Morgunblaðið - 03.12.1974, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 03.12.1974, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1974 — Ræða Matthíasar Framhald af bls. 29 Útfærsla fiskveiöilögsög- unnar í 50 mílur og samn- ingar við aörar þjóöir um réttindi innan hennar. Stefa pkkar íslendinga í fisk- veiðiréttarmálum hefur verið við það miðuð, að við teljum að strandríki verði að hafa fullkom- inn yfirráðarétt yfir öllum veið- um á landgrunnshafinu út frá ströndinni út að sanngjörnum og eðlilegum mörkum, eftir aðstæð- um á hverjum stað. Við teljum, að landgrunnsstöpullinn, sem Island stendur á, sé eðlilegt framhald af landinu sjálfu, enda er viður- kenndur réttur strandríkis til allrar hagnýtingar á þessum land- grunnsbotni. Það er skoðun okkar að alþjóð- legt samstarf um fiskveiðireglur geti ekki komið í stað stórrar fisk- veiðilandhelgi strandríkis. Reynslan hefur sýnt að slíkar reglur eru of lengi í undirbúningi og mjög erfitt að ná samkomulagi um þær. Akvörðun okkar íslend- inga um að stækka fiskveiðiland- helgina við Island út i 50 sjómilur frá grunnlínum frá 1. september 1972, var fyrst og fremst byggð á tveimur megin forsendum. I fyrsta lagi töldum við nauð- synlegt að gera ráðstafanir, til þess að koma í veg fyrir ofveiði fiskistofnanna við landið. I öðru lagi var svo um að ræða efnahagslega nauðsyn okkar. Fólkinu í landinu fjölgar. Við verðum því að afla meiri tekna, ef við ætlum að halda til jafns við aðrar þjóðir með lífskjör og efna- legt öryggi. Þegar haustið 1971 hófust samningaviðræður við aðr- ar þjóðir, sem veiðar stunda á Islandsmiðum um tímabundin réttindi innan 50 mílna mark- anna. Var þeim viðræðum stöðugt haldið áfram þrátt fyrir ófrið og árekstra á miðunum. Þessar viðræður urðu þegar til kom nokkuð árangursrikar. I ágúst 1972 var gerður samningur við landsstjórn Færeyja um rétt- indi færeyinga tíl línu og hand- færaveiða við Island og í septem- ber sama ár um togveiðar færey- inga á Islandsmiðum. I september 1972 var gengið frá samkomulagi milli Islands og Belgíu um heimild fyrir belgísk skip til takmarkaðra veiða milli 12 Og 50 milna markanna. Varþað samkomulag endurnýjað á s.l. vetri. Með orðsendingu 10. júlí 1973 var gengið frá samkomulagi milli Islands og Noregs um heimild fyr- ir norsk skip til takmarkaðra veiða innan fiskveiðilögsögu Is- lands. Loks var 13. nóvember 1973 gert bráðabirgðasamkomulag til tveggja ára milli ríkisstjórna Is- lands og Bretlands um veiðar breskra togara milli 12 og 50 milna markanna. Hinsvegar hefur ekki náðst samkomulag við vestur-þjóðverja. Ég hefi opinberlega gert samn- ingsdrög þau sem gerð voru af sendinefnd ísl. ríkistjórnarinnar við samninganefnd þjóðverja að umtalsefni og lýst afstöðu minni til þeirrar samningsgerðar og hefi þar raunar engu við að bæta öðru en því að ég tel það ávinning að þjóð sem ekki hefur viljað viður- kenna nema 12 sjómílna fiskveiði- lögsögu viðurkenni friðun langt út yfir 50 sjómílur eða allt út f 130 sjómilur. Frystitogararnir sem um er rætt í þessum samnings- drögum hefðu ekki verið innan fiskv.lögsögunnar við lok samn- ingstímabilsins því þjóðverjar höfðu skuldbundið sig til að frystitogararnir væru farnir úr núverandi fiskveiðilandhelgi 1. nóvember á