Morgunblaðið - 16.09.1975, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.09.1975, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1975 Réðust að 19 ára pilti og rotuðu hann ADFARANÓTT s.l. laugardags, um klukkan 3, var komið að ungum pilti þar sem hann lá með- vitundarlaus á Selvogsgötu í Hafnarfirði. Voru áverkar á and- liti og höfði piltsins. Hann var þegar fluttur á slysadeild Borgar- sjúkrahússins og sfðan á sjúkra- hús, þar sem hann Iiggur enn. Lögreglan gat yfirheyrt piltinn í gær. Pilturinn, sem er 19 ára gamall, sagðist hafa verið á gangi á Selvogsgötunni þegar tveir menn hafi ráðizt á sig og barið sig. Féll hann strax í öngvit. Hann gat ekki fundið neina skýringu á framferði mannanna tveggja, en vegna ölvunar man hann heldur Dró kæruna til baka I BLAÐINU á sunnudaginn var skýrt frá því í frétt að liðlega þrítug kona hefði kært nauðgun til lögreglunnar á laugardaginn. Við rannsókn málsins þótti kæran ekki byggð á sterkum grunni og svo fór að lokum, að konan dró kæruna til baka. óljóst það sem gerðist. Rannsóknarlögreglan í Hafnar- firði leitar nú mannanna sem verknaðinn frömdu, en pilturinn er nefbrotinn, bein fyrir neðan vinstra auga brotið og sjón tals- vert skert, auk þess sem hann hlaut skrámur og marbletti. Pilturinn var gestkomandi i Hafnarfirði. 200 manns tóku þátt í melskurði UM 200 manns, allt sjálfboða- liðar, tóku þátt f melskurði f nánd við Þorlákshöfn á laugardaginn, en fólkið kom á vegum land- verndar og Héraðssambandsins Skarphéðins. Var það við skurð allan daginn í bezta veðri og sótt- ist verkið vel, þótt melurinn væri vart nógu þroskaður. Haukur Hafstað hjá Landvernd sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að flest hefði fólkið komið úr Framhald á bls. 39 Viðræðufundir við Belga: Skipzt á skoðunum á stuttum fundi í gær VIÐRÆÐUR milli Belga og Is- lendinga vegna útfærslunnar f 200 sjómílur hófust I Ráðherra- bústaðnum í gærmorgun og stóð fyrsti fundur viðræðunefndanna f um það bil klukkustund. Sam- kvæmt upplýsingum Hans G. Andersen, sendiherra, sem er for- maður fslenzku viðræðunefndar innar, var skipzt á skoðunum á fundinum og ákveðið að nefnd- irnar hittust aftur f dag. Etienne Hartford, sendiherra Belga á Islandi, er formaður belgísku nefndarinnar. Hann sagði I viðtali við Mbl. í gær, að viðræðurnar í gær hefðu verið mjög vinsamlegar og hann sagðist ánægður með þær, sem langt sem þær næðu. Hartford sagðist vera bjartsýnn, en gera sér jafnframt grein fyrir því, að við mikla erfið- leika væri að etja. Etienne Hartford sagðíst ekki vita, hve viðræðurnar myndu taka langan tíma og um það vildi Hans G. Andersen heldur ekkert fullyrða, en líkur bentu til þess í gær, að fundurinn í dag skæri úr um það, hve lengi viðræðurnar stæðu að þessu sinni. 1 bókinni er eitt Ijóð ásamt mynd á hverri opnu. Tíminn og vatnið kemur út hjá Helga- felli með myndum Einars Hákonarsonar TlMINN og vatnið, ljóðabálkur Steins Steinarr, er kominn út hjá Helgafelli með myndum Einars Hákonarsonar. I Unuhúsi við Veghúsastíg stendur nú yfir sýning á myndunum og er bókin þar jafnframt til sölu. Mbl. ræddi við Einar Hákonarson um bókina í gær. Hann sagðist hafa lokið við myndirnar fyrir einum tveimur árum, en um þrjá mánuði hefði tekið að gera þær. — Ég hafði ákaflega mikla ánægju af að gera þessar mynd- ir. Ég gerði mér grein fyrir þvf í upphafi, að myndirnar máttu ekki verða of „sterkar“, þ.e.a.s. ég gat ekki vænzt þess, að allir skildu „Tfmann og vatnið" eins og ég, og því var mikils um vert, að í myndunum kæmi ekki fram bein afstaða, heldur hug- mynd, kannski óljós á stundum. Sums staðar hef ég notað skýrt táknmál, eins og t.d. hringinn, þ.e.a.s. tímann — hið óendan- lega. Þögnin er lika táknuð á skýran hátt, og sem tákn vit- undarinnar nota ég andlit. Þetta er óákveðið andlit, það hefur engan sérstakan svip, — það hefur ekki augu — það er óráðið