Morgunblaðið - 16.09.1975, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 16.09.1975, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1975 r. i- Þríeykið í höfuðstað Norðurlands Málgagn SjálfstæSis- flokksins á Akureyri, fs- lendingur, er vikublaS. sem er athyglisvert fyrir margra hluta sakir. ÞaS er nú á 60. aldursári, sem er hár aldur landsbyggSar- blaSs, og er hiS vandaS- asta aS öllum frágangi. ÞaS sem einkum vekur þó athygli, ekki slzt á kvennaári, er þríeyki þaS, sem gengur fyrir blaðinu. ÞaS eru engin dæmi hér- lend önnur, og naumast erlend heldur, um algjör kvennaráð á pólitlsku blaSi. Ritstjóri blaðsins er Sigrún Stefánsdóttir, auglýsingastjóri Val- gerSur Benediktsdóttir og dreif ingarstjóri Drlfa Gunnarsdóttir. Virkjunar- mál á Norður- landi í leiSara síðasta fslend- ings er fjallaS um orkumál I landsfjórSungunum. Þar segir ma: „Virkjunarmál á Norðurlandi hafa verið I brennipunkti á undan- fömum árum. Þegar fyrir- séð var að ekki yrSi um frekari virkjanir I Laxá aS ræSa, var tekin sú afdrifa- rlka ákvörðun I ráSherra- tlð Magnusar Kjartans- Otgefandi: Islendingur hf. Ritstjóri og ábyrgðarmaSur: Sigrún Stef&nsdóltir. Auglýsingastfóri: Valgerður Benediktsdóttir Dreifingarstfóri: Drífa Gunnarsdóttir. Ritstjórn og afgreiðsla: Kaupvangsstræti 4, sími 21500. Prentun: Prentsmiðja Bjöms jónssonar. „Blaðhaus" íslendings á' Akureyri. sonar, aS einvörSungu skyldi leysa orkuvanda Norðlendinga með þvl aS tengja fjórSunginn við orkukerfi Landsvirkjunar á SV-landi. Fyrst skyldi sú llna liggja yfir hálendið, en slðar var ákveðið að leggja hana yfir Holta- vörSuheiði og um byggSir. Samtlmis þessari ákvörS- un var frestað rannsókn- um á öSrum álitlegum lausnum á orkuvandan- um, m.a. var frestaS aS rannsaka Kröflusvæðið bæSi árin 1972 og 1973. Nú er unnið að þvl aS leysa þetta mál. Kröflu- virkjun er hraðaS eins og unnt er og gengur það verk ennjtá eftir áætlun. Þar er ekki slzt aS jiakka ötulu starfi Kröflunefndar undir forystu formanns hennar, Jóns G. Sólnes, alþingismanns." Leiðarinn fjallar jafn- framt um hugsanlega stofnun Norðurlandsvirkj- unar, sem hafi forgöngu um virkjanir og dreifingu I fjórðungnum, og tryggi heimamönnum eignar- aðild og stjórnun virkjana og dreifikerfa I landsfjórð- ungnum. Sjúkradeild fyrir örvita og ósjálfbjarga Auk orkumála fjallar blaðið (I frétt) um heil- brigðismál. Þar kemur fram, að hafnar eru fram- kvæmdir við sérstaka sjúkradeild fyrir örvita og ósjálfbjarga hjúkrunar- sjúklinga, við vistheimilið Sólborg á Akureyri. Sjúkradeildin verður um 450—500 fermetrar á einni hæð og er ætluð fyrir 24 sjúklinga. Nýbyggingin verður tengd eldri byggingum á Sól- borg með gangi og ver- önd. Á yfirstandandi ári vóru veittar 20 m.kr. úr Styrktarsjóði vangefinna til þessara framkvæmda og I sl. mánuði hófst vinna við jarðgröft vegna sjúkradeildarinnar og er það verkefni vel á veg komið. í blaðinu kemur fram, að I dag er heimilið ofsetið sem svarar 90%, miðað við kennslu og þjónusturými, en 40% miðað við svefnpláss. Við núverandi aðstæður sé ekki hægt að veita vist- mönnum þá þjónustu, sem nauðsynlega verður að telja. Með því að hópa saman vangefnu fólki á öllum