Morgunblaðið - 14.07.1974, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.07.1974, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JCLl 1974 28 á tali við Rasim Agayev í móttöku- sal Hótel Azerbaijan í Baku og sögðum þá við hann: „Mundu það, að við verðum að komast að leynd- armáli þeirra, — við verðum að finna lykilinn að hinu frábæra mataræði þeirra. Hefur þú nokkra hugmynd um hann?“ Ras- irn taldi höfuðatriðið vera, að þeir drykkju óhemjumagn af tei. Síðar þegar við vorum komnir aftur til Baku, staðfestu prófessorarnir Ibragimov og Gasanov, að teið væri öldununum afar gott, en hins vegar neituðu þeir að sam- þykkja, að það hefði úrslitaáhrif. Síðar strikuðum við teið út af listanum og settum í staðinn gran- atepli og rauðvfn, sem unnið er úr „kachich“vínberjum, sem eru nú útdauð. Enn síðar bættum vip papriku á listann sem mögulegri undrafæðu og sömuleiðis kornmylsnu, val- hnetum 'og hunangi. Þegar við vorum komnir heim á hótel um kvöldið sagði ég við Kyuchary- ants: „Hugsaðu þér, ef við gætum nú framleitt og flutt inn til vest- urlanda langlífisfæðu, selt hana í vörumörkuðunum við sérstakt langlífisborð. Fallega merktar leirkrúsir fullar af azerbaijisku tei, grúsísku korni, valhnetum og hunangi frá Abkhazíu. Krúsir með „ajiga“-sósu,unninni úr papr- iku fiá Ochaiiichíra og flaska með rauðvíni úr vínberjum frá Dul- risph. Við gætum grætt milljón- ir.“ Honum leist vel á hugmyndina, en við ferðalok hafði þó hvorugur okkar neitt undralyf fram að færa. Þá, þegar við undirbjuggum ferðina frá Sukhumi til Kiev, viss- um við betur. Enginn einn þáttur fæðunnar olli langlífinu, ekki einu sinni fjallavatnið, sem þeir blönduðu með hunangsklípu eða súrmjólk. I stað þess var það allt þetta til samans, sem olli langlíf- inu. Dr. Sichinava sagði, og vissu- lega með réttu: „Það er næsta dularfullt, hvernig öldungarnir fara að því að borða alltaf rétta fæðu, f réttu magni á réttum tfma.“ Dr. Sichinava bjó í Sukhumi og því var hann sá vísindamaðurinn, sem næstur var öldungunum í Abkhazíu. Hann heimsótti þorpin oft á viku, kom ekki til skrifstofu sinnar fyrr en seint á kvöldin, ef hann gisti þá ekki hjá vinum sín- um f fjöllunum. Þeir litu mjög upp til hans, viðurkenndu hann sem verndara sinn. Sfðasta daginn, sem við dvöld- um í Sukhumi fórum við í heim- sókn til hans í síðasta sinn. Þegar við settumst andspænis honum við borðið, hló hann svo, að mamalygan virtist koma út um eyru hans. Hann hafði rannsakað mataræði öldunganna meira en nokkur annar. Kornmylsnan er kölluð mamalyga, hún er borðuð heit með hverri máltíð. „Við skulum nú líta á málið með augum matarsérfræðings- ins,“ sagði hann og varð alvarleg- ur, „mamalyga og kornstönglar eru helztu fastafæðutegundirnar, sem þeir neyta. Við vitum að kornolía hefur góð áhrif á mót- stöðuafl vefja gegn æðakölkun og sömuleiðis gegn alls kyns sýklum. Það verndar hjartað. Þeir borða kjöt soðið, en þannig inniheldur það mikið magn próteins. Kjötið er ferskt, beint af skepnunni. Þeir geyma aldrei kjöt í frysti, einfaldlega vegna þess að þeir hafa enga frystiskápa. Þegar kjöt- ið er soðið kasta þeir soðinu. Ykk- ur finnst þetta kannski slæm eyðsla á kjötkrafti, en svo er ekki. Kjötkraftur getur verið hættuleg- ur, þar sem hann ýtir undir að- skilnað magasýranna. Þeir