Morgunblaðið - 16.09.1975, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, Þr- :r)JUDAGUR 16. SEPTEMBER 1975
25
Sýningar
Kjartan Guðjónsson: Loftið
Hringur Jóhannesson: Bogasal-
ur.
Kirsten Rose: Klausturhólar.
Gunnar Geir: Mokka
Helgi Þorgils: Gallery Output.
Myndllst
eftir BRAGA
ÁSGEIRSSON
Það ætti að geta orðið fróð-
legt að fylgjast með vetrardag-
skrá Helga Einarssonar á Loft-
inu á Skólavörðustíg, hér er
sýningarsalur sem býður upp á
ýmsa möguleika óg hefur slíkt
aðdráttarafl á listamenn, að
einstaklingar, sem virðast vilja
láta meira en áratug liggja á
milli sýninga sinna, koma jafn-
vel aðvífandi. Ekki er nema eitt
og hálft ár síðan Kjartan
Guðjónsson sýndi í Norræna
húsinu eftir 12 ára hlé frá
sýningarhaldi og nú treður
hann upp með 28 myndir á
Loftinu, er hér um að ræða
„gvass“-vatnslita og krítar-
myndir auk nokkurra teikn-
inga. Nokkrar myndanna eru
málaðar um 1950, en meiri
hluti myndanna eru málaðar á
þessu ári (,,gvass“-myndir).
Þegar litið er á eldri myndir
hlýtur maður að harma að þessi
hæfileikamaður skyldi ekki
geta helgað myndlistinni meiri
tíma en raun var á, því að þess-
ar myndir eru gerðar af hressi-
legum tilþrifum og ferskri upp-
lifan. Það er lítt skiljanlegt að
þessi maður skyldi ekki vera
virkjaður til skreytingar bóka
að neinu marki og er það dæmi-
gert vanmat þeirra tíma. Það
svið er enn opið, en það eru
önnur viðhorf sem stýra
pentskúf og blýanti þessa
myndlistarmanns í dag. Auðsæ
eru áhrif frá stórmeisturum
tímanna í myndlist í eldri
myndum Kjartans, sem er eðli-
legt, en nú má tala um stíl sem
hefur sterk formeinkenni
höfundarins, þótt áhrifa gæti
þar einnig. Litaskyn hans hefur
tekið miklum breytingum á
undanförnum árum og sérstak-
lega er það áberandi hve vatns-
litir henta honum vel. Olfu-
myndir hans vildu vera nokkuð
Það er bæði létt kýmni og hug-
myndaflug á bak við skúlptúr-
inn og það sem mest er vert, að
upplifun fylgir hverri nýrri
uppgötvun hennar í heimi reka-
góssins og hér er listakonan
með öllu óþvinguð i vinnu-
! brögðum sínum. Eg vil sérstak-
lega benda á myndir lfkt og nr.
6, 7, 14, 18,98, og 91.
Gunnar Geir er ungur maður
sem hefur sfna aðra sýningu á
Mokka kaffi. Ekki kann ég deili
á honum, en hann mun hafa
numið í Myndlistarskólanum
við Freyjugötu og sótt i sumar
námskeið í Voss í Noregi. Hér
mun hæfileikamaður á ferð,
sem greinilega á þó eftir margt
ónumið, þvi að nokkur við-
vaningsbragur er á mörgurn
myndanna. En tvær upphleypt-
ar myndir vöktu athygli mína
(nr. 11 og 19), óvenjulegar að
gerð og útfærslu. Tilraunir
hans í grafík, sem eru einatt
mjög erótískar, bera hæfiléik-
um vitni í þeirri listgrein, eink-
um kemur hann sterkt fram i
mynd nr. 22.
I litlum sýningarsal eða rétt-
ara sagt herbergi er Gallery
Output, sem nokkrar ungar list-
spírur reka, sem enn eru við
nám og leitandi fanga í ríki
listarinnar. Það sýnir nú H«lgi
Þorgils Friðjónsson, einn af
höfuðpaurunum, frammúr-
stefnulist sem miklum vinsæld-
um hefur átt að fagna meðal
ungra myndlistarmanna í
Evrópu á siðasta áratug. Er hér
um að ræða ljósritaðar þrykk-
myndir í grátónum, svörtu og
hvítu. Mér brá í brún er ég leit
þessar myndir Helga augum
því að þær gefa litla hugmynd
um hvað f þessum manni býr af
umbúðaiausum sköpunarkrafti,
eru þokukenndar og ósann-
færandi, jafnvel sams konar
myndir sem hann sýndi mér í
myndaalbúmi tóku langt fram
þeim sem maður sá á veggjum.
