Morgunblaðið - 03.12.1974, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.12.1974, Blaðsíða 1
140. tbl. 61. árg. ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1974 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Sovétgeimfar æfir tengingu Happy heim Happy Rockefeller sést hér er hún fór af Memorial sjúkrahúsinu I New York, ásamt manni sinum rétt fyrir helgina. Þá voru aðeins fjórir dagar liðnir frá þvi að síðari brjóstuppskurður, vegna krabba- meinsæxlis hafði verið gerður á henni. Rússar segja að í ferð Soyuz 16 eigi þeir að geta notað næstum því öll tæki sem verði notuð til að tengja og aðskilja Soyuz- og Apollo-geimfarið i hinni sam- eiginlegu geimferð í júli. Fyrstu tilkynningar um geim- skotið bentu til þess að reynt yrði að tengja Soyuz 16 geimstöðinni Salyut 3 sem hefur verið á lofti í Framhald á bls. 47. Tyrkir hóta að hætta viðræðum Ankara, 2. des. Reuter. VIÐRÆÐUM gríska og tyrkneska þjóðarbrotsins á Kýpur verður hætt ef Makarios erkibiskup snýr aft- ur tii eyjunnar að sögn tals- manna tyrkneska utanrfkis- ráðuneytisins. Hann sagði að heimkoma hans mundi spilia ástandinu á eynni þar sem staða hans væri ótraust meðal Kýpur-Grikkja. Spennan vegna heimkomu Makariosar seinna I vikunni fer vaxandi og Sadi Irmak for- sætisráðherra ræddi f dag við yfirmenn heraflans um ástandið á Kýpur. Ilharni Sancar landvarnar- ráðherra sagði eftir annan fund sem yfirmenn hersins héldu að viðeigandi ráðstaf- anir yrðu gerðar ef til tíðinda drægi á Kýpur. Hann taldi að Framhald á bls. 47. útbyrðis Kosningar geta orðið í Danmörku Frá Jörgen Harboe. Kaupmannahöfn i gær. ÆSANDI vika hófst f danska þinginu í dag. Hún getur orðið ein sú afdrifaríkasta f sögu minnihlutastjórnar Poul Hart- lings forsætisráðherra og að sögn blaðsins Politiken getur niður- staða atburða vikunnar orðið sú að boðað verði til nýrra kosninga. Astæðurnar eru að gert er ráð fyrir að á morgun birti stjórnin neyðaráætlun til lausnar efna- hagserfiðleikum Dana og að Gallupstofnunin hefur birt niður- stöður skoðanakönnunar sem sýn- ir að stjórnin nýtur meiri stuðn- ings meðal almennings en nokkru sinni fyrr. Meirihluti þingmanna er mót- fallinn afskiptum ríkisstjórnar- innar af samningum á hinum frjálsa vinnumarkaði. Leiðtogar Social-líberala flokks- ins og Ihaldsflokksins hafa lagt til að Poul Hartling treysti stjórn sína i sessi með því að bjóða stærsta flokknum, flokki sósíal- demókrata, og social-liberölum, þátttöku f henni. Poul Hartling hefur hafnað þessum tillögum. Hann vill leysa vandamálin einn eða efna til kosninga að öðrum kosti. Moskvu, 2. des. AP. TVEIMUR sovézkum geimförum var skotið út í geiminh f dag f nýju geimfari, Soyuz 16, til þess að reyna nýjan tengibúnað sem verður notaður við tengingu sovézks og bandarfsks geimfars úti í geimnum eftir sjö mánuði. Geimfararnir eru Anataoli Filipchenko ofursti og Nikolai Rukavishnikov sem báðir hafa verið sæmdir nafnbótinni Hetja Sovétríkjanna fyrir fyrri Soyuz- geimferðir. Ferðin stendur „nokkra daga“ og markar að sögn fréttastof- unnar Tass mikilvæg þáttaskil í undirbúningi Rússa fyrir sam- eiginlega Apollo-Soyuz-geimferð Bandaríkjamanna og Rússa á næsta ári. Filipchenko sagði að sögn fréttastofunnar að sú ferð yrði að ganga ,.hnökralaust“. Hann sagði að ferð Soyuz 16 mundi nægja til þess að prófa öll tæki geimfars- ins, fyrst og fremst tengibúnað þess. I ferðinni verða framkvæmd 20 tæknileg atriði i sambandi við stjórn geimfarsins og Filipchenko segir að þessar tilraunir eigi að auðvelda tengingu og skilnað við „sérstakan gervihring1' sem hann kallaði svo. Þvi var ekki lýst nánar hvernig þessi gervihringur væri og i hverju tilraunin væri fólgin. Vestrænn sérfræðingur taldi hugsanlegt að Soyuz hefði með- ferðis eftirlikingu á tengikerfi Bandaríkjamanna og verið gæti að sovézku