Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 1974næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Morgunblaðið - 03.12.1974, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 03.12.1974, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1974 44 Brjóstsykursnáman PREVERAN Rikki: Ekki gæti ég sofið þótt mér væri borgað fyrir þaö. Jói: Ussss... ég heyrði eitthvað .... Rikki: Ég heyrði ekkert.... Jói: Ef til vill var það bara ímyndun en mér fannst eins og einhver sparkaði í stein eða.... María: Ætli það hafi ekki bara verið lítil mús.... (eitthvert hljóð í fjarska). Jói: Heyrðuð þið þetta? Rikki: Jú, nú heyrði ég eitthvað .... Lalli (kallar úr f jarska): Halló, eruð þið þarna? Emil: Þetta er Lalli.... Jói: Já, vissi ég ekki, að hann mundi koma okkur til hjálpar? Lalli: Takið þið við reipinu, sem ég læt renna niður... þrjótarnir eru búnir að höggva stigann í eldivið. María: Óþokkarnir þeir arna ... þeir hafa ætlað að láta okkur dúsa hér til eilífðar. Rikki: Kannt þú að klifra upp reipi, María? María (vandræðaleg): Jaaaaa .... Rikki: Svona áttu að fara að... ég skal fara á undan og sýna þér... (kallar lágt) Haltu fast við, Lalli. Nú komum við. Lalli: Öllu óhætt.... ég er búinn að binda reipið fast við trédrumb. Rikki (klifrar): Hvernig gengur þér, María? María (klifrar líka, en reynir meira á sig): Jú, það gengur vel... en taktu á móti mér, Emil, ef ég renn niður aftur. Emil: Það er nú hægara sagt en gert.... ég dingla hér sjálfur nærri því í lausu lofti.... Lalli: Verið velkomin upp... en nú megum við ekki hafa hátt... þrjótarnir sofa í tjaldinu sínu .... Amal Gam (rumskar): Borri... ég heyri mannamál.... Lalli: Ef til vill er réttara að segja „sváfu“ .... Rikki: Flýtið ykkur... við verðum að fela okkur. Lalli (rólega): Það er óþarfi. Rikki: Hvað þá... óþarfi? Lalli (leyndardómsfullur): Bíðið þið við, þá skal ég sýna ykkur svolítið.... Amal Bam: Borri... vaknaðu nú .... EFNI: Teiknipappír Kalkipappir Litir Garn Skæri LESIÐ FYRST ALLAR LEIÐ- BEINING ARNAR AÐUR EN ÞIÐBYRJIÐ: Takið fyrst teiknipappirsörk og leggið kalkipappírinn ofan á hana, þannig að glanshliðín snúi upp en blekhliðin niður. Síðan getið þið lagt hvaða mynd, sem þið viljið, ofan á kalkipappírinn og teiknað fast ofan í allar línur myndarinn- ar. Þegar því er lokið takið þið myndina og kalkipappirinn í burtu og þá hafið þið myndina, sem þið teiknuðuð ofan í á teiknipappirsörkinni. Nú skuluð þið taka jólasvein- inn, sem myndin er af hér í blaðinu, og leggið hann ofan á kaikipappírinn, eins og lýst er hér að ofan. Strikið síðan eftir línunum, en að því loknu er gott að fara aftur ofan í ailar línur t.d. með tússlit. Síðan get- ið þið litað jólasveininn eins og ykkur þykir failegast. Siðan klippið þið jólasveininn út og brjótið eins og sýnt er á minni myndinni. (Brjóta eftir punkta- línunum). Þá getið þið gert lit- ið gat í húfu jólasveinsins og þrætt garn í gegnum það, þann- ig að hægt sé að hengja hann upp. Þar með er jólasveinninn orðinn að skemmtilegu skrauti í herbergið ykkar eða á jóla- tréð. Þeim er alvara — að br jóta mig niður. Það hefur tekist að láta belju ganga eftir planka. Ég veit þér þykir meira gaman að lesa, vinur, — en gleymdu ekki að slökkva ljósið. Ég sé á línuritinu að mamma hefur komið í heimsókn. Segið mér annars, fröken Jóna, — hvernig á sá að skrifa bréf sem ekki er sendibréfsfær?

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 140. tölublað og Íþróttafréttir Morgunblaðsins (03.12.1974)
https://timarit.is/issue/116028

Tengja á þessa síðu: 44
https://timarit.is/page/1458318

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

140. tölublað og Íþróttafréttir Morgunblaðsins (03.12.1974)

Aðgerðir: