alltaf talsvert yfir 40% atkvæða. I kjör- dæmakosningunum 1930 hlaut flokkurinn 43,8% gildra atkvæða, og í landskosningum sama ár hlaut flokkurinn 48,3% gildra atkvæða. í þingkosningunum 1933 fékk Sjálfstæðisflokkurinn 48% atkvæða, en ári síðar í þing- kosningum 1934 fékk hann 42,3%, og í þingkosningum 1937 var hlutfall Sjálfstæðisflokksins af gildum atkvæðum 41,3%. Á þeim 32 árum, sem liðin eru frá sumarkosningum 1942 hefur 12 sinnum verið kosið til alþingis, og í f jórum þessara kosninga hef- ur Sjálfstæðisflokkurinn hlotið yfir 40% gildra atkvæða. 1 sumar- kosningunum 1942 fór flokkurinn f fyrsta sinn niður fyrir þetta mark og hlaut 39,5%, og það var ekki fyrr en í þingkosningunum 1956, þegar hræðslubandalagið svonefnda hafði verið myndað og Framsóknarflokkur og Alþýðu- flokkur gengu til kosninga með það yfirlýsta markmið að mynda vinstri stjórn, að Sjálfstæðisflokk- urinn hlaut 42,4% gildra at- kvæða. 1 fyrstu kosningum, sem háðar voru eftir fall vinstri stjórnarinnar fyrri, sumarkosn- ingunum 1959, sem fram fóru u.þ.b. hálfu ári eftir fall vinstri stjórnar Hermánns Jónassonar, fékk Sjálfstæðisflokkurinn 42,5% atkvæða, en féll síðan niður í 39.7% í haustkosningum sama ár. Að loknu fyrsta kjörtímabili Við- reisnarstjórnar fór Sjálfstæðis- flokkurinn enn á ný yfir 40%, fékk 41,4%, en náði því marki ekki á ný fyrr en í þingkosningun- um 30. júní sl., er hann fékk 42,7% gildra atkvæða. Eins og sjá má af þessum tölum, hefur flokkurinn aldrei staðið sterkar að vígi frá árinu 1933 eða í 41 ár. Þessi sterka staða Sjálfstæðis- flokksins er eftirtektarverð fyrir margra hluta sakir. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur á síðustu fjór- um árum gengið í gegnum erfitt tímabil. Fráfall Bjarna Benediktssonar sumarið 1970 varð flokknum mikið áfall. Jóhann Hafstein, sem kjörinn var formaður flokksins í stað Bjarna Benediktssonar varð að segja af sér formennsku sl. haust sökum heilsubrests, og Geir Hallgríms- son tók við. Urslit kosninganna nú sýna, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur komizt heill og óskiptur 1 gegnum þessar miklu breytingar á forystu flokksins og hrakspár andstæðinga um hið gagnstæða hafa ekki reynzt á rökum reistar. Hin mikla fylgisaukning nú sýnir einnig, að unga fólkið hefur í stór- um stíl stutt Sjálfstæðisflokkinn f þessum kosningum, gagnstætt því, sem margir töldu að verða mundi vegna augljósrar vinstri bylgju, sem gengið hefur yfir í röðum æskufólks á síðustu fimm árum eða svo. Ævintýrapólitfk og peningamokstur vinstri flokk- anna hefur heldur ekki blekkt kjósendur eins og margir óttuð- ust. En um leið og hin sterka staða Sjálfstæðisflokksins hlýtur að vera sjálfstæðismönnum mikið fagnaðarefni, skyldu menn gæta þess, að það er vandi að halda vel á svo stórum sigri og sterkri stöðu. Nú þýðir ekki að setjast með hendur í skaut og bíða þess, sem verða vill. Halda verður áfram að byggja upp á þeim trausta grunni, sem tekizt hefur að leggja í nýafstöðnum kosning- um. Stjórnmálasigrar verða ekki unnir með miklu starfi rétt fyrir kosningar, heldur með þrotlausri vinnu öllum stundum. Þess þurfa sjálfstæðismenn um land allt að minnast. Eru kommún- istar í sókn? Því hefur mjög verið haldið fram af forsvarsmönnum kommúnista, að flokkur þeirra, Alþýðubandalagið, væri f mikilli sókn meðal kjósenda og úrslit þingkosninganna talin til marks um það, en í þeim hlaut Alþýðu- bandalagið 18,3% gildra atkvæða. Vafalaust eru margir, sem hneigjast til að taka þessar stað- hæfingar alvarlega og þess vegna er fróðlegt að skoða úrslit þing- kosninga, frá því að kommúnistar hófu fyrst að bjóða fram, og kanna þessar fullyrðingar í ljósi þeirrar þróunar, sem verið hefur í fylgi þeirra. Kommúnistaflokkur tslands bauð í fyrsta sinn fram til Herðubreið. Ljósr alþingis f kjördæmakosningunum 1930 og hlaut þá 3% gildra atkvæða. I þingkosningunum 1933 hækkaði þetta hlutfall f 7,5% lækkaði síðan í 6% 1934, en jókst í 8,5% í þingkosningunum 1937. A árinu 1938 var Kommún- istaflokkurinn lagður niður, en Sameiningarflokkur alþýðu Sósía- listaflokkur stofnaður með sam- starfi kommúnista og vinstra arms Alþýðuflokksins. Héðinn Valdimarsson forystumaður þeirra Alþýðuflokksmanna, sem gengu til liðs við kommúnista 1938, yfirgaf þá hins vegar ári

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.