næsta ári en samn- ingurinn átti að ganga úr gildi 13. sama mánaðar. Atburðir siðustu daga geta markað tímamót. Það er athyglisvert að frá því að land- helgin var færð út 1. sept. 1972 hefur landhelgisbrjótur frá þeim þjóðum sem ólöglegar veiðar hafa stundað i okkar fiskveiði- landhelgi ekki verið tek- inn og færður til hafnar fyrr en nú. Ég hefi af því miklar áhyggjur að búið er að semja við þjóðir um veiðar innan 50 mílna markanna og þar á meðal tvær þjóðir Efnahagsbandalagsland- anna belgi og breta. I samningi EBE við tsland er nefnd bókum númer 6 þar sem segir í 2. gr. að Efnahagsbandalagið áskilji sér rétt til að láta ákvæði þessarar bókunar ekki koma til fram- kvæmda, ef ekki næst viðunandi lausn fyrir aðildarríki þess og tslands á efnahagserfiðleikum, sem leiða af ráðstöfunum tslands varðandi fiskveiðiréttindi. Hefði ekki verið skynsamlegra að semja um engar veiðiheimildir við þessar tvær þjóðir ef þetta bandalag ætlar að beita okkur þeim afarkostum sem raun ber vitni? Samkvæmt bókun 6 var gert ráð fyrir að tollalækkanir á útflutn- ingi Islands til meðlimalanda Efnahagsbandalagsins ættu sér stað í fimm áföngum, þ.e.a.s. 1. júli 1973,1. janúar 1974, 1. janúar 1975, 1. jánúar 1976 og 1. janúar 1977. Miðað við þann útflutning á sjávarafurðum, sem átti sér stað til ríkja bandalagsins síðari hluta ársins 1973 hefði tollamismunur- inn orðið nálægt 20 milljónir króna, ef bókunin hefði tekið gildi og fyrir fyrstu níu mánuði þessa árs um 70 milljónir króna og hefði síðan aukist jafnt og þétt eftir því sem tollalækkunin yrði meiri allt fram til 1. janúar 1977. Framangreindar tölur sýna að sjálfsögðu aðeins þá tollalækkun yrði meiri allt fram til 1. janúar 1977. Framangreindar tölur sýna að sjálfsögðu aðeins þá tollalækkun sem orðið hefði miðað við þann útflutning, sem átti sér stað, en þeirri spurningu er ósvarað, hversu mikil aukning yrði í út- flutningi sjávarafurða til ríkja Efnahagsbandalagsins ef bókun 6 væri komin til framkvæmda. Útfærslan f 200 mílur á næsta ári Á siðasta ári setti Sjálfstæðis- flokkurinn, sem þá var í stjórnar- andstöðu, fram þá kröfu, að fisk- veiðilandhelgin yrði færð út í 200 sjómílur ekki síðar en í árslok þessa árs. Nú hafa Sjálfstæóis- flokkur og Framsóknarflokkur myndað ríkistjórn og í stefnuyfir- lýsingu hennar segir: „Ríkis- stjórnin mun fylgja fram ályktun Alþingis frá 15. íebrúar 1972 um útfærslu lándhelginnar í 50 sjó- mílur. Stefna ríkisstjórnarinnar er að færa fiskveiðilandhelgi Is- lands út í 200 sjómílur á árinu 1975 og hefja þegar raunhæfan undirbúning þeirrar útfærslu". Þótt útfærsla fiskveiðilögsögunn- ar í 200 sjómílur að ári krefjist vandlegs undirbúnings, er ljóst að hún verður raunhæf. Það er álit fulltrúa flestra þeirra þjóða, er þátt taka í hafréttarráðstef nu Sameinuðu þjóðanna, að henni muni ljúka á næsta ári og þá verði m.a. ákveðin 200 mílna efnahags- lögsaga sem alþjóðleg regla. Enn er óljóst um ýmis atriði varðandi markalínur milli landa eða eyja, sem óbyggðar eru eins og Rockall eða lítt byggðar eins og Jan Mayen. Munu þessi mál skýr- ast á framhaldsfundi hafréttar- ráðstefnunnar i Genf, sem hefst 17. mars n.k. Útfærsla fiskveiðilandhelginn- ar i 200 sjómílur verður mikill fengur fyrir okkur íslendina, þar