Morgunblaðið - 03.12.1974, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.12.1974, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1974 Stoke á toppnum Hefur hlotið 5 stig í 3 leikjum síðan Peter Shilton var keyptur Á einni viku færðist hið gamal- kunna félag Stoke City úr sjö- unda sætinu I ensku 1. deildar keppninni í knattspyrnu I fyrsta sætið. Er ekki annað að sjá en að koma Iandsliðsmarkvarðarins Peter Shiltons til félagsins hafi blásið nýju lífi í það, og vist er, að um minna munar en að hafa svo frábæran markvörð sem Shilton er. Á laugardaginn lék Shilton í fyrsta skiptið á móti sinum gömlu félögum í Leicester, en í hans stað í Leicestermarkið var nú kominn 19 ára nýliði, Carl Jayes að nafni. Shilton reyndist fyrrverandi félögum sínum erfiður og þeim tókst aldrei að koma knettinum framhjá honum. Hins vegar réð Jayes ekki við skot frá Dennis Smith, fjórum mínútum fyrir leikslok. — Sigurmark hins þýðingarmikla leiks, og þar með hafði Stoke hlotið fimm stig i þeim þremur leikjum, sem Shilton hefur leikið með liðinu. Nýtt met i aðsókn að leik á þessu keppnistímabili var sett á laugardaginn, er 60.585 áhorf- endur greiddu aðgangseyri til þess að sjá leik Manchester Unit- ed og Sunderland á Old Trafford. Og þessir áhorfendur fengu sann- arlega mikla spennu og góða knattspyrnu fyrir aurana sína. Fimm mörk voru skoruð i leiknum, og þar af þrjú á þremur mínútum. Stuart Pearson færði United forystuna á 11. mínútu, en Billy Hughes jafnaði þegar á 12. mín. fyrir Sunderland og á 14. mínútu skoraði hann aftur. Eftir þessa hríð var gífurleg barátta í leiknum, mikill hraði og oft fyrsta flokks knattspyrna hjá báðum liðum; þó fremur hjá Sunderland, sem lék oft djarfan sóknarleik. Willie Morgan tókst að jafna fyrir United á 54. mínútu, og Sammy Mcilroy skoraði sigurmark leiks- ins á 58. mínútu við gífurleg fagnaðarlæti áhorfenda. Með þessum sigri styrkti United stöðu sína á toppnum í 2. deild veru- lega, og má nú mikið ganga á ef liðið endurheimtir ekki 1. deildar sæti sitt að nýju. Arsenal — Middlesbrough Arsenalliðið sótti miklu meira f þessum leik, en gegn þéttri vörn Middlesbrough komst það lítið áfram. öðru hverju áttu þó Arsenalleikmennirnir allgóð færi, sem ekki tókst að nýta fyrr en á 43. minútu að Liam Brady náði knettinum er einn af varnar- mönnum Middlesbrough ætlaði að senda hann til markvarðarins. Aftur skoraði svo Arsenal á 81. mínútu, en þá var Charlie George brugðið og dæmd vítaspyrna, sem Alan Ball skoraði úr. Áhorfendur voru 25.283. Coventry — Liverpool Colin Stein náði forystu í þessum leik fyrir Coventry á 20. mínútu, eftir að Alan Green hafði verið brugðið þar sem hann var kominn i færi inni í vítateig bikarmeistaranna og vítaspyrna var dæmd. Þessar fyrstu minútur hafði leikurinn verið nokkuð jafn, en eftir markið börðust Liverpool-leikmennirnir um á hæl og hnakka og áttu hvert tæki- færið af öðru til þess að skora sem öll nema eitt strönduðu á frá- bærri markvörzlu Bill Glazier í Coventrymarkinu. Það var aðeins Kevin Keegan, sem fann leiðina framhjá honum, eftir að háfa fengið góða sendingu frá Tommy Smith. Áhorfendur voru 23.089. Ipswich — Carlisle 20.122 áhorfendur sáu Ipswich- liðið vinna sigur yfir harðskeyttu Carlisle-liði. Ipswich fékk óska- byrjun í þessum leik, þar sem ekki voru liðnar nema tvær mínútur er Carlislemarkvörður- inn varð að sækja knöttinn í markið hjá sér, eftir að Bryan Hamilton hafði