Morgunblaðið - 03.12.1974, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1974
45
Evelyn
Anthony:
LAUNMORÐINGINN
Jöhanna v
Kristjönsdóttir
þýddi y
64
og hafði vald til að kollvarpa allri
þeirra áætlun, hún lék enn
lausum hala. Hann stóð snögglega
upp úr stólnum og gekk fram og
aftur um herbergið og skalf frá
hvirfli til ilja. Allt hafði mistekist
hjá honum. Huntley hafði
kannski ekkert sagt ennþá, en
áhættan var stórkostleg sem hann
var I þessa stundina. Hann hafði
framið morð til að losa sig við
hættuna, en hafði þess i stað gert
skyssu á skyssu ofan og var nú i
meiri hættu en nokkru sinni fyrr.
Hann var svo reiður og hræddur
að honum mistókst margsinnis,
þegar hann ætlaði að velja
númerið. Hann bölvaði i sand og
ösku meðan hann beið eftir að
svarað væri hjá neyðartengli
hans. Hann talaði hratt og varð
fótaskortur á orðunum. En hann
skýrði frá þvi að allt myndi ganga
að óskum daginn eftir. Hann
ákvað að gefa enga visbendingu
um að svo kynni að fara að Eliza-
beth myndi skýra frá öllu saman.
En hann gaf ótvirætt til kynna
hversu mikil hætta stafaði af
stúlkunni Elizabethu Cameron.
Hann lét þá fá nafn hennar og
heimilisfang. Aríðandi, áriðandi,
öskraði hann i símann. Ef þeir
gengju ekki frá þessu í fljót-
heitum þá væri það á þeirra
ábyrgð, eftir tvo tíma væri hann á
bak og burt.
Hann hafði rétt lagt tólið á,
þegar dyrabjallan kvað við.
Hann hrökk við, þvi að hann
átti ekki von á neinum gestum.
Enginn vissi reyndar að hann
væri I New York. Nú kvað bjallan
við á ný. Hann gekk fram, hrukk-
aði ennið og var að velta fyrir sér,
hvaða læti þetta væru, um leið og
hann opnaði dyrnar.
Tveir menn stóðu fyrir utan,
bæðir voru einkennisbúnir.
— Hr. King?
— Hvað viljið þið? Ég er á
leiðinni út, sagði King og bjó sig
undir að skella hurðinni á nefið á
þeim. Annar maðurinn brá fæti
fyrir.
— Við erum frá FBI. Við förum
þess á leit við yður, að þér komið
með okkur.
Það hafði verið samkvæmt ráði
Learys, að Eddi King var hand-
tekinn. Eftir að þeir höfðu misst
sjónar af Elizabethu og líkurnar á
að ná henni og félaga hennar frá
Beirut höfðu hraðminnkað ákvað
hann að biða ekki boðanna og
gripa glóðvolgan þann mann, sem
allur megingrunurinn hvildi á.
Enda þótt hann segði ekkert og
Leary dró stórlega I efa að ein-
hver árangur yrði af þvi að taka
Eddi King til yfirheyrslu, þá gæti
það orðið til að hræða aðra sem
voru í samfloti með honum og
fengið þá til að hætta við áform
sitt, hvað svo sem það nú var.
Leary hafði og vakið athygli Mat-
hews á þvi að ekki væri óhugs-
andi að slikir hryðjuverkamenn
hugsuðu sér til hreyfings á degi
heilags Patricks, þegar margir
áhrifamenn komu saman á einum
og sama stað.
Þegar Mathews stakk upp á þvi
að fara aftur og ná i Elizabethu
hafði Leary hvæst að honum.
— Og til hvers ætti það að vera,
bölvaður bjálfinn þinn! Nú hefur
henni gefist timi til að vara sták-
skrattann við. Eina gagnið sem
við gátum haft af henni var að
hún visaði okkur til hans, hver
svo sem hann er. En þú eyðilagðir
það allt saman — þú hreinlega
óhlýðnaðist minum fyrirmælum
og ætlaðir sjálfur að fara að sýna
einhver hyggindi.
