Morgunblaðið - 03.12.1974, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1974
Minning —
Dr. Páll tsólfsson var fæddur I
Símonarhúsum á Stokkseyri 12.
október 1893. Foreldrar hans
voru Isólfur Pálsson, organleikari
þar og tónskáld, sfðar f Reykja-
vfk, og kona hans, Þurfður
Bjarnadóttir. Páll ólst upp með
foreldrum sfnum á Stokkseyri til
fimmtán ára aldurs, en fór þá til
Reykjavíkur og dvaldist þar
nokkur næstu ár með föðurbróð-
ur sfnum, Jórti Pálssyni banka-
féhirði, og konu hans, önnu S.
Adólfsdóttur. Voru þau honum
sem aðrir forefdrar. Á þessum
árum naut hann tilsagnar hjá Sig-
fúsi Einarssyni, tónskáldi og
dómorganista.
Árið 1913 fór Páll utan með
tilstyrk Jóns frænda sfns og frú
Önnu, og næstu fimm ár var hann
nemandi við Konunglega tón-
listarskólann f Leipzig. Kennari
hans f organleik, sem var aðal-
námsgrein hans, var dr. Karl
Straube, kantor við Tómasar-
kirkjuna, þar sem Joh. Seb. Bach
hafði fyrr setið orgelbekkinn, og
á árunum 1917—19 var Páll að-
stoðarmaður og staðgengill dr.
Straube í starfi hans þar. Einnig
naut Páll f Leipzig kennslu hjá
Robert Teichmuller í píanóleik
og hjá Hans Grisch f tónfræði, og
meðal annarra kennara hans var
Max Reger, eitt gáfaðasta tón-
skáld sfns tfma. Síðar (1924—25)
var Páll við framhaldsnám f París
hjá hinum fræga organsnillingi
Joseph BonneL
Um það leyti sem Páll lauk
námi f Leipzig stóðu honum ýms-
ar leiðir opnar erlendis, og um
þetta leyti og á næstu árum hélt
hann marga tónleika á ýmsum
stöðum, einkum f Þýzkalandi og
Danmörku, og hlaut óskoraða við-
urkenningu fyrir list sfna. En
hugur hans stóð jafnan heim til
Islands, og hingað fluttist hann
1921. Eina fasta tónlistarstarfið,
sem þá stóð til boða hér, var
stjórn Lúðrasveitar Reykjavfkur,
og hafði hann það á hendi næstu
12 ár.
Alþingishátíðarárið 1930 mark-
aði þáttaskil f sögu íslenzkrar tón-
listar. t sambandi við hátfðina var
efnt til samkeppni um hátfðar-
Ijóð og tónverk. Verðlaunin unnu
þeir Davíð Stefánsson frá Fagra-
skógi og Páll lsólfsson. Tónlistar-
skólinn f Reykjavfk var stofnaður
á þessu ári. Varð Páll fyrsti skóla-
stjóri hans og gegndi því starfi til
1957. Rikisútvarpið tók einnig til
starfa 1930. Páll átti sæti f hinu
fyrsta útvarpsráði og var sfðan
tónlistarráðunautur og tónlistar-
stjóri útvarpsins að mestu óslitið
til ársins 1959. Með störfum sin-
um í þágu þessara stofnana vann
Páll ómetanlegt starf að uppbygg-
ingu tónlistarlífs f landinu. Um
skeið kenndi hann organleik við
Háskólann, og tónlistargagnrýni
ritaði hann f Morgunblaðið um
margra ára skeið. Hann kom
mjög oft fram á tónleikum, bæði
sem organleikari, píanóleikari,
söngstjóri og hljómsveitarstjóri,
og stjórnaði m.a. flutningi fyrstu
óratóríunnar f Reykjavfk, en það
var „Sköpunin" eftir Haydn, sem
flutt var á vegum Tónlistarfélags-
ins.
