Morgunblaðið - 03.12.1974, Síða 3

Morgunblaðið - 03.12.1974, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1974 3 Eiður Guðnason hlaut verðlaun úr Móðurmálssjóði 1 TILEFNI af því, að á þessu ári er liðin ein öld síðan Björn Jóns- son stofnaði blaðið Isafold hefur stjórn Minningarsjóðs Björns Jónssonar — Móðurmálssjóðsins — ákveðið að veita verðlaun úr sjóðnum, en tilgangur hans er að verðlauna starfandi blaðamann er hefur að dómi sjóðstjórnar- innar undanfarin ár ritað svo Eiður Guðnason. góðan stíl og vandað íslenskt mál að sérstakrar viðurkenningar sé vert. Skal verðlaununum að jafn- aði varið til utanfarar. Að þessu sinni hefur stjórn Móðurmálssjóðsins orðið sam- mála um að veita verðlaun Eiði Guðnasyni fréttamanni hjá Sjón- varpinu. Eru honum veitt þau fyrir trausta og einarða fréttamennsku og óvenjulega skýra og vandaða meðferð íslenskrar tungu í töluðu máli. Með þessu vill sjóðstjórnin, auk þess að verðlauna blaðamann sem er vel maklegur viðurkenningar fyrir störf sín, vekja athygli á mikilvægi þess þáttar sem töluð íslenzka á i máluppeldi þjóðar- innar á öld hljóðvarps og sjón- varps. Verðlaunin eru að fjárhæð kr. 45.000.- og voru þau afhent á heimili sonarsonar Björns Jóns- sonar, Péturs Ólafssonar hag- fræðings, sunnudaginn 1. des. Aður hafa eftirtaldir blaða- menn hlotið móðurmálsverðlaun Björns Jónssonar: Karl ísfeld, (1946), Loftur Guð- mundsson, (1949), Helgi Sæ- mundsson, (1956), Bjarni Benediktsson. (1957), Matthias Johannessen, (1960), Indriði G. Þorsteinsson, (1961), Skúli Skúlason, (1965), Magnús Kjart- ansson, (1967). I stjórn Móðurmálssjóðsins eiga nú sæti: Sveinn Skorri Höskulds- son prófessor, Halldór Halldórs- son prófessor, Tómas Guðmunds- son skáld, Bjarni Guðmundsson fv. blaðafulltrúi og Pétur Ólafs- son hagfræðingur. (Ur fréttatilkynningu). Saga Eldeyjar-Hjalta komin út í 2. útgáfu SAGA Eldeyjar-Hjalta, rituð af Guðmundi G. Hagalin rithöfundi, og gefin út í tveimur bindum haustið 1939, hefur verið ófáan- leg um árabil. Nú hefur Almenna bókafélagið gefið bókina út að nýju, I tveimur bindum sem fyrr, alls um 500 bls. í allstóru broti. Það var prófessor Sigurður Nordal, sem kom því til leiðar, að bókin var rituð, og í formála, sem hann skrifaði með henni, segist honum svo frá, að náin kynni hans af Eldeyjar-Hjalta í Kaup- mannahöfn veturinn 1914—15, hafi sannfært sig um, „að þarna var efni í ævisögu, sem mátti ekki gleymast.“ En árin liðu og það var ekki fyrr en Hagalín hafði skrifað Virka daga eftir frásögn Sæmundar skipstjóra, að Sigurð- ur þóttist sjá, „að þarna var mað- urinn, sem gat skrifað ævisögu Hjalta.“ Og lesendur virðast hafa verið sama sinnis þvi að fáar bæk- ur munu hafa verið meira keypt- ar á sínum tíma eða verið lesnar af meiri áhuga. Það var heima hjá Sigurði Nor- dal, að þeir Hjalti og Guðmundur hittust í fyrsta sinn og mun hann ekki hafa iðrast þess að hafa leitt þá saman. En i formála sínum að bókinni kemst Sigurður Nordal m.a. svo að orði: „Það þarf ekki að bera lof á þessa bók fyrir þá, sem hafa hana í höndum. Hún hefur það meðal annars sér til ágætis að vera svo skemmtileg, að engin mun geta stillt sig um að lesa hana spjaldanna milli, sem ein- hvers staðar hefur gripið ofan i hana. Og hún mun ekki heldur bregðast þeim, sem vilja lesa Framhald á bls. 47. Guðmundur G. Hagalfn. Fráopnun