Morgunblaðið - 03.12.1974, Síða 38

Morgunblaðið - 03.12.1974, Síða 38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1974 38 Vilborg Sigurðar- dóttir - Minningarorð Fædd 21. apríl 1926. Dáin 22. nóvember 1974. Er mér barst andlátsfregn Lillu vinkonu minnar, varð ég mjög hrygg, en þó létti mér, því sjúkra- stríð hennar var búið að vera langt og erfitt. Þó er það svo, að í gegnum veikindi hennar kynntist ég henni raunverulega bezt. Hún var hetja í sínum véikindum, allt- af hress og kát, er ég kom til hennar, þó sárþjáð væri, og aldrei heyrði ég hana æðrast, og ekki gat ég fundið, að ég væri að heim- sækja helsjúka konu, sem örugg- lega vissi hvert stefndi. Ung að árum giftist hún Gunn- laugi Björnssyni, og eignuðust þau sex mannvænlega syni. Þau slitu síðar samvistum. Hugur drengjanna stefndi til sjávar, og eru þrír útskrifaðir úr Stýrimannaskóla Islands með far- mannapróf og tveir aðrir stunda einnig sjóinn, og einn er renni- smiður. Alit dugmiklir piltar. Það er ekkert undrunarefni, þó að drengirnir hafi sótt sjóinn og hugur þeirra stefnt þangað, því faðir hennar var mikilsmetinn togaraskipstjóri, Sigurður Sigurðsson, sem oft var kenndur við „Geir“. Vilborg fæddist í Reykjavík, 21. apríi 1926 og var því aðeins 48 ára, er hún lézt. Foreldrar hennar voru sæmdarhjónin Ágústa Jóns- dóttir og Sigurður Sigurðsson skipstjóri. Hún átti þvi láni að fagna að alast upp hjá góðum og ástríkum foreldrum i stórum systkinahóp. Á þessu fyrirmyndarheimili ríkti Agústa móðir hennar í fjarveru bónda sína, alveg sérstök kona, svo ljúf og létt i lund, en þó stjórnsöm, og þaðan hlaut Lilla sitt veganesti, að kunna að takast á við lífið, án þess að bugast og halda ávallt sinni léttu lund, þó stundum blési á móti. Okkar kynni hófust í bernsku hennar, hún var sérstakur per- sónuleiki, glæsileg, síkát og þrek- mikil, en að sama skapi voru ör- lögin henni ekki hliðholl, því hún þurfti að ganga í gegnum margt á sinni stuttu ævi. Milli Lillu og móður hennar var alla tið mjög náið samband, og var t Utför mannsins míns, ÞORVALDAR R. HELGASONAR. skósmíðameistara. fer fram frá Dómkirkjunni, miðvikudaginn 4. des. kl. 1.30. Blóm vinsamlega afbeðin. Þeim, sem vildu minnast hans er bent á líknar- stofnanir. Fyrir hönd vandamanna. Kristin Súsanna Elíasdóttir. t Maðurinn minn, ÁGÚSTHÖSKULDSSON, byggingaf ræðingur, lést í Borgarspítalanum aðfaranótt laugardags Auður Hafsteinsdóttir og börn. Eiginkona mfn, móðir okkar, tengdamóðir og amma. ANNA E. VIGNIR, Samtúni 40. andaðist i Borgarspítalanum 30. nóvember. Sigurhans E. Vignir, IrisVignir, Guðmundur Hannesson, Ragnar Vignir, Hafdfs Vignir, og barnabörn. Móðir mín, andaðist að kvöldi 1 + DAGNÝ JÚLÍUSDÓTTIR, des. Helga Þorsteins. Bróðir minn, EMIL JÓNSSON, frá Borgarfirði eystra, andaðist á Landspítalanum 1. desember. Svava Jónsdóttir. Eiginmaður minn og faðir okkar, KARLGUOMUNDSSON forstjóri, Fífuhvammsvegi 27, Kópavogi, andaðist föstudaginn 29 nóvember Fyrir hönd aðstandenda, Arndis Jónsdóttir, Aðalheiður Karlsdóttir, Helga Karlsdóttir. Þórður Bjarnason prentari — Minning hún henni sú stoð og stytta í líf- inu, sem aldrei brást, þó aldrei hafi eins mikið á það reynt og i hinum löngu veikindum hennar. Að endingu langar mig að þakka Lillu fyrir öll okkar kynni, og síðast en ekki sizt fyrir reynslu þá og lærdóm, sem ég hlaut við sjúkrabeð hennar. Ég og fjölskylda mín sendum innilegar samúðarkveðjur til móður hennar, sona, systkina og annarra aðstandenda. K.S. Þann 6. nóvember andaðist að heimili sínu Þórður Bjarnason prentari. Það var hægt yfir and- láti hans eins og yfir öilu lífi hans, sem einkenndist af dagfars- prúðri hæversku og var hann ávallt léttur í skapi. Þórður var fæddur 5. júlí 1886 að Skógtjörn á Álftanesi, sonur Bjarna Þórðar- sonar bónda þar og konu hans Guðbjargar Sigurðardóttur. Þórður hóf prentnám á Bessa- stöðum 1902. 