Morgunblaðið - 14.07.1974, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 14.07.1974, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JÚLI 1974 37 BRÚÐURIN SEIVÍ HVARF Eftir Mariu Lang Þýðandi: Jóhanna Kristjónsdóttir 1. kafli Það var í júnímánuði. Á föstu- degi. Og klukkuna vantaði tíu mínútur í þrjú — að sögn Dinu Richardsson, sem reyndist þó ekki fullkomlega áreiðanleg — þegar hún nam staðar á horninu á Prestsgötunni og Ágötunni, af því að einhver kallaði í hana. Hún sneri sér undrandi við og pírði augun ósjálfrátt í sólina. — Hvað sé ég! Anneli, ert þú þarna? Ég var einmitt að hugsa um þig, vina mín. Hvaðan ert þú að koma? Og hvernig líður þér? Ertu ekki dálítið óstyrk? íbúarnir í bænum Skógum höfðu nú í tuttugu og fimm ár séð þessar tvær stúlkur meira og minna saman á hverjum degi og þær voru vissulega hrffandi sjón, hvor á sinn hátt, þótt gjörólíkar væru. Dina var — og hafði alltaf verið — fjörug og málglöð og mesti sprelligosi. Anneli Hammar var þegjandaleg og hlédræg stúlka og dreymandi í fasi. Dina var dökkhærð og þessa stundina stuttklippt með kubbslegt nef og glaðleg augu. Anneli var grönn og fíngerð I vexti og yfir andliti hennar einhver klassisk fegurð, sem erfitt er að lýsa með orðum. En eftir öllum sólarmerkjum að dæma undu þær sér prýðilega í návist hvor annarrar. Anneli andvarpaði og sagði hálfgremjulega: Ég var að koma úr lagningu. Mömmu fannst nefnilega, að það væri skynsamlegast að hún snyrti hárið í dag til að ... brúðarkór- ónan fari betur. Og þú getur rétt ímyndað þér, hvort ég er ekki óstyrk! Hamingjan góða! Hvað er maður eiginlega að fara út í? Brúðkaup í Skógakirkju! Víst hljómar það fagurlega. Manstu hvað við töluðum oft um, hvað slíkt hlyti að vera dýrlegt þegar við vorum I skóla? Þú ætlaðir að giftast einhverjum f glæsilegum einkennisbúningi og ég ætlaði að giftast stórum, sterkum manni, sem væri næstum tveir metrar á hæð... Hún þagnaði augnablik og bætti svo við þurrlega: — Og nú hefur þú nælt þér i ríkasta piparsveininn hér. Og allar ungu stúlkurnar eru grænar og gular af öfund og allar gamlar frænkur eldsúrar. Og á morgun mun allur bærinn safnast saman bæði inni í kirkjunni og fyrir utan og horfa á ykkur. Og ég vona, að þið hvorki roðnið né dettið á hausinn, heldur lítið út fyrir að vera það, sem ég vænti að þið séuð: ástfangin upp fyrir haus, því að þetta verður án efa brúðkaup ársins. Og allir vita, að þú verður með kniplingaslör, sem er tvö hundruð ára gamalt og var í eigu móðurættar Jóakims, og svo verður borið fram kampavín á hötelinu handa áttatíu gestum og á brúðkaupsnóttinni verðið þið... — Hamingjan góða, hættu nú! Ég var að segja þér, hvað ég er kvíðin. Þótt undarlegt sé erum við pabbi miklu óstyrkari en mamma og Jóakim. Þeim finnst þetta sýnilega ósköp hversdags- legt og virðast hafa undur gaman að öllu tilstandinu. Hún stakk hendinni undir handlegginn á Dinu og þær gengu niður eftir Ágötunni. Anneli var í hvítum ullarkjól, en Dina var rauðklædd. Anneli sagði: — Ég ætla að fara til Fanny Falkman og líta á brúðarvöndinn. Jóakim skipaði mér að gera það! Hann segir, að