sem mikið magn fisks, einnig fisks sem veiddur er og neytt er í dag, heldur sig utan 50 sjómilna en innan væntanlegra 200 sjó- milna marka. Utfærsla fiskveiði- lögsögunnar í 200 sjómílur er Iokamarkið í þeirri viðleitni og stefnu íslendinga, sem þegar var mörkuð með landgrunnslögunum frá 1948. Rikisstjórnin hefur þegar hafið umræður um á hvern hátt land- helgisgæslan verði efld. Fiskiskipastóllinn. Það sem af er árinu (til 15. nóvember) hafa 37 skip samtals 9.326 brl. bæst við fiskiskipastól landsmanna. Hins vegar hafa 18 skip samtals 3.692 brl. verið tekin af skipasrá. Fiskiskipum hefur því fjölgað um 19 og fiskiskipa- stóllinn stækkaó um 5.634 brl. I smíðum erlendis eru 6 skip u.þ.b. 9.090 brl. samtals en innan- land eru í smíðum 27 skip u.þb. 1.947 brl. samtals. Alls eru því I smíðum 33 skip rúmlega 11 þús. brl. samtals. Auk þessa er afhentur en óskráður Akureyrartogari, 941 brl. að stærð. Lánveitingar og rekstur Fiskveiðasjóðs. I árlok 1973 námu útistandandi lán Fiskveiðasjóðs 6.108 m. kr. og skiptast þau þannig: Skipalán 4.597 m. kr., bráðabirgðalán til innlendra skipasmíða 321 m. kr.. fasteignalán 954 m. kr., bráða- birgðalán til fasteigna 90 m. kr. og önnur lán veitt af stofnlána- deild 146 m. kr. Tekjur Fiskveiðasjóðs á árinu 1973, af útflutningsgjaldi sjávar- afurða, framlagi ríkissjóðs, fram- lagi úr gengishagnaðarsjóði og vöxtum innheimtum á árinu, námu samtals 556 m. kr., en gjaldaliðir sjóðsins, vextagreiðsl- ur, lántökugjöld og reksturskostn- aður námu 349 m. kr. Eigið fé sjóðsins jókst um 213 m. kr. á árinu og nam 1.959 m. kr. í árslok, eða 29% af niðurstöðutölum efna- hagsreiknings. Á árinu 1973 afgreiddi Fisk- veiðasjóður lán að upphæð samt. 2.249 m. kr., þar af voru 1.938 m. kr. vegna fiskiskipa. Árið áður var heildarupphæðin 1.263 m. kr., þar af vegna fiskiskipa. Hækkun afgreiddra lána samt. milli ára var því 78% en hækkun lána vegna fiskiskipa 108%. Arið 1973 voru afgreidd lán vegna fiski- skipa 86% af afgreiddum lánum Fiskveiðasjóðs, eða jafnhátt hlut- fall og árið 1971. Hins vegur var hlutfallið 74% árið 1972. Fyrir nokkru var ákvörðun tek- in um hækkun á vöxtum af lánum stofnlánasjóða. Er það vegna stór- felldrar hækkunar vaxta af lán- um þeim, sem tekin eru bæði er- lendis og innanlands. Vextir af lánum Fiskveiðasjóðs munu því hækka af þessum ástæðum. F’isk- veiðasjóður verður að hlýta því að taka ián, eins og aðrir stofnlána- sjóðir, sem eru verðtryggð, og endurlána þau með sömu kjörum. Persónulega hefði ég kosið að engin verðtryggð lán væru á fiski- skipum. Ég ætla að gefa hér yfirlit um skiptingu lána sjóðsins á árunum 1970—1973, eftir kjördæmum: Reykjavik • 35 Revkianes 63 Vesturland 38 Vestfirðir 35 Norðurland-vestra 38 Norðurland-eystra 23 Austurland 4'6 Suður'land ✓ 32 Reykjavfk 11 Reykjanes 21 Vesturland 12 Vestfirðir 11 Nopðurland-vestra 12 Norðurland-eystra 8 Staða Tryggingasjóðs fiski- skipa. Tekjur á árinu 1973 námu 665 millj. kr. Gjöldin eru ekki að fullu uppgerð, en fyrirsjáanlegt er, að þau verða nálægt 550 millj. kr., sem er nokkru lægra en áætlað var. Hin hagstæða afkoma 1973 varð til þess, að greiðslustaðan gagnvart tryggingaféiögunum batnaði, svo að í árslok 1973 hafði sjóðurinn greitt um helming iðgjalda ársins