Morgunblaðið - 03.12.1974, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.12.1974, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1974 Dagný hefur veitt fyrir 73,5 milljónir Siglufirði 2. des. SKUTTOGARANUM Dagnýju hefur gengið mjög vel eftir gagngerðar breytingar, sem gerðar voru á skipinu. Heildar- verðmæti er orðið rúmlega 73,5 milljónir frá því um miðjan janúar sl. I siðustu veiðiferð seidi Dagný í Grimsby 100 tonn fyrir 33,416 sterlingspund, eða 8,8 milljónir. Skipstjórar hafa verið Kristján Rögnvaldsson og Arngrimur Jónsson til skiptis. — Matthías. Gott fiskverð í Bretlandi EINN fslenzkur bátur, Ólafur Tryggvason frá Hornafirði, seldi i Grimsby I gær. Alls seldi báturinn 27.4 iestir fyrir 7648 sterlingspund. Meðalverðið mun vera f kringum 75 kr., sem er ágætis verð. Megnið af afla bátsins var ýsa og þorskur. Tveir íslenzkir bátar til viðbótar munu selja í Grimsby i vikunni. Vinnuslys VINNUSLYS varð við Rjúpu- fell 48 i gær. Þar var komið að pilti, sem var að handlanga hjá múrara, þar sem hann lá með- vitundarlaus á jörðinni við vinnupall. Pilturinn var fluttur í slysadeildina og komst þar skömmu siðar til meðvitundar en hann gat ekki gert sér grein fyrir þvi hvernig slysið bar að. Líklegast er talið að hann hafi verið á öðrum eða þriðja palli en runnið í hálku og fallið við út af pallinum eða niður um stigaop á pallinum. Við fyrstu rannsókn virtist pilturinn ekki aivarlega slasaður, hafði skrám- azt töluvert en ekki beinbrotn- að. Forsetinn var ekkiviðstaddur FORSETI Islands hefur að jafnaði verið viðstaddur full- veldissamkomu stúdenta við Háskóla Islands 1. desember. Samkvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðið fékk hjá forseta- ritara í gær, var forseti Islands, herra Kristján Eldjárn, ekki viðstaddur samkomuna að þessu sinni. Engin formleg tilkynning um löndunarbannið ENGIN formieg tilkynning hafði I gærkvöldi borizt frá þýzkum stjórnvöldum um iönd- unarbann á fslenzk skip í þýzk- um hö/num. Einar Ágústsson utanríkisráðherra tjáði Mbl. í gærkvöldi, að reynt hefði verið að fá á hreint hvort sambands- stjórnin I Bonn stæði að þessu banni, en það hefði ekki borið árangur. Utanríkisráðherra kallaði veztur-þýzka sendiherr- ann á sinn fund f gær, en hann vissi ekkert um málið. Þá var Árna Tryggvasyni sendiherra I Bonn f gær falið að kanna þetta mál. Ferðamenn gáfu 100 milljónum kr. meiri gialdéyri en loðnan BEINAR og óbeinar tekjur vegna erlendra ferðamanna voru á ár- inu 1973, skv. upplýsingum Seðla- banka Islands, einn milljarður, 946 milljónir 239 þúsund krónur. Þetta kom fram f ræðu formanns Ferðamálaráðs Lúðvfgs Hjálmtýs- sonar á fundi Ferðamálaráðs. Og voru tekjur vegna erlendra ferða- manna þvf um 100 milljónum meiri en allt aflaverðmæti loðn- unnar á vertfð 1973. Tekjurnar skiptast þannig: Frf- höfnin á Keflavfkurflugvelli 90,3 milljónir, isl. markaður á flug- vellinum 75,1 milljón, Ferða- Leki kom að Snæfugli Reyðarfirði, 2. des. SNÆFUGL SU kom heim klukk- an 8 f morgun úr söluferð frá Þýzkalandi. Snæfugl lenti f hafnarbanni eftir töku þýzka togarans hér heima. Umboðs- maður fslenzku bátanna fór fram á, að þeir lönduðu sjálfir, en það fékkst ekki. Landað