Morgunblaðið - 16.09.1975, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.09.1975, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1975 3 Fleiri hvalir veidd- ust en samt varð vertíðin lélegri „ÞRATT fyrir að hvalvertíðin hafi nú staðið 14 dögum skemur en f fyrra og fjöldi veiddra hvala hafi verið 55 fleiri en þá, er út- koman sú, að þessi hvalvertíð sem var að ljúka telst lélegri en þá, vegna þess hve hlutfallið milli veiddra hvaltegunda hefur breytzt." sagði Kristján Loftson framkvæmdastjóri Hvals, h.f. I samtali við Morgunblaðið f gær. Kristján sagði, að núna hefðu veiðzt 245 langreyðar 136 sand- reyðar og 37 burhvalir. I fyrra hefðu hinsvegar veiðzt 285 lang- reyðar, 9 sandreyðar og 71 búr- hvalur. Sandreyðurin væri lang- minnsti hvalurinn og þar sem fjöldi þeirra hefði verið mjög mikill 1 sumar, en veiði á lang- reyði og búrhveli hins vegar dregizt saman, hefði orðið um töluverðan samdrátt að ræða hvað tonnafjölda og afurðir snerti. Hann sagði, að núna hefði vertíðin staðið í 93 daga, en bátarnir fóru út til veiða 15. júni s.l. og afli hvalbátanna hefði verið mjög jafn. Eiríkur Hreinn Finnbogason, Borghildur Benediktsdóttir, ekkja Jakobs Thorarensens, Laufey, dóttir hans, Tómas Guðmundsson og Baldvin Tryggvason framkvæmdast jóri Almenna bókafélagsins. Heildarútgáfa skáldverka Jakobs Thorarensens komin út hjá AB SKALDVERK Jakobs Thorar- ensens eru komin út hjá AI- menna bðkafélaginu. Hér er um að ræða heildarútgáfu f sex bindum. Jakob Thorarensen fæddist að Fossi I Hrútafirði árið 1866. Hann byrjaði að yrkja þegar á barnsaldri — orti þá m.a. rímur um bændur f heimabyggð sinni. Fyrstu ljóð hans birtust f Óðni árið 1910, en fyrsta Ijóða- bók hans kom út árið 1914. Alls urðu ljóðabækur Jakobs tfu að tölu, smásagnasöfn hans eru sjö. Sfðustu bækur hans komu út árið 1966, en þá stóð skáldið á áttræðu. Margar bóka hans hafa verið ófáanlegar um margra ára skeið. Jakob Thorarensen Iézt árið 1972. Inngang að ritsafninu hefur ritað Tómas Guðmundsson skáld, en f eftirmála gerir Eirfkur Hreinn Finnbogason ýtarlega grein fyrir bók- menntaferii skáldsins og rekur helztu æviatriði. Jakob Thorarensen var mikili talsmaður einfalds og fá- brotins lffernis. Beitt háð og glettni hans setti svip sinn á skáldverk hans, svo og hneykslan yfir heimsku og for- dild, að þvf er segir f frétt frá AB. Samdráttur í ríkisbákninu — höfuðverkefni SUS næstu tvö ár ÞING Sambands ungra sjálf- stæðismanna var haldið um helg- ina f Grindavík. Auk almennrar stjórnmálaálytkunar gerði þingið sérstakar samþykktir um einstaka málaflokka s.s. mennta- mál, sjávarútvegsmál, kjördæma- málið, jafnréttismál, sveitar- Friðrik Sophusson endurkjörinn formaður SUS, en aðrir f stjórn- ina voru kjörnir: Markús örn Antonsson, Haraldur Blöndal, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Erna Ragnarsdóttir, Árni Ól. Lárusson, Jón Steinar Gunnlaugsson, Þor- steinn Pálsson, Þorvaldur Mawby, Baldur Guðlaugsson, Inga Jóna Þórðardóttir, Einar Guðfinnsson, Vilhjálmur Egils- son, Stefanía Sigmundsdóttir, Guðlaug Sigurðardóttir, Rúnar Björnsson, Guðmundur Einars- son, Hilmar Jónasson, Helgi Hólm, Jón Sigurðsson, Margrét Geirsdóttir og Sigurpáll Einars- son. Nánar verður greint frá samþykktum þingsins hér í blað- inu síðar. fyrra Friðrik Sophusson formaður SUS. stjórnarmál, fjármál stjórnmála- flokkanna og landhelgismálið. Á þinginu var fjallað um starf- semi SUS næstu tvö árin og samþykkt tillaga þess efnis að barátta fyrir samdrætti í rikis- bákningu verði höfuðverkefni SUS á þessu timabili. Þá staðfesti þingið ákvörðun stjórnar SUS um aukaaðild sambandsins að Cocdyc, samtökum ungra hægri manna og kristilegra demókrata i V-Evrópu. Þinginu lauk siðdegis á sunnu- dag með kjöri stjórnar og var HIÐ árlega stórlúðumót var haldið á Breiðafirði á föstudag og laugardag. Alls voru þátttakend- ur 21, þar af 15 útlendingar, frá Skotlandi og Englandi. 