Morgunblaðið - 03.12.1974, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1974
19
hann var skólastjóri um langt
skeið, hefur verið mikill aflgjafi í
tónlistarlífi okkar. Sinfóníu-
hljómsveit Islands varð til og svo
mætti lengi telja. Nafn hans mun
lengi lifa með íslensku þjóðinni.
Nú síðustu árin herjuðu á hann
erfiðir sjúkdómar, en hann
reyndi í lengstu lög að standa í
mót. Hans ágæta kona, frú Sigrún
Eiríksdóttir, stóð honum við hlið
allar stundir, hugprúð, kjark-
mikil og fórnfús, og gerði sér far
um að hlúa að honum og vernda
hann og gera honum ævikvöldið
eins hlýtt og fagurt og mannlegur
máttur leyfði.
Sigrúnu og fjölskyldunni
sendum við hjónin hlýjar sam-
úðarkveðjur.
Björn Olafsson.
Kveðja frá Félagi fslenzkra tón-
listarmanna.
Við fráfall dr. Páls Isólfssonar
hefur þjóðin misst eina af helztu
máttarstoðum íslenzks tónlistar-
lífs á þessari öld. Við minnumst
þáttar hans í Félagi islenzkra tón-
listarmanna, en þar nutu félags-
menn hins stórbrotna persónu-
leika Páls, bæði krafta hans sem
atorkumanns i framvindu tón-
listarmála á Islandi og svo ekki
sízt hins litríka persónuleika, sem
gæddur var slíkri kímnigáfu, sem
ekki gleymist.
Félag islenzkra tónlistarmanna
vottar eiginkonu Páls og fjöl-
skyldu innilegustu samúð við frá-
fall góðs föður og eins stórbrotn-
asta tónlistarmanns, sem þjóðin
hefur alið.
Stokkseyringar, vinur okkar
allra, dr. Páll ísólfsson, er látinn.
Saga hans verður skráð af öðrum.
A fimmtiu ára afmælisdegi dr.
Páls heimsótti hann allstór hópur
Stokkseyringa, og naut þar mik-
illar gestrisni, ekki einungis í mat
og drykk, heldur líka umvafinn
sannri ástúð og kærleika, ásamt
fyrri konu hans frú Kristínu
Norðmann, sem gekk þá þar um
beina, og gerði gestum sínum allt
til geðs, eins og ævinlega var og
er hjá þessu fólki.
Páll hélt þá á tónsprota sínum í
miklu veldi eins og hann gerði
fyrr og síðar til að gera málefnum
sínum góð skil. Á þessum merkis-
degi í lifi dr. Páls, í þessari
afmælisveislu, var ákveðið að
stofna Stokkseyringafélagió í
Reykjavík, og átti dr. Páll mikinn
þátt í þvi framfaraspori sem þá
var stigið. Og má segja að það hafi
verið mikið gæfuspor fyrir alla
Stokkseyringa. Nokkru siðar var
haldinn stofnfundur i Tjarnar-
kaffi, og voru þar samankomnir
Stokkseyringar þá búsettir í
Reykjavik og nágrenni. Húsið var
þéttsetið. Fyrsti formaður þess
var kosinn Sturlaugur Jónsson,
stórkaupm., sem gegndi þvi í þrjú
ár, en baðst þá undan endurkosn-
ingu. I stað hans var undirritaður
kosinn formaður, og gegndi því I
allmörg ár. Á þessum árum
kynntist ég dr. Páli mjög vel.
