Morgunblaðið - 03.12.1974, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.12.1974, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1974 HÖRPDR VAR ÓSTÖÐVAM)I F,R HAIIK AR SIGRUÐU ÍR EFTIR þrjá leiki með Haukunum í 1. deildar keppni íslandsmótsins í handknattleik hefur Hörður Sig- marsson skorað 30 mörk, eða 10 mörk að meðaltali í leik. Hann reyndist ÍR-ingum óþægur Ijár í þúfu á laugardaginn, er liðin mættust í lþróttahúsinu í Hafnarfirði og skoraði þá tólf mörk. Sex þeirra voru reyndar úr vítaköstum, en þau mörk eru vitanlega ekki þýðingarminni en hin. Þetta var glæsileg frammistaða hjá Herði, sem var tekinn úr umferð lengst af í leiknum. Haukarnir unnu næsta auðveld- an sigur í leiknum við IR, 21—16, og halda því enn forystunni í 1. deildar keppninni. Máöllum ljóst vera, að Haukarnir hafa góða möguleika á að vera með i barátt- unni á toppnum mótið út í ár, jafnvel þó að svo virðist í fljótu bragði, að ekki séu margar stór- stjörnur í liðinu. Þannig er aðeins einn Haukaieikmaður, sem valinn hefur verið í landslið, það sem af er árinu: Gunnar Einarsson mark- vörður, en hann, ásamt Ragnari Gunnarssyni, Ármannsmark- verði, virðist nú bera höfuð og herðar yfir aðra íslenzka mark- verði. Varði Gunnar m.a. þrjú vítaköst í leiknum á iaugardag- inn. Það leynir sér ekki, að Hauk- arnir eru nú mun betra lið en þeir voru t.d. í fyrra, og veldur þar sennilega mestu um góð frammi- staða Viðars Símonarsonar sem þjálfara. Enn á ný er vert að nefna það sérstaklega hvernig Viðar stjórnaði liðinu í leiknum. Hann virtist vita upp á hár hve- nær aðalleikmenn liðsins þurftu á hvíld að halda og kippti þeim þá útaf stund og stund í senn, og þeir leikmenn, sem þá komu inná, börðust af krafti og gerðu fáar villur. Það eina, sem Haukaliðið skortir til þess að það sé óumdeil- anlega eitt hinna allra beztu, er ein langskytta í viðbót, en aðeins tveir leikmanna liðsins virðast geta skotið af einhverjum krafti að utan, þeir Hörður Sigmarsson og Ölafur Ólafsson, en sá siðar- nefndi heldur uppteknum hætti, — að skjóta föstum lágskotum, sem eru greinilega markvörðun- um afar erfið viðureignar. Leikur Hauka og IR hélzt nokk- uð lengi I járnum. Eftir Hauka- forystu á fyrstu mínútum náðu ÍR-ingar að jafna og komustyfir í 4—3. Var það í eina skiptið í leiknum, sem IR hafði yfir, en í fyrri hálfleiknum munaði tvíveg- is ekki nema einu marki, er stað- an var 6—5 og 7—6 fyrir Hauk- ana. Var Hörður drýgstur við að skora Haukamörkin og þegar staðan var t.d. 7—5 hafði hann skorað 6 af mörkum Haukanna. Lét Þórarinn Eyþórsson þjálfari iR-inganna, þá taka Hörð úr um- ferð og fékk Ásgeir Elíasson það hlutverk. Tókst honum að halda Herði vel niðri um tíma og kom þá upp nokkurt ráðleysi í spil Hauk- anna. Það kom þó ekki að veru- legri sök, þar sem iR-ingarnir voru ákaflega mistækir í sóknar- aðgerðum sinum. Léku þeir oft af meiri hraða en þeir virtust ráða við, og nokkrum sinnum kom fyr- ir, að sendingar þeirra höfnuðu beint í höndum Hauka. Allt virt- ist geta gerzt i þessum leik, allt til þess að 5 mínútur voru til leiks- loka, en þá var staðan 18—14 fyr- ir Hauka og Ólafi Ólafssyni var vísað af leikvelli. iR-ingarnir hugðust notfæra sér það vel að þeir voru einum fleiri, en allt fór i handaskolum hjá þeim, og næstu þrjú mörk voru skoruð af Hauk- um, þannig að staðan breyttist i 21—14 og leikurinn var útkljáð- ur. Slökuðu Haukarnir á árvekni