18 lúður veiddust að þessu sinni og vigtuðu þær alls 190 kíló. Stærstu lúðuna, 30 kflóa, fékk HAGDEILD Seðlabanka Islands hefur reiknað út vöruskipta- jöfnuð landsins á föstu gengi, en þær tölur, sem Hagstofa tslands hafði áður látið frá sér fara, voru miðaðar við gengi hvers tíma. Þegar umreiknað er á fast gengi, kemur f Ijós, að þróun vöruskipta- jafnaðarins fyrir mánuðina janú- ar—júlf 1974 er mun verri en álitið var og jöfnuðurinn fyrir sömu mánuði þessa árs er mikl- Runólfur Pétursson fram- kvæmdastjóri og margar lúður veiddust, sem voru 13—20 kfló. Meðalþyngd lúðunnar sem fékkst núna var mun lægri en f fyrra og hitteðfyrra. 1 hitteðfyrra var stærsta Iúðan 77,5 kíló og I fyrra 57 kíló. um mun betri en talið hafði verið. Frá þessu er skýrt í september- hefti Hagtalna mánaðarins, sem Seðlabankinn gefur út. Þar segir m.a.: „Þegar gerður er samanburður á þróun utanríkisviðskipta frá einum tíma til annars, og meta skal raunverulega breytingu á afkomunni gagnvart umheimin- um, verður ekki um raunhæfan samanburð að ræða, ef bornar eru saman stærðir, sem umreiknaðar hafa verið úr erlendri mynt í inn- lenda á mismunandi gengi. Þótt umreikningur til sambærilegs gengis sé ekki f alla staði nákvæmur, verður samanburður á verðmæti útflutnings og inn- flutnings milli tveggja tímabila miklu raunhæfari reiknaður á föstu gengi, þar sem áhrif bók- haldsbreytinga vegna skráningar erlendra mynta í verðmæti í íslenzkum krónum eru þá úti- lokuð. Þetta kemur glöggt í ljós sé gerður beinn samanburður á þróun vöruskiptajafnaðar janúar—júlí á milli ára, annars vegar miðað við gengi hvers tima og hins vegar miðað við fast gengi“. Síðan sýnir Seðlabankinn í töflu þennan mismun. Vöru- skiptajöfnuðurinn á gengi hvers tfma er fyrstu 7 mánuði 1973 óhagstæður um 1.278 milljónir, 1974 um 8.468 milljónir og 1975 um 15.218 milljónir. Á árinu 1974 versnar hann um 7.190 milljónir, Framhald á bls. 39 Eigendur ís- lenzkra hesta leiða saman hesta sína í Austurríki Austurríki 15. sept. — frá fréttaritara H.Sv. EVRÓPUMEISTARMÖT eigenda íslenzkra hesta var sett hér í Austurrfki á laugardaginn af ráðuneytisstjóra landbúnaðar- ráðuneytis Austurrfki að við- stöddum Halldóri E. Sigurðssyni landbúnaðarráðherra Islands. Margir aðrir tóku til máls við setninguna, en aðeins er hér nefndur formaður F.E.I.F., þ.e. Evrópusambands eigenda Framhald á bls. 39 AUir vona að samkomulag- ið kiði til varankgs friðar — segir Björgólfur Gunnarsson í Tel Aviv „MENN skiptast mjög f tvo hópa um þetta samkomulag sem tsrael hefur gert við Egyptaland, sumir telja að rétt hafi verið að stfga þetta spor, en aðrir telja að of mikið hafi verið gefið eftir til þess að ná samkomulaginu.« Allir vilja varanlegan frið á þessu svæði og menn hafa varla trú á því að Egyptar vilji strfð, en það eru margir hér, sem ekki þora að gera sér of miklar vonir um að þetta samkomulag leiði til endanlegs friðar,“ sagði Björ- ólfur Gunnarsson, loftskeyta- maður f Tel Aviv, þegar Mbl. hafði sfmasamband við hann fyrir nokkru og spurði frétta frá ísrael. Björgólfur hefur búið f Israel f rúm 11 ár og starfar hjá flugfélaginu EL A1 á Lod-flugvelli, þar sem japanskir skæruliðar gerðu mikinn usla fyrir nokkrum árum. Kona Björgólfs, sem er fsraelsk, starfar einnig hjá EL Al. Áður en hann hóf störf hjá flugfélaginu vann Björgólfur hjá Sameinuðu þjóðunum f Miðausturiöndum og f Kongó. Björgólfur sagði að í Tel Aviv gengi lífið með eðlilegum hætti og almenningur þar yrði lítið var við það ófriðarástand sem ríkir í ýmsum héruðum lands- ins, þar sem skæruliðasveitir hafa farið um. Hann sagði að t.d. ferðamenn sem kæmu til borgarinnar yrðu ekki varir við neitt óeðlilegt. A meðan Kissinger var í ferðum milli Israels og Egyptalands, sagði Björgólfur, að hefði verið mikið um mótmælafundi, m.a. ekki langt frá heimili hans, og einnig hefðu geysimiklar öryggisráðstafanir verið gerðar á vinnustað hans, á flugvellin- um. „En ástandið er sem sagt mjög skikkanlegt núna og fyrst þetta samkomulag var á annað borð gert, vona aUir að það leiði til friðar, hvað svo sem verður," sagði Björgólfur. Hann bað að lokum fyrir kveðjur til allra ættingja og vina sinna hérlendis. Ljósm. Mbl. Friðþjófur. Þátttakendur f stórlúðumótinu með aflann á bryggjunni f Stykkis- hólmi. Stærsta lúðan 30 kíló Hagdeild Seðlabankans: Þróun utanríkisverzlunar mun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.