Það má geta þess að alltaf var
til hans leitað þegar Stokkseyr-
ingafélagið hélt upp á afmæli sitt
hér i höfuðborginni, því án hans
hefði verið annar blær yfir hátió-
arhöldunum, eða þegar félagið
heimsótti átthagana á fimm ára
fresti til stórhátíðar með heima-
mönnum, og dansað var á bökkun-
um við Knarrarósvita i góðu
veðri. En þá sté dr. Páll upp á pall
vitans, og sló taktinn með tón-
sprota sínum, í öllum sinum mikla
persónuleika, og raddir Stokks-
eyringa hljómuðu eins og engla-
söngur út í himinbláa blágeim-
inn. Ég held að ég mæli fyrir
hönd allra Stokkseyringa þegar
ég segi, að hann hafi verið sverð
og skjöldur æskústöðva sinna,
Stokkseyrar. Hann flutti hróður
um Stokkseyri um allt Island, og
um island um ókunn Iönd. Slikan
son átti Stokkseyri þar sem dr.
Páll var. Hugur Páls var alltaf við
æskustöðvarnar eins og áður er
greint. Hann gekk um fjöruna og
andaði að sér þang- og þaralykt-
inni, og sjávarloftinu, eða sat á
kampinum fyrir framan Knarrar-
ósvitann, eða bústað sinn Isólfs-
skála, eins og hann nefndi hann
eftir húsi foreldra sinna á Stokks-
eyri, og horfði út á hið endalausa
bláa haf, sem stundum var spegil-
slétt, eða þá úfið og hrikalegt, og
brimið í öllum sínum ham, sem
náði bæói augum og eyrum tón-
skáldsins.
Stokkseyringar kunnu vel að
meta þetta allt. Við vissum að dr.
Pál langaði til að eignast hvíldar-
stað á Stokkseyri, fráönn dagsins.
Þess vegna gekkst Stokkseyringa-
félagið í Reykjavík fyrir að reisa
honum og fjölskyldu hans hvild-
arstað á Stokkseyri, með því að
byggja hánda þeim litið sumar-
hús, sem þvi miður brann síðar,
en þau hjónin, Sigrún og dr. Páll,
létu endurbyggja af miklum stór-
hug.
Félagið fékk heimamenn í lið
með sér, og var samhugur mikill
um þetta mál bæði fyrir austan og
vestan Fjall. Og húsið fullbúið
afhent þeim hjónum um sumarið
við mikið fjölmenni og í tilefni af
sextíu ára afmæli skáldsins.
Nú hafa Stokkseyringar heima
fullkomnað verkið meó því að
reisa minnisvarða á flötinni fyrir
framan sumarhúsió, í tilefni af
áttatiu ára afmæli hans, sem mun
standa þar um ókomin ár, Stokks-
eyringum öllum til stolts og
sæmdar.
Þegar ég kveð nú frænda minn
og vin hinstu kveðju, þá held ég
að ég mæli fyrir munn allra
Stokkseyringa, að okkur er öllum
mikill söknuður í huga. Hann lyft-
ir ekki lengur tónsprota sínum
með leiftrandi persónuleika sín-
um á hátiðarstundum Stokkseyr-
inga. Blessuð sé minning hans. Ég
votta konu hans frú Sigrúnu
Eiríksdóttir, börnum og öðrum
aðstandendum mína dýpstu
samúð.
Haraldur B. Bjarnason.
Kveðjafrá Stokkseyringafélaginu
I Reykjavlk
I dag fer fram útför Páls Isólfs-
sonar tónskálds, sem lést 23. þ.m.
á 82. aldursári.
Eigi er það ætlun min með
þessum skrifum að fjölyrða um
æviferil Páls ísólfssonar eða gera
skil tónskáldinu og organleik-
aranum þjóðkunna, heldur er hér
kvaddur hinstu kveðju Stokkseyr-
ingurinn Páll ísólfsson.
Þó athafnasvið tónskáldsins
væri fjarri æskustöðvunum voru
tengslin sterk og hugurinn
„heima“, þar sem brimsins boðar,
sund og hin skerjótta strönd
styrktu hug og hönd við sköpun
samstilltra hljóma og til þess að
styrkja enn betur tengsl Stokks-
eyringa búsettra hér í Reykjavík
og nágrenni við æskustöðvarnar
stuðlaði Páll að og stofnaði ásamt
fleiri Stokkseyringum félagið í
Reykjavík fyrir u.þ.b. þrjátíu ár-
um.