Aldrei þessu vant var Peter
Mathews orðavant, enda vissi
hann að Leary hafði lög að mæla.
Hann stóð þvi þögull við skrif-
borðið á meðan Leary reifst og
skammaðist eins og sönnum Ira
sæmdi.
— Ég skal segja þér hvað þú átt
að gera, sagði hann svo við Peter,
þegar mesti móðurinn var
runninn af honum. — Þú átt að
fylgjast með henni dag og nótt.
Þú átt að sitja við dyrnar á Ibúð-
inni hennar og sleppa henni
aldrei úr sjónmáli. Ef hún er i
slagtogi með þessum strák og er
svo hrifin af honum að hún
gengur svona langt til að vernda
hann, þá er min spá sú að hún
reyni að flýjá á brott með honum.
Auðvitað . . . hann þagnaði og
fékk sér meira kaffi, — Auðvitað
gæti svo verið — vegna þinnar
ólýsanlegu glópsku — að þau
væru á bak og burt núna. En það
kemur í ljós. Ef hún kemur aftur
til Ibúðar sinnar eigum við enn
nokkra von. Þú skalt skki vikja
hársbreidd frá henni og þér er
eins gott að vera vopnaður. Ef
elskhugi hennar skyldi skjóta upp
kollinum mætti segja mér þér
veitti ekki af sliku. Og hyjaðu þig
svo til andskotans!
Það er allt í lagi með pabba, ég heyri að hann bölvar
vanda.
Mathews hikaði.
— Ég bið forláts, Leary!
Leary horfði reiðilega á hann
en Peter fann að reiðin var að
sjatna.
— Haltu kjafti og sparaðu þér
auðmýktina, hreytti hann út úr
sér.
Mathews hvarf á braut i
þungum þönkum og velti málinu
fyrir sér á alla vegu meðan hann
var á leiðinni til íbúðar Eliza-
bethar. Leary hafði talið aug-
sljóst, að Elizabeth hefði upp-
götvað að fylgst var með ferðum
hennar og hún hefði vísvitandi
blekkt þá og laumast á brott. Mat-
hews vissi ekki hverju átti á trúa.
Hann vissi þó að Elizabeth var vel
gefin og greind stúlka og hann gat
vel imyndað sér að hún gripi til
mótleiks i örvæntingu sinni og
viðleitni til að vernda þennan
mann, sem hún virtist elska tak-
markalaust. Þó var hann ekki
reiður við hana lengur. Hann virti
hana fyrir það sem hún hafði gert
— að sumu leyti að minnsta kosti.
Hún var verðugur andstæðingur
og það var göfugt að vernda þann
sem maður elskaði.
Hann nam staðar við íbúð
hennar og húsvörðurinn heilsaði
honum með virktum.
— Gott kvöld, Mathews. Ætlið
þér að fara upp I lyftunni.
— Nei, þökk fyrir, sagði Mat-
hews. — Ég leit bara við til að gá,
hvort Elizabeth Cameron hefði
komið niður með skjalatösku, sem
ég gleymdi um daginn.
— Nei, ekkert er hjá mér. En
ungfrú Cameron er nýkomin
heim.
— Þá hef ég gleymt henni
annars staðar. Mathews yppti
öxlum og kvaddi.
Hann gekk út og sté upp i bil-
inn. Þar átt hann að dvelja næstu
klukkustundirnar og gæta þess að
lita ekki af anddyrinu. Það var
tilhlökkunarefni eða hitt þó
heldur hugsaði hann heldur
fýldur.
Þegar Elizabeth opnaði dyrnar
heyrði hún simann hringja. Það
var Huntley frændi hennar. Hann
lét hana ekki komast að. Hann
talaði i belg og biðu og sagði
henni fréttirnar um dauða Dallas
og greip fram i fyrir henni rudda-
lega, þegar hún ætlaði að leggja
VELVAKAIMDI
Velvakandi svarar I sima 10-100
kl 1 0.30 — 1 1.30, frá mánudegi
til föstudags
0 Hávaði og
götulýsing
Kona að austan skrifar:
„Kæri Velvakandi.