Þá er enn ótalið það starf, sem
honum munhafaverið hugleikn
ast allra, sem hann hafði á hendi,
en það var organistastarfið, fyrst
við Fríkirkjuna í Reykjavík
1926—39 og sfðan við Dómkirkj-
una 1939—1968. Margar tónleika-
ferðir fór hann til útlanda, m.a.
til Norðurlanda, Þýzkalands, Eng-
lands, Bandaríkjanna, Kanada og
Sovétríkjanna. Hljómplötur með
organleik hans hafa gert nafn
hans kunnugt víða og hlotið mik-
ið lof erlendra listdómenda.
Hann var af ýmsum talinn einn af
allrafremstu organsnillingum
þessarar aldar.
Meðal tónverka Páls Isólfsson-
ar má nefna Alþingishátfðar-
kantötuna 1930, tvær Háskóla-
kantötur og Skálholtskantötu
1956, Chaconnu (um stef úr Þor-
lákstfðum) og Passacagliu í f-
moll, bæði verkin frumsamin fyr-
ir orgel, en síðar einnig útsett
fyrir hljómsveit, tónlist við
„Gullna hliðið" eftir Davfð
Stefánsson og nokkur fleiri leik-
rit, auk smærri verka fyrir hljóm-
sveit, kórsöng, einsöng, orgel og
pfanó. Meðal pfanóverkanna eru
Tilbrigði um stef eftir föður tón-
skáldsins, Isólf Pálsson.
Páll tsólfsson var kjörinn
heiðursdoktor við Óslóarháskóla
1945 og félagi kgl. sænsku Tón-
listarakadertiíunnar 1956. Hann
var sæmdur mörgum innfendum
og.erlendum heiðursmerkjum.
Dr. Páll tsólfsson var tvfkvænt-
ur. Fyrri -kona hans, frú Kristfn
Norðmann, lézt 1944. Börn þeirra
eru Jón deildarstjóri hjá Flug-
leiðum, kvæntur Jóhönnu Ólafs-
dóttur, Einar skólastjóri, kvænt-
ur Birgitte Jónsdóttur Laxdal, og
Þurfður óperusöngvari, gift Erni
Guðmundssyni viðskiptafræðingi.
Sfðari kona Páls er frú Sigrún
Eirfksdóttir. Dóttir þeirra er
Anna Sigríður, gift Hans
Kristjáni Arnasyni.
Dr. Páll lézt f Borgarspftalan-
um f Reykjavík 23. nóvember sl.
eftir langa og þunga vanheilsu.
Minningar sínar frá viðburða-
rfkri ævi hefur dr. Páll rifjað upp
í viðtalsbókunum „Hundaþúfan
og hafið“ og „1 dag skein sól“,
sem Matthías Johannessen færði f
letur (Bókfellsútgáfan, Rvfk,
1961 og 1964). Ennfremur kom út
á sjötugsafmæli hans dálftið rit
um ævi hans og störf, ásamt tón-
verkaskrá, sem Jón Þórarinsson
tók saman (Helgafell — Ragnar
Jónsson, Rvík, 1963).
Skammt gerist nú milli stórra
höggva í röðum elztu starfsmanna
útvarpsins. Páll Isólfsson er
borinn til moldar f dag 81 árs að
aldri. Hann var einn af- brautryðj-
endum Ríkisútvarpsins, einn
þeirra þriggja manna, sem skip-
uðu fyrsta útvarpsráðið 1929 og
tónlistarstjóri útvarpsins i nær-
fellt þrjá áratugi. Utvarpinu
veitti hann beint og óbeint mik-
inn hluta sfns mikla starfs bæði
sem organleikari og tónskáld,
listamaður af guðs náð. Mér
finnst nú eftir á, að hann hafi
verið að halda þessari þjóð sífelld-
ar veizlur og hátiðir alla þá stund,
sem heilsa hansentist. Einkennis-
orð hans eru augljós: Sursum
corda, upp hjörtu! List hans lyfti
okkur hversdagsmönnum í háar
hæðir ofar stund og stað, hvort
heldur hann sat við dómkirkju-
orgelið, stjórnaði þjóðkórnum eða
samdi tónverk fyrir þjóð sina.
