Morgunblaðið - 03.12.1974, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.12.1974, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1974 23 Öflugt starf við erfiðar aðstæður Guðmundur Ingvason, formaður knattspyrnudeildar, Ingvi Guð- mundsson, formaður Stjörnunnar og Þórarinn Sigurðsson, for- maður handknattleiksdeildar. John Boyle HANN var einn þeirra ungu knattspyrnumanna hjá Chelsea, sem miklar vonir voru bundnar við. En hann uppfyllti aldrei þær vonir. John Boyle viðurkennir hik- laust, að hann geti sjálfum sér um kennt og engum öðrum. Nú hefir knattspyrnu- maðurinn John Boyle tekið upp þráðinn að nýju, og segist ekki munu falla aftur I þá Ijóna- gryfju, sem hafði nær kippt stoðunum undan knattspyrnu- ferli hans og lífshlaupi. Þvf miður fá margir ungir menn, sem öðlast frægð á skömmum tfma, oftrú á sjálfum sér. Sjálfsagt þekkja allir einhver dæmi slíks. Þegar John Boyle var sautján ára að aldri lék hann sinn fyrsta deildarleik með Chelsea. Það var gegn Aston Villa, árið 1965. Þá var hinn víðfrægi Tommy Dochetry fram- kvæmdastjóri Chelsea, og var Boyle einn hans uppáhaldsleik- manna. Hann varð brátt stjarna áhangenda Chelsea, og menn gerðu því skóna, að ekki mundi líða á Iöngu áður en hann tæki sæti í skozka landsliðinu, en Boyle er skozk-ættaður. Þegar Boyie lítur til baka og minnist þessara tfma fyllist hann stolti. ,,Lg fyllist stolti vegna þess, að á þessum tíma var Chelsea með eitt allra sterkasta knatt- spyrnulið á Englandi, og því ekki Iftill heiður að vinna sér sæti I liðinu. Og ég hafði lagt hart að mér til að ná þessum áfanga. Tommy Dochetry var mér mikill stuðningur. Hann gerði sér grein fyrir tak- mörkunum mlnum og getu. Þess vegna á hann miklar þakk- ir skildar." En, hvað fór úrskeiðis hjá John Boyle? „Aðalmistök mín voru, að ég ánetjaðist fólki, sem ég hafði ekki gott af samskiptum við. Þetta fólk ætlaði alls ekki að gera mér neitt illt, en ég var svo ungur og óreyndur, að ég gerði mér ekki grein fyrir hætt- unni.“ Eins og mörgum atvinnu- knattspyrnumönnum og öðru áberandi fólki, reyndist Boyle erfitt að axla þær byrðar, sem skyndileg frægð er. Hann tók að stunda æfingar illa, eyða tfmanum við skemmtanir og >að, sem þvf fylgir. Þvl fór sem 'ór, Boyle missti sæti sitt hjá Chelsea og reyndist erfitt að taka upp þráðinn að nýju. „Auðvítað cyddi ég miklum tfma f hvers kyns vitleysu. Drykkjuskapurinn var þó aldrei svo mikill. Það var aðal- atriðið, að ég var hættur að stjórna Iffi mínu og tfma sjálf- ur. Vinir mfnir, sem voru margir, voru sffellt að biðja mig einhvers og bjóða mér eitt- hvað, og fstöðuleysi mitt var mikið.“ Þegar Boyle loks sá, að í Framhald á bls. 27. Rætt við forystumenn Stjörnunnar UNGMENNAFÉLAGIÐ Stjarnan er fþróttafélag, sem hefir haslað sér völl á allra síðustu árum. Árið 1960 var stofnað f Garðahreppi kristilegt æskulýðsfélag, sem nefnt var Stjarnan. Félagið byggði að miklu leyti starfsemi sfna á fþróttum unglinganna. Einnig þjónaði félagið sem skáta félag. Árið 1964 breyttist félags- formið, og var Stjarnan gerð að ungmennafélagi, og hefir starfað sem slfkt sfðan. Blaðamaður Morgunblaðsins fór á stúfana á dögunum til að leita upplýsinga um Ungmenna- félagið Stjörnuna. Fyrir svörum urðu Ingvi Guðmundsson, for- maður félagsins, Þórarinn Sig- urðsson, form. handknattleiksd., og Guðmundur Ingvason, form. knattspyrnud. Stjarnan er til þess að gera ungt íþróttafélag. Félaginu ef skipt i þrjár deildir, knattspyrnudeild, handknattleiksdeild og frjáls- íþróttadeild. Félagar eru á sjötta hundrað, og er mikil gróska í starfinu, einkum í yngri flokk- unum. Þó er sá hængur á, að engin aðstaða er til iþróttaiðkana í Garðahreppi, en það er mál, sem bráðlega mun leyst. Ingvi: „Já, aðstöðuleysið gerir okkur mikinn óleik. Á s.l. vetri