Morgunblaðið - 16.09.1975, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1975
15
Ný tegund plast-
röra á markað hér
Framleiðslu pottröra hætt 1 Danmörku
NÝLEGA hélt danskur fulltrúi
svissneska fyrirtækisins Geberit,
Börge B. Pejtersen, tækni-
fræðingur, fyrirlestra í Iðn-
skólanum, þar sem hann kynnti
nýja tegund plaströra úr efninu
polyethylen. Rörin eru nefnd
PEH-rör, en þau hafa þann aðal-
kost, að efnið tærist ekki og það
hefur mjög mikið hitabreytinga-
þol. Þannig þola rörin hita upp I
100 gráður á celsíus og allt að 40
gráða frost. Rörin eru mikið not-
uð I skólpleiðslur en viðnám
þeirra gegn hvers kyns efnum
gerir þau sérstaklega hentug til
frárennslislagna við rannsókna-
stofur, sjúkrahús og iðnaðar-
mannvirki, þar sem sterk efni eru
jafnan töluverður hluti úrgangs.
Þá er mikið hagræði að því, að
hægt er að fullvinna rörin í verk-
stæðum að mestu leyti, þannig að
erfið veðurskilyrði þurfa ekki að
tefja framkvæmdir, eins og títt
mun vera þegar um er að ræða
þung rör, sem erfið eru f meðför-
um.
Framleiðsla þessara röra hófst
reyndar fyrir tuttugu árum og
síðan hefur notkun rutt sér mjög
til rúms f fjölmörgum löndum.
Sem dæmi má nefna Danmörku,
en á þessu ári var framleiðslu
pottröra hætt þar í landi. Þess má
geta, að hingað til hafa pottrör
aðallega verið flutt til Islands frá
Danmörku og Póllandi.
Fyrirtækið A. Jóhannsson og
Smith hefur umboð fyrir PEH-
rörin hér á landi. Aðalsteinn
Jóhannsson framkvæmdastjóri
sagði ástæðuna til þess, að slík rör
hefðu ekki verið notuð hér að
nokkru marki hingað til fyrst og
fremst þá, að jafnan tæki langan
tíma að fá löggildingu nýrra
byggingarefna hér á landi, en nú
hefðu þessi rör verið samþykkt
22 krónur fyrir
kg af hörpudiski
YFIRNEFND Verðlagsráðs
sjávarútvegsins hefur ákveðið
eftirfarandi lágmarksverð á
hörpudiski frá 1. september til 31.
desember 1975.
Hörpudiskur f vinnsluhæfu
ástandi, 7 sm á hæð og yfir, hvert
kg... kr. 22.00. Stærðar-, gæða- og
afhendingarskilmálar eru
óbreyttir.
Verðið var ákveðið af odda-
manni og fulltrúum seljenda gegn
atkvæðum fulltrúa kaupenda.
I yfirnefndinni áttu sæti:
Gamalíel Sveinsson, sem var
oddamaður nefndarinnar, Jón
Sigurðsson og Kristján Ragnars-
son af hálfu seljenda og Árni
Benediktsson og Eyjólfur ísfeld
Eyjólfsson af hálfu kaupenda.
Leinur,
Ijósmyndir
ný Ijósmyndastofa
TOKUM EINGONGU LITMYNDIR
BARNAMYNDIR
FJÖLSKYLDUMYNDIR
m BRÚÐARMYNDIR
f • ff FERMINGARMYNDIR
I Ýf I If^ PASSAMYNDIR meðan
L.^JII.IL/1 beðiðer
Ijösmyndir
Laugavegi 96. Sími 21151.
Aðalsteinn Jóhannsson og Börge Pejtersen,
hér sem annars staðar, þannig að
ekkert væri þvf til fyrirstöðu, að
notkun þeirra yrði almenn.
Hingað til hafa þessi rör verið
notuð I nokkur hús hér á landi,
stórhýsi Framtaks í Breiðholti.
Börge B. Pejtersen sagði, að í
Danmörku væru PEH-rörin um
25% ódýrari en pottrör, sem not-
uð hafa verið. Fyrirtækið, sem
hóf framleiðslu PEH-röra, er
svissneskt og rekur það nú þrjár
verksmiðjur — í Sviss, Austurríki
og Vestur-Þýzkalandi, en alls
starfa um 2.500 manns í verk-
smiðjunum. Auk þess hefur fyrir-
tækið umboðsmenn og tæknilega
ráðunauta í flestum Evrópulönd-
um.
EF ÞAÐ ER FRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
418 hvalir veiddir
418 HVALIR höfðu veiðzt þegar
Mbl. hafði samband við Hvalstöð-
ina í gær, þar af voru 415 komnir
á land. Á allri vertíðinni í fyrra
veiddust 365 hvalir, og hófst þó
vertfð mun seinna nú en þá.
Skipting hvalanna í sumar er sú,
að 245 langreyðar hafa veiðzt, 34
búrhvalir og 136 sandreyðar. Lé-
leg veiði var f síðustu viku vegna
óveðurs en tvo síðustu dagana
hefur verið gott veiðiveður og er
búizt við þvf að hvalveiðarnar
standi a.m.k. út næstu viku.
Almenni músikskólinn
tekur til starfa
KENNSLA I Almenna músik-
skólanum hefst 22. sept. n.k. og er
þetta 4. starfsár skólans. Náms-
efni skólans er nokkuð frábrugðið
þvf, sem er í öðrum tónlistarskól-
um. í stað hins klassfska kennslu-
efnis er farið inn á léttari brautir.
Aldursmunur nemenda f
skólanum er mjög mikill, eða allt
frá 5 til 50 ára. Kennarar við
skólann eru nú 16 og tvær
nemendahljómsveitir eru í upp-
siglingu. Hljómsveit, blönduð
harmonikum, fiðlum, gfturum og
rithma, og svo Pop-hljómsveit. Þá
eru nemendatónleikar fyrir-
hugaðir á komandi vori.
Verzlanir — veitingaaðstaða — þjónusta
Óskað er eftir þátttakendum til margs konar verzlunarreksturs
ásamt veitinga og þjónustustarfsemi á miðbæjarsvæði Kópavogs
Áhugamenn sendið nöfn og heimilisfang ásamt uppl. um starfsemi og húsnæðis-
þörf til afgr. Mbl. fyrir 17 þ.m. merkt: Miðbær framtiðarinnar — 2445.
Heimsþekktar verðlaunavörur fró Finnlandi. Einstakar glervörur, hannaðar af
færustu listamönnum Finnlands. Útlit og gæði littala eru í algerum
sérflokki. — Komið og skoðið úrvalið.
/7\ HÚSGAGNAVERZLUN
KRISTIÁNS SIGGEIRSSONAR HF.
\a6/ Laugavegi I3 Reykjavik sími 25870
m Alltaf er hann beztur Blái borðinn M
Blái boröinn
smjörliki
• smjörliki hf.