Morgunblaðið - 03.12.1974, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.12.1974, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1974 Fa IIII. I l.l lf. I \ 'AIAJR" BILALEIGA CAR RENTAL 21190 21188 Hópferðabílar Til leigu í lengri og skemmri ferðir 8 — 50 farþega bílar. KJARTAN INGIMARSSON Sími 86155 og 32716. VELA-TENGI eZ-Wellenkuppluny Conax Planox Vulkan Doppelflex Hadeflex. STURLAUGUR JÓNSSON & CO. Vesturgötu 16, Sími 13280. Þrýstimælar Hitamælar STURLAUGUR JÓNSSON & CO. Vesturgötu 16, sími 13280. Sami grautur í sömu skál Benedikt Gröndal, formaður Alþýðuflokksins, ritar nýlega i blað sitt greinarkorn um lands- fund Alþýðubandalagsins. Fjallar hann þar um setningar- ræðu Ragnars Arnaids og segir m.a.: „Til þess að sanna þessa nýju flokksgerð Alþýðubandalags- ins, segir Ragnar, að það hafi „algerlega hafnað því að eiga flokksleg samskipti við Kommúnistaflokk Sovétríkj- anna“. Nokkru sfðar f greininni segir þó: „Hitt er annað mál, að við megum að sjálfsögðu ekki falla f þá gryfju að taka upp andsovéskan eða and- kommúnfskan móðursýkisáróð- ur.“ Það má sem sé ekki ganga svo langt f mótun hinnar „nýju flokksgerðar" að leyft sé að gagnrýna Sovétríkin. Á öðrum stað f ræðunni segir Ragnar: „Við höfum ekki þegið boð um að senda fulltrúa á al- þjóðaþing .verkalýðs- og kommúnistaflokka í Evrópu.“ Með þessum orðum viðurkenn- ir Ragnar, að Alþýðubandalag- ið fái enn boð á þessar alþjóð- legu ráðstefnur kommúnista, en það sannar, að kommúnista- flokkar Evrópu Ifti enn á það sem einn af sfnum flokkum Þeir falla ekki fyrir þvi áróðursbragði, sem bandalagið beitir gegn fslenzkum kjósend- um. Þeir vita mætavel sann- leikann, að Alþýðubandalagið er enn að kjarna til kommúnistaflokkur, þar sem marxistar-leninistar ráða rfkj- um, eins og málgagn þeirra, Þjóðviljinn, ber glöggt vitni.“ Benedikt vitnar enn f Ragnar, þar sem hann segir: .Jafnframt er æskiiegt, að ein- staklingar í flokknum hvort heldur f forystu eða meðal flokksmanna almennt, noti þau tækifæri sem bjóðast til skoðanaskipta við erlenda sósfalista, óháð þvf hvort flokksleg samskipti eru fyrir hendi f slfkum tilvikum eða ekki.“ Og Benedikt segir: „Þannig hefur f rauninni ekk- ert breytzt. Alþýðubandalagið hefur sömu sambönd við al- heimskommúnismann og áður, þegar það hét Sameiningar- flokkur alþýðu Sósfalistaflokk- urinn og enn fyrr, er það hét Kommúnistaflokkur lslands." Fólksflótti úr strálbýli 1 fyrra varð f fyrsta sinni um langt skeið hlutfallslega meiri fjölgun fólks á landsbyggðinni en á þéttbýlissvæðinu á suð- vesturhorni landsins. Ekki er vafi á þvf að endurnýjun f skipastól og fiskvinnslustöðv- um á hér verulegan hlut að máli, þó fleiri samverkandi orsakir komi til. Þeir rekstrarörðugleikar, sem útgerðin og fiskvinnslan hafa átt við að strfða á þessu ári, eru alvarlegir hættuboðar, ekki sfzt fyrir sjávarplássin víðs vegar um landið. Hefði komið til rekstrarstöðvunar í þessum atvinnugreinum, eins og beint lá við, ef rfkisstjórnin hefði ekki gripið til sérstakra ráðstafana til stuðnings sjávar- útveginum, myndi víðtækt at- vinnuleysi hafa haldið innreið sfna f þjóðfélagið, einkum f fiskvinnslubæina. Það orkar ekki tvfmælis, að rekstrar- öryggi f útgerð og fiskvinnslu er lang stærsta hagsmunamál landsbyggðarinnar í dag. — Sem betur fer tókst að forða slfkri vá frá dyrum al- mennings. En mikið er í húfi að þannig verði haldið á mál- um, er snerta þessa atvinnu- grein, og þróunina f efnahags- lffi og atvinnumálum þjóðar- innar f heild, að atvinnuöryggi og áfallalaus verðmætasköpun í þjóðfélaginu verði tryggð. Þess er þvf vonandi að vænta að aðilar vinnumarkaðarins og rfkisvaldið sameinist f þeim megintilgangi að tryggja vinnufrið í landinu, hægari vöxt verðbólgu en verið hefur og þá aukningu verðmætasköp- unar, er borið gæti raunhæfar kjarabætur til handa öllum al- menningi í náinni framtfð. Fréttabréf frá Látrum: Bruna - hugleiðing Eins og frá var skýrt hér i Morgunblaðinu fyrir skömmu kom eldur upp í heyhlöðu Skólaheimilisins i Breiðavik. Eldinn tókst að slökkva og tjón varð lítið. Hversvegna tókst svo vel til? Um það vil ég ræða nokkuð, og heybruna yfirleitt. 