ég verði að „sam- þykkja" hann. — Og úr hvaða blómum er hann gerður? — Ég veit það ekki, rósum býst ég við. Anneli sagði þetta kæruleysis- lega og eins og áhugalaust. Svo brosti hún skyndilega og veifaði glaðlega einhverjum, sem sat inni á rakarastofunni, sem þær gengu framhjá. — Þarna er Lars Ove. Nei, ekki þarna! Inni á rakarastofunni. Hann er að fá sér snyrtingu fyrir morgundaginn. Þær beygðu við hornið á Lill- götunni, gengú framhjá stórri og glæsilegri tóbaksvöruverzlun og námu staðar við blómaverzlunina. Dina horfði á útstillinguna, þar ægði saman bfómum og öllum tegundum af grænmeti. Hún sagði með vandlætingu í rómnum. — Alveg er furðulegt að sjá gluggaskreytingarnar hjá henni! Nei, ég kem ekki með þér inn. Ég fæ grænar bólur, þegar ég sé Fanny. Ég þoli ekki subbu- skapinn á henni og svo kjafta- ganginn. Ég bíð hérna fyrir utan og reyndu nú að gera henni skiljanlegt, að þú ert að flýta þér. Og Dina kinkaði kolli til beztu vinkonu sinnar og sá hana hverfa inn í blómabúðina. Dökkt regnský byrgði skyndi- lega sólina. Dina hugsaði með sér, að hún hefði svei mér verið heppin að taka regnhlífina með. I sömu mund kom hún auga á Liviu og Olaviu Petrén, sem stefndu í áttina til hennar. Hún velti fyrir sér augnablik, hvort hún ætti að leggja það á sig að hlusta á málæðið i Fanny Falk- VEIVAKANDI Velvakandi svarar I sima 10-100 kl. 10.30— 1 1.30, frá mánudegi til föstudags £ Bastarðarnir við Háskólann Á hraunstöplunum fyrir framan anddyri Háskólans standa einskonar dollur í rómönskum stíl, nema hann sé býsentiskur eða bastarður af hvorutveggja. Þær eru á stærð við vænstu hjól- ' 11* : | börur, og það mætti líka sjóða í þeim miðlungs kálf. Þær eru grámyglulegar á litinn og efnið f þeim er vísast steinsteypa, en þær gætu allt eins verið úr gipsi, svo fögur er áferðin. Það eru allmörg ár sfðan þessir herjans þvottabalar birtust þarna við anddyri Háskólans, og þeir tróna þar enn þá. Velvakandi veit ekki hver framdi glæpinn, en hafi nokkurntíma fegurðarsmekk manna verið misþyrmt á al- mannafæri, þá er það með þessu litlausa lágkúrulega glingri þarna ofan á rammíslensku eldhertu hrauninu. Andstæðurnar eru svo grátlega miklar. Maður gæti rétt eins hengt marglitar plastkúlur utan á stuðlaberg og þóttst vera að fegra það, tyllt blúnduverki utan á Garðskagavita og talið sig mann meiri af. 0 Brostnar vonir Maður hékk á því hálmstrái lengi vel, að þegar nýir menn yrðu húsbændur þarna i skólan- um, þá mundi þeir líklegast láta það verða sitt fyrsta verk að ráð- ast gegn kerskröttunum með meitlum, járnkörlum og loftpress- um. Sú von hefur brugðizt. Þeir hafa kannski staðið f ströngu á öðrum vígstöðvum, svo sem eins og að andæfa gegn þeirri bólu, sem nú fer vonandi hjaðnandi, að Háskólinn eigi að vera einskonar hjálpræðisher fyrir svokallaða öreiga, áróðursmiðstöð fyrir for- hertustu einstefnupólitík, jafnvel samvizka heimsins. En listfræðingarnir, sem eru allsstaðar með nefið, hafa lika brugðizt. Það hefur naumast heyrzt tfst frá þeim, sfðan hinar steinsteyptu sósukönnur urðu miðpunktur háskólasvæðisins. Og nánast f faðmi þeirra situr Sæmundur á selnum Asmundar, þetta merka, ágæta og magnaða fslenska listaverk. Það var þokkaleg umgjörð! 