var á venju- legan hátt. Snæfugl fékk lög- regluvernd út úr fiskdokkinni, en brottför tafðist um sólarhring vegna veðurs. Þeir fengu slæmt veður heim. Eitthvað rakst i skrúfuna skömmu eftir að farið var frá Þýzkalandi, og kom leki að bátnum, og voru dælur í gangi alla leiðina heim. Snæfugl seldi 51,5 tonn fyrir 70 krónur meðal- verð. Skipstjóri á Snæfugli þessa ferð var Guðmundur Arnason. Báturinn Gunnar SU 139 land- aði hér 20 tonnum i fyrri viku. Aflinn er unninn hér í vinnslu- stöð GSR. Báturinn Gunnar fór aftur út á veiðar á laugardag, en Snæfugl fer i viðgerð vegna þess tjóns, sem hann varð fyrir í ferð- inni. Báðir bátarnir veiða í þorskanet, og verða að sækja alla leið til Vestmannaeyja. Hér er fínasta veður í dag. — Gréta. skrifstofur 166,4 milljónir, hótel 72,9 millj., aðrir 728,3 millj., kaup erlendra ferðamanna á fsl. peningum erlendis 13,1 milljver- lend flugfélög 39 þús., gjaldeyris- tekjur fsl. flugfélaganna af far- gjöldum erl. ferðamanna 800 þús. Hækkun frá árinu áður var 46,9%. Það kom fram f ræðu for- manns, að beinar og óbeinar gjaldeyristekjur vegna erlendra ferðamanna eru 7,4% af heildar vöruútflutningi landsmanna á ár- inu 1973. Tók hann tölur um út- flutningsverðmæti f heild, sem sýna, að gjaldeyristekjur vegna erlendra ferðamanna voru f þriðja sæti, næst á eftir gjald- eyristekjum af sjávarafla og áli og álmelmi. Landbúnaður gefur 2,9% og iðnaðarvörur 5,2%. Ólafur Ragnar formaður framkvæmdastjórnar SFV Matthías Bjarnason sjávarútvegsráðherra: Bátaflotinn fái 250 m. kr. af gengishagnaði MATTHlAS Bjarnason sjávarút- vegsráðherra greindi frá því í ræðu á fundi Landssambands fs- lenskra útvegsmanna í sfðustu viku, að sjávarútvegsráðuneytið myndi beita sér fyrir bráða- birgðafyrirgreiðslu úr gengis- hagnaðarsjóði til þeirra útgerðar- aðila, sem verst væru settir. Sjávarútvegsráðherra sagði, að ráðgert væri að 250 millj. kr. yrði varið til bátaflotans f þessu skyni. Ræða sjávarútvegsráðherra er birt f heild á bls. 29. En um þessa bráðabirgðafyrir- greiðslu sagði ráðherrann m.a.: „Sjávarútvegsráðuneytið mun í næstu viku hafa samráð við sjávarútvegsnefnd Neðri deildar sem nú hefur til afgreiðslu frum- varp um ráðstafanir í sjávarút- vegi um að verja 250 millj. króna af gengishagnaði til bátaflotans, og mun Aflatryggingasjóði vænt- anlega verða falið að inna greiðsl- urnar af hendi, þannig að þær renni eftir aðstæðum, beint til lánadrottna viðkomandi útgerðar- aðila, en þá eru einkum haft í huga mannakaup og ýmsir þjón- ustuaðilar eins og t.d. skipavið- gerðarstöðvar og vélaverkstæði. í aðalatriðum má segja að stefnt sé að því að bæturnar verði miðaðar við lágmarksafla pr. út- haldsdag eftir stærðarflokkun og veiðiaðferðum á si. vertíð. Þá er og gert ráð fyrir að tekið verði tillit til einstakra óhappa við ákvörðun bóta. Það hefði verið æskilegt að greiða einhverjar BROTIST var inn í Casanova, félagsheimili ncnenda Mennta- skólans í Reykjavfk, aðfararnótt s.l. sunnudags. Var farið inn f kjallara hússins og þaðan um húsakynni þess. Höfðu þjófarnir á brott með sér 50—60 þúsund krónur af fé nemenda. bætur pr. úthaldsdag, en hér er um að ræða bráðabirgðafyrir- greiðslu til þeirra sem verst eru settir. Ekki er gert ráð fyrir að bætur verði nú greiddar til báta innan við 20 lestir. Að sjálfsögðu verða þeir, sem vilja njóta bóta, að skila þeim reikningum og öðr- um upplýsingum, sem bankarnir óskuðu eftir, hafi þeim ekki verið skilað. Það verður að segjast eins og er, að mjög erfitt er að setja reglur um tilhögun bótagreiðslna, og þá fyrst og fremst vegna þess hve takmarkaðar upplýsingar eru fyrir hendi, en það stafar af því að útvegsmenn hafa ekki skilað þeim skýrslum til Aflatrygginga- sjóðs, sem þeim lögum samkvæmt ber að skila. Þannig varð að ákveða bótagreiðslur miðað við vetrarvertíð vegna þess hve mikið vantar af skýrslum fyrir sumarút- hald, en umrædd fyrirgreiðsla þolir enga bið.“ MÖÐRUVALLAHREYFINGIN og Samtök jafnaðarmanna hafa nú endanlega og formlega sam- einast Samtökum frjálslyndra og vinstri manna. Á landsfundi Sam- takanna, sem haldinn var um sl. helgi var Magnús Torfi Olafsson kjörinn formaður þeirra. Kosnir voru 15 menn f framkvæmda- stjórn og á fyrsta fundi hennar var Olafur Ragnar Grfmsson kjör- inn formaður. Fyrir landsfundinn héldu Sam- tökin, Möðruvallahreyfingin og Samtök jafnaðarmanna ráð- stefnu, þar sem ákveðið var með hverjum hætti sameiningin skyldi eiga sér stað. Samþykktar voru tillögur um breytingar á skipulagi SFV og fólu þær m.a. í sér f jölgun í framkvæmdastjórn og flokks- stjórn. Jafnframt var ákveðið að formennska i þingflokki, for- mennska í flokknum og for- mennska í framkvæmdastjórn mætti ekki vera á hendi sama manns. Þessar breytingar voru ákveðnar til þess að auðvelda sameininguna, og bær voru siðan samþykktar á landsfundi SFV. Við flokksstjórnarkjör var Magnús Torfi Ólafsson kjörinn formaður, Jón Helgason varafor- maður, Andrés Kristjánsson rit- ari og Eyjólfur Eysteinsson gjald- keri. Auk þessara manna voru eftirtaldir ellefu menn kjörnir í framkvæmdastjórn: Arnór Karls- son, Friðgeir Björnsson, Karvei Pálmason, Ölafur Ragnar Grims- son, Herdís Ölafsdóttir, Elías Snæland Jónsson, Halldór S. Magnússon, Haraldur Henrýsson, Steinunn Finnbogadóttir, Sigur- jón Ingi Hillaríusson og Kristján Bersi Ólafsson. A fyrsta fundi framkvæmdastjórnarinnar var Ólafur Ragnar Grimsson kjörinn formaður. Þá var á fundinum kjörin flokksstjórn, sem markar stefnu Samtakanna milli landsfunda. Auk framkvæmdastjórnar, sem er sjálfkjörin i flokksstjórnina, voru kjörnir 60 menn til setu þar. For- maður flokksins Magnús Torfi Ólafsson er formaður flokks- stjórnar. Karvel Páimason er for- maður þingflokks SP'V. Kaupmátturinn getur ekki haldið áfram að rýrna r — segir Björn Jónsson, forseti ASI Ólöglegu gisti- heimili lokað LÖGREGLAN í Reykjavfk heim- sótti hús nokkurt við Laugaveg sl. föstudagskvöld, vegna gruns um að þar væri rekið ólöglegt gisti- heimili. Reyndist svo vera, og var staðnum lokað. William Möller, fulltrúi lögreglustjóra, tjáði Mbl. f gær, að mál þetta væri í frum- rannsókn, og þegar blaðið spurði hann um þann orðróm, að þarna hefði verið rekin vændisstarf- semi, vildi hann sem minnst úr þvf gera. Væri f athugun hvort þarna hefði verið rekin einhver refisverð starfsemi. Jafnframt sagði William, að eigandanum hefði verið gert ljóst, að ef hann