1. Eldsins varð fljótlega vart. 2. Viðbrögð heimafólks voru nákvæmlega rétt. 3. Nokkur handslökkvitæki voru til á staðnum, öll virk, og notuð. 4. Neyðarþjónustan við Reykjavík brást ekki. 5. Allir hjálparmenn brugðu mjög skjótt við. 6. Akstursskilyrði voru mjög góð miðað við þennan árstíma. Semsagt, allt var jákvætt, nema það var hvass vindur, og þess vegna var hægt að koma í veg fyrir stórbruna. En því mið- ur vill ekki alltaf svo vel til, og vil ég því ræða nokkuð framan- skráð atriði: 1. Atriði: Það verður alltaf tilviljanakennt hversu fljótt elds verður vart. En i hlöðum ætti að vera hægt að koma fyrir lúðri, sem tæki að blása um leið og reykur kemur i hlöðuna. 2. Atriði: Hvað gera trygg- ingarfélögin til að kenna öllum almenningi i sveitum landsins hvernig og hver eigi að vera fyrstu viðbrögð fólks við hey- bruna, en frá þeim eru yfirleitt miklir eldsvoðar sem valda milljóna tjóni árlega. Því miður gera þau alltof lítið af þvi, eða nánast ekkert. Ég var einu sinni við hey- bruna hér í sveitinni, þar sem glóð var mikil undir heyinu i hlöðunni, en passað var að eldur gæti ekki náð að blossa upp, til þess höfðum við gegn- blaut ullarteppi. Mesta vanda- málið var hitinn. Slökkviliðið var ekki á staðnum, en væntan- legt, og kom. Þess verk var að vera tilbúið og dæla á eldinn og slökkva, þegar ekki varð meiru bjargað af heyi. Eldurinn náði aldrei yfirhöndinni og mestu af heyinu var bjargaðy- 3. Atriði: Það er alls ekki nóg að handslökkvitæki séu til á staðnum, fólk þarf helst að haf a séð þau notuð, það er rétt einn og einn, sem hefir tíma til að lesa sér til, eða getur lesið, þegar í eldinn er komið. 4. Atriði: Neyðarþjónusta. Ef neyðarþjónustan við Reykjavík hefði brugðist þetta kvöld, eins og hún gerir því miður alltof oft, vegna bilana og truflana, má reikna með, að allt hefði brunnið til ösku, því síðan símaþjónusta okkar var skert á liðnu sumri um tvo og hálfan tíma á sólarhring, er siminn á milli lína hér í sveitinni og til Patreksfjarðar lokaður frá kl. 21 að kvöldi ogtil 09 að morgni, en á þeim tíma eigum við að geta náð í Reykjavík og hún svo til Patreksfjarðar, og hann svo um sveitina einsog venjulega, en sambandið við Reykjavík vill bregðast sem fyrr segir, en þó ekki í þetta skipti. Þetta er eitt litið dæmi um, hversu dýrmæt góð símaþjón- usta er okkur dreifbýlisfólki, og hvers eðlis sá verknaður er, að skerða símaþjónustu við þetta fólk, á sama tíma og hún er stóraukin við þéttbýlið. Það geta gerzt alvarlegri hlutir en heybrunar útá landsbyggðinni þótt alvarlegir séu. 5. Atriði: Væri það ekki þess virði fyrir tryggingafélögin og raunar alla aðila, að þau beittu sér fyrir fræðslu um það, hvernig hjálparmenn skuli svara kalli til bruna, þar sem slökkvilið er ekki við höndina. Til dæmis, hvað vantar helst á brunastað við heybruna, og hverju eiga menn að kippa með sér á brunastað, því lítið er gert með tvær hendur tómar. Almennt um heybruna: Heybrunar verða með tvenn- um hætti, sjálfsikveikju, og fyr- ir óhappatilviljun, og er mjög mikill eðlismunur á þessum brunastigum, sem þarf að hafa i huga við slökkvistarfið, en ég tel heybruna i steinsteyptum hlöðum auðveldasta í með- förum af öllum eldsvoðum, ef rétt er að farið. Ef við förum öld aftur i tímann, til þess er hin gómsætu pottbrauð voru bökuð í moð- bingjum, og fullkomin stjórn höfð á brennslunni, og hvernig eldurinn var falinn og tendr- aður, þá má fá nokkra fræðslu um meðhöndlun heybruna, en þeir eru að mínu viti alveg i sérflokki. Látrum 22/11 ’74. Þórður Jónsson. Sigurveig Jóhannesdóttir: ísrael og Arabaríkin Það setti að mér kuldahroll við þær fréttir, að Allsherjar- þing Sameinuðu þjóðanna hefði með miklum meirihluta atkvæða samþykkt þátttöku Yassers Arafats f umræðunum um Palestfnuvandamálið. Sú spurning vaknar, hvort S.