Morgunblaðið - 16.09.1975, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.09.1975, Blaðsíða 1
40 SIÐUR ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1975 Prcntsmiðja Morgunblaðsins. Portúgal: Ráðherralisti Azevedos í dag? Lissabon 15. september AP—Reuter. TALIÐ er vfst að Jose Pinheiro de Azevedo aðmfráll og næsti for- sætisráðherra Portúgals tilkynni ráðherralistann f hinni nýju stjórn sinni síðdegis f dag. Áður hafði hann sagt að skýrt yrði frá listanum snemma f þessari viku og er talið að hann hafi viljað bfða þar til Marios Soares leiðtogi jafnaðarmanna f Portúgal snéri heim úr 3 daga heimsókn til V- Þýzkalands, en hann var væntan- legur sfðdegis f dag þriðjudag. Soares sagði f viðtali við V-Þýzka fréttamenn um helgina, að ekki væri gert ráð fyrir að stjórn þessi sæti lengur en til áramóta og að þá yrði efnt til nýrra þingkosn- inga. Ljóst er af stefnuskrá hinnar nýju stjórnar, að hún er kommún- Amalrik úthýst í Moskvu Moskvu, 15. september. Reuter. ANDREI Amalrik, einn kunnasti andófsmaður Sovét- ríkjanna, hefur verið hand- tekinn látinn laus og fengið skipun um að fara frá Moskvu innan þriggja daga. Amalrik hefur búið i Moskvu og nágrenni síðan i maí þegar hann losnaði úr út- legð i Magadan í norðaustur- hluta Sovétríkjanna. Honum var sagt að hann fengi ekki að búa í Moskvu þar sem hann og kona hans eiga eins herbergis íbúð. Sjálfur ságði Amalrik að sumarbú- staður hans hefði verið eyði- lagður þegar hann var í Magadan og hann hefði ekki í önnur hús að venda. Amalrik telur að yfirvöld vilji neyða sig til að flytjast til Israels þótt hann sé ekki Gyðingur og kona hans mú- hameðstrúar. Hann er kunnur fyrir bókina „Verða Sovétríkin til 1884?“ istum óhagstæð svo og samsetn- ing stjórnarinnar. Hér er ekki um að ræða samsteypustjórn að sögn Azevedos, heldur þjóðareiningar- stjórn, sem byggð er á styrkleika- hlutföllum flokkanna í síðustu kosningum. Fulltrúar jafnaöar- manna og alþýðudemókrata fá mun fleiri embætti í stjórninni en kommúnistar, þvi að þeir flokkar hlutu meira fylgi f kosningunum. Skv. stefnuskránni verða völd kommúnista í borgum, verkalýðs- félögum og hjá fjölmiðlum skert til muna. Auk þessa hafa kommúnistar misst mikil ftök f hernum eftir að helzti stuðnings- maður þeirra, Goncalves fyrrum forsætisráðherra, var neyddur til að segja af sér. Er afstaða kommúnista til hinnar nýju stjórnar tvfþætt, þeir neituðu að taka þátt í beinni endurvakningu þriggjaflokkastjórnarinnar, sem fór með völd f landinu f 14 mánuði þar til f júlí sl. vegna þess að þeir gerðu sér grein fyrir að þeir myndu engu fá að ráða. Hins vegar leyfa þeir félögum úr Kommúnistaflokknum að taka þátt í þessari stjórn sem einstakl- ingum þar sem þeir vilji ekki láta líta á flokkinn sem stjórnarand- stöðuflokk. Vitað er að Ernesto Entunes, foringi hinna 9 hægfara herforingja, sem börðust fyrir brottrekstri Goncalves, verður utanrfkisráðherra í nýju stjórn- inni. Irar: Herða baráttu Símamynd AP. Spánskir öryggislögreglumenn í viðbyggingu egypzka sendiráðsins í dag. BREZKA blaðið Fishing News skýrði frá þvf um helgina, að fiskimannasamband Irska lýð- veldisins hefði hert mjög baráttu sfna fyrir þvf að fá fiskveiðilög- sögu landsins færða út f 50 mílur. Aðalfundur sambandsins var haldinn f Dublin f síðustu viku og var þar einróma samþykkt álykt- un um að útfærsla fiskveiðilög- sögunnar væri lífsnauðsynleg fyrir írland og ekki mætti láta fiskveiðisamþykkt EBE standa í vegi fyrir útfærslunni. Upp hefði komizt um síaukinn fjölda fisk- veiðibrota innan núgildandi fisk- veiðilögsögu og að ekkert hefði verið gert til að koma í veg fyrir slík brot. Irskir fiskimenn hafa barizt fyrir endurskipulagningu fisk- veiðimála sinna, sérstöku sjávar- útvegsráðuneyti, sérstökum lög- um yfir fiskveiðar og útfærslu lögsögunnar f tvö ár án þess að nokkur árangur hafi náðst. Kom fram á aðalfundinum mikil gremja vegna aðgerðarleysis stjórnvalda. Segja