Persónutöfrar hans voru slíkir, að
þeir gleymast aldrei, bros hans,
hlátur og fyndni gat brætt kaldan
klaka. Fólk, alls konar fólk, var
unaður hans og ástríða, umgengni
við aðra var honumlifsnautnenda
þótti bekkur vart fullsetinn, ef
hann vantaði. Sem betur fór var
skammt á milli Dómkirkjunnar og
Landssímahússins, en deginum
skipti hann lengstum milli þess-
ara staða. Oft fannst okkur í út-
varpinu dagurinn dapur, unz Páll
birtist. Honum var lagið að
bregða birtu yfir drungalegt um-
hverfi. Jafnvel leiðinlegir fundir
urðu að skemmtisamkomu, þegar
hann gaf þeim ofurlítinn skammt
af sínum yndislega humor, og
alltaf var af nógu að taka. Páll var
ætíð hlýr og hjartahreinn. Hann
skemmti án þess að meiða. Bak
við glettni hans bjó djúp alvara og
viðkvæmni. Hann mátti ekkert
aumt sjá.
Fornvinir Páls og samstarfs-
menn í útvarpinu blessa minn-
ingu hans. Tónarnir hans lifa, en
hann leiðir nú ekki lengur hátíðir
inn á heimili fólksins í landinu
eins og forðum til að lyfta hjört-
um þess. Gáski hans og gamanmál
er minning ljúf og góð. Veizlunni
miklu, sem hann hélt samtið
sinni, er lokið. Vel sé þeim, sem
veitti. Megi sál hans laugast í
tónaflóði himins hásala.
Konu Páls, frú Sigrúnu, sem
var hans hægri hönd, börnum
hans og öðrum ástvinum bið eg
alirar blessunar.
Andrés Björnsson.
Dr. Páll ísólfsson
■ . . sáuð þið hana systur mína þjóðinni jafn heilladrjúgt og
. . . við lítinn vog í litlum bæ . . . þessi þjóðarsöngur. Enda varð
og margt fleira. Páll ástsæll af meðal alþjóðar, og
1 tónlistinni var Bach hans alfa vottuðu margir honum þakklæti
og ómega. En um leið var Páll sitt. Einn merkisbóndi í Eyjafirði
alltaf forvitinn um nýjungar i sagði við mig fyrir nokkrum
tónlist, hann vildi skilja þær og árum: „Ein hin mesta ánægja,
fylgjast með. Tilraunir í tónlist sem útvarpið hefir veitt mér, var
tuttugustu aldar voru ekki hans að fá að taka undir með Páli á
hjartans mái, og hann kannski stríðsárunum. Það fylgdi því svo
ekki sáttur við þær allar. En við mikil uppörvun."
okkur, svokallaða yngri menn, Ef 'hér ætti að meta störf dr.
ræddi hann málin af mikilli-víð- Páls ísólfssonar i þágu tónlistar-
sýni, óvanalegu fordómaleysi og innar almennt í þessu Iandi, sem
yfirgripsmikilli þekkingu á sam- orgelmeistara, tónskálds, frum-
hengi tónlistarþróunar í aldanna kvöðuls og brautryðjanda, yrði
rás, það allt of langt mál, enda samof-
Páll var f fjölda ára heiðursfor- ið listasögu landsins í heild þau
seti Tónskáldafélags tslands. Að fimmtíu ár, sem starfstíð hans
leiðarlokum þakka fslensk tón- spannar. Sú tíð var með afbrigð-
skáld honum störf hans og afrek, um frjósöm í andlegum skilningi.
og við vottum ekkju hans, frú Er við nú sjáum á bak honum, inn
Sigrúnu, og aðstandendum inni- I dánarheima, horfum við einnig
lega samúð. eftir þeirri tíð, sem kalla mætti
Atli Heimir Sveinsson. „voröld“ íslenzkrar listmenning-
ar, tið, er ól flesta af okkar ágæt-
ustu listamönnum til pentifs og
meitils sem og til tónsköpunar,
(Flutt í ríkisútvarpið sunnu- menn eins og Ásgrím, Kjarval,
daginn 24. þ.m.). Jón Stefánsson, Einar Jónsson og
„Allt hefir sinn ákvarðaðan Pál Isólfsson.
tíma,“ segir Predikarinn : „að Sú list, sem þessi blómaöld ól af
sér er nú löngu viðurkennd og
þjóðinni í merg og bein runnin.