meðferðarstigum í yfirfullt húsnæði, án möguleika á deildarskipt- ingu. eru öll fræðileg lög- mál um uppeldi og þjálfun þessa öryrkjahóps fótum troðin, segir f blaðinu. Þeim, sem lesa vilja blað. er flytur stað- bundnar fréttir og hug- leiðingar um norðlenzk málefni, er sérstaklega bent á vikublaðið íslend- ing á Akureyri. ( 'v Hringið í síma 10100 milli kl. 10.30 og 11.30 frá mánudegi til föstu- dags og spyrjið um Lesendaþjónustu Morgunblaðsins. V_____________________ LÁGMARKSÞYNGD Á LIFUR? Sigrfður Jóhannsdóttir, Álfa- skeiði 126, Hafnarfirði, spyi: „1 fyrra keypti ég 10 slátur en lifrin, sem ég fékk með þessum 10 slátrum, reyndist ekki vera nema 3 kiló samanlagt. Nú er í öllum uppskriftum gert ráð fyr- ir að í hverju slátri sé lifrin 450 grömm. Ég vil því spyrja: Eru engin tákmörk fyrir lágmarks- þyngd á hverri lifur?“ Jónmundur Ólafsson, kjöt- matsformaður hjá Framleiðslu- rðði landbúnaðarins, svarar: „Það gilda engar ákveðnar reglur um þyngd hverrar lifrar. Innmatur er seldur í heild sinni og fylgir þá lifrin án tillits til þyngdar. Samkvæmt meðaltals- vigt er lifur í 15 kg lambs- skrokk 388 grömm og nýru 81 gramm og hjörtu 130 grömm.“ FRJÁLSLYNDUR PRESTUR? Susie Bachman, Langholts- vegi 80, Reykjavlk, spyr: „Er hugtakið að vera frjáls- lyndur prestur það sama og vera frjálslyndur í ástum? Það er að segja, fylgja engri ákveð- inni trúarstefnu eða vera ekki við eina fjölina felldur?“ Sr. Jón Auðuns fyrrv. dóm- prófastur, svarar: „Hvað er „frjálslyndi í ásta- málum“? Því svara ég aðeins þessu: Troði það í miskunnar- og tillitsleysi niður lífsgæfu annarra, er það engum gæfu- vegur. Einar Jónsson var ekki listmálari á heimsmælikvarða eins og hann var vissulega sem myndhöggvari. En við frúna, sem spyr um þetta „frjálslyndi í ástamálum", vil ég samt segja þetta: Leggið leið yðar í Lista- safn E.J. á Skólavörðuhæð, spyrjið um sérkennilegt mál- verk, sem heitir Hrosshófurinn, og þar lesið þér svar mitt. Hvað er frjálslyndi í trúmál- um? Látum kirkjusöguna svara, hún gefur oft bein svör við beinni spurn. Trúhroka gagnvart trúbræðrum, sem öðr- um augum líta á kenninguna, og umburðarleysi gagnvart öðr- um trúarbrögðum, þennan óheillaarf fékk kristindómur- inn frá Gyðingatrúnni, og þenn- an straum má óslitinn rekja í sögu kristninnar, blóðferil bræðravíga eins og auðsær er nú á Irlandi, þótt einnig séu þar að verki önnur öfl en trúarleg. En guðspjöllin gátu ekki gleymzt, ekki Fjallræðan, ekki Kristur, og þessvegna má ann- an óslitinn straum rekja í sögu kristninnar fram á þennan dag: straum hins frjálslynda hugar- fars, vfðsýnis og umburðarlynd- is gagnvart þeim, sem öðruvísi trúa. Þó standa hvergi yfir kristnum kirkjudyrum orðin, sem letruð eru yfir anddyri á ættarsetri hinnar göfugu Tag- oreættar á Indlandi: Hér eru engin trúarbrögð fyrirlitin. Virðing fyrir annarra manna trúarhugmyndum er aðal hins sannfrjálslynda kristindóms, og það víðsýni er rótfest í þeirri meðvitund, að frammi fyrir hinum æðsta leyndardómi og æðstum rökum stöndum vér öll eins og börn, sem eru að stafa sig fram úr fyrsta kapítulanum f þeirri miklu bók, sem eilífðin ein endist til að lesa til loka- blaðsíðunnar. Frjálslyndur