unnum við aftur sæti það í 2. deild í handknattleik, sem við misstum árið áður. Nú búum við aftur á móti við það ástand að fá hvergi inni fyrir æfingar, og æfum því á malbikuðu svæði úti fyrir skólanum. Það er raunar furðulegt hvað strákarnir leggja hart að sér við þessar slæmu að- stæður." Guðmundur: „Auk þess hefir gamli knattspyrnuvöllurinn verið lagður undir byggingalóðir, en annar er i byggingu, og verður til að vori ef áætlanir standast. Iþróttahús er í byggingu, og átti raunar að vera tilbúið, en það stóðst ekki. Þó bendir allt til að um áramótin verði hægt að vyrja æfingar og keppni i húsinu, og vissulega verður það félaginu mikillléttir." Þórarinn: „Raunar má segja, að alla félagslega aðstöðu vanti í Garðahreppinn enn sem komið er. Þó höfum við fengið inni i skól- anum fyrir starfsemina og hefir það eðlilega verið mikill léttir. Þess má t.d. geta, að í fyrra var handboltinn æfður í tveimur sam- liggjandi skólastofum, og menn geta gert sér i hugarlund hvernig árangur slíkt gefur. Að vísu skal tekið tillit til, að sveitarfélagið er og hefir verið i örum vexti, senni- lega meiri vexti heldur en nokkurt annað sveitarfélag á ts- landi. Þess vegna er ekkert skrítið þó hin félagslega aðstaða hafi að nokkru setið á hakanum." Þrátt fyrir erfiða aðstöðu þeirra Stjörnumanna hefir vöxtur fé- lagsins verið jafn og þéttur. Þó reikna þeir með, að umsvif félags- ins muni aukast að mun, þegar hin nýju íþróttamannvirki komast i notkun. Eins og hjá flestum öðrúm íþróttafélögum eru fjármálin einn helzti höfuó- verkur Stjörnumanna. Tekjur félagsins eru byggðar á sama grunni og annarra iþróttafélaga, það er að segja með félags- og æfingagjöldum, styrkjum frá sveitarfélagi og frjáisum fram- lögum. Ingvi: „Þegar nýju mannvirkin komast í gagnið aukast útgjöldin eðlilega að miklum mun. Þá þurfum við að fara að greiða húsaleigu, sem er ekki lítill pen- ingur í dag. Þessi útgjaldaliður hefir eðlilega aldrei verið til- takanlega hár, þar sem ekkert hús hefir verið fyrir. Það má ekki vikja svo frá umræðu um fjár- málin, að ekki sé getið ýmissa vildarvina félagsins. Kristján Vil- helmsson kaupmaður í Goðaborg færði okkur t.d. að gjöf búninga á sex handknattleiksflokka. Einnig hafa fyrirtækin, Frigg, Garða- Héðinn og Loftleiðir verið okkur mjög innan handar. Þessir aðilar eiga allir miklar þakkir skildar, auk fjölda einstaklinga, sem stutt hafa félagið með ráð og dáð.“ Stjarnan hefir átt nokkur sam skipti við erlend iþróttafélög. Knattspyrnumenn félagsins hafa átt í skiptum við skozk félög, og eiga þeir von á heimsókn þeirra n.k. sumar. Handknattleiksmenn hafa farið til Þýzkalands og ætla Þjóðverjarnir að endurgjalda heimsóknina nú í sumar. Þórarinn: „Yngri flokkar hand- knattleiksmanna og kvenna hafa tekið þátt í samnorrænum mótum tvö undanfarin ár. Arangur orðið eftir fremstu vonum, og munum vió af fremsta megni reyna að halda þessum samskiptum áfram í náinni framtið. Bæði ér, að slikar ferðir vekja mikinn áhuga þeirra yngri, og þjappa félög- unum betur saman, þannig að heildin verður mun sterkari.“ Guðmundur: „S.l. sumar lenti m.fl. okkar í knattspyrnunni i úr- slitakeppninni í þriðju deild. Það hafðist ekki þá að sigra, en við erum staðráðnir í að gera betur næst. Við höfum verið mjög heppnir með þjálfara i m.fl. Síðast var Arni Njálsson með okkur, þar á undan Hreiðar Ársælsson, og vonandi tekst okkur að ná í þjálfara næsta sumar jafn ágætan þessum mönnum. Þá má ekki gleyma frjálsíþróttafólki okkar. Þar hafa verið í fararbroddi Ragnhildur Pálsdóttir, sú kunna hlaupakona, og Erlingur Þorsteinsson. Einnig er margt af ungu fólki, sem stefnir að þvi að gera garðinn frægan á frjálsíþróttasviðinu." Á sl. sumri bryddaði Stjarnan i nánum tengslum við sveitar- félagið upp á þeirri nýbreytni, að efna til íþróttanámskeiða fyrir yngri borgarana. Hreppurinn sá um kostnaðarhliðina, en Stjarnan um framkvæmdina. Um þessi mál sagði Ingvi: „Þetta námskeið var nýmæli hjá félaginu. Ég held, að framkvæmdin hafi tekizt eins og framast var kostur, og almenn ánægja hafi rikt meðal ibúanna. Með þessum námskeiðum náum við til fleira fólks, og þjónum íbú- unum, en það er einmitt eitt helzta markmið okkar. Ég reikna meó að slíkt námskeið muni örugglega verða fastur liður hjá félaginu á komandi árum.