Morgunblaðið - 03.12.1974, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.12.1974, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1974 25 nna ráða og skoraði falleg mörk. sson fá ekki vörnum við komið. ráða ttu vörnum liðanna fagurt vitni, né heldur markvörðum. Þó verður að segjast, að hinn ungi piltur í Gróttu- liðinu, Guðmundur Ingimundarson, varði stórvel á köflum og var hann t.d. inná er Grótta átti sinn bezta kafla í leiknum og náði forskotinu. Birgir Finnbogason stóð sig vel I FH-markinu fyrstu mínútur leiks- ins, en datt síðan algjörlega niður og varði ekki skot langtimunum saman. Hjalti Einarsson lék ekki þennan leik með FH — mun hafa æft mjög illa að undanförnu. Gróttu-liðið verður greinilega erfitt hvaða liði sem er i vetur. Meðan leikmennirnir halda bæri- lega ró sinni, nær liðið þvi út úr sóknarleik sinum sem unnt er að ætlast til að komi út úr honum. Ógnun I sókninni er nokkuð góð, og fleiri leikmenn geta skotið langskot- um en maður hafði haidið. Þannig kom t.d. Magnús Sigurðsson veru- lega á óvart í þessum leik með fallegum og föstum langskotum sinum. Hins vegar virðast Gróttu- menn eiga töluvert ólært í varnar- leiknum. Mátti t.d. furðu gegna, að ekki skyldi reynt að stöðva Geir Hallsteinsson fyrr og framar en gert var eftir að hann setti á fulla ferð i leiknum. Þá var línumanna FH stundum svo illa gætt, að þeir höfðu ráðrúm til þess að gera það, sem þeim sýndist, þegar þeir fengu knöttinn. Notfærðu FH-ingar sér þetta nokkrum sinnum laglega. Þeir Geir og Viðar drógu varnarleik- mennina nokkuð út og gáfu síðan inn á linumennina. Leikur þessi var enn ein staðfest- ingin á því, að mótið getur orðið mjög jafnt og tvísýnt í vetur. En óneitanlega hafa FH-ingarnir byrjað vel, og þegar litið er yfir lið þeirra, er ótrúlegt annað en að það nái sér betur á strik í komandi leikjum en verið hefur til þessa. En hitt er svo augljóst, að það rýrir verulega möguleika FH til sigurs i þessu móti að vera þátttakandi í Evrópubikarkeppninni og þurfa að leika þar mjög erfiða leiki og leggja í mikil ferðalög. Má vera, að þar fari neistinn, sem á að geta gert þetta lið að báli. — stjl. Valsmenn heillum horfnir Töpuðu nií fyrir Fram 11—14 BIKARMEISTARAR Vals f handknattleik virðast heillum horfnir. A sunnudaginn varð liðið að sætta sig við þriðja tapið í röð f 1. deildar keppni íslandsmóts- ins, en þá mætti það Fram. Hafa Valsmenn — liðið, sem flestir spáðu sigri í mótinu að þessu sinni, þvf ekki hlotið stig í keppninni til þessa og þau sex stig, sem liðið hefur þegar tapað, gerir vonir þess um að vera f baráttunni á toppnum f vetur næsta litlar. Ólfklegt verður að teljast, að Valsmenn vinni þá leiki, sem þeir eiga eftir í mótinu, en hins vegar lfklegt, að þeir þurfi þess til þess að hreppa titilinn. En umfram allt verður þó leikur Valsmanna að breytast mjög til batnaðar, ef liðið á að geta gert sér minnstu vonir um að verða í hópi efri liðanna í mótinu f vetur. Þegar á leik Vals og Fram á sunnudaginn er litið verður ekki annað sagt, en að hann hafi ein- kennzt af einu: Mjög góðum varnarleik beggja aðila jafnframt mikilli hörku á báða bóga. Oft var nánast um áflog að ræða og þó að leikmenn væru hvildir i samtals 21 mínútu í leiknum, var ekki nóg að gert af slökum dómurum leiks- ins, þeim Sigurði Hannessyni og Gunnari Gunnarssyni. Formaður dómaranefndar HSI, Jón Erlendsson, sagði í útvarps- þætti fyrir nokkru, að vert væri að þeir „sérfræðingar“ sem sætu á stólum blaðamanna eða væru á áhorfendapöllum leikjanna, — þeir, sem settust ætið í dómara- sæti yfir dómurum í leikjum og að þeim loknum, fengju að spreyta sig á gólfinu. Hvað sem alvöru þessara ummæla viðkemur, er óhætt að segja, að það þarf ekki alltaf sérfræðinga til þess að sjá mistök dómara. Oft er það einung- is nóg að hafa augun opin. Þannig var það t.d. í þessum leik. Þeir Sigurður og Gunnar misstu tökin á leiknum þegar í upphafi og gerðu hver mistökin af öðrum leikinn út. Verður varla sagt að þau hafi ráðið úrslitum leiksins, en átök þau, sem oft sáust í leikn- um, og bol áttu fátt eitt skylt við þá iþrótt, sem nefnist handknatt- leikur. Ef svona á að ganga stefn- ir i óefni. Staðan í leikhléi i viðureign þessari var 4:2 fyrir Fram, og mun það heyra til undantekninga að svo