Fyrir hönd þessa félags þakka
ég Páli í dag óeigingjarnt starf
um árabil og hlýhug til félagsins
alla tíð og við öll í félaginu þökk-
um minningu um mætan mann og
heiðursfélaga.
Blessun fylgi honum á ferð
þeirri, sem nú er hafin. Eigin-
konu, börnum og ættingjum
öllum, sendum við hlýjar sam-
úðarkveðjur.
Hilmar Pálsson.
„Brennið þið vitar,
hetjur styrkar standa
við stýrisvöl,
en nótt til beggja handa.“
Við sjáum á bak þeim, hverjum
af öðrum, snillingum og stór-
mennum andans, sem vöktu hjá
þjóðinni nýtt lif með list sinni.
Aldamótakynslóð listamanna,
sem fluttu hingað ferska strauma
hins bezta í kúltúr og listahefð
Evrópu, er að renna skeið sitt á
enda. Sá fámenni hópur skóp
þjóðinni gullöld á sviði fagurra
lista, meðan hún enn var snauð af
veraldarauði. En þeir tinast burt,
kveðja og hverfa af sjónarsviðinu,
og brátt verður hún aðeins til i
minningunni, sú veröld sem var.
I dag kveður þjóðin tónmeist-
ara sinn. I þakklátri minningu
tregum við brautryðjandann,
orgelsnillinginn og tónskáldið Pál
Isólfsson. Ferill hans á listabraut-
inni er líkastur fögru ævintýri.
Saga hans er snilldarlega skráð á
tveim bókum og verður ei rakin
hér í fáum kveðjuorðum. Hann
var einn snjallasti orgelleikari
síns tima og átti visan frama með
stór þjóðum. Tónvitund hans var
margslungin, stóð föstum fótum i
klassiskum menningararfi
Evrópu, auðug af Iagrænum hug-
myndum gæddum ljóðrænni til-
finningu. Páll Isólfsson söng sig
inn f hug og hjarta þjóðar sinnar
að hætti þjóðskálda. Sönglög hans
eru sem samtvinnuð þjóðarsál-
inni og verða sungin, meðan söng-
ur er iðkaður á tslandi.
Eg hef aldrei öfundað neinn, en
strax í æsku fundust mér þeir
öfundsverðir umfram aðra menn
sem fengu notið tilsagnar Páls
Isólfssonar. Það átti ekki fyrir
mér að liggja að verða nemandi
hans i þeim skilningi, sem venju-
lega er lagður i það orð. Þó finnst
mér ég hafa lært meira af honum
en flestum öðrum mönnum, sem
ég hef kynnzt. Á unglingsárum
mínum opnaði Páll mér sýn inn í
töfraheim tónlistar Jóhanns Se-
bastians Bach, og sú sýn hefur
ekki horfið mér síðan. Þannig
komst ég í það sálufélag, sem orð-
ið hefur mér mest virði um dag-
ana. Páll Isólfsson var töfrandi
maður. I persónu hans sameinað-
ist hið mannlega og guðdómlega
með fágætum hætti. Ég virti hann
og dáði umfram flesta menn og
leit á hann sem andlegan föður.
I fátæklegri viðleitni minni að
kynna löndum mínum það
evangelium, sem felst í tónlist
Bachs og annarri æðri tónlist, hef
ég þurft að leita liðsinnis og full-
tingis margra en stundum farið
bónleiður til búðar. Ekki eru allir
brennandi í andanum, fúsir til
liðveizlu né jákvæðir i afstöðu
sinni, þegar bera skal gott mál-
efni fram til sigurs. Slíkt varð
ekki sagt um Pál Isólfsson. Hann
var jafnan boðinn og búinn til
liðsinnis, uppörvandi og hvetj-
andi, óspar á lof, þegar eitthvað
ávannst, og örlátur á dýrmætan
tíma sinn. Hverjum kemur í hug,
að tími stórsnillinga verði ekki
mældur á sama kvarða og annarra
og aldrei metinn til fjár?