og í júní 1974 voru þau sem næst greidd aó fullu. Með þeirri breytingu, sem gerð var á útflutningsgjöldunum frá 1. sept. 1974 er talið, að tekjur sjóðs- ins af framleiðslu ársins 1974 muni verða 830 — 840 millj. kr. (hvalafurðum er sleppt). Hins vegar eru útgjöld sjóðsins vegna ársins 1974 áætluð um 880 millj. kr. Samkvæmt því er tekjuhaili 40 — 50 millj kr. Hins vegar ættu tekjurnar að nægja vel til að greiða helming gjalda 1973 og helming gjalda 1974, þannig að greiðslustaðan gagnvart trygg- ingafélögunum ætti ekki að versna. En hér kemur það til, að tekjurnar hafa komið hægt inn vegna dræmrar sölu afurðanna. Greiðslustaða sjóðsins hefur því farið heldur versnandi síðustu mánuði. Nú i nóvember notar sjóðurinn til fulls 70 millj. kr. yfirdráttarheimild í Seðlabankan- um. Virðist ekki útlit fyrir, að sjóðurinn hafi fé til venjulegrar greiðslu i desember, nema yfir- dráttarheimildin fáist hækkuð. Áætlað er, að tekjur Trygginga- sjóðs verði tæplega 1000 millj. kr. árið 1975 með þeim töxtum út- flutningsgjalda, sem nú gilda. Ekkert verður á þessu stigi sagt með neinni vissu um útgjöld sjóðsins 1975, þar sem athuganir varðandi iðgjöld skipanna eru rétt að hefjast. Þó er ljóst, að útgjöldin verða langt yfir 1000 millj. kr. Koma þar bæði til mikl- ar verðlagshækkanir og fjöldi nýrra og mjög dýrra skipa, sem komu á árinu 1974. Ég tel, að 1000 millj. kr. muni ekki nægja til að greiða helming iðgjalda 1974 og helming iðgjalda 1975, þannig að framundan virðist versnandi greiðslustaða. Framleiðsluyfirlit sjávar- afurða. Sjávarútvegsráðuneytið hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um Framleiðslueftirlit sjávarafurða, en með því eru Fiskmat rikisins og Síldarmat rikisins sameinaðar i eina stofnun. Frumvarp sama efnis var lagt fram seint á siðasta þingi en náði þá ekki fram að ganga. Gerðar voru nokkrar breytingar á því frumvarpi og er þess vænst, að það verði sam- þykkt i núverandi mynd á þessu þingi. Tel ég að þessar breytingar verði til mikilia bóta. 92 108 296 129 351 250 28 114 140 59 128 283 72 6 277 59 129 124 122 202 681 120 2 25 198 13 9 13 19 28 11 4 9 6 9 10 13 10 0 12 9 10 6 18 16 30 18 18 9 Eins og kunnugt er, var gengi islensku krónunnar breytt 29. ágúst s.l. og i framhaldi af því, voru sett bráðabirgðalög um ráð- stafanir í sjávarútvegi og um ráð- stöfun gengishagnaðar 20. september. Óþarft er að rekja efni þessara bráðabirgðalaga, en Þjóðhagsstofnunin hefur gert spá um samanburð á afkomu ein- stakra greina veiða og vinnslu miðað við júlískilyrði annars veg- ar og septemberskilyrði eftir gengisbreytingu og bráðabirgða- lögin hins vegar miðað við sömu markaðsforsendur. Þar kemur i ljós, að rekstrar- halli báta lækkar úr 460 millj. kr. við júliskilyrði í 180 millj. kr. við septemberskilyrði á ársgrund- velli. Á sama tíma iækkar rekstrar- halli togara úr 920 millj. kr. i 790 millj. kr. Veiðarnar sem heild bæta þvi rekstrarlega stöðu sina um 410 millj. kr. Við júlískilyrði var rekstrar- halli vinnslu um 360 millj. kr., en 820 millj. kr. rekstrarafgangur við septemberskilyrði. Samantekið fyrir veiðar og vinnslu þá hefur rekstrarhallinn lækkað úr 1.740 millj. kr. i 150 millj. kr. milli þessara tveggja tímabila. Þær ráðstafanir, sem gerðar hafa