Morgunblaðið - 14.07.1974, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.07.1974, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JULI 1974 7 Kvikmyndir Eftír Björtt Vtgtti Stgurpálsson Fjölskylduboð í Kaupmaður fjögurra árstíða. Fassbinder ÞAO hefur lengi verið ætlun min að fjalla litið eitt um ungan, þýzk- an kvikmyndagerðarmann. sem heitir Rainer Werner Fassbinder. Beðið hefur verið eftir viðeigandi tækifæri og þá einkum að verk hans kæmu hér til sýninga, þvi að maðurinn mun vera algjörlega óþekktur meðal hinna almennu kvikmyndahúsgesta hérlendis. En þvt miður bólar ekkert á verkum Fassbinder og öllu lengur er ekki hægt að biða, ef maðurá aðstanda við yfirlýst markmið þessa þáttar — að kynna jafnan helztu og at- hyglisverðustu hræringar innan kvikmyndarinnar svo skjótt sem kostur er. Þess vegna var það — þegar ég fyrir fáeinum dögum var að lesa frásögn frá kvikmynda- hátiðinni i Berlín og sá, að Fassbinder var þar á ferð með enn eina myndina — að ég ákvað að láta til skarar skrfða. Vona ég aðeins, að einhver aðstandenda mánudagsmyndanna hlaupi á þessum linum og festi sér nafnið i minni; á almennum sýningum munu kvikmyndaunnendur tæpast fá færi á þvl að sjá verk þessa sérstæða kvikmyndagerðarmanns — nema nýjasta myndin marki þau þáttaskil. Þó að Fassbinder sé aðeins 27 ára að aldri hefur hann á stuttri ævi sinni komið svo miklu i verk. að með ólfkindum má telja. Hann var ekki nema tvftugur að aldri. þegar hann hafði safnað i kringum sig leikhúsfólki og setti á laggirnar „andleikhús" eða „antiteater" i Múnchen. Höfuðviðfangsefnin voru þjóðfélagslegs eðlis og samin I hópvinnu af leikflokkinum. Fassbinderhópurinn vakti þegar verulega athygli og von bráðar bauðst honum tækifæri að flytja boðskap sinn af leiksviðinu yfir á hvita tjaldið. Þar hafa afköst Fass- binder verið ótrúleg. Hann hefur gert þrjár til fjórar myndir árlega, þannig að nú þegar á hann að baki einhvers staðar á milli 10 og 15 kvikmyndir — mismerkr að visu. en fremstu myndir hans þykja taka af öll tvimæli um. að þar fari meiriháttar listamaður. Umdeildur er hann þvi að ekki þræðir hann venjulega stigu I við- fangsefnum og kvikmyndastil. en sé svo sem margir þykjast sjá fyrir um þessar mundir, að endurreisn þýzkrar kvikmyndagerðar sé haf- in, þá er Fassbinder I broddi fylk- ingar upphafsmanna þeirrar endurreisnar. Og með hliðsjón af aldri hans má fullvist telja, að Fassbinder eigi enn eftir að vinna stórvirki sin á sviði kvikmynda- gerðar — nema örlög hans verði hin sömu og Orson Welles, sem hann óneitanlega sver sig I ætt við. Hliðstæðurnar I ferli þessara tveggja listamanna eru þó ekki nógu áþreifanlegar, til að maður telji það Ifklegt. Fassbinder á enn eftir að gera mynd eins og Citisen Fassbinder (krjúpandi) við kvikmyndatöku. Kane, en er svo I annan stað langtum meiri afkastamaður en Welles og séður fjármálamaður að þvi er virðist. Katzelmacher hét myndin, er fyrst vakti verulega athygli á Fassbinder. Hún var gerð eftir samnefndum sviðsleik. er leikhóp- ur Fassbinder hafði samið og flutt þegar árið 1967, þjóðfélags- ádeilda um kynþáttaoftrú og for- dóma. Og eins og i fleiri myndum Fassbinder gætir þar áhrifa frá Brecht annars vegar og Godard og Straub hins vegar. Kvikmynda- stillinn er visvitandi ákaflega ein- hæfður eða „ leikhúslegur" ef nota má það orð; það er að Fass- binder notfærir sér svo til ekkert möguleika kvikmynda vélarinnar til hreyfingar og mismunandi sjónarhorna. A sama hátt varpar hann öllum dramatiskum eigind- um viðfangsefnisins fyrir róða. Þetta tvennt — einhæf kvikmynd un og and dramatisk áhrif — hafa orðið einkenni á siðari mynd- um Fassbinder. þó að hið siðar- nefnda hafi breytzt nokkuð i allra sfðustu myndum hans. Strax f Recruits in Ingolstadt hefur hann að miklu leyti losað sig undan áhrifum Godard og Straub og skapað eigin sit. Brecht situr i honum eftir sem áður. þvf að myndin er gerð eftir sögu Marie Luise Fleisser, sem einkum hefur sér það til frægðar unnið að vera áhrifavaldur á Brecht. Ári sfðar eða 1971 kemur Hin beizku tár Petru von Kant um lesbiskar ástir og sambúðarerfiðleika af þvi tagi. og einnig