neyta stöðugt nýs græn- metis, sem hefur inni að halda öll þau vítamín, sem líkaminn þarnf- ast. Þeir borða mjög lítið brauð, engar brauðgerðarvörur, engar kartöflur og þess vegna fá þeir mjög lítið af kolefnishydrötum. Þeir vilja ekki sjá sósur eða pyls- ur og þess vegna eru þeir vernd- aðir gegn allri óæskilegri dýra- fitu. Ást þeirra á valhnetum er enn ein dulbúin blessun. Þeir neyta mulinna hneta í stað smjörs og fitu og það verndar þá enn- fremur gegn æðakölkun og sýkl- um. Valhnetur eru mjög ríkar af B-vítamíni. Teið þeirra er mjög góður og örvandi drykkur, sem hreinsar einnig allar hættulegar leifar úr líkamanum. Þeir, sem neyta áfengra drykkja gera það mjög í hófi. Þeim finnst gaman að sýnast og þeir vilja láta ykkur halda að þeir drekki mikið. Þeir byrja kannski daginn með þvf að fá sér krús af „chacha", berjavodkan- um, sem þeir búa til sjálfir, en hann er mun veikari en sá vodki, sem rfkið lætur gera. Og þeir smakka ekki dropa það sem eftir er dagsins, nema þegar gesti eins og ykkur ber að garði, og þeim finnst að þeir verði heiðurs síns vegna að sýna hina rómuðu gest- risni sína. Hin léttu heimatilbúnu vín, sem margir þeirra neyta við máltíðir hafa sömu hreinsandi áhrifin og súrmjólk. Þau hafa inni að halda mjög góðar vínsýr- ur. Súrmjólkin og súri rjóminn og það, sem þið kallið kefir eða yog- urt, sem og sterki osturinn, sem þeim finnst svo gott að hafa með mamalygunni, bæta meltinguna og hafa einnig sótthreinsandi áhrif. Mjólkin er ekki fitu- sprengd, hún er alveg hrá, ef svo má að orði kveða, og er því laus við öll aukaefni, eins og raunar allt annað, sem þeir neyta. Þeir hafa reyndar aldrei heyrt getið um gerviefni í mat. Hunang og valhnetur hjálpa þeim að viðhalda kynorku sinni, en henni halda þeir yfirleitt fram til hins síðasta. Þetta er mjög mik- ilvægt atriði, sem rennir frekari stoðum undir þá kenningu okkar, að kynorka og langlífi fari yfir- leitt saman. Valhnetur og hunang eru lostavekjandi. Þeir gróður- setja valhnetutré f görðum sínum og hvert heimili hefur sitt bý- flugnabú.“ Hann brosti, rétt eins og hann vildi segja: „Þetta ættuð þið að segja vinum ykkar þegar þið kom- ið heim!“ Ég hugsaði mér að gera þetta og sá þá fyrir mér stórverzl- anir, þar sem allar birgðir af val- hnetum og hunangi hefðu verið keyptar upp af miðaldra mönn- um. < „Annað lostavekjandi efni er paprika. Þér spurðuð um gildi hennar, en ég veit satt að segja ekki hvert það er. Það er vitað, að hvergi í heiminum er hennar neytt eins mikið og í Abkhazíu. Paprikurnar eru misjafnar að út- liti, langar, mjóar og blóðrauðar. Öldungarnir hafa sennilega sagt ýkkur, að lífið sé ómögulegt án papriku." Það höfðu þeir svo sannarlega gert. Á þessum árstíma hanga paprikublómin líkt og þyrnisveig- ar í görðum þeirra, þar sem þau eru þurrkuð fyrir veturinn. Þegar við spurðum um áhrifin sögðu öldungarnir, að þeir ættu allt að þakka paprikunni, heilsu sína, gott skap, — jafnvel börnin. Tar- gil Makhty sagði, með glampa í augum: „Maður lifir ekki án pap- ríku.“ Rakhaima Butba vildi endilega gefa mér paprikublóm til þess að taka með mér til Bandarfkjanna og þegar ég færðist undan varð hún hálfmóðguð og muldraði: „Þeir vita ekki hvað það er sem gerir þeim gott.