sinni á síðustu minútunum og tókst iR-ingum þá að rétta hlut sinn nokkuð, þannig að munurinn varð ekki nema fimm mörk. Aður en Islandsmótið hófst í haust töldu margir, að iR-ingar myndu hafa mjög sterku liði á að skipa í vetur. Því hafði bætzt góð- ur liðsstyrkur frá í fyrra, þar sem Brynjólfur Markússon kom inn í liðið og auk hans Þórsleikmaður- inn Sigtryggur Guðlaugsson, sem tvímælalaust var atkvæðamesti leikmaður Akureyrarliðsins í fyrra. En hvað sem veldur hafa ÍR-ingar alls ekki náð sér á strik það sem af er keppnistímabilinu. Stórskytturnar vinna ekki nógu vel saman úti á vellinum — taka of mikið pláss hver frá annarri og leikur liðsins er alltof einhæfur. Línuspil eða opnun með leikflétt- um sjást varla. Þó er varnarleikurinn veikasti hlekkur IR-Iiðsins, en þar eru leikmennirnir nær undantekn- ingalaust of seinir í svifum og missa manninn framhjá sér. Markvarzlan er heldur ekki góð hjá liðinu, og ótrúlegt að mark- verðir þess séu í mikilli æfingu. Að öllu samanlögðu mega iRing- ar gæta sín í vetur. Ef svo heldur sem horfir hjá liðinu á það fall- baráttu á hættu. Verður það saga til næsta bæjar ef liö með einstak- linga á borð við Ágúst Svavars- son, Brynjólf Markússon, Ásgeir Elíasson, Gunnlaug Hjálmarsson og Sigtrygg Guðlaugsson verður að sætta sig við slikt. Sem fyrr greinir átti Hörður Sigmarsson mjög góðan leik með Haukunum að þessu sinni. Þær voru stundum ekki stórar smug- urnar, sem hann nýtti til þess að skora mörk í leiknum og fjöl- hæfni hans í skotum er mjög mik- il. Virðist Hörður nú betri en nokkru sinni fyrr, en hann átti mjög góða leiki með Haukaliðinu i fyrra, og þá sérstaklega fyrri hluta keppnistimabilsins. En þess ber lika að geta, að Hörður fær oft mjög góða aðstoð frá félögum sín- um í lióinu og þá sérstaklega frá Stefáni Jónssyni, sem opnar oft laglega fyrir hann á linunni, með „tætingi" sinum. Má mikið vera ef þessir tveir leikmenn Hauka- liðsins, ásamt Gunnari Einars- syni, fá ekki náð fyrir augum landsliðseinvaldsins, Birgis Björnssonar, en maður hefði haldið, að landsliðið skorti slikan baráttujaxl sem Stefán Jónsson er. I vetur hafa Haukarnir komið með nokkra unga leikmenn fram á sjónarsviðið og vekur einn þeirra sérstaka athygli. Sá heitir Ingimar Haraldsson. Má mikið vera ef sá piltur á ekki eftir að verða atkvæðamikill i framtíð- inni, þegar líkamsstyrkur hans vex. Alla vega hefur hann gott grip og auga fyrir þvi, sem er að gerast í leiknum. — stjl. Ólafur Olafsson, Haukaleikmaður, laumar knettinum yfir andstæðing sinn til Stefáns Jónssonar, sem jafnan er við «11 u búinn. Þegar leikurinn virtist tapaður fyrir FH-inga tók Geir Hallsteinsson til si Þarna er eitt þeirra að verða staðreynd. Atli Þór (nr. 5) og Sigurður Pétur Geir tók til sinna i og FH sigraði Gró ÞEGAR fimm mfnútur voru liðnar af seinni hálfleik FH og Gróttu f 1. deildar keppni Islandsmótsins f handknattleik f lþróttahúsinu f Hafnarfirði á laugardaginn var Grótta búin að ná slfkri stöðu f leiknum, að segja mátti, að sigur liðsins blasti við. Sex marka forysta, 16—10 virtist of míkil tii þess að FH-liðið ættí möguleika á að vinna hana upp, ekki sfzt þegar tekið er tillit til þess að allan fyrri hálfleik leiksins höfðu FH-ingarnir verið fremur slakir. En þegar svo var komið tók Geir Hallsteinsson til sinna ráða. Geir hefur verið litt áberandi með FHlið- inu það sem af er þessu keppnis- tímabili, enda hafa