Morgunblaðið - 16.09.1975, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.09.1975, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1975 13 ast við slíku sem þessu og einhvers konar vandamál hafa alltaf komið upp, þar sem virkjað hefur verið á þennan hátt. Krafturinn i holunni er gífurlegur, sem sést af því mikla hitastigi, sem er í henni, 310 gráður. Þetta er heitasta hola, sem boruð hefur verið hérlendis eða jafnvel í öllum heiminum og á hitastiginu byggist það mikla afl og sá mikli þrýstingur, sem fæst úr holunni. Sú hola, sem áð- ur var heitust, var bor- hola á Reykjanesi, sem gaf 289 gráðu hita, en þriðja heitasta holan er í Námafjalli 281 gráða. Við spurðum þá næst um jarðskjálftana á svæðinu og hugsanlegar afleiðingar þeirra. Karl Ragnars sagði: — Það eru jarðskjálftamælar hér allt í kring, í Reykja- hlíð, Húsavík og á Gríms- stöðum. Hafa mælzt hér talsverðar hræringar í sumar og ég get ekki sagt um það, hvort það sé óeðlilega mikið. Sumir telja að jarðhræringar séu hér meiri vegna bor- ananna, sem gerðar hafa verið í sumar. Nú skal tekið fram að ég er ekki jarðskjálftafræðingur og ég veit að haft hefur ver- ið aftir Páli Einarssyni, jarðskjálftafræðingi, að boranir kynnu að geta valdið þessu, en leik- mannsskoðun mín er sú að slíkt komi varla til greina. Jarðhitasvæði og jarðskjálftar eru ekkert skyld fyrirbæri, en menn verða að minnast þess að við erum hér staddir í jaðri eins mesta jarð- skjálftasvæðis landsins og því er ekki undarlegt, þótt jarðhræringar verði hér. Ég veit ekki til þess að jarðskjálftar hafi haft áhrif á háhitasvæði, en þeir hafa hins vegar haft áhrif á hveri og lindir, ekki vegna þess að eðli hitasvæða hafi breytzt, heldur vegna þess að vatnsrásir í jarðvegi hrynja saman. Holan, sem erfiðleikun- um hefur valdið, er þegar fóðruð niður að því marki, sem vatnið fór út úr henni við 700 metra dýpt. Fyrirhugað er að fóðra hana enn lengra niður. Karl sagði að jafn- vel þótt það tækist ekki, ætti ekki að vera nein hætta því samfara. Hann sagði að þegar holan yrði opnuð á ný, myndi gufan leita stytztu leið upp á við og taldi hann að þá myndi hið yfirþrýsta vatn hætta að fara út úr holunni við 700 metra dýpt. Þrýstingurinn leit- ar auðveldustu leið upp úr holunni. Við Kröfluframkvæmdir vinna nú að staðaldri um 100 manns. Frá Orku- stofnun eru um 20 manns, en aðrir vinna fyrir Miðfell, sem er verktaki Kröflunefndar. Kröflunefnd hefur með höndum byggingu stöðv- arhúss og orkuversins sjálfs, en Orkustofnun sér um framkvæmdir við boranirnar og aðveitu- kerfi gufunnar. Raf- magnsveitur ríkisins sjá Bormastrið að hálfu leyti hulið gufumekki. Þar sem gufan þrýstist upp um borhoiuna, heyrir maður vart til sjáifs sfn. f frostinu, sem þarna var á föstudag, mynduðust allmyndarieg grýiukerti á borútbúnaðinum. Fyrri borholan, sem blæs af miklu afli og bfður þess að geta knúið rafala virkjunarinnar. Séð ofan frá borunarsvæðinu að stöðvarhúsinu f byggingu. Fjærst er svefnskálahverfl starfsmanna. síðan um línulögn frá Kröflu til Akureyrar. Fyrirhuguð virkjun verður 60 megawött og áætlað er að önnur af vél- um virkjunarinnar, 30 megawött taki til starfa um áramótin 1976 til 1977. Til þessa hafa verið boraðar tvær holur, hin fyrri 1600 metrar að dýpt og þessi viðburðarríka hola, sem er 2000 metrar. í fyrra voru boraðar tvær tilraunaholur, 1100 metrar hvor. Nú er unnið að því að gera stöðvarhús fokhelt fyrir veturinn, svo að vinna geti haldið áfram innanhúss i vetur, en þá munu boranir liggja niðri. Stöðvarhúsið stendur niður í dal og holurnar eru i hæðunum fyrir ofan. Verður guf- unni safnað saman í f jór- ar miklar aðveitupípur, sem liggja að stöðvarhús- inu. Stöðvarhúsið er sjálft húslaga, en við hlið þess verður síðan reistur húslaga kassi, sem verð- ur kæliturn gufunnar, þar sem vatnið hríslast niður og kólnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.