Morgunblaðið - 03.12.1974, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.12.1974, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1974 „Möttull konúngur og Caterpillar” — Ný bók eftir Þorstein frá Hamri Komin er út ný bók, „Mötull konúngur eða Caterpillar", eftir Þorsteinn frá Hamri, en undir- titill er Saga úr sveitinni. Kristján Karlsson, bókmennta- fræðingur Helgafells, sem gefur bókina út, segir m.a. um hana á kápusiðu: „Tímaleysi þjóðsög- unnar og eilíf endurtekning verð- ur að smá-imynd þjóðarsögunnar i dularfullum, söguríkum heimi uppsveita Borgarfjarðar í sögu Þorsteins frá Hamri um Möttul konúng og Caterpillar. Stef þjóð- legs ímyndunarafls lifa hér auðugu og dálítið haustlega mildu lífi í hlýlegum og jafnvel ástúð- ins bæði á þjóðsögum og ýmsum nútímahugmyndum um sögur vorar og sögu. Mannheimur sög- unnar er aðallega í Borgarfirði, en honum fylgir stöðug vitund Komin er út ný skáldsaga eftir Þráin Bertelsson, „Paradísar- víti“. En undirtitill bókarinnar er: „Endurminningaþættir sem sjálfur hefur saman skrifað greif- inn Yon D'Islande fæddur Jón Dísland Bakka (nú Sólbakka) í Eyjafjarðarsýslu tslands." Helgafell gefur bókina út, og á kápusiðu segir Kristján Karlsson, bókmenntafærðingur útgáfunn- ar, m.a. um söguna: „I máli og frásögn er Paradísarvíti ólík öll- um fyrri sögum Þráins Bertels- sonar. Hann hefir nú greinilega mið af Halldóri Laxness. Hins vegar er sagan að atburðarás til sambland af alþjóðlegri glæpa- sögu og reisubók prakkara, með íslenzkan heimshornamann að höfuðpersónu. Tími sögunnar eru árin rétt fyrir fyrra stríð, og sögu- maðurinn á skipti við ýmsa þekkta heiðursmenn: Zog I Al- baníukonung, Hitler, Vito Genovese. Sagan er fjörlega skrif- uð og víða hnyttileg. Það er mjög um einhverskonar jötunheima norðan heiða, og á mótum þeirra, og á mótum liðins tíma og þess, sem er, kviknar hið rómantíska hugmyndalíf sögunnar. Þorsteinn skrifar ákaflega vel; efni sög- unnar er, þegar öllu er á botninn hvolft, gáfuleg meðferð málsins; i málinu lifir sagan." Bókin er 106 bls, að stærð og skiptist í þrjá meginkafla sem nefnast: Fyrsta bók Gilsbakki, Önnur bók Skáidsvatn og Þriðja bók Dreyramói. gaman að því, hvernig höfundur notar efni glæpareyfarans til að koma á framfæri því, sem honum hentar... “ Bókin er 230 bls að stærð og skipt í 50 kafla, sem hver ber sitt heiti. Þráinn Bertelsson „Paradísarvíti ” Ný skáldsaga eftir Þráin Bertelsson Já, í ár verður jólagjöfin frá Eymundsson, við bjóðum gjafavörur í glæsilegu úrvali. Ennfremur bjóðum við mikið úrval af jólakortum og jólaskrauti. BÓKAVERZLUN* SIGFUSAR EYHUNDSSONAR AUSTURSTRÆT118 REYKJAVÍK SÍMI: 13135 Séð yfir hina nýju stórverzlun í Seljahverfi. K jöt og fiskur opn ar í Seljahverfi S.L. föstudag var opnuð ný stór- verzlun I Seljahverfi. Það er Einar Bergmann, kaupmaður í Kjöt og fiski á Þórsgötunni, sem hér hefur vent sinu kvæði í kross, eða eins og hann orðaði það þegar hann sýndi fréttamönnum og öðrum gestum verzlunina nú fyrir helgi, „kaupmaðurinn á horninu hefur ákveðið að byrja nýtt líf I nýju umhverfi við nýjar aðstæður**. Byggingaframkvæmdir við hið nýja verzlunarhús hófust 20. april s.l., og hefur siðan verið unnið við það óslitið, með það að takmarki, að unnt yrði að opna verzlunina nú fyrir mánaðamót. Skipulag verzlunarinnar annað- ist Kolbeinn Ingi Kristinsson verzlunarstjóri, en hann hefur kynnt sér ýmsar nýjungar i skipu- lagi og stjórnun stórverzlana af þessu tagi. Má þar til nefna að vöruröðun verður með öðrum hætti en tíðkast hefur, og miðast sú tilhögun við að hverri vöruteg- und sé raðað lóðrétt i hillurnar. þannig að viðskiptavinurinn þurfi sem skemmst að fara til að finna það, sem hann vantar í verzlun- inni. Þá má nefna, að í Kjöti og fiski verða sérstakir „kjarapall- ar“, þar sem vörur verða seldar á hagstæðu verði samanborið við meðalverð. Hjá forstöðumönnum verzlunarinnar kom fram, að þannig hygðust þeir sameina kosti svokallaðra stórmarkaða og venjulegra verzlana. Verzlunin Kjöt og fiskur hefur verið starfrækt I 47 ár. Þar eru á boðstólum allar tegundir mat- vöru, hreinlætisvarnings og ann- ars þess, sem fáanlegt er i mat- vöruverzlunum. Einar Bergmann sagðist ekki óttast lítil viðskipti, þótt nú væri aðeins ein fjölskylda fiutt i hið nýja Seljahverfi, þar sem verzlun- in væru ætluð fyrir alla Breið- holtsbúa, tilgangurinn með því að opna verzlunina nú væri sá, að þjónustan væri fyrir hendi þegar tekið væri að flytja í hverfið fyrir alvöru. Kolbeinn Ingi Kristinsson verzlunarstjóri og Einar Bergmann kaupmaður. „Magellan og fyrsta hnattsiglingin” Bókaútgáfan Örn og Örlygur hefur sent frá sér bókina „Magellan og fyrsta hnattsigling- in“, eftir Ian Cameron. Er það fyrsta bókin í safni rita um fræga landkönnuði og afrek þeirra. Nokkrar bækur í þessu safni eru þegar komnar út á ensku, en rit- stjóri safnsins er Sir Vivian Fuchs, einn þekktasti land- könnuður Breta. Hnattferð Magellans verður ætið talin til stórafreka mann- kynssögunnar. í bókinni er ferð- inni lýst og einnig manninum sjáifum. Umsón með íslenzku útgáfunni hefur Örnólfur Thorlacius haft, en þýðinguna gerði Kristin Thorlacius.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.