Þrátt fyrir óteljandi viðfangs-
efni og margvísleg störf, sem Páll
gegndi af frábærri alúð, meðan
heilsa hans leyfði, skorti hann
aldrei tima til að liðsinna einum
hinna minnstu lærisveina, sem
reyndi að starfa í anda hans. Eng-
inn veitti Pólýfónkórnum slíkt
brautargengi sem Páll Isólfsson í
upphafi, og til hins siðasta fylgd-
ist hann af áhuga og umhyggju
með starfi hans. Fyrstu árin var
hann þátttakandi í flestum hljóm-
leikum kórsins, ýmist sem undir-
leikari eða einleikari. Þannig
varð samband okkar náið, og bar
aldrei skugga á. Söngfólkið fyllt-
ist lotningu frammi fyrir persónu
hans og list. Hvort tveggja var svo
stórt i sniðum, að Páll var
óhræddur að bendla nafn sitt við
byrjendastarf, sem ýmsir smærri
postular virtu lítils. Með slikan
bakhjarl og málsvara óx starfsem-
inni smám saman áræði og þrek.
Aldrei vildi hann þiggja fé að
launum fyrir liðsinni sitt, en virð-
ing okkar allra, aðdáun og þökk
fylgir honum með klökkri kveðju
við landamærin. Ljós hins brenn-
andi vita, sem brann svo skært og
lýsti leið margra i fórnfúsu
starfi er slokknað, en minningin
lifir í verkum hans og lýsir um
aldir. Konu hans, börnum og öðr-
um nákomnum votta ég dýpstu
samúð.
Ingólfur Guðbrandsson
Eitt af góðskáldum minnar kyn-
slóðar kvað svo á saknaðarstund:
Um eilifð á burtu f jallið sem
fylgdi mér eftir
til fjærstu vega, gnæfði traust
mér að baki.
Horfið -nitt skjól og hreinu,
svalcndi skuggar.
Mér er líkt farið nú, þegar eitt
af kennileitum tilveru minnar er
horfið. Svo langt sem ég man,
hefur Páll tsólfsson verið snar
þáttur í lífi minu, svo samofin
bernsku minni og þroskaferli, að
mér er nær skapi að tala um hann
sem annan föður en óvanda-
bundinn mann. Oftar en einu
sinni hefur hann, eftir að ég
komst til vits og ára, beint lífi
minu og starfi í nýjan farveg. Og
ég óx á vissan hátt upp sem
tónlistarmaður i skjóli þessa
mikla meistara orgelsins. Ungur
drengur sat ég hjá honum á orgel-
loftinu í dómkirkjunni, fletti
fyrir hann nótnablöðum þegar
hann æfði sig og fékk jafnvel að
raddstilla, ef mikið lá við. Á
þesSum ógleymanlegu stundum, i
kyrrð og rökkri kirkjunnar, leiddi
hann mig inn I völundarhús
gömlu orgelmeistaranna, og
undraheimar tónlistarinnar
lukust á þann hátt upp fyrir mér,
að ekki va'rð aftur snúið. Enn
þann dag í dag renni ég þakk-
látum huga til þessara stunda, og
þeirra vegna verður dómkirkjan
mér alltaf kærari en önnur hús.
Ekki átti það þó fyrir mér að
liggja, að eiga mitt sæti til fram-
búðar á orgelbekk, mínar leiðir
lágu um önnur og veraldlegri svið
tónlistarinnar. Mörgum árum
síðar féll það i minn hlut að taka
við embætti, sem Páll Isólfsson
gegndi um árabil á öðrum vett-
vangi, skólastjórastöðunni við
Tónlistarskólann í Reykjavík.
I því starfi var hann brautryðj-
andinn eins og á svo fjölmörgum
öðrum sviðum, en á beztu árum
ævinnar stóð hann í fylkingar-
brjósti hvar sem tónlist kom við
sögu i þessu landi. Flestir þræðir
lágu í hans höndum, og hann varð
með réttu tákn þeirra stórstigu
framfara, sem orðið hafa i tón-
listarlífi okkar undanfarna ára-
tugi. Og nú þegar við kveðjum
þennan svipmesta tónlistarmann,
sem ísland hefur alið, brautryðj-
andann, orgelmeistarann og tón-
skáldið Pál Isólfsson, þá er það
hlutverk okkar, sem yngri erum,
að grípa hver sinn þráðinn úr
höndum hans, fylgja fast fram
þeim málum, sem hann bar fyrir
brjósti og barðist fyrir á meðan
kraftar entust. Þannig sæmir bezt
að sýna þakklæti okkar að leióar-
lokum.
Jón Nordal.
Þegar árin færast yfir, þykja
mér kynnin við merka menn og
ágæta, sem ég hef mætt á lífsleið-
inni, verða æ dýrmætari og lær-
dómsríkari. Það gerist og stöðugt
fátiðara, að á vegi minum verði
menn, sem svo bera af öðrum
sakir hæfileika og mannkosta, að
mér virðist þeir geta talizt til
mikilmenna. Má vera að þetta séu
ellimörk. En flestir þeir menn,
sem mér hefur þótt mest til koma,
hafa verið talsvert eldri en ég, og
kynnin við þá eru allgömul orðin.
Er þvi vist ekki um að sakast, þótt
þeim fækki óðum hin siðari árin.
Þeir lifa í verkum sinum og
minningunni. Og nú er Páll Isólfs-
son kvaddur, sá maður, sem ég tel
mig eiga einna mesta þökk að
gjalda allra vandalausra manna.
Ég hef áður og annars staðar
gert grein fyrir ómetanlegu starfi
dr. Páls ísólfssonar i þágu is-
lenzkrar tónlistar, eins og það
kemur mér fyrir sjónir, og hef því
ekki mörg orð um það að þessu
sinni. Tónsmiðar hans bera tón-
skáldinu vitni, og sýnishorn af
organleik hans eru varðveitt á
nokkrum hljómplötum. Þetta er
flestum kunnugt. Hitt er ef til vill
síður ljóst, að minnsta kosti þeim,
sem enneruungir, hverikan þátt
hann átti í uppbyggingu þess tón-
listarlífs, sem við nú njótum. Á
fáeinum áratugum höfum við
lifað nokkrar aldir tónlistarsög-
unnar, eins og hún hefur gerzt
með öðrum þjóðum. Svo ör hefur
þróunin orðið hér á því sviði eins
og svo mörgum öðrum sviðum
þjóðlifsins. Enginn einn maður
átti slikan hlut að þessari fram-
vindu mála sem Páll Isólfsson. Má
segja með sanni, að saga hans sé
jafnframt saga íslenzkrar tónlist-
ar í meira en hálfa öld. Þegar sú
saga verður réttilega rakin, mun
koma í ljós, að Páll ísólfsson var
jafnan fremstur í flokki braut-
ryðjendanna, ódeigur hugsjóna-
og baráttumaður, en þó hófsamur,
samvinnuþýður og sanngjarn. Um
langt árabil var það svo, þegar að
höndum bar vandamál eða úr-
lausnarefni, sem tónlist varðaði,
að jafnan var leitað fyrst til hans,
hvort sem í hlut áttu æðstu valda-
menn þjóðarinnar eða umkomu-
litlir nemendur í Tónlistarskólan-
um. Beggja vanda leysti hann
jafn greiðlega. Engum ráðum
þótti fullráðið, nema hann
væri þar til kvaddur. Lengst
af bar hann líka höfuð og
herðar yfir flesta samstarfs-
menn sína að menntun og
viðsýni og var þeim fyrirmynd
um listræn vinnubrögð og við-
horf. Loks var hann búinn þeim
dýrlega hæfileika að geta jafnan
séð broslegar hliðar á hverju
máli, hversu alvarlegt sem það
var í eðli sinu. Það er vandséð,
hvernig honum hefði farnazt í
viðureigninni við fáfræðina og
tregðuna, sem hvarvetna var við
að stríða, hefði hann ekki verið
gæddur þessari náðargáfu. En
andstæðingar hans nutu þess, að
hann beitti aldrei kimnigáfu sinni
þannig, að hún gæti sært neinn
eða styggt. Slíkur var drengskap-
ur hans. Honum var lagið að hafa
„aðgát í nærveru sálar“.
