Morgunblaðið - 16.09.1975, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 16.09.1975, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1975 37 VELVAKANDI Velvakandi svarar í sima 10-100 kl. 14—15, frá mánudegi til föstu- dags. 0 Kennið umgengnis- hætti í skólum A.Þ., sem er kona á Akranesi skrifar: „Heill og sæll, Velvakandi góð- ur. Nú eru allir skólar landsins að taka til starfa og sumir eru þegar byrjaðir. Oft hef ég látið mér detta í hug að pára þér línu i tilefni skólaárs og nú læt ég verða af þvl. Ég ætla að fara fram á það við kennara, að þeir kenni börnun- um, já og ungafólkinu, að bjóða góðan dag, hengja upp fötin sín, ganga frá skónum sínum, þvo sér un^hendurnar, klippa neglur og skafa undan þeim, ganga almennt vel um I skóla og heima, ekki krota í eða skemma bækur og gera þeinrt grein fyrir hvað þau eru með I höndunum. Það er svo oft sem kennarinn hefur meira að segja en heimafólkið. I námsflokkum fyrir nokkrum árum ætlaði Ragnar Jóhannesson, sá mikli kennari og góði maður, að kenna almenna kurteisi, en það var bara gert grin að þvl. En svo sannarlega veitir ekki af kurt- eisinni nú. Merkileg't er hve margar stofnanir hafa ekki nógu gott fólk í þjónustu sinn, en kurt- eisi kostar ekkert. A.Þ.“ 0 Að hafa vit fyrir Guðmundur skrifar: „Hver skrifaði minningarljóð um son sinn annar en Stephan G. Stephansson? Hver um dóttur sína annar en Hallgrímur Péturs- son og hver um syni slna og for- eldra annar en Egill Skallagrims- son? Ef Jón Thor Haraldsson hefði nú verið uppi á dögum þessarra manna, hvað hefði hann þá gert til að hafa vit fyrir þeim? Guðmundur.“ 0 Staða kattarins í þéttbýlinu Þóra Stefánsdóttir skrifar: „Ég undirrituð get ekki legur látið hjá líða að taka mér penna I hönd og tjá mig örlltið um stöðu kattarins I þéttbýlinu. Nær þvi daglegk má lesa I smáauglýsing- um blaða að kettlingar fáist gef- ins. Veit fólk i raun og veru hvað það er að gera með þessu? Við hjá Dýraverndunarfélagi Reykjavíkur verðum oft og iðu- lega vör við sorglegar afleiðingar slíkra auglýsinga. Kona ein til- kynnti okkur hátíðlega að hún passaði alltaf upp á að gefa kettl- inga aðeins a góð heimili og hljóp — og livrr er annars þessi Talme.v pröfessor ef ég má spyrja? — Lesið þér aldrei blöð? Timothy þagnaði. og var greini- lega brugðið og hann leit skyndi- lega biðjandi og örvæntingarfull- ur til móður sinnar. Hún adlaði að grípa fram I, en David varð fyrri til. — Yður er kannski ekki kunn- ugl urn hver refsing er fyrir að ráðast á lögreglumann í starfi? I þetta skipti var þaö móðirin, sent hrökk við. Hún greip andann álofti. — Það getið þér ekki sannað, sagði Timothy. En allur broki var af honum sfrokinn. I)avid sá að hann var í þann vcginn að bresta I grát. — Æfli það nú ekki, svaraði David. — Ég get aö minnsta kosti höfðað mál á bendur yöur fyrir líkamsárás og hræddur er ég um að það reynist erfitt fyrir yður að sanna sakleysi yðar. Timothy yppti öxlum og reyndi að vera kæruleysislegur á svip- in n. — En auðvitað er llkamsárás ekkert á móls við morð... hélt David áfrani. — I fyrsta lagi yrðu þér þá látinn laus gegn Iryggingu til og tók tvo aftur, þvi að konan sem hafði fengið þá var haldin kvalalosta. Kona