ætlaði að reka þarna gistiheimili, yrði hann að afla sér tilskilinna leyfatil rekstursins, en þau hefðu ekki verið fyrir hendi. BJÖRN Jónsson, forseti Alþýðu- sambands Islands, sagði f viðtali við Mbl. f gær, að sér sýndist, að nauðsynlegt væri að koma f veg fyrir að kaupmáttur launa héldi áfram að rýrna sem verið hefði undanfarið og þyrftu einhverjar ráðstafanir að koma til. Slfkt sem þetta gæti ekki haldið áfram. Björn kvað verkalýðshreyfinguna vera opna fyrir hverjum þeim hliðarráðstöfunum, sem gerðar yrðu til þess að bæta kjör launa- stéttanna, en hliðarráðstafanirn- ar einar myndu samt ekki nægja, þótt þær myndu verða eitthvert vægi á vogarskálinni. Kjaramálaályktun sambands- stjórnar ASl barst Mbl. í gær. I ályktuninni eru starfsaðferðir stjórnvalda gagnrýndar og segir m.a. að kaupmáttur launa hafi rýrnað um 12% frá 1. marz og miðað við lægstu iaun. Meðal stétta, sem ekki njóta jafnlauna- bóta er kaupmáttarskerðingin um 20%, segir i ályktuninni. 1 álykt- uninni er því mótmælt, að gengið sé á samningsrétt með lögum og segir að þeirri aðgerð hafi þegar verið mótmælt með uppsögn samninga. Fundurinn samþykkti að kjósa 9 manna samninganefnd sem ætlað sé það hlutverk að freista samninga við atvinnurek- endur og eigi nefndin jafnframt að verða fulltrúi verkalýðssam- takanna gegn ríkisvaldinu meðan á samningum stendur. I samning- um, sem í hönd fara, er lögð áherzla á að full verðtrygging launa hafi algjöran forgang, eða launa- og kjarabreytingar, sem svara til þess, að umsamdar verð- lagsbætur væru í gildi. Við atkvæðagreiðslu um álykt- un greiddu tveir sambandsstjórn- armanna ekki jáyrði við ályktun- inni í heild og sögðu þeir að þá óðaverðbólgu, sem lýst væri í ályktuninni sjálfri, yrði að stöðva. Bráðabirgðalögin um launajöfn- unarbætur stuðluðu að því og tii- gangur þeirra væri að koma á jafnvægi í atvinnu- og efnahags- málum þjóðarinnar og þar með tryggja fulla atvinnu og koma í veg fyrir kjaraskerðingu, sem eðlilega hlytist af svo gífurlegri óðaverðbólgu. Stjórnarmennirnir, sem þannig gerðu athugasemd vió kjaramálaályktunina voru þeir Guðmundur H. Garðarsson og Pétur Sigurðsson. Björn Jónsson sagði, að 9- manna nefndin, sem kosin var á fundinum, myndi koma saman til fundar í dag. Fyrsta hlutverk hennar væri að leita eftir umboði frá stéttarfélögunum víðs vegar um land. Samningaumleitanir hæfust ekki fyrr en umboð hefðu borizt. Kjaramálaályktunin verður birt i Mbl. síðar, svo og hin sérstaka bókun Guðmundar H. Garðars- sonar og Pétur Sigurðssonar. Geirfinnsmálið: Lögreglumaður við Sigöldu RANNSÓKN hins dularfulla hvarfs Geirfinns Einarssonar frá Keflavfk stendur enn og er f fullum gangi. Enn berast lög- reglunni upplýsingar frá fólki og er unnið úr öllum ábend- ingum, sem berast. Þá er fortfð Geirfinns einnig könnuð og könnun á brottflugi af landinu er brátt að komast á lokastig. Lögreglan hefur staðsett sér- stakan rannsóknarlögreglu- mann við Sigöldu, en Geir- finnur vann þar um skeið. Einnig er sérstakur rann- sóknarlögreglumaður staddur á Héraði, en þar vinnur hann að þvf að rannsaka uppruna Geirfinns og tengsl hans við fólk þar eystra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.