Morgunblaðið - 16.09.1975, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1975
heitastaborhola veratdar
KRAFLA — nafn þetta
hefur á síðustu misserum
orðið næstum á hvers
manns vörum. Krafla er
fjall, 818 metra hátt,
skammt norðan Náma-
fjalls. og er það sprengi-
gígur, sem síðast gaus
með sprengingu 1729. Nú
er þar eitt mesta háhita-
svæði landsins og þegar
rætt var um virkjunar-
möguleika fyrir Akur-
eyri, var þetta svæði lagt
að jöfnu við Námafjalls-
svæðið, en þegar tekið
var tillit til umhverfis-
sjónarmiöa, leit Náttúru-
verndarráð svo á, að
Krafla væri hentugri
ekki frágengin eins og
ætlast er til og með þessu
móti ættu boranir að tef j-
ast sem minnst. Þegar
síðan er lokið við holuna
sem borun er ekki hafin
á, verður borinn aftur
fluttur á sprungnu hol-
una og er þá fyrirhugað
að búið verði að búa svo í
haginn, að unnt sé að
ljúka við hana.
Það, sem gerðist, þegar
holan sprakk upp, var að
leið opnaðist fyrir vatn
úr 2 þúsund metra dýpi
upp í 700 metra dýpi.
Þetta vatn sem kemur á
þessu mikla dýpi er 310
gráðu heitt og þrýstingur
Kröfluhotan
Vegvísirinn að Kröflu lætur lltið yfir sér. Peningurinn á vlsinum er
10 króna peningur, sem þar er settur til þess að gefa hugmynd um
stærð vfsisins.
Karl Ragnars verkfræðingur
Orkustofnunar við Kröflu.
.<
staður. Þess vegna varð
Krafla fyrir valinu.
Þegar farið er að
Kröflu er beygt norður
af þjóðveginum nokkru
austar en Námaskarð.
Vegvísirinn, sem á stend-
ur „KRAFLA — steam
power station under
construction“ — eða
gufuaflstöð í smíðum, er
ekki alveg í takt við þær
miklu framkvæmdir, sem
unnið er að við Kröflu,
því að vegfarandi þarf að
hafa sig allan við til þess
að finna vegvísinn og
vissulega finnur hann
enginn nema sá sem veit
af honum og leitar því
sérstaklega. Vegvísirinn
er á að gizka 4 cm breiður
og 12 cm langur.
Þrátt fyrir það fundum
við veginn og þegar kom-
ið er upp að virkjunar-
svæðinu berst að eyrum
okkar hvinur og hvæs
þeirra tveggja hola, sem
boraðar hafa verið á
svæðinu, svo að undir
tekur í fjöllunum í kring.
Við hittum að máli Karl
Ragnars, verkfræðing
Orkustofnunar á staðn-
um, en hún sér um bor-
unarframkvæmdir og
notar borinn, sem hvað
drýgstur hefur verið I
landi Reykjavíkurborgar
og flestir Reykvíkingar
kannast við.
Karl Ragnars segir
okkur að óhappið, sem
getið hefur verið í frétt-
um Morgunblaðsins, hafi
orðið um klukkan 09.30 á
þriðjudag og sprakk þá
holan upp í mastrið og
var mikil mildi að ekki
urðu slys við þetta atvik,
sem gerðist mjög snöggt.
Á föstudag, er Morgun-
blaðsmenn komu á stað-
inn, hafði holunni verið
lokað eins og hægt var,
en það hafði þó ekki tek-
izt fullkomlega, því að
enn hvæsti hún og spjó
gufu í mitt mastur bor-
turnsins. Karl sagði að á
mánudag myndi flutning-
ur borsins hefjast og
tæki hann nokkra daga.
Taka þyrfti borinn af hol-
unni til þess að köma fyr-
ir nýjum loka á henni. Á
meðan er ætlunin að bora
aðra holu með bornum.
Holan, sem sprakk, er
þess er svo mikill, að
hann er meiri en þrýst-
ingur kaldrar vatnssúlu,
sem nær frá yfirborði og
niður á 700 metra dýpt.
Þetta hefur það í för með
sér að ef þetta heita vatn
hefði ekki aðra leið að
fara, gæti það ruðzt upp
vatnsganga á jarðhita-
svæðinu og myndað gufu-
hver á yfirborðinu. Karl
Ragnars sagði: — Við
gerum þó ekki ráð fyrir,
að til þessa komi, vegna
þess að holan, sem áður
var boruð og nú er í
blæstri, tekur vatn úr
sömu 700 metra dýptinni,
þannig að þá leið kemst
gufuþrýstingurinn upp á
yfirborðið.
Karl sagði að svipað at-
vik hefði gerzt í Náma-
fjalli við boranir þar árið
1969. Vatn rann þá inn í
holu á 600 metra dýpi og
út úr henni aftur á 100
metra dýpi. Þetta vatn
hafði meiri þrýsting en
jarðlagaþrýstingur á
þessu dýpi og við það
sprakk upp hver í hlíð-
inni fyrir ofan borhol-
una.
— Við teljum að þetta
atvik hér hafi engar af-
leiðingar, þar sem vatnið
fer úr holunni á 700
metra dýpi og afleiðingar
þessa gufugoss í holunni
verða væntanlega engar.
Þetta gæti þó tafið boran-
ir um hálfan mánuð, en
getur ekki orðið afdrifa-
ríkt fyrir virkjunina sem
slíka. Þegar borað er í
háhitasvæði má ávallt bú-
Athafnasvæðið við Kröflu. Borinn gnæfir við himin fyrir miðri mynd.TiI vinstri er stöðvarhúsið I byggingu og skemma til hægri. Myndin er
tekin frá svefnhúsahverfi starfsmannanna.