“ Eftir stutta þögn sagði dr. Sich- inava: „Ef þú rannsakar matar- æði þeirra nákvæmlega hefurðu mest gaman að því að sjá, hvernig það varð í rauninni til. Þeir hafa auðvitað aldrei lesið um mataræði í bókum, Einfaldlega vegna þess að þeir eru ólæsir. Matur er hins vegar mannsins megin og þess vegna er ómótmælanlegt, að þeir eiga langlífi sitt mataræðinu að þakka. Nú gætirðu spurt, hvers vegna verður þá ekki hver einasti maður í landinu 130 ára, borða ekki allir sams konar fæðu? Svar- ið er jú, en þó ekki alveg. Aðrir neyta brauðs, pylsa, smjörs, sæt- inda og brauðgerðarbrauðs. Þeir borða ekki nóg af grænmeti eða mjólkurvörum. Þeir borða of seint á kvöldin og of mikið. Og þeir drekka. Þeir brjóta allar reglur og deyja þvf ungir. Vissu- lega geta menn orðið 130 ára hér, ef þeir reyna mikið til þess, en ég held þó að menn muni þurfa að leggja hart að sér hér.“ Þetta sama kvöld vorum við í veitingasalnum á neðstu hæð Hót- el Abkhazia, þar sem við héldum kveðjuboð fyrir vini okkar í Suk- humi. Þeir höfðu komið, þeirra á meðal hinn sorgmæddi Kostya Borchelia og hinn ungi ljósmynd- ari okkar Varuzhan Melikyan, en hann hafði tekið fyrir okkur frá- bærar ljósmyndir á Leica vélina sfna, sem var að minnsta kosti tvisvar sinnum eldri en hann sjálfur. Að venju var veitingasal- urinn yfirfullur af fólki. Dans- hljómsveit lék fyrir gestina. Ung- ir Grúsíumenn dönsuðu, hver við annan, þar sem þeir höfðu skilið konur sínar eftir heima sam- kvæmt venju. Þeir stöppuðu fast til jarðar er þeir stigu hefð- bundna þjóðdansa. Á hverju borði var fjöldinn allur af vín- flöskum, létt vín og kampavín. Hver einasti maður drakk af kappi í samræmi við þjóðarsið. Um mitt kvöld voru æði margir orðnir kófdrukknir, þeir skjögr- uðu um salinn, glaseygðir og illa á sig komnir. Við borð eitt, ekki fjarri okkur, stóðu tveir menn upp og skoruðu hvor á annan f „chug-a-lug“, kappdrykkju f kampavíni. Þjónarnir komu með fjórar óáteknar flöskur og helltu kampavfninu í blómapotta. Menn- irnir tveir stukku á fætur, lyftu pottunum, störðu hvor á annan og hófu drykkjuna. Innan skamms lá annar þeirra máttvana á borðinu með andlitið oní hálffullum pott- inum. Hinn lauk sfnum skammti, sneri pottinum á hvolf sigri hrós- andi og lagði af stað til hljóm- sveitarinnar. En komst aldrei alla leið. Hann féll á gólfið í vímu. Þá sagði Kyucharyants: „Þeir reyna mikið.“ En þetta var í Sukhumi. Öld- ungarnir, stolt þjóðarinnar voru nú í fasta svefni í þorpum sínum handan fjallahlíðanna og þeir gerðu meira en að bæta allt þetta upp. Við okkar borð var skálað fyrir Khfaf. Hún var fyrst þeirra tíræðu öldunga, sem við höfðum hitt og hún var okkur minnisstæð- ust. Kannski vegna þess að hún hafði sagt við mig daginn sem við vorum f Kutol: „Er til uppsprettu- lind æskunnar? Vissulega er hún til ungi maður. Og það er auðvelt að finna hana vegna þess að hún er í okkur öllum. I okkur, hún er við sjálf Banvæ við fyrstu kynni. Flugur falla fyrir honum, unnvörpum, allt sumarið. Handhægur staukur, sem stilla má hvar sem er, þegar flugurnar angra. Biðjið um Shell flugnastaukinn. Fæst á afgreiðslustöðvum okkar um allt land. Shelltox Oliufélagið Skeljungur hf Shell 1 f Nv l y WH ■ ■ sending af þessum vinsælu \ W n i sumarskóm tekin upp á morgun Stæröir 35-41. uElSlFf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.