Það var tíð gróðursetningar og
grósku, sem nú er upp skorin.
Hirðir nú ný kynslóð um þann
garð, er hinir eldri menn gróður-
settu. Sumt er geymt, öðru er
fleygt, tími umbrota og endur-
skoðunar er uppi. Enginn gleymir
samt görpunum gömlu þótt liðin
sé þeirra tíð. Allir dagar eiga sér
enda og heimur hvers manns lið-
ur undir lok og hverfur með hon-
um. En eitthvað lifir: andinn,
tónninn eftir hvern titrandi
streng. Og minningin, orðstirinn,
vakir i timanum. En hvað er þá
tíminn? Liður hann ekki eins og
allt, sem „tímans er“? „Tíminn er
kyrr. Hann ieitar með logandi
ljósi og litast um eftir einhverju,
sem ekki vill deyja“, segir Einar,
skáld, Benediktsson. Listin — hin
háleita list — vill lifa. Hún er
ákall til hins eilifa og þvi ódauð-
leg sem slík. Þegar tónverkið ekki
hljómar, býr það i þögninni, lifir
þar, þar til það er endurvakið.
Allt heldur áfram að vera, sem
orðið er. Minningin um Pál Isólfs-
son mun lifa; Ijósið, sem hann
lýsti okkur með, samferðamönn-
um sínum bæði í list sinni og með
fordæmi sínu, mun enn varpa
birtu yfir ófarinn veg, þótt hann
sé sjálfur horfinn af sjónarsvið-
inu, líkt og stjarnan, sem skín um
ótaldar aldir eftir að hún er
fæðast hefir sinn tima og að deyja slokknuð.
hefir sinn tima. Tími er til að Árni Kristjánsson
gróðursetja og timi til að skera
upp það, sem gróðursett var, tími
er til að geyma og tími til að
fleygja, að hlæja hefir sinn tíma
og að gráta hefir og sinn tíma.“ Með Páli Isólfssyni er horfinn
I dag grætur mikinn mög, syrg- sjónum okkar einn sérstæðasti
ir þjóðin einn sinn nafnkunnasta persónuleiki, sem Island hefur
og bezta son, dr. Pál ísólfsson átt. Hann var ekki aðeins framúr-
organleikara ogtónskáld, sem um skarandi tónlistarmaður og braut-
langan aldur var sómi hennar og ryðjandi þeirrar listar hér á landi,
helztur söngmeistari. Hann dó á heldur hafði hann þegið í vöggu-
Borgarspítalanum laugardaginn gjöf marga aðra hæfileika, sem
23. nóvember eftir langan sjúk- síðar komu í ljós.
dómsferil, 81 árs að aldri. Ég kynntist honum fyrst á
Fáir menn munu á sinni tíð æskuheimili minu, þar sem hann
hafa átt jafnmikil ítök i þjóð sinni var tiður gestur og mikill vinur
og Páll Isólfsson. Hann var dáður, móður minnar. Síðar meir sem
virtur og elskaður af þorra lands- uppalanda við Tónlistarskólann.
manna meðan hann var í blóma Þar á eftir sem margra ára sam-
lífsins sem sá, er ætíó gat miðlað herja í starfi og vini i lífsins gleði
mönnum af nægtabrunni sínum. og harmi. En það, sem mér fannst
Allir áttu i honum hauk í horni, mest til hans koma, var gleðin,
hvort heldur var i sorg eða gleði. hin mikla lífsgleði og manngæska
Lægi vel á þjóðinni samdi hann sem í honum bjó. Það var sem
fyrir hana lofsöngva, kantötur og ljósin tendruðust þar sem hann
kórverk og stjórnaði söng hennar fór. Hann naut þess að vera i
á hátiðarstundum; væri hún hins- mannfagnaði, enda var hann svo
vegar í vanda stödd, eins og t.d. á vel kostum búinn, að enginn stóð
striðsárunum síðustu, kvaddi honum á sporði i frásagnarlist, og
hann saman þjóðkórinn til að fólk hópaðist að honum til að
syngja áræði ogþoríþjóðina,gera njóta hinna frábæru hæfileika
hana samradda og samróma. öll hans.
