Morgunblaðið - 16.09.1975, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.09.1975, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1975 5 Leifur Sveinsson lögfræðingur: Þarf ríkisskattanefnd ekki að fara að lögum? ÞANN 19. nóvember 1973 sendi endurskoðandi minn kæru til ríkisskattanefndar vegna gjalda, er ég taldi ranglega á mig lögö árið 1973. í 5. mgr. 41. gr. laga nr. 68/1971, sbr. og 15. gr. laga nr. 7/1972, segir svo: „Rikisskatta- nefnd skal hafa lagt úrskurði á allar kærur sex mánuðum eftir að þær bárust nefndinni...“ Þannig rann út frestur nefndar- innar til að leggja úrskurð á kæru mína þann 19. maf 1974. Siðan eru liðnir um sextán mánuðir, en ekly bólar á neinu svari frá nefndinni, þrátt fyrir fjölda fyrirspurna frá endurskoðanda minum. Einnig sendi ég 6. janúar s.l. skeyti til fjármálaráðuneytisins svo hljóðandi: „Rikisskattanefnd hefur eigi úrskurðað kæru mina frá 1973 ennþá Stop Nauðsynlegt að vekja nefndina af Þyrnirósa- svefni“. En. allt kom fyrir ekki. Margir kvarta undan „kerfinu", en hvergi er veggur „kerfisins" jafnþykkur og hjá ríkisskatta- nefnd. Til þess að réttur skatt- þegnanna sé tryggður,' verður að setja nýtt ákvæði í skattalög, þess efnis að séu gjöld hækkuð af skattstjóra sem skattþegn kærir síðan til ríkisskattanefndar, og svari hún ekki innan lögákveðins frests, þá falli hækkun skattstjóra sjálfkrafa niður. Eins og nú er háttað fram- kvæmd skattalaga, er skattþegn algerlega réttlaus, ríkisskatta- nefnd kemst upp með að draga úrskurði árum saman, og loks þá úrskurður kemur og væri skatt- þegni I vil, þá fær hann endur- greitt frá Gjaldheimtunni með peningum, sem verðbólgan hefir þá stórlega rýrt, svo ekki sé talað um vaxtatap. Annað hvort eru starfsmenn ríkisskattanefndar alltof fáir, eða þeir eru þar ekki í fullu starfi. Augljóst er, að við þetta ástand verður ekki búið lengur, hér verður gagnger breyting að koma til. Það er lágmarkskrafa skatt- þegnanna, að rikisskattanefnd sé skipuð mönnum, sem lagt geta úrskurði á kærur innan þeirra tímamarka, sem ljögjafinn setur þeim. Reykjavík, 15. septamber 1975. Leifur Sveinsson. Fjölmenni við útför Steinbjörns Jónssonar Mælifelli 15. september UTFÖR Steinbjörns Jónssonar á Hafsteinsstöðum var gerð í Glaumbæ s.I. laugardag að við- stöddu svo miklu fjölmenni, að aðeins tæpur þriðjungur fólksins komst f kirkju. Séra Gunnar Gfslason flutti minningarræðu og jarðsöng. Jón Björnsson tónskáld lék á orgelið og stýrði söng af sinni alkunnu snilld, en Stein- björn var einkasonur hans. Lions- menn og fulltrúar hcstamanna- félaga stóðu heiðursvörð við kist- una. Steinbjörn var í beztu bænda- röð og við brugðið alúð hans í búnaði og snyrtimennsku. Auk þess starfaði hann mjög að félags- málum hestamanna og að sönglífi í héraðinu, en hann var lands- kunnur hestamaður og þekktur söngvari og fágætlega vinsæll hvar sem hann kom. Ekkja hans er Ester Skaftadóttir frá Kjartansstaðakoti og eru börn þeirra fjögur. Með Steinbirni á Hafsteinsstöðum, sem var aðeins 49 ára er hann varð bráðkvaddur á ferðalagi hinn 7. þ.m., er geng- inn góður drengur og félagi og er að honum mikill sjónarsviptir I