Nú er verið að kanna heyrnar-
skemmdir fólks, sem vinnur i
hávaða. Hvernig væri að taka
stranglegar á hljómsveitum, sem
allt ætla að æra? Hvað finnst fólki
um þá tónleika þar sem hávaðinn
er svo yfirgengilegur, að hljóð-
færaleikararnir verða að hafa
eyrnatappa, svo og lögreglan, sem
annast þar löggæzlu? Fyrir kem-
ur að áheyrendur eru bornir út af
tónleikum, eins og raunar gerðist
nú fyrir skömmu og kom fram i
fréttum.
Hver ber ábyrgð á svona
skemmtanahaldi? Ég furða mig
líka á því, að eldri hljómsveitir
skuli vera farnar að apa eftir með
þennan hávaða.
Ég var nýlega á átthagamóti þar
sem hljómsveit lék fyrir dansi.
Þarna voru samankomnir gamlir
kunningjar, sem ekki höfðu sézt í
mörg á og langaði því til að ræða
saman. Það var nærri vonlaust
fyrir hávaða frá hljómsveitinni.
Ég veit um fjölda fólks, sem er
mér sammála.
Ég kem þessari athugasemd á
framfæri i þeirri von að hún verði
tekin til athugunar.
Annað langar mig til að minn-
ast á i leiðinni. — Hver stjórnar
þvi að götuljósin eru látin loga i
björtu, jafnvel allan daginn, og
þótt glampandi sólskin sé? Á
hvaða reikning skrifast rafmagns-
kostnaðurinn?
Ein, sem vili láta
fara vel með fjármuni."
Það er afleitt þegar fólk kemur
saman til að blanda geði og ekki
er hægt að ræðast við fyrir
hávaða, hvort sem hann stafar
frá hljómsveit eða öðru. Okkur
virðist sem auðvelt ætti að vera að
ráða bót á þessu þegar i hlut eiga
félög, sem leigjá sér húsnæði með
hljómsveit. Þá ætti forráðamönn-
um skemmtunarinnar að vera í
lófa lagið að fá hljómsveitina til
að draga niður í mögnurunum eða
gera aðrar ráðstafanir svo hægt sé
að heyra mannsins mál.
Annars er þetta með hávaða á
skemmtistöðum að verða mesta
vandræðamál, og þvi fyrr sem
reglur verða settar um takmark-
anir að þessu leyti þeim mun
betra.
Kona að austan spyr hver
stjórni götulýsingunni. Það gera
bæjarfélögin á hverjum stað og
kostnaðurinn er greiddur úr sjóð-
um þeirra.
Annars er bjart svo skamma
stund á degi hverjum um þessar
mundir, að varla tekur þvi að fara
að slökkva á ljósunum. En satt er
það — sparnaður er dyggð, sem
alltaf á rétt á sér.
0 Hugfatlaðir
— vangefnir
Áhugamaður um íslenzkt mál
skrifar:
„Velvakandi minn.
Nýyrðasmíði er nú að verða
algeng og vinsæl iðja hér hjá okk-
ur íslendingum, enda bætast nú
margs konar hlutir og hugtök við
og þetta þarf að sjálfsögðu allt að
hafa sin heiti.
Stundum finnst mér samt ný-
yrða-sköpunargleðin fara út í öfg-
ar. Nýlega las ég einhvers staðar
um hugfatlað fólk og hugfötlun.
Þetta vakti áhuga minn vegna
þess, að ég hafði ekki séð þessi
orð áður og hugsaði þvi með mér:
Hana nú — þar eru þeir búnir að
finna eitthvað nýtt. Síðan fór ég
að kynna mér málið, en þá kom í
ljós, að þarna var aðeins verið að
gefa gömlu og alþekktu fyrirbæri
nýtt heiti.
Hingað til hefur verið talað um
þá, sem eru miður sín andlega frá
fæðingu sem vangefna. Áður voru
þeir reyndar nefndir fávitar, en
það orð hefur mér alltaf þótt leið-
inlegt og hálf ruddalegt.