0 Öskubuskur Ég heyrði konu segja frá þvi um daginn, hve henni hefði brugðið í brún, þegar hún upp- götvaði einn góðan veðurdag núna í sumar, að „öskukarlinn", sem var að baksa sorptunnunni hennar út um garðhliðið, var raunar kvenkyns. Það var að heyra á konunni sem henni þætti þetta óviðeigandi, óviðkunnanlegt, jafnvel hálfgert til skammar: „hverju tækju þær upp á næst,“ „hvar endaði þetta eiginlega" og þar fram eftir göt- unum. Þvf er til að svara, að þetta endar vitanlega með jöfnu gengi kvenfólks til allra verka, afnámi einkaréttar karlmanna á fjölda at- vinnugreina, þar sem konan Kvenfólkið er búið að fá nóg af þvf að láta karlmennina gabba sig tíl að sinna einungis „kven- mannsstörfum". Sv. Þorm. fann þessar um borð f togara; þær vinna hjá Togaraafgreiðslunni. (Sjá: Öskubuskur). getur, ef hún kærir sig um, orðið algjör jafningi „sterkara kyns- ins“. Og það vartfmi til kominn. £ Blekking Miðaldra menn og jafnvel yngri muna þá tíð, þegar erfiðis- vinna kvenfólks var bundin við gólfið og fiskkösina. Það var allt f lagi að slíta kvenmönnum út við þesskonar störf, en stappaði nærri landráðum, ef kona tók bfl- próf. Nú hafa þær loksins áttað sig á því, blessaðar, að þetta var eins og hver önnur vitleysa, ef ekki slunginn varnarleikur f eilífðar- viðleitni karlmannsins til þess að sitja einn við kjötkatlana. Það er vitanlega einber bábilja, að fjöldi þeirra starfa, sem enn eiga að heita helzt við konuhæfi, sé hótinu auðveldari eða þrifalegri eða eftirsóknarverðari en obbinn af „hefðbundnum" karlmanns- störfum. Spyrjið konu, sem staðið hefur daglangt f frystihúsi, hvort hún hafi beinlínis vorkennt karl- manninum, sem stóð jafnlengi utandyra og kraflaði í leifarnar, sem hrukku yfir daginn úr kjafti skurðgröfunnar. Hvort skyldi hafa átt strangari vinnudag? Sannleikurinn er sá, að margt „kvenmannsstarfið" er ósvikinn þrældómur. Eða hversvegna sækja karl- menn ekki í skúringafötuna, og hversvegna er þeim svo ljúft að gefa kvenfólkinu forgang að hinum óstöðvandi færiböndum fiskhúsanna? Fjandinn sem ég trúi þvf, að það sé af eintómri hæversku. 0 Spéhræddar frelsishetjur? Frá öskubuskunum, sem hafa brotið af sér viðjarnar, er ekki nema naumt skref yfir að ræðupallinum, þar sem rauð- sokkurnar standa enn þá og blása í herlúðra. Þetta eru ugglaust bestu meyjar — ef þær láta ekki hug- sjónina verða að ástríðu. Tvennt öðru ættu þær líka að vara sig á. I fyrsta lagi er það óttalega barnalegt að ætla að byggja kven réttindabaráttu á einlitri pólitík Þar með er verið að bjóða kven þjóðinni að leysa hana af einum klafanum — og dengja henn samstundis á annan! 