Morgunblaðið - 03.12.1974, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.12.1974, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1974 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar hf. Árvakur, Reykjavik Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, simi 10 100. Aðalstræti 6, simi 22 4 80. Áskriftargjald 600.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 35,00 kr. eintakið. Ritstjómarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjóm og afgreiðsia Auglýsingar 20 kammt er nú stórra högga á milli. Á stutt- um tíma hafa íslendingar séð á bak hverju stórmenni andans á fætur öðru. Nú síðast dr. Páli Isólfssyni. Með dr. Páli er hniginn í valinn einn þeirra, sem brá „stórum svip yfir dálítið hverfi“. Hann er öllum ógleymanlegur, sem hon- um kynntust, svo stórbrot- inn persónuleiki og lista- maður sem hann var. Hann er harmdauói vinum sín- um, því að þrátt fyrir mikið skap var hjartahlýja rík- asti þátturinn í fari hans. Hann var mikill vinur vina sinna. Dr. Páll skilur eftir sig djúp spor í tónlistar- og menningarlífi íslenzku þjóðarinnar. Með heim- komu hans að loknu námi fór ferskur andblær um allt tónlistarlíf landsins, og enginn hefur haft jafn heilladrjúg áhrif á tón- menningu íslendinga og hann. Um þetta segir Morgunblaðið, þegar það sendi honum afmælis- kveðju sjötugum: „Það var stórviðburður þegar þessi ungi Stokkseyringur kom heim til Reykjavíkur; það var eins og eldur færi um □ Þórleifur Bjarnason: Aldahvörf Q Ellefta öldin í sögu íslendinga □ Bóka- geróin Askur — Rvík 1974. Bókagerðin Askur, sem mun vera afsprengi Ríkisútgáfu náms- bóka, hefur í ár gefiö út tvær bækur, þá, sem hér er gerð nokkur grein fyrir, og aðra um Reykjavík eftir Pál Lindal. Virðast þessar bækur vera upphaf að nýjum bókaflokki, sem hlotið hefur heitið Land og saga. Bók Þórleifs Bjarnasonar er 288 tvídálka blaðsíður. I henni eru 170—180 myndir. Þær eru af einstökum mönnum, hópum manna, merkum stöðum, húsum, skipum, verkaháttum og vinnu- lífi, og munu myndirnar fylla um það bil 80 blaðsíður. Aftast í bók- inni eru skrár á 20 blaðsíðum. Fyrst eru þar töflur hagræns- og menningarlegs efnis, síðan er skrá yfir félög, fyrirtæki, stofn- anir og sitthvað fleira, svo sem blöð og tímarit, svo rekur lestina skrá yfir nöfn þeirra manna, sem að einhverju er getið í bókinni. hljómsnauða samtíð þess- ara fábreyttu daga. Margir nýir strengir höfðu bætzt í hörpu Páls ísólfssonar, strengir heimstónlistarinn- ar sjálfrar; hann var þegar gott tónskáld og mikilhæf- ur organisti. Má raunar segja, að hann hafi vegna túlkunar sinnar á Bach orðið sá íslendingur, sem fyrstur komst í námunda við svokallaða heimsfrægð. Það var gæfa íslands, að hann kom heim að námi loknu, þrátt fyrir áskoran- ir um að taka aó sér organistastörf á erlendum vettvangi. Samt átti hann eftir að auka drjúgum við list sína; þarf ekki að eyða að því oróum hve heillarík áhrif það hefur haft í ekki stærri borg en Reykjavík að hafa svo frábæran dóm- organista á þroskaárum hennar. Hann kom inn í íslenzkt menningar- og þá einkum tónlistarlíf eins og ferskur andblær úr suðri. Bókin hefst með Inngangi, sem höfundur ritar. Þar gerir hann grein fyrir því, hvernig hún er til komin og til hvers hún er ætluð. Hann segir, að hún muni.einkum verða notuð sem handbók við kennslu í sögu Islendinga, en ger- ir þó ráð fyrir, að hún muni einnig kunna að þykja hæf sem aðalkennslubók, enda sé þá kennslunni háttað með nokkuð öðrum hætti en ella. Hann getur þess, að saga sé ein af þeim náms- greinum, sem nemendur í fram- haldsskólum hér á landi hafi kallað kjaftafög, en í nágranna- löndunum séu þau kölluð „kúltúr- fög“. Og auðvitað er saga mennt- andi námsgrein, ef hún er ekki kennd á svipaðan hátt og „kverið“. hér áður fyrrum, kennarinn leggi sem sé lítið til frá sjálfum sér, en fylgi gjarnan með fingrunum lín- unum í bókinni, þegarhann „yfir- heyri“, — svo sem ég minnist úr Menntaskólanum. Þarna má Þór- leifur Bjarnason djarft úr flokki tala. Hann kenndi um árabil sögu í skólunum á tsafirði. Þá var ég bæði formaður skólanefndar og prófdómari í sögu, og get ég með Síðan hefur hann ávallt mótað íslenzka tónlist af smekkvísi og kunnáttu heimsborgarans.