þjóðin tók undir með honum er Ég tel mig lánsaman að hafa átt
söngurinn barst — á „öldum Pál að vini, hann var stórbrotinn
ljósvakans" eins og sagt var, þ.e. í og innblásinn listamaður og gagn-
gegnum útvarpið, þar sem hann merkur andans maður, sem alltaf
stýrði tónlistinni — og bjó lengi var reiðubúinn að miðla öðrum af
að þvi. Líklega hefir fátt eða ekk- sinni miklu þekkingu og list.
ert af því efni, sem útvarpið hefir Hann sá drauma sína rætast. Tón-
miðlað hlustendum sínum orðið listarskólinn í Reykjavik, þar sem
burða organsnillingur, hann var
einnig frábær kennari og mikill
uppfræðari, liðtækur píanóleik-
ari, kór- og hljómsveitarstjóri og
skipuleggjari. I stuttu máli: drif-
fjöður í öllum tónlistarmálum.
Mér eru minnisstæðir tónleikar
sem hann hélt, fyrir mörgum
árum, fyrir okkur krakkana i
Menntaskólanum. Það komu mjög
fáir. En efnisskráin var mjög
vönduð, og Páll flutti verkin eins
og hann væri að leika fyrir tign-
asta fólk heimsins, í frægasta
hljómleikasal veraldarinnar. Ég
man enn hvað hann sagði á eftir:
það eru ekki alltaf bestu tónleik-
arnir sem eru fjölsóttastir, það er
stundum best að spila fyrir fáa.
Hvað skyldi Páll hafa haldið
marga slíka tónleika?
Ég held að þau mörgu störf sem
hlóðUst á Pál hafi gert það að
verkum, að hann lagði ekki rækt
við tónsmfðagáfu sína sem skyldi.
En á því sviði bjó hann yfir
miklum hæfileikum og sjald-
gæfum: hann hafði frábæra lag-
línugáfu. Þessi gáfa, — að semja
„góða“ laglínu, — er kannski sú
mikilvægasta í tónlistinni, þótt
hún sé oft vanmetin af þeim sem
berja saman tónlist meir af vilja
en mætti. Það eru engar reglur til
um hvernig „góðar" melódfur
eiga að vera. Sumar eru góðar,
aðrar ekki, — það er allt og sumt.
Samt er ótrúlegt hvað Páll af-
kastaði miklu. Mér þykir vænst
um þau lög hans, sem bera svip
þjóðvísunnar: hrosshár í strengj-
um . . . ég beið þín lengi lengi
Kveðja frá Tónskáldafélagi ís-
lands.
Það er óþarfi að skýra frá ævi-
ferli Páls Isólfssonar, eða tfunda
störf hans í þágu íslenskrar tón-
listar. Svo kunn voru þau þjóð-
inni og henni hjartfólgin.
Og það er ógerlegt að lýsa f
orðum þeim tilfinningum, sem
bærast í brjóstum okkar, núna
þegar Páll er allur.
Thomas Mann dregur upp
ógleymanlega mynd af organista í
þýskum-smábæ, í skáldsögu sinni
Doktor Faústus. Hann nefnist
Wendell Kretschmar og kann allt
sem að tónlist lýtur, — er afburða
organleikari, kennari, fræði-
maður og tónskáld. Það er þessi
manngerð, sem hefur verið
burðarásinn í þýsku tónlistarlífi í
fjögur hundruð ár. Þeir menn
voru óþreytandi að miðla öðrum
af nægtabrunni tónlistarinnar,
stundum fyrir daufum eyrum, en
þó ekki alltaf. Mér fannst Páll að
mörgu leyti þessi manngerð, þó
gjörólíkur væri persónu Thomas-
ar Manns. Páll var hinn þýski
kantor, enda menntaður í þeim
skóla.
Páll var ekki eingöngu af-