og sibreytilegt, eins og vitundin. Það sem mér finnst koma skýrast fram i „Tímanum og vatninu“ er trúin, trúin á guð, en um leið eru ljóðin lof- Framhald á bls. 39 Einar Hákonarson ásamt Ásthildi Björnsdóttur, ekkju Steins Steinarr. Frá viðræðufundi Belga og lslendinga um fiskveiðiréttindi við tsland. Ekið á bíl FIMMTUDAGINN 11. september, milli 11 og 13, var ekið á bif- reiðina G-9942, sem er Mazda 818, gulbrún að lit, þar sem bifreiðin stóð í porti bak við húsið númer 27 við Laugaveg. Var bifreiðin skemmd töluvert að aftan. Þeir sem einhverjar upplýsingar geta gefið um þessa ákeyrzlu eru beðnir að hafa samband við rann- sóknarlögreglun a. Ljósm.: Brynjólfur. MIKIÐ úrfelli var á Vestfjörðum og vfða á Vesturlandi f fyrradag og af þeim sökum skcmmdust vegir á allmörgum stöðum vegna skriðufalla. Mestar skemmdir munu hafa orðið í Barðastrandar- sýslu og er enn ekki vitað hvenær búið verður að gera við skemmd- irnar að fullu, en f gær var gert við vegina til bráðabirgða. Hjörleifur Ólafsson vegaeftir- Iitsmaður sagði þegar Morgun- blaðið ræddi við hann, að mestar skemmdir hefðu orðið á sunnan- verðum Vestfjörðum. Víða í Barðastrandarsýslu hefðu fallið aurskriður og valdið skemmdum, Jón Olgeirsson: ,, Togar askipst j ór ar vilja losna við þorskastríð” Gott verð fyrir fisk í Englandi „TOGARASKIPSTJÓRAR hér f Grimsby segja að þeir voni að samningar takist um fiskveiði- lögsögumálið milli ríkisstjórna Islands og Bretlands, jafnvel þótt Bretar verði að gefa eitthvað eftir, þvf að þeir segja að þeir vilji Iosna við nýtt þorskastríð og það álag á taugarnar, sem því fylgir,“ sagði Jón Olgeirsson ræðis- maður tslands f Grimsby f sam- tali við Morgunblaðið f gær. Jón sagðí, að afli hefði verið mjög tregur hjá brezkum togurum á íslandsmiðum að undanförnu. Mætti þar kenna tvennu um, annars vegar að hólfin við Vestfirði voru nú lokuð og hins vegar að slæmt veður hefði verið úti fyrir NA- landi og SA-landi, þar sem togararnir mega halda sig núna „Það er taiið, að f vetur muni vanta fisk á markaðina bér f Bretlandi og núna eru t.d. til mun minni birgðir af fiski en á sama tfma í fyrra. Stafar það fyrst og fremst af því hve mörgum togurum hefur verið lagt á þessu ári. Nú mun búið að leggja 40 togurum og talað hefur verið um að leggja 12 til viðbótar. 1 stað þessara 40 togara, sem lagt hefur verið, hafa aðeins 5 skip bætzt við. Þá hefur afli togaranna verið tregari en f fyrra,“ sagði Jón. Hann sagði, að ísfiskmarkaðurinn f HuII og Grimsby væri nú frekar góður, og gott verð væri á kola, ýsu og stærri þorski. Enginn koli hefði nýlega borizt af Islands- miðum, en fyrir Norðursjávar- kolann fengjust 140—220 kr. fyrir kflóið. 120—170 krónur hafa fengizt fyrir hvert kíló af ýsu og fyrir hvert kfló af góðum þorski hafa fengizt 90—120 krónur. Sölutfmi fslenzkra skipa er nú rétt að byrja, en haustið lítur mjög vel út. Fyrsti fslenzki togarinn mun selja hér á mánudag f næstu viku, en það er Dagný frá Siglufirði og ætti að selja vel. Aurskriður féllu á vegi á Vestfjörðum einkum í Hvammshlíð. Þar hefði vegurinn algjörlega lokazt, en við- gerðarflokkar vegagerðarinnar hefðu verið þar í gær, en ekki var vitað hvernig verkið sóttist. Þá sagði Hjörleifur, að skriður hefðu fallið á Örlygshafnarveg fyrir utan Kvígindisdal og vitað væri um skemmdir á Hofsárhálsi, en ekki hve miklar. Guðmundur í 4. sæti TlUNDA umferð alþjóðamótsins f San Feliu de Guixols á Spáni var tefld á sunnudag. Þá sömdu Guðmundur Sigurjónsson og Pomar frá Spáni um jafntefli f 40 leikjum. I nfundu umferð ann Guðmundur stórmeistarann Soos frá Rúmeníu f 40 Ieikjum. Að loknum tfu umferðum er Guðmundur f 4. sæti með 6 vinninga. Efstir eru Garic og Vaganian með 7 vinninga hvor og þá kemur Szabo með 6,5 vinninga. I gær áttu skákmennirnir frf, en ellefta og sfðasta umferðin verður tefld f dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.