Kaupmaður fjögurra árs- tiða. sem sumir vilja telja beztu eftirstriðsáramynd Þjóðverja. Þar greinir Fassbinder frá stigvaxandi örvæntingu grænmetissala, sem alla ævi hefur verið undirokaður af konum. Um efnisaðföng Fassbinder má annars segja. að þau séu hvunn- dagur millilágstéttarfólksins, lág- kúra þess og lifsleiði. Árangurinn er svo sá, að honum tekst „að búa til gull úr blýi" eins og brezkur gagnrýnandi hefur orðað það. Með því móti hefur Fassbinder tekizt að afla sér tiltölulega fárra, en ákaflega tryggra aðdáenda meðal kröfuhörðustu listunnenda. en öllum almenningi mun þó vafa- laust finnast Iftið til mynda hans koma. Fassbinder sjálfur hefur hins vegar um skeið haft fullan hug á þvi að færa út kvíarnar og höfða með myndum sinum til stærri hóps áhorfenda. Það virðist hann einmitt hafa tekizt á hendur i „Effi Briest", nýjustu mynd sinni, sem ég gat um, að sýnd hefði verið á Berlinarhátiðinni. I þessari mynd er Fassbinder greinilega kominn á nýjar slóðir, horfinn frá lifnaðarháttum lág- stéttafólks innan um snjáð vegg- fóður leiguhúsnæðis og kominn á fund sveitalifs-klassfkinnar. Myndin er byggð á samnefndri sögu Thesder Fontane og hefur stundum verið nefnd Madame Bovary þýzkra bókmennta. Fontane lýsir hér sljóu og stöðl- uðu dreifbýlislifi I Þýzkalandi 1 9. aldar svo að kannski má segja, að efnið sé ekki að öllu leyti án tengsla við fyrri myndir Fassbind- er. Umhverfið er hins vegar gjör- ólíkt. forsendurnar allt aðrar. „Falleg mynd I svart-hvitu," segja þeir. sem til þessa hafa verið hvað einlægastir aðdáendur Fassbinder, og láta sér fátt finnast um Effi Briest. En hjá hinum — sem til þessa hafa litið Fassbinder hornauga, þar kveður nú við ann- an tón. Þeir segja, að Effi Briest sé fyrsta raunverulega kvikmyndin, sem komið hafi frá Fassbinder. Og þá er aðeins eftir að sjá, hvemig hún spjarar sig á almennum kvik- myndasýningum og hvort Fass- binder verður þar með að ósk sinni — að ná til stærri áhorf- endahóps. Brotamálmur Kaupi allan brotamálm langhæsta verði. Staðgreiðsla. NÓATÚN 27 sími 25891. Til sölu vel með farinn Toyota Corolla árg. '72. Uppl. i sima 35315. Garðeigendur Tek að mér snyrtingu og hreinsun lóða. - Upplýsingar i simum 13114 og 20958 eftirkl. 7. Til sölu 4ra manna gúmmibátur. (Vatnabátur) upplýsingar 36273. Piltur óskar eftir herbergi strax, algjör reglu- semi og áraeðanlegt heit. Tilboð sendist Mbl. fyrir laugar- dagskvöld. Merkt: 1059. Trésmiðir óskast strax, mikil vinna, góð verk. Uppl. i síma 82923. Bill til sölu Taunus 17 M station árgerð '67 fallegur bill. Uppl. isima 82923. Saab 96 1972 til sölu. mjög góður bill. Uppl. í sima 83728. Costa Del Sol Tveir miðar með Útsýn til sölu. Tilboð merkt: „Sól — 19 74 — 1 222" sendist M bl. fyrir 20. þ.m. Til sölu Volkswagen 1302 árg. 1972 litið ekinn og vel með farinn. Selst á hagstæðu verði miðað við stað- greiðslu og ef samið er strax. Uppl. ísima 42699. Sumarhús Til sölu 25 fm sumarhús fullfrá- gengin inni sem úti. Flytjanleci hvert sem er. Sýnishorn á staðn- um. Uppl. i simum 92-2797 og 92-2307. Tökum að okkur smiði á eldhúsinnréttingum, klæðaskápum ofl. Trésmiðav. Þorv Björnssonar, Súðavogi 7 simi 86940, kvölds. 71118. Verkstjóri óskast i rækjuverksmiðju og fryst' hús Strandar h/f i Kópavogi Simar 21296 og 16260 á skrif stofutima. Til sölu vandaður vel útbúinn fiskibátur. Ca 20 fet. Upplýsingar i sima 1 5087. Óskum að ráða offsetprentara (pressumann). Prentsmiðja Guðjóns Ó, Langholtsveg 111. Til sölu Hilman árg. '70 i þvi ástandi sem hann er. Uppl. i síma 10545 eftir kl. 6. Til sölu er Fiat 127 árgerð '73, ekinn 20 þús. km er i mjög góðu standi. Upplýsingar i sima 25607. Schania Vabis 36 árg. '66 til sölu. Vel með farinn. Uppl. í sima 33066. Garðvaltari óskast keyptur. Hringið i sima 1 41130. Kona óskar eftir ræstingastarfi helst á skrif- stofu. Einnig óskar 14 ára stelpa eftir sendistarfi, margt annað kem- ur til greina. Uppl. I sima 14125. TOPFTÍZEAN Snyrtivöruverzlun Aðalstræti 9 sími 13760. Eiginmenn Unnustar Elskhugar Gefið henni Avon-Moonwind í staðinn fyrir Spánarferð — Póstsendum —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.