Gallerfið sjálft getur orðið
áhugavert með tímanum og
einkum er fengur að því að geta
flett upp í bæklingum,
sýningarskrám og úrvals tima-
ritum er þar liggja frammi og
er þessum hópi sómi af þvi
framtaki. Öska ég galleríinu
góðs gengis.
Bragi Ásgeirsson.
landslagsmyndir og kynnir
nýja hlið á hæfileikum sinum,
en hann er þar, sem f fyrri
myndum sínum, trúr eðli sínu
og áhuga fyrir ljósinu. Það er
t.d. mikil og fersk birta í mynd-
inni „Ur Svínahrauni“ (31), og
myndir eins og „Grænt hús“
(31) og „Landslag" (34) vekja
óskipta athygli.
Það er fengur að þessari
sýningu Hrings, sem er
nokkurs konar millisýning, þvi
að svo sem fram kom I fjölmiðl-
um hyggur Hringur á stærri
umsvif á næsta ári.
1 Klausturhólum í Lækjar-
götu sýnir dönsk listakona,
Kirsten Rose að nafni, allmörg
verk (91) og flest smá f sniðum.
Hér sjáum við málmgrafík,
olíukrftarmyndir og blýants-
teikningar. Grafíkin kemur
einna bezt út af þessum þátt-
um. En það sem maður stað-
næmist við og lætur mann
gleyma öllu öðru á sýningunni
er rekagóss — skúlptúr hennar,
að vfsu er hér um æði misjöfn
verk að ræða og henni mistekst
ósjaldan gróflega, en hið bezta
er verulega áhugavert og hefði
sýningin orðið stórum áhuga-
verðari ef hún hefði takmarkað
sig við skúlptúrinn eingöngu
ásamt hinu bezta af graffkinni.
Hringur Jóhannesson hefur
dregið fram úr pússi sínu 41
pastelmynd, sem hann hefur
gert á undanförnum árum og
eru þær elztu þeirra frá 1967.
Ekki er þetta yfirlitssýning
heldur samsafn mynda frá
þessum árum úr eigu lista-
mannsins og eru sumar mynd-
irnar frumriss að stærri olíu-
málverkum. Hringur er vand-
virkur og leikinn með pastel-
krítina og hefur hann mikla
þörf fyrir að glíma við tilbrigði
í ljósi eða skugga, kemur slíkt
Gunnar Geir við mynd sfna Glerdýrin
Hringur Jóhannesson við mynd úr Svínahrauni
þurrar f lit, en því er þveröfugt
farið með vatnslitina sem eru
tærir og upplifaðir, notar hann
þar stundum gagnsæa áferð og
mýkir með því á köflum hörð
form. Þykja mér slíkar myndir
bera af nýrri myndum hans og
bendi í því sambandi á myndir
líkt og „Hringariki" (4),
„Bólstur" (5), „Staka“ (11) og
„Goðinn" (19). Þetta er vissu-
lega falleg sýning og höfundin-
um til sóma. Er fólk hvatt til að
sækja heim þennan sýningar-
sal, sem er opinn á verzlunar-
tima einungis.
vel fram f myndum lfkt og nr. 1
„Við Eyjafjörð" og nr. 11.
„Birta" annarsvegar, en nr. 16.
„í rnógröf" hins vegar. Allt eru
þetta myndir sem bera höfund-
inum vel vitni enda í háum
gæðaflokki, — sama er að segja
um myndir líkt og „Flugur“
(21) og „Speglun" (23). Hring-
ur sýnir þarna nokkrar nýlegar
Helgi Vigfússon:
Kanadaför 1975
Vestur-íslendingar eiga ítök i
mörgum hjörtum hér heima,
sýndi það sig meðal annars í
þeim mikla mannfjölda, sem
héðan fór flugleiðis með Air
Viking til Winnipeg f Manitoba,
er tengt var eitt hundrað ára
landnámshátíðinni að Gimli ’f
Manitoba, 2., 3. og 4. ágúst sl.
Frá því fyrst var vakið máls á
ferð til Kanada vegna hátíðar-
haldanna, kom f Ijós að væntan-
leg hátfð snerti djúpa strengi í
hjörtum margra.
Hátíðin að Gimli var stórkost-
legur stórviðburður í sögu Vest-
ur-lslendinga, og öllum hlutað-
eigendum til mikillar og
verðugrar .sæmdar. Þar var
sýnilegur vottur um það, hve
sameinaðir kraftar fá miklu til
vegar komið. Helgar vættir
hafa væntanlega svarizt í fóst-
bræðralag með það fyrir augum
að gera hátíðarhöldin sem allra
veglegust. Blíðviðri ríkti alla
dagana, sem hátíðin stóð yfir,
svo hvergi skyggði á, loftið
þrungið ilmandi gróðrarangan.
Gimlibær klæddist marglitum
hátfðarskrúða, heimili flagg-
skrýdd.