verið hafa bætt stöðu Stofn- fjársjóð fiskiskipa um 565 millj. kr. miðað við ársgrundvöll, tekjur Olíusjóðs verða um 1.230 millj. kr., tekjuaukning Tryggingasjóðs fiskiskipa verður um 285 millj. kr. og áætlað hefur verið, að 1.250 millj. kr. verði til ráðstöfunar úr gengishagnaðarsjóði. A þessari samkomu þarf ekki að rekja fjárhagserfiðleika sjávarút- vegsins, bæði útgerðar og fisk- vinnslu, þið þekkið þá af eigin raun. Hinsvegar var ekki vitað af hvaða stærðargráðu þessir erfið- leikar voru, og þess vegna ákvað ég I samráði við viðskiptabanka sjávarútvegsins og Seðlabanka Is- lands, að láta fram fara könnun á f járhagsstöðu útgerðar og vinnslu og hafa umræddir bankar þá könnun með höndum, eins og flestum er kunnugt. Jafnframt var þess óskað að fjárfestingar- lánastofnanir frestuðu inn- heimtuaðgerðum gagnvart fyrir- tækjum í sjávarútvegi. Þegar umræddri könnun er lok- ið og ljóst er hver staða útgerðar og fiskvinnslu er, mun Sjávarút- vegsráðuneytið hafa nána sam- vinnu við bankan um aðgerðir til að bæta greiðslustöðu sjávarút- vegsins, meðal annars með því að breyta vanskila- og lausaskuldum í föst lán til fjárra ára. Veróur leitað samstarfs við sem flestar fjárfestingalánastofnanir og aðra sem hlut eiga að máli í þessum efnum. Hér er um mikið og vandasamt starf að ræða, sem ekki nær til- ætluðum árangri nema í góðu samstarfi við Seðlabankann og vióskiptabanka sjávarútvegsins. Ég hef ástæðu til að ætla af öllum þeim viðræðum, sem átt hafa sér stað til þessa milli ráóuneytisins og bankastjóra þessara banka sé ríkjandi velvilji og skilningur á vandamálum sjávarútvegsins og úrlausn þeirra. Því miður er nú fyrirsjáanlegt að þessi könnun tekur lengri tíma en gert var ráð fyrir, og er það fyrst og fremst vegna þess að fyr- irtæki hafa ekki brugðist eins fljótt við og ætla mátti. Um s.l. helgi höfðu aðeins 222 aðilar af þeim 545, sem bankarnir skrif- uðu, eða 40,7%, skilað umbeðnum upplýsingum, og frá 30 af þessum aðilum voru þær ekki fullnægj- andi. Umræddar skýrslur eru vegna 93 vinnustöva, 209 báta og 36 skuttogara. Hafi einhverjir við- staddra ekki skilað umbeðnum upplýsingum eru þeir hvattir til að gera það sem allra fyrst. Ráðuneytið fylgist með þessari fjárhagsathugun og verður henni flýtt eins og tök eru á, en öllum hlýtur að vera ljóst, að þeir sem ekki skila umbeðnum reikningum og upplýsingum, geta ekki vænst neinnar fyrirgreiðslu. Varðandi gengishagnaðarsjóð er rétt að það komi fram, að end- anlegar ákvarðanir um ráðstöfun hans verður ekki hægt að taka fyrr en þessari könnun á fjárhag fyrirtækja I sjávarútvegi er lokið. Sjávarútvegsráðuneytið hefur beitt sér fyrir ýmsum aðgerum til að létta útgerðini róðurinn. Þann- ig hafa viðskiptabankarnir með aðstoð frá Seðlabankanum hækk- að útgerðarlán um 50% og fyrir- heit gefin um endurskoðun rekstrarlána, innborganir á ábyrgðir vegna netakaupa hafa verið lækkaður úr 25% I 10%, og skerðingarákvæði Tryggingasjóðs Framhald á bls. 47. Lánveitingar Fiskveiðasjóðs eftir kjördæmum 1970-1973 (afgreidd lán). í millj. kr. ; 197 0 ■ 1971 197 2 1973 Samtals " 310 681 1.263 2 . 249 í prósentum 1970 1971 1972 1 3 ■> 3 Samt^ls 100 100 100 100 Austurland 15 Suðurland 10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.