Nú tók ég mér i hönd orðabók
Menningarsjóðs. Þar er hvorki að
finna orðið hugfötlun eða hug-
fatlaður. Hins vegar er þar orðið
vangefinn, sama sem sá, sem
skortir fullt vit — er vanþroskað-
ur andlega.
I mínum huga hefur orðið fötl-
un og það að vera fatlaður staðið i
sambandi við sýnilega líkamlega
ágalla, en fróðlegt þætti mér að
heyra skoðun annarra á þessu.
Líka þætti mér fróðlegt að
heyra hvers vegna þetta hugfötl-
unar-orð hefur verið tekið í notk-
un. Ég sé ekki annað en það sé
þarflaust með öllu. Orðið vangef-
inn finnst mér segja það, sem
segja þarf, og þar að auki finnst
mér það vera einkar smekklegt,
ef hægt er að tala um smekk i
þessu sambandi.
Ahugamaður."
0 Enn um
kardimommu-
bærinn
Sigrún Bjarnadóttir hringdi og
bað Velvakanda um að koma á
framfæri þakklæti sinu til Þjóð-
leikhússins fyrir að hafa tekið
Kardimommubærinn til sýningar.
Hún sagði, að reyndar hefði sér
gengið illa að fá miða eins og
fleirum, en fyrirhöfnin hefði ver-
ið þess virði. Sigrún kvaðst hafa
verið fastur gestur með börn sin á
barnasýningum Þjóðleikhússins
nú i nokkur ár, en Kardimommu-
bærinn bæri af þeim leikritum,
sem sýnd hefðu verið siðan hún
fór að fara með börnin sin í leik
hús. Ekki hefði það spillt ánægju
barnanna, að þau ættu hljómplötu
með Kardimommubænum heima
hjá sér og hefði sú plata verið
spiluð í tima og ótima siðan hún
kom á heimilið. Afleiðingin væri
sú, að nú kynni fjölskyldan leik-
ritið og söngvana utanbókar, og
hún hefði tekið eftir þvi að fyrir
bragðið hefði börnunum þótt sýn-
ingin enn skemmtilegri ef eitt-
hvað væri. Hún vildi að lokum
skora á Þjóðleikhús að gera
meira af þvi að taka upp þau
leikrit, sem vinsælust hefðu orðið
og nefndi í því sambandi Dýrin i
Hálsaskógi og Bangsimon.
Bangsímon hefði reyndar verið á
sviðinu fyrir nokkrum árum, en
nú væri langt síðan Dýrin í Hálsa-
skógi hefðu sézt þar.
VANDERVELL
Vé/a/egur
BENSÍNVÉLAR
Austin
Bedford
Vauxhall
Volvo
Volga
Moskvitch
Ford Cortina
Ford Zephyr
Ford Transit
Ford Taunus 12M, 1 7M,
20 M
Renault, flestar gerðir.
Rover
Singer
Hilman
Simca
Skoda, flestar gerðir.
Willys
Dodge
Chevrolet
DIESELVÉLAR
Austin Gipsy
Bedford 4—6 cyl.
Leyland 400, 600, 680.
Land Rover
Volvo
Perkins 3, 4, 6 cyl.
Trader4, 6 cyl.
Ford D. 800 K. 300
Benz, flestar gerðir
Scania Vabis
. Jðnsson & Co,
Skeifan 17
84515—16
— Sími
NYKOMNAR
AMERÍSKAR
NOMA
JÓLATRÉS-
PERUR
(Bubble light)
Sölustaðir:
Hekla hf„
Laugaveg 172, R.
Lampinn raftækjaverzlun,
Laugaveg 87, R.
Raflux sf„
Austurstræti 8, R.
Rafmagn,
Vesturgötu 1 0. R.
Heimilistæki sf„
Hafnarstræti 3, R.
Lýsing sf„
Hverfisgötu 64, R.
Raftækjaverzlun Kópavogs,
Hjallabrekku 2, Kóp.
Víkurbær,
Hafnargötu 28, Keflavík.
Verzlunin Kjarni,
Vestmannaeyjum.