geimfararnir mundu skjóta henni fimm eða tíu metra og reyna síðan að tengja geim- farið við hana. Slysið á Guðbjörgu: Brotsjór skolaði mönnunum Búizt er við að í neyðaráætlun- inni verði tillögur sem meirihluti þingmanna telji óaðgengilegar, en verði þó svo vinsælar að meiri- hluti landsmanna geti sætt sig við þær. Þannig hefur verið rætt um að stjórnin muni fella niður nokkur gjöld af „varanlegum neyzluvör- um“ eins og búsáhöldum. Þessu hefur meirihluti þing- manna lýst sig mótfallinn, en það gefur auga leið að almenningur verður ánægður ef hann getur keypt ódýrarari ísskápa, strau- járn og fleira þess háttar. Aðilar vinnumarkaðsins biða þess einnig i ofvæni að stjórnin skýri frá fyrirætlunum sínum. Stjórnin hefur gefið til kynna að í kjarasamningum sem verða endurnýjaðir í vor megi ekki hækka iaun í krónutölu. Þessi krafa gengur undir nafn- inu „o-launsnin“ og danskir laun- þegar hafa sameinazt í kröftugum mótmælum gegn henni. Þó hefur ekki verið útilokaður sá mögu- leiki að fallizt verði á þessa íhlutun um frjálsan samningsrétt ef stjórnin bæti fyrir „o-lausnina“ með verulegum skattalækkunum. Sennilega kemur i ljós á morgun hvort skattalækkanir eru væntan- legar. SJÖPRÖF fóru fram hjá bæjar- fógetanum á tsafirði f gær vegna hins hörmulega slyss, sem varð um borð f skuttogaranum Guð- björgu tS 46 frá Isafirði s.l. föstu- dag, en f þvf slysi létu 3 sjómenn lffið. Þeir hétu: Ari Jónsson báts- maður, 41 árs að aldri, fæddur 16. ágúst 1933. Hann lætur eftir sig konu og 4 börn. Guðmundur Gfslason háseti, 39 ára að aldri, fæddur 19. maf 1935. Hann lætur eftir sig konu og 3 börn. Garðar Jónsson háseti, 24 ára að aldri, fæddur 28. september 1950. Hann lætur eftir sig konu og 2 börn. Þeir voru allir búsettir á lsafirði. Mbl. hafði í gær samband við Þorvarð K. Þorsteinsson bæjar- fógeta á lsafirði. Þorvarður sagði, að í sjóprófunum hefði komið fram, að mikill straumhnútur hefði komið framan á skipið, heldur á stjórnborða, um kl. 15,30 á föstudaginn. Guðbjörg var þá um 50 sjómílur vestur af Látra- bjargi, og var verið að hífa inn trollið. A þessum slóðum var sunnan-suðaustan vindur, 7—8 vindstig, og sjólag samsvarandi. Þegar þessi mikli sjór reið yfir skipið voru 5 menn að vinna á dekki, og unnu 4 þeirra við að taka inn trollið. Gekk sjórinn aft- ur eftir skipinu, eftir dekkinu, og hreif með sér þrjá menn niður skutrennuna. Tveir þeirra, Ari og Garðar, festust í trollinu og hafa að öllum líkindum drukknað, þó ekki sé loku fyrir það skotið, að þeir hafi hlotið höfuðhögg um leið og þeir féllu útbyrðis. Náðust lik þeirra þegar tókst að draga trollið inn nokkru siðar. Hins veg- ar náðu skipverjar ekki liki Guðmundar. Ölagið, sem gekk yfir Guð- björgu, var svo mikið, að sjór fór niður um loftventla og niður i vélarrúm, og varð skipið þegar Ari Jónsson bátsmaður. rafmagnslaust og ljós slokknuðu. Töldu skipverjar, að skipið hefði henzt afturábak, a.m.k. lenti hluti af trollinu í skrúfunni og varð skipið stjórnlaust. Við þessar að- stæður gekk mun seinna en eila að ná trollinu inn. Togarinn Ingólfur Arnarson var næstur slysstaðnum, og var hann kominn þangað um kl. 17. Leitaði togar- inn að liki Guðmundar, en án árangurs. Einnig náðist samband við varðskipið Óðin, og var það komið á staðinn klukkan 21,30. ; Guðmundur Gíslason háseti. Var dráttartaug sett í Guðbjörgu og hún dregin inn á Patreksfjörð, þar sem skipin lögðust i var. Veð- ur var nú tekið að lægja, og tókst froskmanni frá varðskipinu að losa trollið úr skrúfu Guðbjargar. Kom Guðbjörg til heimahafnar, Isafjarðar, um klukkan 15 s.l. laugardag. Guðbjörg er skuttogari af minni gerðinni, smiðaður í Noregi. Mað- ur frá sjóslysanefnd fór til ísa- fjarðar i gær til að kanna orsakir | slyssins. Garðar Jónsson háseti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.