fiskimennirnir að stórir flotar erlendra skipa, einkum hollenzkra, moki upp fiski við strendur Irlands og hreinlega ræni auðlindum, sem tilheyri írlandi. Övíst um örlög egypzku sendiráðsstarfsmannanna Sadat vísar öllum kröfum á bug Madrid og Kaíró 15. sept- ember AP Reuter FRÉTTIR frá egypzka sendi- ráðinu I Madrid voru mjög óljós- ar I kvöld og ekki vitað um örlög egypzka sendiherrans og tveggja annarra sendiráðsstarfsmanna, sem palestfnskir skæruliðar tóku f gfslingu f morgun, er þeir réðust vopnaðir inn f sendiráðið. Höfðu Úrskurður 1 vinstríð- inu gegn Frökkum Briissel 15. september AP—Reuter FRAMKVÆMDARAÐ Efnahags- bandalagsins kvað í dag upp úr- skurð f vfnstrfði Frakka og Itala út af 12% tolli, sem franska stjórnin setti á vfn frá Italfu fyrir helgi og var úrskurðurinn á þá leið, að tollurinn væri ólöglegur. Skipaði ráðið Frökkum að fella tollinn niður. Heimildir f Parfs hermdu, að þrátt fyrir þennan úrskurð myndi franska stjórnin ekki afnema tollinn. Hermdu heimildirnar, að franska stjórnin liti á úrskurðinn sem spurningu varðandi yfirráðarétt og nokkrar vikur þyrfti til að skýra málin. Italska stjórnin fagnaði þessum úrskurði sem sigri fyrir Italíu og sagði fjármálaráðherra itölsku stjórnarinnar, Colombp, að ef Frakkar gerðu ekki ráðátafanir til að leysa vandamálið myndu Italir grípa til gagnaðgerða. Mikil of- framleiðsla er á vínum á Italíu og þau mun ódýrari en frönsku vín- in. Hefur þetta valdið mikilli ólgu meðal franskra vínbænda. skæruliðarnir hótað að sprengja sendiráðið f loft upp kl. 22 að fsl. tfma og taka gíslana af Iffi ef egypzka stjórnin rifti ekki sam- komulaginu, sem gert var við Israel á dögunum. Seint f kvöld bárust svo fregnir um að skæru- liðarnir hefðu fallizt á að láta gíslana lausa gegn þvf að þeir fengju flugvél til að flytja sig til Alsír. Enn aðrar fregnir hermdu að skæruliðarnir héldu fast við hótunina um að taka gfslana af Iffi ef Sadat yrði ekki við kröfum þeirra. Munu þeir hafa ætlað að taka gfslana með til Alsfr ásamt sendiherrum Alsfrs og Iraks sem hafa tekið þátt f samningaviðræð- um. Skæruliðarnir sem eru 4, réðust inn í sendiráðið um kl. 10 en þá voru um 30 manns staddir þar, starfsfólk og aðkomumenn. Skæruliðarnir slepptu strax öllu fólkinu, nema þremenningunum. Þjóðfrelsisfylking Palestinu- Araba PLO sem Yasser Arafat veitir forystu, hefur lýst þvi yfir að hún hafi ekkert með þetta at- vik að gera og fordæmdi tals- maðurinn skæruliðana harðlega og sagði þá einhverja unga stúdenta. Skæruliðarnir sjálfir kenna sig við A1 Hussein, sem var ein af hetjum Palestínumanna og féll 1947. Sadat Egyptalandsforseti hélt i kvöld sjónvarps- og útvarpsræðu, þar sem hann lýsti því yfir, að Egyptar myndu aldri hvika frá gerðu samkomulagi við Israels- Framhald á bls. 39 Bratteli vann aðeins á Ösló 15. september Reuter — NTB. FYRSTU tölur ur sveitarstjórnar- kosningunum f Noregi f kvöld bentu til þess að Verkamanna- flokkurinn hefði bætt nokkru fylgi við sig miðað við þingkosn- ingarnar 1973, þótt hann hefði tapað nokkrum af sætunum, sem hann vann í sfðustu sveitar- stjórnarkosningum 1971. Fyrstu spár gáfu Verkamannaflokknum 37,1% atkvæða, sem er 4,6% tap miðað við kosningarnar 1971, en 1.6% fylgisaukning miðað við 1973. Fyrir kosningarnar lýstu leiðtogar Verkamannaflokksins þvf yfir, að 3—5% fylgisaukning tnyndi talin stórsigur. Litið er á úrslit kosninganna sem mjög mikilvægan prófstein fyrir Trygve Bratteli forsætisráð- herra og stefnu flokks hans. Á síðasta flokksþingi Verkamanna- flokksins var ákveðið að þing- flokksleiðtogi Verkamanna- flokksins, Odvar Nordli, myndi taka við embætti forsætisráð- herra fyrir kosningarnar 1977. Stórt tap fyrir fíokkinn hefði get- að haft í för með sér að breyging- unum hefði verið flýtt. 2,7 milljónir manna höfðu kosn- ingarétt í þessum kosningum, sem stóðu sunnudag og mánudag, en alls var kosið um 14.500 sæti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.