1 öðru lagi eru baráttugleði og spéhræðsla leiðir rekkjunautar. Einhvernveginn er eins og sumar rauðsokkur haldi sífellt, að menn séu að gera grfn að þeim Þær draga fram myndskrýtlur um kvenfólk og veina hástöfum. Hvenær dettur karlmanni í hug að kvarta undan drykkjusvolan um með brennivinsnefið, sem hefur elt hann með spaugi og spotti allt frá upphafi prentlistar 83? SVG&A V/öGA É <\/LVE<UU — Hring- vegurmn Framhald af bls. 12 Aður en slíkt er fastákveðið >arf að framkvæma mikið undir- búningsstarf, rannsóknir og til- raunir. Verður undirbúningi og rannsóknum hraðað. Það er aug- jóst, að hér er um mjög kostnaðarsamar framkvæmdir að ræða. Það væri mikill ávinningur ef takast mætti innan langs tíma að gera þessar framkvæmdir. Verður að því stefnt að gera þar að veruleika. Landleiðin milli Hornafjarðar og Reykjavfkur sunnan jökla mun vera um 500 km, en þegar farið er norður fyrir, er vegalengdin nærri 1000 km. Allir landsmenn myndu nota iringveginn um landið og njóta jannig náttúrufegurðar um leið og tækifæri fæst til þess að kynn- ast landinu. í augum A-Skaftfellinga var aað fjarlægur draumur fyrir fá- um árum, að allar ár í sýslunni yrðu brúaðar. Nú, þegar sá draumur er orðinn að veruleika, munu A-Skaftafell- ingar og margir fleiri telja, að brúargerð á þau vötn, sem eftir eru á hringleiðinni, komist f fram- kvæmd áður en mörg ár líða. Um það skal ekki fullyrt hér, hversu langur tími líður þar til þessi vötn verða brúuð. En sjálfsagt munu allir vera sammáia um að gera fullnaðarrannsóknir til undirbún- ings því verki og hrinda þvf í framkvæmd þegar fært þykir. Þjóðin hefir unnið marga sigra í framkvæmdum og uppbyggingu landsins. Eyðingaröflin hafa lengi herjað á landið, graslendi og skógar létu undan síga. í seinni tíð hefir þjóðin hafið sókn í rækt- un, gróðurvernd og uppgræðslu. Þeirri sókn verður að halda áfram. Með því verður landið gert betra til búsetu, og eyðing gróður- lendis hindruð. I samgöngumálum hafa orðið stórstfgar framfarir. Fámenn þjóð í strjálbýlu landi hefir gert akfæra vegi um byggðirnar og byggt upp flugflota, sem heldur uppi stöðugum ferðum milli margra staða á landinu og landa í milli. Þjóðin hefur eignazt atvinnu- tæki í samræmi við nútíma tækni og aukin afköst. Atvinnuvegina þarf að efla og atvinnulffið að verða fjölbreyttara til þess að tryggja stöðuga atvinnu fyrir þjóðina. fslendingar hafa oft fengið orð fyrir að vera sundurþykkir og deilugjarnir. Eigi að síður hafa þær stundir oft komið, sem betur fer, að þjóðin hefir sameinazt um ýmis málefni og hrint þeim í framkvæmd. Brýrnar, sem byggðar eru á stórfljótum, verða til þess að auka kynni manna og samskipti. Slík samskipti og kynni verða til þess að auka skilning stétta í milli. Þannig getur þjóðin byggt brú, sem gegnir ekki sfður mikilvægu hlutverki en brýrnar á stórfljót- um landsins, brú skilnings og samstarfsvilja, brú vináttu og ein- ingar, sem sameinar okkar litlu þjóð til starfs og baráttu fyrir áframhaldandi uppbyggingu og bættum kjörum þjóðinni til handa. Megi sú gifta fylgja þjóðinni, að hún haldi áfram að byggja brýr og gera stórframkvæmdir til heilla og farsældar í nútíð og framtíð. Brúin á Jökulsá á Breiða- merkursandi er hér með opnuð til umferðar fyrir alla þá, sem yfir þetta vatnsfall þurfa að fara. Megi þessi brú standa stöðug og traust um aldir. 1YNDAMÓT HfJ AOALSTRÆTI 6 — REYKJAVlK ^PRENTMYNOAGERÐ SlMI 17152^ kAUOLÝSINGATEIKNISTOFA> SIMI 2S8I0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.