1911 fór Þórður til Winnipeg og hóf störf við prent- verk hjá Ölafi Þorgeirssyni og vann hjá honum þar til fyrri heimsstyrjöldin hófst, þá fór hann til fiskveiða á Winnipeg- vatni og var þar í 1 ár. Þaðan fór hann til Wynyard og vann við prentverk hjá Borga Bjarnasyni í um það bil 3 mánuði en þá var honum boóin vinna sem vélsetjari hjá Lögbergi. Þar vann hann til 1919 að hann hélt heim aftur. Eftir heimkomuna vann hann sem vélsetjari hjá Isafoldarprent- smiðju og síðar í Herbertsprenti. Þórður tók mikinn þátt í félags- starfsemi og ver m.a. gjaldkeri H.l.P og ritari sjúkrasamlags þeirra. Útför, + ÞÓRÐAR BJORNSSONAR skipstjóra frá Norðfirði verður gerð frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 4. desember kl. 3 e.h. Va ndamenn. t Faðir okkar, STEFÁN GUÐNASON, Bergstaðastræti 1 7, lézt í Borgarspítalanum aðfaranótt 2. desember. Börnin. t Kveðjuathöfn um móðurokkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞURÍÐI PÁLSDÓTTUR, Herjólfsstöðum, Álftaveri, sem andaðist 29. nóvember, fer fram í Fossvogskirkju miðvikudaginn 4 desember kl. 1 0.30. Jarðarförin auglýst slðar Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn og faðir okkar, GUÐBRANDUR GUOJÓNSSON múrari, Laugateig 10, andaðist í Borgarsjúkrahúsinu föstudaginn 29. nóvember Guðrún Þvorvaldsdóttir og börn. Vegna jarðarfarar Páls ísólfssonar, tónskálds, verða verzlanir vorar og skrifstofur lokaðar frá kl. 12.00 — 16.00 þriðjudaginn 3. desember. Bræðurnir Ormsson h.f. Lágmúla 9. Lokað eftir hádegi I dag vegna jarðarfarar. Smurstöðin Klöpp. Árið 1935 kvæntist Þórður Sig- ríði Einarsdóttur, Magnússonar bónda á Bjarnastöðum á -Álfta- nesi. Sigríður var þá ekkja með 5 börn. Betri stjúpföður held ég að hafi verið vandfundinn. Eina dóttur eignuðust þau hjón- in, Kristbjörgu hjúkrunarkonu sem gift er Birni Ómari Jónssyni bifvélavirkja, eiga þau4 börn. Er Þórður hætti starfi í iðn sinni vann hann í nokkur ár hjá herstöðinni í Keflavík og siðan í 5 ár sem lagermaður hjá Einari stjúpsyni sínum, í því starfi sem öðru var sama samviskusemin. Þórður hafði mikla ánægju af veiðum og renna með stöng í vatn eða á og ef enginn hafði tíma fór hann gjarnan einn. Annað tómstundagaman hans var að spila og tóku þau hjónin mikinn þátt i félagsstarfsemi eldri borgara og víðar. Heilsa Þórðar fór versnandi siðastliðið ár en ekki vildi hann láta hjálpa sér, en fór út að ganga meðan fæturnir báru hann. Hér verður Þóróur kvaddur af eigin- konu, dóttur og fjölskyldunum með innilegasta þakklæti fyrir samveruna. Blessuð sé minning hans. Guðbjörg Jónsdóttir. + Útför konu minnar og móður okkar, SIGRÚNAR VILHJÁLMSDÓTTUR, Borgarholtsbraut 13 A, fer fram frá Fossvogskirkju mið- vikudaginn 4. des. kl. 1.30 Blóm og kransar afbeðnir. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Sjálfsbjörg. Hörður Ólason, Jóhann Harðarson, Ásmundur Harðarson, Kristín Harðardóttir, Gunnar Harðarson. t Útför mannsins míns SIGFÚSAR EINARSSONAR, frá Blönduhlíð, fer fram frá Fossvogskirkju kl. 10.30. fimmtudaginn 5. des Þeir, sem vildu minnast hins látna láti líknarfélög njóta þess. Fyrir hönd sona okkar og annarra vandamanna, Jóhanna Jónsdóttir. ^J.1 itlil. , m S. Helgason hf. STEINIDJA llnhoin 4 Slmar 74677 og 14754

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.