“ Dr. Páll var um langt skeið tónlistargagnrýnandi Morgunblaðsins og eiga lesendur blaðsins og starfs- fólk honum margt að þakka. „Það var ómetan- legt fyrir blaðið,“ segir ennfremur í afmæliskveðj- unni til hans sjötugs, „að hann skyldi taka að sér tón- listargagnrýnina. Það starf rækti hann af kunnáttu og skilningi og þeirri smekk- vísi, sem honum er innbor- in. Fyrir þær sakir stendur blaðið í þakkarskuld við hann og verður hún seint goldin.“ Og aó leiðarlokum er ekki úr vegi að kveðja þennan andans jöfur með lokaorðum þessarar af- mælisgreinar, því að þau orð hafa meira gildi sem eru sögð um menn lifandi en látna: „Páll ísólfsson segir oft við gesti, sem koma í heim- sókn í ísólfsskála: „Vitið þið, hvaða land mundi blasa við lengst í suðri, ef þió sæjuð yfir hafið?“ Svo bendir hann út á Atlants- hafið og bætir við, áður en gestum gefst tóm til að svara: „Nei, þið vitið það ekki, en það er Suður- skautslandið. Og ég hef stundum séð móa fyrir því.“ Fæstir trúa dr. Páli þeg- góðri samvizku vitnað það, að Þór- leifur hafði lag á að gera söguna að „kúltúrfagi" og vekja á henni mjög mikinn áhuga hjá nem- endum sínum, jafnt í barna- sem framhaldsskóla. Næst er í bókinni stuttur kafli, sem heitir Tvennir tfmar. Þar lætur höfundur dreng úr Reykja- vík fara í fyrsta sinn einan i lang- ferðabifreið í heimsókn til afa síns, sem býr á Akureyri. Drengurinn heitir Arni. Hann hyggur vandlega að ýmsu, sem fyrir augun ber á ferðinni norður, og á Akureyri sýnir afi honum sitthvað markvert, bæði i atvinnu- og menningarlífi. Gamli maður- inn fer síðan með honum flug- leiðis til Reykjavíkur, og á leið- inni gerir hann drengnum í fáum orðum ljóst, hve miklar og víð- tækar breytingar hafa orðið á högum þjóðarinnar á tiltölulega stuttum tima og að fyrir réttum hundrað árum gerðist það, sem varð undirstaða hinna miklu framfara í flestum efnum, — Is- lendingar fengu loks stjórnarskrá og hún veitti þeim nokkurt frelsi til að ráða sjálfir ráðum sínum. ar hann stendur í Stokks- eyrarfjöru og segist hafa séð land langt í suðri, en þeim er óhætt að trúa hon- um. Hann hefur séð mörg lönd, sem öðrum eru hul- in.“ Og nú hefur hann kynnzt enn einu landi, Eilífðar- landinu, sem hann hugsaði oft um og reyndi að gera sér grein fyrir; þessu landi, sem við eigum öll eftir að kynnast, en höfum ekki enn séð. „I húsi föður míns eru margar vistarverur“, — þessi orð Biblíunnar stóðu hjarta dr. Páls næst. Hann sagði, að í þessum orðum væri fólginn lykill- inn að þeim leyndardómi, sem okkur er ekki ætlað að opna í þessu lífi: leyndar- dómi þess eilífa lífs, sem er boðskapur þeirrar trúar, sem hann þjónaði svo lengi og dyggilega við kirkju- orgelið. Við eigum ekki að hafa áhyggjur af dauðan- um, sagði hann, því að það eina, sem getur gerzt, ger- ist. Setning Krists um vistarverurnar í húsi föð- urins sagði hann að væri hið markverðasta sem sagt hefur verið. Hann trúði lögmáli náttúrunnar, hrynjandi hennar eins og hún birtist í flóði og fjöru, gangi himintungla, öldum hafsins — og ekki síður í lífi mannsins og dauða. í grein, sem Jón Þórarinsson, tónskáld, hef- ur skrifað