skorað. Á 21. mínútu bætti Ipswich öðru marki við, er David Johnson skoraði Dave Latchford. markvörður Birmingham. gómar knöttinn frá leik- mönnum Tottenham ( leik liðanna, sem fram fór 23. nóv. s.l. Á laugardaginn krækti Tottenham sér (tvö stig á móti Sheffield United, en Birmingham fékk skell (leik slnum við Liverpool-Iiðið Everton. eftir hornspyrnu, en eftir það tók Carlisle-liðið heldur betur við sér og sótti af ákafa. Barþað árangur er Les O’Neill skoraði á 54. min- útu. Afram hélt sókn Carlisle, en ekki tókst liðinu að skora fleiri mörk. A 82. minútu sneri Ipswich hins vegar vörn I sókn og Mike Lambert skoraði og innsiglaði þar með sigur heimaliðsins. Leeds — Chelsea Chelsea-liðið virðist nú algjörlega heillum horfið, og var það aðeins frábær markvarzla Peter Bonetti, sem kom I veg fyrir stórsigur Leeds ( leiknum. Mörkin tvö voru skoruð á 15. mínútu og á 85. mínútu. Þau gerðu þeir Trevor Cherry og Alan Clarke. Áhorfendur voru 30.444. Luton — Burnley Mikil barátta var í þessum leik, enda má segja að Luton berjist nú upp á lff og dauða fyrir áfram- haldandi veru sinni I 1. deild. Burnley náði forystu í leiknum með marki Ray Harkin á 36. mín., en John Faulkner jafnaði fyrir Luton með skalla skömmu seinna. Strax i byrjun seinni hálfleiks náði Leighton James aftur forystu fyrir Burnley, en Peter Spiring jafnaði strax aftur fyrir heimaliðið. Aðeins tveimur minútum eftir það jöfnunarmark náði Burnley svo aftur forystu er Ray Harkin skoraði sitt annað mark í leiknum og við því átti Luton engin svör. Ahorfendur að leiknum voru 11.816. Queens Park — West Ham I þessum leik voru úrslitin önd- verð við gang hans og tækifæri. Queens Park Rangers sótti miklu meira og átti fleiri og hættulegri tækifæri en West Ham. En það eru ekki tækifærin sem gilda heldur mörkin og þau skoraði West Ham. Bill Jennings gerði hið fyrra á 31. mín. en Graham Paddon hið seinna. Áhorfendur voru 28.357. Sheffield United — Tottenham Hið sama má segja um þennan leik og leik Q.P.R. og West Ham. Það var Sheffield sem sótti en Tottenham skoraði. Leikurinn þótti annars nokkuð góður, og vörn Tottenhamliðsins var nú betri og öruggari en hún hefur nokkru sinni verið í vetur. A 52. mínútu sneri Tottenham svo vörn i leiftursókn sem lauk með þvi að hinn nýi skozki miðherji liðsins, John Duncan, skoraði. Ahorf- endur voru 20.289. Everton — Birmingham 38.369 áhorfendur voru að leiknum á Goodison Park í Liver- pool og sáu heimaliðið vinna stór- sigur, 4—1. Everton, sem vann Englandsmeistaratitilinn árið 1970, stefnir nú að slikum sigri, og virðist liðið hafa alla burði til þess að ná honum. 1 leiknum skor- Framhald á hls. 27. Hinn frábæri markvörður, Peter Shilton, hefur reynzt Stoke mikil búbót nú þegar. Shilton var seldur til félagsins frá Leicester fyrir 300.000 pund, eða hærri upphæð en áður hefur verið greidd fyrir markvörð ( ensku knattspyrnunni. 1. DEILD StokeCity 20 7 4 0 21-9 2 3 4 12-16 25 Ipswich Town 20 8 2 0 20-3 3 0 7 8-12 24 Liverpool 19 6 1 2 17-8 4 3 3 8-6 24 Everton 19 5 6 0 16-8 1 6 1 11-11 24 Manchester City 20 9 1 0 19-4 13 6 7-21 24 WestHam United 20 6 1 2 25-11 3 4 4 12-17 23 Derby County 19 6 2 1 22-11 2 4 4 10-16 22 Newcastle United 19 7 3 1 19-8 1^3 4 9-17 22 Burnley 20 5 2 3 20-15 4 2 4 15-17 22 Sheffield United 19 6 3 2 18-13 2 2 4 9-17 21 Birmingham City 20 6 1 3 21-13 2 3 5 10-16 20 Middlesbrough 19 2 4 2 12-12 5 2 4 13-14 20 Leeds United 19 5 2 2 