langvarandi veikindi háð honum. En það, sem eftir var leiksins i Hafnarfirði, var Geir hreint óstöðvandi fyrir Gróttu- menn og skoraði hann sjálfur eigi færri en fimm mörk og átti mestan þátt í fjórum öðrum, sem aðrir ráku þó endahnútinn á. Og það ótrúlega gerðist. FH vann upp forskot Gróttu, jafnaði á 16—16 og vann síðan sigur 26—23. Þó að það væri snilldarleikur Geirs Hallsteinssonar í seinni hálf- leiknum, sem færði FH-ingum þenn- an sigur, má ekki ganga framhjá öðru atriði. Þegar FH-ingar stóðu jafn höllum fæti og raun bar vitni gripu þeir til heldur Ieiðinlegs vopns og voru sér- lega grófir i varnarleik sfnum. Nálg- uðust Gróttumennirnir vörn þeirra var oftast tekið svo harkalega á móti þeim, að jafnvel hörðustu fjöl- bragðaglímumenn hefðu verið full- sæmdir af sumu þvi, sem sást til FH-inganna. Auðvitað er ekki nema eðlilegt, að lið gangi eins langt og dómarar leyfa, og reyni einmitt að notfæra sér veilur þeirra. Það kunnu hinir reyndu leikmenn FH i leiknum en þeir Sigurður Hannes- son og Gunnar Gunnarsson höfðu ekki nógu góð tök á leiknum og horfðu um of framhjá jafnvel hinum verstu brotum. Þeim félög- umVar í fyrra oftsinnis hrósað, og það með réttu, fyrir frammistöðu sína í svarta búningnum, en það, sem af er þessu keppnistimabili, hafa þeir engan veginn náð sér á strik. Taka leikinn í öndverðu ekki nógu föstum tökum, og leik- mennirnir ganga þvi fljótt á lagið. Fyrirfram hafði verið við þvi búizt, að Grótta yrði ekki erfiður keppinautur fyrir FH. Til að byrja með hafði FH líka alltaf betur i leiknum á laugardaginn, en liðið virkaði mjög ósannfærandi. Það var eins og alla snerpu og kraft vántaði í það. Sjálfsagt hefur munað miklu fyrir FH-inga, að Gunnar Einarsson lék ekki með því að þessu sinni. Hann meiddist í leik FH og Göppingen á dögunum og mun verða nokkurn tima að ná sér. Hefur Gunnar verið mjög óheppinn það sem af er keppnistimabilinu, og aldrei náð að leika á fullu. Og ein- hvern veginn er það þannig, að þegar Gunnar er ekki með, er Viðar Símonarson aðeins skuggi af sjálf- um sér, en það var einmitt samvinna þessara tveggja leikmanna, sem öðru fremur færói FH Islandsmeist- aratitilinn í fyrra. Aðalveilur FH-liðsins í þessum leik voru þó í vörninni, en þar virt- ust leikmennirnir stundum ekki nenna að hreyfa sig. Kom brátt að þvi, að Gróttumennirnir náðu að jafna leikinn og var staðan 12—10 þeim i vil I leikhléi. Fyrstu 5 minútur seinni hálfleiksins náðu varnarhörmungarnar siðan hámarki hjá FH og Gróttuliðið skoraði f jögur mörk í röð. Þegar þannig var komið i 16—10 fyrir Gróttu var sem FH- ingar vöknuðu loks til lifsins og þeir fóru að sýna tilburði til þess að vanda sig, og tóku að berjast — oft af of miklum krafti. Lengst af leiknum hafði Gróttu- liðið leikið skynsamlega. Reynt að hafa sóknir sínar langar og bíða eftir því að smugur opnuðust i FH- vörnina. Gafst þetta mjög vel, og um tíma skoraði liðið i hverri sókn. Þegar FH tók að saxa á forskotið virtist hins vegar sem hræðsla gripi um sig í Gróttuliðinu, og leik- mennirnir gerðu sig seka um hluti, sem voru í bland klaufaskapur og fljótfærni. Sem fyrr segir bættist svo við þetta mikil harka af hálfu FH-inga og voru Gróttumenn oft hart leiknir þegar þeir voru í sókn- um sínum. Ut af fyrir sig segir það ef til vill mest um þennan leik, að í honum voru skoruð 49 mörk. Slíkt ber ekki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.