nokkur hitti börn i miðbænum með litinn kettling og höfðu fengið fyr- irmæli um að fara svo langt með hann að hann rataði ekki heim aftur og skilja hann siðan eftir. Mörg dæmi eru um að börn komi skv. augiýsingu og sverji og sárt við leggi að þau hafi leyfi foreldra til að fá kettling. Síðan koma þau heim með dýrið og hafa treyst á undirtektir foreldra, sem reynast síðan á aðra lund. Þau eru send með dýrið út á götu, þar sem það gengur á milli krakka og endar á götunni, jafnvel með þeim orðum: „Við gefum honum sjens á að lifa“. 0 Látið sprauta ke.ttina Annað aðkallandi mál er að fölk láti sprauta læður sinar hjá dýra- læknum, til að koma I veg fyrir að þær séu sifellt kettlingafullar. Fólk sem á fressketti ætti að sýna þá skynsemi að láta gelda þá. Geltur fressköttur fer ekki á flakk, lyktar ekki, heldur áfram að leika sér og hættir þvi ekki eins og ógelti kötturinn og lifir sig algerlega inn I fjölskyldulífið á heimilinu. Þá þyrftu kattareigendur að sinna því af meiri mannúð og fyrr en oft er að láta svæfa nýgotna kettlinga og það sem fyrst eftir að þeir koma I heiminn, ef ekki er ætlunin að láta þá lifa. Og ef þeir eru látnir lifa, þvl þá ekki að selja þá? Fiskar, fuglar, hamstrar og fleiri dýr eru seld og þvi ekki llka kettlingar. Ég er viss um að fólk færi betur með dýrið, ef það þyrfti að borga fyrir það. Ég vil jafnvel gahga svo langt að leggja til að kattareigendur verði skatt- lagðir, svipað og gert er gagnvart hundaeigendum, þar sem hunda- hald er leyft. 0 Hugað betur að flækingsköttum Það er einnig óhugnarlegt til að vita að um land allt drepast flæk- ingskettir úr hor og kulda á vet- urna og það I þéttbýli. Vil ég eindregið biðja fólk að láta dýra- verndunarfélög á hverjum stað eða lögregluna vita um ketti sem virðast heimilislausir. Ekki vil ég nú með þessum skrifum meina að alla flækingsketti eigi að drepa því að I sjávarplássum halda þeir rottum I skefjum, en gæta mætti þess að flækingsköttum fjölgaði ekki og að huga að þeim að ein- hverju leyti. Ég vil og benda fólki á að taka kettlinga ekki of snemma frá móðurinni; ef þeir eiga að lifa og fara annað. Móðirin verður að fá að kenna þeim ýmislegt, sem við mannfólkið getum ekki kennt þeim. Þá hefur talsvert borið á þvi að fólk sem er að skemmta sér tekur ketti upp I bíla, vafalaust til að r láta vel að þeim, og sleppir þeim síðan úr bllnum I öðrum borgar- hluta og dýrið ratar ekki heim til, sín. Þá verður aldrei nógsamlega brýnt fyrir fólki að merkja kettl- inga svo að hægt sé að koma þeim heim, ef þeir eru á villigötum. Hér á landi eru til hundavinafé- lög, fuglaverndnnarfélög ofl. Er ekki kominn tími til að kötturinn öðlist einhvern rétt og við stofn- um kattavinafélag? Þóra Stefánsdóttir.“ Eða hvernig væri að fara þess á leit við Sameinuðu þjóðirnar að árið 1976 verði ár kattarins, eða ef það ár er upptekið eitthvert ann- að ár bráðlega? HÖGNI HREKKVÍSI Þetta er eina leiðin til að koma vítamínpiliunum onf ’ann! PLÖTUJÁRN Hötum fyrirliggjandi plötujárn i þykktunum 3,4,5og6mm. Klippum nidur eftir máli ef óskad er. Sendum um allt land STÁLVER HF FUNHÖFÐA17 REYKJAVfK SÍMI 83444. lak Kottak

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.