Fólk úr öllum áttum hafði
streymt til Gimli, sumir komnir
alla leið syðst sunnan úr
Kaliforniu, frá Utah og mörg-
um öðrum fylkjum Bandaríkj-
anna, fjöldinn allur af forn-
kunningjum er ekki höfðu sézt
svo tugum ára skipti. Margir
ferðalanganna frá tslandi
dvöldu f gistivináttu Vestur-
Islendinga hjá frændum og vin-
um, við hinar undursamlegustu
viðtökur, ástríka gestrisni,
framúrskarandi fyrirhyggju og
stjórnsemi, að gera viðdvölina
hina ógleymanlegustu.
Enginn Heima-Islendingur
getur látið sér það vera
óviðkomandi, hinn stórkostlegi
ástrikishugur, sem vestur-
islenzka þjóðarbrotið ber til Is-
lands. Að örlitlu leyti mun ég
reyna að túlka eitthvað af þvf,
sem á hvað rikastan þátt í þess-
ari væntumþykju. En vissulega
eru lindirnar ótæmandi.
Þorskabítur kveður:
„Á vegamótum
mararstrauma
eg man þig, kæra feðraland,
þú vagga minna vona-drauma
— þó vonir allar
færu í stranú.
Þá vorsins boði sunnan svffur
og sólin hækkar lofti á,
sú minning ljúfa
hug minn hrífur
og hjartans löngun þig að sjá.
Þótt eigi ég heima
í öðru landi
og eyði líkams kröftum hér,
f svefni og vöku er minn andi,
mín ættjörð kæra,
samt hjá þér.“
Ekki riðu allir feitum hesti f
hlað, er þeir komu til Kanada
fyrir hundrað árum. Að visu
bjuggu menn sig að heiman frá
Islandi með nesti og nýja skó,
en nestið vildi þrjóta í þvílíkri
langferð og skórnir gangast á
eyðimerkurferðinni.
Islenzk þrautseigja yfirsteig
örðugleika frumbýlisáranna,
varnaði bjargþrotum, islenzk
handavinna klæddi börn og
fullorðna, hagvirknin íslenzka
hlóð bæjarveggina og refti
brún af brún, íslenzkir völund-
ar smíðuðu allt er þurfti til
heimilisnota. Islenzkar sögur
breyttu hreysum í hallir,
kenndu börnum og unglingum
að umgangast tigna menn, og
heimurinn varð sem stór bök.
íslenzk umhyggja vitjaði
þeirra er einangraðir voru og
einmana, miðlaði þeim er fyrir
missi urðu eða heilsubresti,
skaplyndið islenzka varðist um-
skiptingsáhrifum erfiðleika
hversdagsins, með þvi að gera
sér gaman úr vanhöldum og vit-
leysu, slyppni eða vitleysu og
hrakförum, sjálfra sín og
annarra.
Islenzku spakmælin kenndu
bezt að þekkja lífið, metnaður-
inn íslenzki dirfði menn til
hugsanasjálfstæðis og fram-
sóknar. Islenzk trú á lffið létti
undir sporin.
En umfram allt var það þó
íslenzk tunga! 1 með og undir
öllu þessu, er hélt sálum
manna og kvenna vakandi.
Byggðirnar voru íslenzkar,
fólk samankomið úr öllum
landsfjórðungunum.
Þeir önduðu að sér íslenzku
lofti, þvi þeir voru á því Islandi,
þar sem öll öræfi og ódáða-
hraun voru horfin, en gróður-
sælar sveitir allra landsfjórð-
unganna lágu saman.
Meira gátu vesturfararnir
varla haft með sér af föður-
landinu.
Svo náin eru tengslin millum
þjóðar og lands, að segja má að
það flytji með þeim sem flytja.
Dvalarstaður og heimkynni
verða hin sömu, þó um bústaði
sé skipt. Þetta gerðist ekkifyrst
með vesturferðunum. Þessu
hefir verið svo farið um alla
tfma til þessa dags. Atburðir
gerast á þeim ferðum, og á
ókunnum stöðum, en viðhorfin
eru islenzk. Vilji einhver bera
brigður á þetta, og ekki taka
eigin reynslu trúanlega, má
benda á „návistarkenninguna",
er reynsla mannlffsins virðist
vera búin að færa sönnur á.
Bezt þekkist hún af orðunum
alkunnu: „Eg er með yður alla
daga allt til enda veraldar-
innar. Hvar sem tveir eða þrír
eru samankomnir í mínu nafni,
þar er ég mitt á meðal þeirra."
Nærvist hindra þá hvorki
fjarlægðir rúms eða tima.
Hvar sem íslenzkra manna
getur, þar er Island.
Helgi Vigfússon.