Þ. hafi ekki innbyrt sinn bana- bita, þegar foringja hryðju- verkasamtaka sem PLO er fagnað sem þjóðhetju á þingi S.Þ. af hartnær öllum heimin- um. „Veröldin lykur morðingja í faðmi sér,“ segir Golda Meir, fyrrverandi forsætisráðherra lsraels, og það er varla ofmælt Sfðasta ódæðisverk fyrr- nefndra samtaka í smábænum Bet Shean f Israel er sprottið af uppgangi PLO á alþjóðlegum vettvangi og þar eru S.Þ. beint eðaóbeint meðsekar með því að örva forsprakka hermdarverka- manna um allan heim til of- beldisverka. Eins og við hefð- um ekki nóg af slfku fyrir. „There is something rotten Israel á í vök að verjast. Til- veru þess sem ríkis er stefnt í voða. Yasser Arafat boðar í hálfkveðnum orðum útrýmingu Israels. Atkvæði Israels má sin litils gegn atkvæðum 20 Arabarikja og fjölmargra ríkja í Afriku, sem Arabar hafa keypt í krafti olíuauðvaldsins. Þar við bætast svo Austur- Evrópurikin og Kína, sem auð- vitaó styðja Araba. Fulltrúar Vestur-Evrópu flaðra upp um fætur olíukónganna að vanda. Fyrirsjáanlegt er, að Arabar með stuðningi „þriðja heims- ins“ hafa nægilegt atkvæða- magn i S.Þ. til þess að sam- þykkja hvað sem þeim þóknast. Þjóðir ganga kaupum og sölum. Dekadens S.Þ. er ótrúlegur. Er næsta skrefið útilokun Israels í S.Þ. eðaútrýming Israels? Þessi grálegi leikur er settur á svið af S.Þ. Guðmundur á Glæsivöllum leikur sér nú að heimsfriðnum. „Og trúðar og leikarar leika þar um völl“. Is- lendingar eiga lika sina trúða. Víkjum nú aftur aó Israel. Eins og kunnugt er var Israel stofnað 1948. Þá höfðu nasistar murkað lífið úr 6 milljónum Gyðinga. Blekkingarhulunni var svipt af augum alheims. Sú óhugnanlega staðreynd blasti við Gyðingum, að einnig þeir höfðu verið blekktir. Mót- spyrnulaust höfðu þeir gengið í gildrur Hitlers. Sú staðreynd var Gyðingum þungbær en jafnframt viti til að varast. Israel skyldi nú og um alla framtíð verða griðastaður og öruggt skjól sinna hrjáðu barna. Það hefur æ siðan verið æðsta hugsjón Israelsmanna að taka við innflytjendum hvaðan- æva úr heiminum og vernda þá. Massada skal aldrei falla í annað sinn, er mottó ísraelsku þjóðarinnar. (Massada er klettavirki, sem árið 73 e.Kr. féll í hendur Rómverja eftir að 960 Gyðingar höfðu varizt þar í 2 ár. Fremur en að falla í hendur Rómverja kusu þeir, karlmenn, konur og börn að láta lífið fyrir eigin hendi. I fáum orðum táknar Massada óbilandi ásetning Gyðinga að standa af sér ófrelsi og tortim- ingu). Síðastliðið sumar dvaldist ég um skeið í Israel. 1 Jerúsalem stóðu vopnaðir hermenn vörð við alla barnaiskóla borg- arinnar. Sama sjón mætti okkur við almenningssöfn og minnismerki, sem á einhvern hátt eru tengd sögu þjóð- arinnar. 1 anddyri þekktasta næturklúbbs Jerúsalem, þar sem þekktir listamenp skemmtu með þjóðdönsum og þjóðlögum, sat ungur her- maður með vélbyssu á hnjánum og bað mig að opna handtösk- una mína. Þetta er engin til- viljun. Bitur reynsla hefur kennt þjóðinni, að hermdar- verkamenn gera ekki boð á undan sér. Allt sem Israels- mönnum er helgast og stuðlar að þjóðareiningu er þyrnir í augum Palestínuaraba. „1 Grimsey mætti fæða her rnanns,” sagði Einar Þver- æingur. Israel veit hvað það þýðir að hafa klakstöðvar of- beldisins við bæjardyrnar. Hver getur ætlazt til þess, að Israelsmenn láti vesturbakka Jórdan af hendi án þess að hafa tryggingu fyrir friði? Og hver á Framhald á bls. 47.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.