Skagafirði. Séra Ágúst. Lýsa trausti á Albert MORGUNBLAÐINU hefur borizt Guðmundssyni ómetanlegt fram- eftirfarandi fréttatilkynning frá Málfundafélaginu Óðni: Á fundi fullskipaðrar stjórnar Málfundafélagsins Óðins, sem haldinn var í nýja Sjálfstæðishús- inu 14. sept. 1975 kl. 10.30, var einróma samþykkt eftirfarandi ályktun: Vegna blaðaskrifa og persónu- legra árása á Albert Guðmunds- son alþingismann og borgarfull- trúa ályktar stjórn Óðins að senda honum eindregna trausts- og stuðningsyfirlýsingu. Stjórn Óðins þakkar Albert lag og forustu við byggingu nýja Sjálfstæðishússins og telur fyrst og fremst hans verk hvað smíði þess hefur miðað áfram. Jafnframt treystir fundurinn á Albert Guðmundsson til áfram- haldandi forustu við húsbyggingu Sjálfstæðisflokksins sem og önnur störf í þágu lands og lýðs. Fundurinn sendir Albert Guðmundssyni persónulega sýnar beztu kveðjur og árnaðaróskir og þakkar samstarfið á liðnum árum. Málfundafélagið Óðinn Pétur Hannesson formaður. I DAG er sfðasti dagur Ijósmyndasýningarinnar Ljós 75 en sýningin hefur verið opin sfðan 3. september. Á sunnudagskvöldið höfðu um 3000 manns séð sýninguna. Þetta er eitt af fáum tækifærum til að sjá Ijósmyndasýningu hérlendis. Sýnendur eru 4 menn, þeir Gunnar S. Guðmundsson, Kjartan B. Kristjánsson og Pjetur Þ. Maack, sem sýna svart-hvftar myndir en Mats Wibe Lund er gestur sýningarinnar og sýnir stækkaðar litmyndir. Sýningin er á Kjarvalsstöðum og er opin f dag kl. 16—22. Buckminster Fuller Buckminster Fuller heldur fyrirlestra BANDARlSKI stærðfræðingur- inn, uppfinningamaðurinn og hugsuðurinn Buckminster Fuller er staddur hér á landi. Hann hélt fyrirlestur í Háskóla Islands um helgina, og n.k. fimmtudag mun hann tala á fundi Islenzk-ameríska félags- ins. Fuller er sjálfmenntaður maður og hefur framlag hans til ýmissa þjóðþrifamála jafnan vakið mikla athygli. Fréttamenn hittu Fuller að máli og gerði hann þar grein fyrir hugmyndum sfnum i stuttu máli. Hann sagði m.a.: „Ég gerði það upp við mig á unga aldri, að ég væri einstakl- ingur og ég vildi sýna fram á hvers einstaklingurinn væri megnugur án þess að hafa hégómagirnd eða fégræðgi til viðmiðunar. Ég ákvað að nota sjálfan mig sem „tilraunadýr“. Ég gerði mér grein fyrir því, að náttúran er ein samfelld heild og við verðum að notfæra okkur tæknilegar framfarir til að bæta umhverfið og læra að vera hlekkur í þessari heild. Einstaklingshyggjan á ekki að miðast að þvi að þjóna eigin- girninni, heldur með hagsmuni heildarinnar fyrir augum og þá að sjálfsögðu um leið hagsmuni einstaklingsins. Aðeins þannfg getur hann búið í haginn fyrir sjálfan sig." Fuller hefur m.a. hannað hvolfþak, sem hefur þá aðal- kosti, að það stenzt mikið álag og i það þarf lítið byggingar- efni. Þá hefur alheimskort hans verið mikið notað, en það birtist fyrst árið 1943 i Life Magasine. Þegar það birtist vakti það mikla athygli og var talið stærðfræðilegt afrek. Fuiler stendur nú á áttræðu. Hann ver miklu af tíma sinum til fyrirlestrahalds, og þess má geta, að hann hefur haldið fyrirlestra í yfir 400 háskólum víðsvegar um heim. \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.