öll þjóðin stendur í þakkar-
skuld við tónskáldið, organleikar-
ann og tónlistarfrömuðinn dr. Pál
Isólfsson. A þessari kveðjustund
er mér þó ekki siður ofarlega í
huga þakkarskuld min við mann-
inn Pál ísólfsson fyrir dýrmæt
persónuleg kynni og órofa vináttu
í hálfan fjórða áratug. Ég tel mér
það mikla gæfu að hafa verið ná-
inn samstarfsmaður hans um ára-
bil, meðan ég var enn ungur, og
hver stund með honum, þá og
siðar, hvort sem var á vinnustað
eða gleðifundi, varð með nokkr-
um hætti fagnaðarstund. Slíkra
manna er sárt saknað.
Við hjónin sendum konu hans
og börnum innilegar samúðar-
kveðjur.
Blessuð sé minning Páls Isólfs-
sonar.
Jón Þórarinsson
Er minnast skal Páls tónskálds
ísólfssonar sækja á hugann fagr-
ar minningar um kynni okkar,
áratuga vináttu og sambýli.
Páll var hjartahlýr og öllum
velviljaður, ráðhollur og úrræða-
góður. Menn leituðu löngum til
hans um úrlausnir á vandamálum
varðandi tónlist. Ungum sem
eldri tónlistarmönnum reyndist
hann hjálpfús. Heimili hans var
vettvangur þeirra sem að tón-
listarmálum unnu. Páll hafði
mannbætandi áhrif á alla sem
honum kynntust, enda mikill
mannvinur. Væri einhverjum
hallmælt, léði Páll þvi ekki eyra.
Stjúpdætrum sinum reyndist
hann sem besti faðir, og ástríki
mikið var með þeim.
Börn okkar og barnabörn
vöndu jafnan komur sínar upp á
loft til Sigrúnar og Páls og geyma
þau ljúfar minningar um þær
samverustundir.
Tryggð við æskustöðvarnar var
ávallt rik i huga hans. Stokks-
eyrarferðir hér áður fyrr með
vinum hans munu mér seint úr
minni liða.
Fyrir tilstilli Stokkseyringa
eignaðist Páll sumarbústað þar
eystra fyrir rúmum 20 árum og
dvaldist þar lengstum sumarlangt
með fjölskyldu sinni og vinum.
Hvergi undi hann betur en þar.
Við fráfall Páls er fögru mann-
lífi lokið hér á jörðu, en verk
snillingsins og minning um
húmanistann lifir.
Kristinn Guðjónsson.
Kveðjuorð frá Dómkirkjunni
Það er næsta eðlilegt, að þegar
dr. Páll ísólfsson er kvaddur, þá
heyrist nokkur þakkarorð frá
Dómkirkjunni, söfnuði og
safnaðarstjórn.
Dr. Páll var organleikari vió
Dómkirkjuna frá 1939 til ársloka
1967. Þegar hann tók við þessu
starfi, þótti sjálfsagt, að hann yrði
organleikari við þessa höfuð-
kirkju landsins. Hann var þá
þegar orðinn þjóðkunnur
tónlistarmaður og hafði i nokkur
ár verið organleikari við Fri-
kirkjuna i Reykjavík. Á það hefur
oft verið minnst, hve rikan þátt
dr. Páll hefur átt í tónlistarlífi
hér á landi um sina daga, bæði
sem organleikari og tónskáld, og
Framhald á bls. 31