15-6 2 2 6 10-15 18 Wolverhampton Wand. 19 3 4 2 15-12 2 4 4 7-13 18 Coventry City 20 3 5 2 15-14 2 3 5 13-23 18 Tottenham Hotspur 19 3 3 4 12-11 3 2 4 11-14 17 Queens Park Rangers 20 3 2 5 9-11 3 3 3 13-15 17 Arsenal 19 4 3 2 16-7 2 1 7 7-18 16 Leicester City 18 3 3 3 10-7 2 2 5 10-18 15 Chelsea 20 1 5 3 10-15 2 3 6 9-21 14 Carlisle United 20 3 1 5 6-7 2 2 7 11-17 13 Luton Town 19 1 3 6 10-17 0 4 5 7-14 9 2. DEILD Manchester United 20 9 1 0 22-6 5 2 3 10-7 31 Sunderland 19 6 3 0 17-2 4 2 4 15-13 -25 Norwich City 19 7 1 1 15-3 2 6 2 11-11 25 West Bromwich Albion 20 5 4 2 14-8 3 3 3 10-7 23 HuII City 20 6 4 0 14-5 2 3 5 11-27 23 Aston Villa 19 7 1 1 22-4 1 5 4 6-11 22 Oxford United 20 7 1 2 13-9 14 5 5-19 21 Bristol City 19 5 3 1 12-3 2 3 5 4-9 20 Notts County 20 5 5 0 21-10 13 6 4-17 20 Notthingham Forest 20 5 3 2 14-10 3 2 5 9-17 20 Bristol Rovers 20 6 3 2 12-6 1 3 5 6-16 20 Blackpool 20 4 3 2 12-8 2 4 5 €-8 19 Bolton Wanderes 19 6 3 1 15-6 1 2 6 6-14 19 York City 20 5 3 3 15-10 2 2 5 10-16 19 Fulham 19 5 2 3 18-9 13 5 4-9 17 Orient 19 2 5 3 8-11 2 4 3 7-11 17 Southampton 18 3 5 1 14-11 2 0 7 10-17 15 Oldham Atletic 18 5 2 2 13-9 0 3 6 5-13 15 Cardiff City 18 4 1 4 12-11 13 5 8-18 14 Sheffield Wednesday 20 3 3 3 11-10 1 3 7 9-19 14 Portsmouth 20 2 6 2 8-8 1 2 7 6-18 14 Millwall 19 4 1 4 14-8 0 2 8 5-20 13 KNATTSPYRNUÚRSLIT 1. DEILD ENGLANDI: Arsenal — Middlesbrough 2:0 Coventry — Liverpool 1:1 Derby — Wolves frestað Everton — Birmingham 4:1 Ipswich—Carlisle 3:1 Leeds — Chelsea 2:0 Luton — Burnley 2:3 Newcastle — Manchester City 2:1 Q.P.R. — WestHam 0:2 Sheffield Utd. — Tottenham 0:1 Stoke — Leicester 1:0 2. DEILD ENGLANDI: Bristol Rovers — Bolton 1:0 Fulham — Blackpool 1:0 Hull — Bristol City 1:0 Manchester Utd. — Sundreland 3:2 Notts County — Millwall 2:1 Orient — Notthingham 1:1 Portsmouth — Sheffield Wed. 1:0 W.B.A. — Oldham 1:0 York — Norwich 1:0 3. DEILD ENGLANDI: Blackburn — Watford 0:0 Bournemouth—Aldershot 1:0 Bury — Walsall 3:0 Chesterfield — Plymouth 1:2 Crystal Palace — Charlton 2:1 Getraunaúrslit Leikir 30. nóv. 1974 1 1 X 2 Arsenal - Middlesbro / r Coventry - Líverpool X Derby - Wolves Everton - Birmingham / Ipswich - Carlisle / Leeds - Chelsea / Luton - Burn’ey Newcastle - Manch. City L 2 O.P.R. - West H?m Z Sheff. Utd. - Tottenham Z Stoke - Leicester / Man. Utd. - Sunderland J Gillingham — Wrexham 2:1 Halifax — Brighton 1:0 Peterborough — Port Vale 0:2 Preston — Huddersfield 4:0 Swindon — Colchester 4:1 1. DEILD SKOTLANDI: Clyde — Hearts 2:2 Dundee — Partick Thistle 1:0 Dunfermline — Airdrieonians 2:2 Hibernian — Ayr Utd. 2:1 Kilmarnock — Arbroath 2:2 Morton — Celtic 0:1 Motherwell—Aberdeen 2:1 Rengers — DundeeUtd. 4:2 St.Johnstone — Dumbarton 3:0 ''JíL 2. DEILI) SKOTLANDI: Albion Rovers — St. Mirren 2:4 Berwick — Alloa 3:0 Cly debank — Cowenbeath 2:1 East Stirling — Stenhousemuir 1:0 Forf ar — Meadowbank 1:3 Montrose — East Fife 3:1 Queens Park — Hamilton 0:3 Raith Rovers — Brechin 5:2 Stirling Albion — Queen of the South 3:0 Stranraer — Falkirk 3:4 #♦ V_£ 1. DEILD V-ÞÝZKALANDI: MSV Duisburg — Hertha Berlin 1-3 Hamburger SV — Fortuna Dússeldorf 2-1 Eintracht Braunswick — Werder Bremen 0-0 Rot-Weiss Essen — Kickers Offenbach 5-1 Eintracht Frankfurt — Wuppertaler SV 5-0 Tennis Borussia — FC Köln 2-3 Kaiserslautern — VFB Stuttgart 6-0 VFL Bochum — Bayern Munchen 1-0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.