um dr. Pál, kemst hann m.a. svo að orði og vill Mbl. gera þau að sínum: „íslenzkt tónlistarlif hef- ir á nokkrum áratugum þróazt úr algerum frum- býlingshætti og sárustu fá- tækt til þeirra bjargálna, að það mun nú, þegar alls Þessi stutti kafli er vel saminn og viturlega. Hinum ungu er það mikil nauðsyn að þekkja tvenna tímana í þjóðarsögunni, ef þeir eiga að kynnast þannig ábyrgð sinni og skyldum, að sú kynning móti starf þeirra og stefnu í fram- tíðinni. Afi segir að lokum við Arna um það bil sem vélin lækkar flugið: „Um allt þetta er mikil saga, sem þú þarft að kynnast, þótt ekki sé nema í aðalatriðum. „Að fortíð skal hyggja, ef frumlegt skal byggja,“ segir Einar Benedikts- son, eitt af höfuðskáldum okkar. Þú átt eftir að lesa eitthvað um hann og umfram allt að kynnast ljóðum hans. — Já, það er erfitt að byggja hús, viti maður ekkert um grunninn." Svo tekur þá við sjálf sagan, og henni er skipt í þessa aðalþætti: Fjögur tímabil, Landbúnaður, Sjávarútvegur, Iónaður, Verzlun- in, Samgöngur, Húsakostur og heilbrigðismál, Félagssamtök og félagsmál, Menningarmál og stjórnmál. Hverjum þætti er svo skipt i marga kafla, og er í öllum þessum köflum mikill og skil- er gætt, mega teljast sam- bærilegt í flestum greinum við það sem gerist með öðr- um menningarþjóðum. Margir hafa hér unnið dyggilega, og ytri aðstæð- ur, batnandi lífskjör og vaxandi velmegun þjóðar- innar, hafa hjálpað til. En einn maður hefir öðrum fremur lagt á ráðin og markað stefnuna á síðasta og viðburðaríkasta skeiði þessarar þróunar. Sá mað- ur er dr. Páll ísólfsson. Þegar hann hófst handa, fyrir meira en fjórum ára- tugum, bar hann höfuð og herðar yfir starfsbræður sína hér að þekkingu og víðsýni. Hann átti að baki glæsilegan náms- og starfs- feril erlendis, hafði dvalizt langdvölum í einni helztu tónlistarborg álfunnar og teygað andrúmsloft henn- ar. Tónleikar, sem hann hafði haldið hér heima öðru hverju frá því snemma á námsárum sín- um, höfðu verið stórvið- burðir hér í fásinninu. Þeir, sem áhúga höfðu á uppbyggingu íslenzks tón- listarlífs, þekktu því brátt í honum höfðingja sinn og leiðsögumann. Hann brást ekki vonum þeirra. Hann gerðist forystumaður og merkisberi, sem allir heil- huga unnendur íslenzkrar tónlistar gátu borið traust til og fylkt sér um. Hann reyndist ódeigur hugsjóna- og baráttumaður, en þó hófsamur, sam- vinnuþýður og sanngjarn. Brátt þótti engum ráöum fullráðið um íslenzk tón- listarmál, nema hann væri þar til kvaddur. Þessvegna er saga hans jafnframt saga íslenzkrar tónlistar í hartnær hálfa öld.“ Bðkmenntir eftir GUÐMUND G. HAGALÍN merkilega saman tekinn fróð- leikur, stuttlega, en skýrt sagt frá mönnum og málefnum og að mér virðist sérhverju og sérhverjum, sem um er getið, úthlutað allvand- lega mældum skammti, eftir því sem rúm leyfir, en ganga má að því vísu, þrátt fyrir það hve höf- undurinn ástundar fjölbreytni og hlutleysi, að fleiri en einn og fleiri en tveir kunni að sakna einhvers málefnis eða einhverra merkismanna, og ætti þá kennur- um, sem í hlut eiga að vera innan handar að bæta úr skák. En fleiri en þeir munu kjósa að kaupa og leysa þessa bók, ef þeir á annað borð gefa henni gaum, og hygg ég, að jafnvel þó að þeim þyki ein- hverjum einu eða öðru sleppt, sem taka hefði átt fram eða vikja að, muni þeir oft og tíðum fegin- samlega gripa til bókarinnar, fara yfir efnisyfirlit eða skrár og leita þar að minnsta kosti tímasetn- ingar þessa eða hins. Og hafi svo upphafsmaður þess- arar bókar beztu þakkir fyrir frumkvæði sitt og höfundurinn fyrir vel unnið verk. Guðmundur Gíslason Hagalín. Tvennir tímar DR. PÁLL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.