kristinn maður veit að svo er fjölbreytni mikil í mannlífinu, að eitt og hið sama getur ekki öllum hæft, og að þessvegna þjónar þjóðkirkja börnum sínum með því bezt að í prédikunarstólum hennar sé fjölbreytni i túlkun trúarsann- indanna. Það eitt getur stöðvað fráhvarf nútímans frá kirkj- unni og þverrandi kirkjusókn." Þórir Kr. Þórðarson, próf- essor svarar: „Orðið „frjálslyndi“, sem hef- ur verið notað um presta í trú- málaumræðum í ár, er líklegt til að valda misskilningi, og ber því að varast það. „Frjálslyndi“ í þessu samhengi hefur allt aðra merkingu en það hefur í daglegu tali á íslenzku. í mæltu nútíðarmáli merkir „frjálslyndi" eiginleika sem við viljum öll temja okkur, og tákn- ar nánast víðsýni og umburðar- lyndi. Andstæða þess er þröng- sýni og óbilgirni. En orðið hefur einnig aðra merkingu, og er hún algerlega bundin við kirkjusögu álfunnar um síðustu aldamót. Þá kom fram ný og gagnmerk stefna í guðfræði á meginlandinu, vfsindastefna og raunhyggjustefna. Var hún kölluð liberalismi, sem þýtt var á íslenzku „frjálslyndi". And- stæða þess hugtaks var svo stefnuheitið „réttrúnaður“. Hér að landi var prestum á fyrsta fjórðungi aldarinnar gjarnan skipt í tvo hópa, og var annar kallaður „frjálslyndir", en hinn „gamalguðfræðingar” eða „rétttrúnaðarmenn". í dreifibréfi sem dreift var um mína sókn, Nessókn var tal- að um „frjálslyndi". Lesandinn hlýtur að leggja þá merkingu í orðið sem tíðkast á nútíðarmáli íslenzku og draga þá ályktun, að aðeins annar umsækjandinn hafi til að bera þennan eigin- leika, frjálslyndið, sem við vilj- um þó öll ástunda. Hér virðist mér brotin sú meginregla að láta alla menn njóta sannmælis. Hins vegar, ef orðið „frjáls- lyndi" er tekið í hinni sögulegu merkingu sem lýst var að ofan, og umsækjendurnir tveir greindir skv. prédikúnum sín- um, þá er hvorugur umsækj- endanna frjálslyndur." NU ER m UTSÖLU MflRKflÐURIHH í NÝJU HÚSNÆÐI AÐ ~ LAUGAVEGI 66 i sama húsivlð hliðlna a verzlun okkar Ótrúlegt vöruúrval á frábærlega góðu verðil!!! Q Terelyne & ullarbuxur í miklu úrvali Q Föt með vesti Pils og kjólar Q Bolir Q Stakir kvenjakkar Q UFO flauelisbuxur. Nú er hægt að gera reyfarakaup AfSm*. TÍZKUVERZLUN unga fólksins fe KARNABÆR ■mmJ* Útsölumarkaðurinn, Laugavegi 66, sími 28155 GLÆSILEG NORSK FRAMLEIÐSLA. (YIOBO) & í SÉRFLOKKI E. TH. MATHIESEN H.F. STRANDGÖTU 1—3, HAFNARFIRÐI. — SÍMI 51919. SVEINN EGILSSON H.F. Árg.Tegund Verð í þús. 74 Cortina 1 600 XL 2jad. 980 74 Cortina 1 300 4d. 860 74 Cortina 1 300 2jad. 890 71 Cortina 1300 400 74 Escort 1 300 4.d. 650 74 Escort 2 d. 640 73 Escort 2 d. 550 73EscortXL 640 7 3 Escort St. sjálfsk. 780 70Cortina 290 74 Fiat 132 1600 950 75 Fiat 1 32 GLS 1.250 73 Fiat 132 1600 725 ^ IFORD FORD HÚSINU Árg. Tegund Verð í þús. 74 Morris Marina 725 73 Morris Marina Coupe 725 74 Fiat 1 28 640 73 Saab 96 840 73 Volkswagen 1 300 490 7 3 Volkswagen 1 300 . 530 70 Morris 1 800 575 73 Opel Rec. Station 990 74AustinMini 525 7 1 Cougar 1.200 75Moskwitch 620 74 Fiat 128 Station 620 70 Plym. Duster 650 70DodgeDart 780 SVEINN EGILSSON HF SKEIFUNNI 17 SÍMI 85100 /l'v

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.