“ Að lokum sagði Ingvi Guð- mundsson formaður Stjörnunnar: „Það, sem er brýnast verkefna félagsins er, að ná betur til fólks- ins, kynna þvi starfsemina. Þvi miður hefir þetta atriði ekki verið rækt nægjanlega. Einkum hefir hið margnefnda aðstöuleysi staðið i vegi fyrir að svo hafi verið. Ég er mjög bjartsýnn á að Ungmennafé- lagið Stjarnan verði með tíð og tíma öflugt félag, nóg er af ungu og efnilegu fólki í Garðahreppi til að svo geti orðió." Brynjólfur Markússon ÞAÐ ERU EKKI MÁRGIR ls- lendingar sem hafa verið valdir í landslið f tveimur greinum fþrótta. Einn þeirra er Brynjólfur Markússon, sem nú leikur með I.R. f handknattleik og hefir gert um nokkurra ára skeið að einu ári undanteknu, þegar hann var þjálfari K.Á. á Akureyri og leikmaður jafn- framt. Brynjólfur lék einnig um þriggja ára skeið með K.R. í körfuknattleik. Þá er og að geta þess, að eitt sumar dvaldist hann á Neskaupstað sem þjálf- ari og leikmaður með knatt- spyrnumönnum Þróttar, Neskaupstað. Það eru fleiri f fjölskyldunni en Brynjóifur sem afskipti hafa af fþróttum. Kona hans, Guðrún Sverris- dóttir, spilar með Fram í hand- knattleik, og hefir gert um nokkurra ára skeið. Einnig hefir hún leikið með landsliði. Því má með sanni segja, að fjölskyldan komi vfða við á sviði íþrótta. Brynjólfur var upphaflega f Fram. Þar var þröngt setin bekkurinn, og því fluttu þeir sig nokkrir yfir i l.R. Meðal þeirra voru þeir, Ásgeir Elfas- son, Vilhjálmur Sigurgeirsson og Ágúst Svavarsson, sem allir leika nú með 1. deildar liði t.R. í handknattleik. Með I.R. hefir Brynjólfur leikið sfðan, að einu ári undan- teknu, sem fyrr getur. Brynjólfur hefir þegar leikið þrjá leiki með fsl. landsliðinu. Sá fyrsti var gegn Bandarfkja- mönnum hér heima. Þá skoraði hann fimm mörk og fékk ágæta dóma fyrir frammistöðuna. Sá sfðasti var gegn Færeyingum nú f haust. Sem fyrr getur lék Brynjólf- ur um þriggja ára skeið með K.R. f körfuknattleik. Hann var átján ára þegar hann komst f meistaraflokksliðið, og nftján ára var hann fyrst valinn til að leika f landsliði f körfuknatt- leik. Það sem af er vetrar kveðst Brynjólfur ekkert hafa snert körfubolta og ekki reikna með að svo verði f vetur. Hann segir að eins og kröfurnar til íþróttamanna séu orðnar, sé útilokað að stunda nema eina grein fþrótta ef vel eigi að vera. Auk þess verður að taka tillit til kvenréttinda, en Guðrún kona hans þarf lfka að sinna sfnum áhugamálum, hand- knattleiknum. Þegar þetta er skrifað, hefir t.R. leikið tvo leiki f 1. deild- inni. Tapaði naumlega fyrir F.H. en ilia fyrir Ármanni. Þessi úrslit hafa komið mönnum mjög á óvart, einkum úrslit leiksins gegn Ármanni, þvf margir höfðu reiknað með, að l.R. mundi blanda sér f topp- baráttuna. Brynjólfur sagði að erfitt væri að spá nokkru eftir tvo leiki, en liðið hefði enn ekki fundið sig. „En ég held að þetta fari að lagast hjá okkur mjög fljótiega. Kaunar höfum við spilað nokkra æfingaleiki þar sem hlutirnir hafa gengið eins og bezt verður á kosið. Og allir vita hvað við getum verið hættulegir þegar okkar bezta kemur fram.“ Sjötti flokkur knattspyrnumanna Stjörnunnar ásamt þjálfara sinum, Guðmundi Ingvasyni. Á s.l. sumri stóðu þessir drengir sig með afbrigðum vel.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.