minningar- herbergja Jóns Sigurðs- sonar íKaup- mannahöfn siðastliðinn sunnudag Frá opnun minningarherbergja Jóns Sigurðssonar (talið frá vinstri): Friðjón Sigurðsson, skrifstofustjóri Alþingis, Ásgeir Bjarnason, forseti sameinaðs Alþingis, Ingvar Gislason, forseti neðri deildar, Þorvaldur Garðar Kristjánsson, forseti efri deildar, Ólöf Pálsdóttir sendiherrafrú og Sigurður Bjarnason sendiherra. Minning hans lifir meðan aldir renna Kaupmannahöfn, 1. des. — frá fréttaritara Mbi. MINNINGARHERBERGI Jóns Sigurðssonar f husi íslands að Östervoldgade 12 í Kaupmannahöfn eru nú fullbúin og voru opnuð við hátíðlega athöfn 1. desember að viðstöddum forsetum Alþingis og hundrað gestum, íslenzk- um og dönskum. Sigurður Bjarnason sendiherra, formaður hús- stjórnar, bauð gesti vel- komna með stuttri ræðu, en síðan töluðu Ásgeir Bjarnason, forseti sam- einaðs Alþingis og Lúðvíks Kristjánsson rithöfundur. Síðan skoðuðu gestir minningarherbergin og bornar voru fram veitingar í boði alþingisforseta. Sigurður Bjarnason komst m.a. að orði á þessa leið, er hann bauð gesti velkomna: „Fyrir hönd stjórnar húss Jóns Sigurðssonar leyfi ég mér að bjóða ykkur vel- komna hingað á þessum merka degi. Sérstaklega fagna ég komu forseta Alþingis og skrifstofu- stjóra, sem hingað eru komnir af gleðilegu tilefni. Um fjögur ár eru nú liðin siðan húsið var tekið i notkun. Hefur það orðið Ís- lendingum í Kaupmannahöfn og þjóðinni í heild til gagns og sóma. Félagsheimilið, fræðimannsibúð og prestbústaður hafa frá upphafi gegnt mikilvægu hlutverki, hvert á sinn hátt. Lengstan tíma hefur tekið að koma minningarherbergj- lim forsetans i gagnið. Þó hefur hluti þeirra verið notaður fyrir bókasafn Ísiendingafélaganna, sem nú eru í um 2.600 bindi. En nú er sá stóri dagur upp runninn, er segja má, að marki timamót 1 sögu hússins. Minn- ingarherbergi Jóns Sigurðssonar verða i dag opnuð þannig búin, að vænta má, að þau verði í senn minningu okkar mikla leiðtoga til sóma og þjóð hans til fróðleiks og fagnaðar. Þessi atburður mun ekki aðeins gleðja íslendinga i Kaupmanna- höfn heldur alla landsmenn, er minnast með heitri þökk óeigin- gjarnrar baráttu frelsishetju sinnar. Ég þakka Alþingi fyrrverandi og núverandi stuðning við hús Jóns Sigurðssonar og nú siðast við upp- byggingu minningarherbergja hans. Ég þakka þeim Lúðvik Kristjánssyni, rithöfundi, og Stein- þóri Sigurðssyni, listmálara, fyrir þeirra mikla söfnunar- og upp- byggingarstarf. Siðast en ekki sizt þakka ég á ný Carli Sæmundssyni og konu hans, sem gáfu islenzku þjóðinni þetta sögurika hús. Ég leyfi mér einnig að bjóða okkar dönsku gesti hingað hjartanlega velkomna. Það er stjórn hússins mikið gleðiefni, að náin og góð samvinna hefur tekizt við dönsk- Fslensku félögin og þjóðina um notkun hússins. Þannig hlaut það einnig að vera. Menningarhús Ís- lands i Kaupmannahöfn hafði m.a. það hiutverk að stuðla að stöðugt nánari samvinnu milli íslendinga og Dana, ekki sizt á sviði menn- ingarmála. i þessu sambandi vil ég ekki láta hjá liða að þakka danska menntamálaráðuneytinu, sem veitt hefur okkur margvislega að- stoð og sýnt okkur skilning Þá þökk vil ég biðja Egon Drostby, skrifstofustjóra. að flytja ráðu- neyti sinu. Sjálfur hefur hann stutt okkur með ráðum og dáð. Að lokum leyfi ég mér að óska ykkur öllum til hamingju með þennan mikilvæga atburð, sem gerist f dag i húsi Jóns Sigurðs- sonar. Megi minning hans og for- dæmi lifa F hugum íslenzkra manna meðan aldir renna." Ásgeir Bjarnason, forseti sam- einaðs Alþingis, minntist i ítarlegri ræðu hins mikla starfs Jóns Sig- urðssonar F þágu fslenzku þjóðar- innar. Þakkaði hann stjórn húss- ins og þeim Lúðvik Kristjánssyni og Steinþóri Sigurðssyni fyrir mikið og gott starf og lýsti minn- ingarherbergin opnuð. Lúðvík Kristjánsson lýsti húsa- kynnum i minningarherbergj- unum. Þar eru rúmlega 500 myndir af Jóni Sigurðssyni og frú Ingibjörgu konu hans, samstarfs- mönnum Jóns Sigurðssonar á Alþingi og viðs vegar um land og einnig hér i Kaupmannahöfn. Rúmlega 160 bækur eftir forset- ann, um hann og bækur, sem hann hefur verið viðriðinn og hefur gefið út. Sjálfvirk sýningar- vél er sýnir um 70 myndir vfðs vegar frá íslandi er f einu minn- ingarherbergjanna. íslenzkur texti fylgir hverri mynd. Likan er af Hrafnseyri, fæðingarstað forset- ans, F einu minningarherberginu. Athöfnin fór mjög vel fram og þótti mjög vel hafa tekizt til með útbúnað i minningarherbergj- unum. Minningarherbergin verða opin almenningi, jslendingum og öðrum nú þegar og sennilega á hverjum degi á næsta sumri, er ferðamannastraumurinn frá ls- landi nær hámarki. Meðal danskra gesta við athöfn- ina voru auk Egon Drostby, skrif- stofustjóra i kennslumálaráðu- neytinu, þeir Frantz Wendt, fram- kvæmdastjóri Norðurlandaráðs, prófessor Noe Nygaard, formaður sjóðsins til styrktar samvinnu Dana og íslendinga og Bent A. Koch ritstjóri. Einnig var við athöfnina frú Tove Bull, sem er dóttir Carls Sæmundssonar. Dönsku gestirnir fóru lofsam- legum orðum um það starf, sem hefur verið unnið, og létu i Ijós ósk um að danskur texti fylgdi myndum þeim, sem hin sjálfvirka sýningarvél sýnir. Kanaríeyjar GAMBIU FERÐIR Brottför: 30. nóv. 14. des. (jólaferð) 28. des. (nýársferð) 8. febr. 22 febr. 8. marz. 22. maí (páskaferð) Vikuferðirtil Kaupmannah.: 31. jan. ,,Exh Buiiding Products'' 14. feb. „Scandinavia Men s Wear Fair'' 3. mars „Shoe Fair Exh." „International boat show" 14. mars ,,19th Scandinavian Fashion Week '75" Flug, gisting og morgunverður 29 500 kr Des.: 6 Jan.: 1 7. og 31. Febr.: 14 28 Marz: 14 April: 4 18 VERÐ INGRAM ( 2ja m herb kr 20 800 í 1 m herb kr 21 600 LONDON Ódýrar viku ferðir! Desember 1.8. og 15. Janúar: 11. 1 8 og 25 Febrúar: 18 1 5 og 22 Marz: 1 8 1 6. og 22 Apríl: 5 12 1 9 og 26 VERÐ REGENT PALACE i 2ja m herb kr. 24 200 I 1 m herb kr 27.100 CUMBERLAND i 2ja m herb kr 28 900 i 1 m. herb kr. 31.800 Brottför: 12. des 1 5 des. 19. des. 26 des. 2 jan 9. jan, 1 6 jan 23 jan 6 feb 13. feb 27. feb 6 marz 20. marz 27. marz 1 7. mai 1. maí 2 vikur 1 9 dagar, aukaferð 3 vikur 3 vikur 2 vikur, aukaferð. 2 víkur 4 vikur 2 vikur 3 vikur 3 vikur 3 vikur 3 vikur 2 vikur 3 vikur 2 vikur 3 vikur Brottför 21. des. (jólaferð) 28. des. (nýarsferð) 25. janúar 22. febrúar 22. tnars (páskaferð) KENYA 1 7 dagar viku Safari. Vika við Indlandshaf 2 dagar í Nairobi Fyrsta flokks aðbúnaður. Ferðaskrifstofan til Austurríkis 1 7 dg Brottför 28 des., 1 mars. AMERICAN EXPRESS EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI TJÆREBORG EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI Austurstræti 1 7. Símar26611 og 20100

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.