fá mörk séu skoruð á 30 minútum i keppni 1. deildar liða. Varnir beggja liða voru sem vegg- ur i hálfleiknum, og markvarzla þeirra Ölafs Benediktssonar í Valsmarkinu og Guðjóns Erlends- sonar í Fram-markinu oft með ágætum. Skýringarinnar á svo fáum mörkum er einnig að leita til þess hvernig liðin léku sóknar- leik sinn. Þar var hnoð inn i varnirnar allsráðandi, og mjög mikið leikið upp á miðjuna hjá báðum aðilum, þar sem oft var tekizt hraustlega á. Einkum var þetta áberandi hjá Valsliðinu, en ógnunin i leik liðsins var lítil lengst af og enginn leikmaður liðsins virtist treysta sér til þess að binda endahnútinn á sóknar- loturnar. Fram gekk hins vegar betur, þar sem liðið hafði yfir meiri skyttum að ráða. Héldu Framarar knettinum oft I lengstu lög og fóru inn í Valsvörnina til þess að krækja sér i aukaköst, þegar leiktöfin var að nálgast. 1 seinni hálfleiknum losnaði nokkuð um leikinn. Enn sem fyrr virtist Valsmönnum fyrirmunað að skora, og Fram náði fimm marka forystu þegar hálfleikur- inn var um það bil hálfnaður, 9:4, og síðan 10:5. Þá var þaó, að Olaf- ur H. Jónsson, sem meiðzt hafði í fyrri hálfleik, og lítið verið með, fór að láta til sín taka. Skoraði hann næstu fjögur mörk í röð og staðan var 10:9 fyrir Fram og skyndilega komin mikil spenna i leikinn. Fengu Valsmenn tæki- færi til þess að jafna, en misstu knöttinn til Björgvins Björgvins- sonar, sem brunaði upp völlinn. Fylgdi Jón P. Jónsson honum eft- ir og braut á honum um leið og Björgvin ætlaði að skjóta. Var brot Jóns slzt alvarlegra en gerzt hafði hjá flestum leikmönnunum lengst af í leiknum, en nú loks tóku dómararnir á sig rögg, og ráku Jón af velli í 5 mínútur og dæmdu að auki vitakast á Val. Ur því skoraði Guðmundur Sveins- son af öryggi og þar með voru úrslit leiksins ráðin. Lokamínút- urnar voru svo hrein leikleysa, enda áhugi leikmanna greinilega þorrinn. Valsmenn reyndu t.d. að leika „maður á mann“, en slíkt verður þó að teljast mjög vafa- samt, þegar lið er með einum manni færra inná. I öllum hama- gangnum varð Guðjóni Erlends- syni, Frammarkverði, það á að fara fram fyrir miðju, sem nú er bannað. Dómararnir tóku ekki eftir því, og þegar Valsmenn fundu að þessu eftir leikinn var þeim gefinn áminning. Hvort hún gildir í næsta leik, skal 'látið ósagt! Eins og málin standa nú er eng- um blöðum um það að fletta að Framliðið er sterkara en Valslið- ið, og sennilega leikur Fram betri vörn en önnur íslenzk lið, ef Ár- mannsliðið er undanskilið. Leik- mennirnir eru feiknalega dugleg- ir í vörninni og vinna þar saman sem einn maður. I sóknarleiknum gengur hins vegar verr hjá Fram. Liðið hefur þó á að skipa ágæt- um skyttum, eins og þeim Guðmundi Sveinssyni og Hannesi Leifssyni, og hefur það fram yfir mörg önnur lið að það notar breidd vallarins ágætlega. Valsliðið virðist vera í miklum molum. Ungu leikmennirnir sem nú eru að koma inn í það standa ekki undir þeim vonum sem við þá voru bundnar. Kemur þetta einkum og sér í lagi fram í sóknarleiknum. Skörð þeirra Gisla Blöndals og Bergs Guðna- sonar i Valsliðinu eru enn ófyllt. Er Ölafur H. Jónsson eini leik- maðurinn sem er verulega afger- andi, en hann er líka mjög sterk- ur og kraftmikill um þessar mundir. Leikur Vals gengur alltof mikið upp á miðjuna, og voru Framarar t.d. farnir að láta Vals- menn eiga sig i þau fáu skipti sem þeir léku vel út i hornin. Vissu að litlar líkur voru til þess að þeir gerðu tilraunir til þess að fara þar inn. Við allt þetta bætist svo að Valsmenn láta mótlætið greini- lega f ara afskaplega í taugarnar á sér, og kemur það m.a. fram í því að leikmennirnir eru harðhentari en þörf gerist. STAÐAN Staðan I 1. deild er nú þessi: Haukar 3 3 0 0 60-50 6 FH 3 3 0 0 64-59 6 Fram 3 2 10 49-42 5 Ármann 3 2 0 1 51-49 4 Vlkingur 3 10 2 50-50 2 Grótta 3 0 12 58-64 1 Valur 3 0 0 3 46-53 0 IR 3 0 0 3 54-65 0 Staðan í 2. deild er nú þessi: KA 4 4 0 0 94-71 8 Þór 2 2 0 0 52-36 4 KR 2 2 0 0 36-26 4 Þróttur 2 10 1 49-41 2 IBK 3 10 2 48-57 2 Stjarnan 2 0 0 2 38-50 0 UBK 2 0 0 2 33-49 0 Fylkir 3 0 0 3 45-65 0 Steindór Gunnarsson er þarna kominn í færi inn á linuna, en mistókst að skora. Arnar, Stefán, Sigurbergur, Pálmi, Þorbjörn Pétur og Björgvin fylgjast með.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.