Morgunblaðið - 16.09.1975, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1975
33
félk í
fréttum .. .... MJ
jr
Islenzkt vegamerki í Kanada
+ t tilefni af 100 ára afmæli
landnáms tslendinga f Kanada
var hinn 27. júlf s.l. afhjúpað
vegamerki við vegamðt nærri
Markerville f Alberta f Kanada,
þar sem á veglegan hátt er
minnzt landnáms Islendinga f
Markerville-héraði. Á merkinu
sem bæði er á ensku og ís-
lenzku, eru sýndir landvættir
lslands í hverju horni.
Við athöfnina voru viðstaddir
um 150 Islendingar, sem fóru
til Kanada f tilefni af hátfða-
höldunum þar.
Á myndinni sjást Chris
Johnson formaðdur Stephans
G. Stephanssonar Islendinga-
félagsins f Markerville-héraði,
Þórunn J. Hafstein, sem af-
hjúpaði minnismerkið og dr.
Sveinn Þórðarson, sem flutti
þarna stutta ræðu auk þing-
manna og fuiltrúa Alberta-
stjórnar. Lengst til vinstri á
myndinni sést Gfsli Guðmunds-
son fararstjóri tslendinganna,
sem einnig flutti þarna ræðu.
+ Skipherrann á bandarfska
kafbátnum Pinback fékk reisu-
passann um daginn vegna þess
að hann hafði vogað sér að ráða
nektardansmær til að dansa
fyrir sjóliðana á dekki kafbáts-
ins. Þessi ráðstöfun skipherr-
ans var hugsuð sem viðurkenn-
ing og uppörvun fyrir áhöfnina
vegna góðrar frammistöðu til
sjós.
Atburðurinn átti sér stað f
júlf. Þá var kafbáturinn f höfn f
Flórfda og skipverjum datt í
hug að spyrja yfirmann sinn,
Connelly Stevenson, hvort þeir
mættu ekki njóta skemmtiat-
riðis um leið og kafbáturinn
sigldi úr höfn. Stevenson sá
ekkert því til fyrirstöðu og hó-
að var f þokkadfsina og nektar-
dansmærina Cat Futch f Kork-
klúbbnum á Kókó-ströndinni.
Er ekki að orðiengja það, að
daman birtist óðara og dansaði
trylltan dans f háifu bikinfi á
dekki kafbátsins. Skemmtunin
stóð f 10 mfnútur, en þá kom
hafnsögubáturinn til að flytja
hana f land aftur.
Það var svo ekki fyrr en
þremur vikum sfðar að sagan
barst til Pentagon. Þá var kaf-
báturinn langt úti á rúmsjó, en
Stevenson fékk skeyti um að
bruna f land. Kafbáturinn kom
svo f land f Norfolk, skipherr-
ann sviptur stöðu sinni og sett-
ur á bak við skrifborð meðan
mál hans er til rannsóknar.
+ Það eru fleiri kvinnur á
þessu geistlega kvennaári en
brjóstaberar dansmeyjar, sem
sjá ástæðu til að stfga á skips-
fjöl. Hér er Margaret Thateher
um borð f olfuleitarskipinu Sea
Quest f Norðursjó.
& ^ 4 ^ ^ &
Læriö _
* aö
& * dansa
Dansinn
yngir
Dansinn
kætir
0 Dansinn
alla
daga
bætir
\
Innritun í ballett og
samkvæmisdansskólanum
hefst á næstunni
*
DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS
000
TRYGGING fyrir réttri tilsögn í dansi
ÞESSIORÐ y IÐ
HURÐASMIÐI ?
Zig—Zag er aðferð við spón-samlímingu, sem
þýðir raunverulega minni slípun og þykkari
spón. Þykkur og fallegur spónn gerir muninn
þegar um útlit hurðarinnar er að ræða.
Krullur má finna innan í hurðum okkar, þar sem
krullur í fylkingu gera hurðarflötinn jafnari og
hurðina traustari.
Bakstur á hins vegar við lakkið. Allar okkar
hurðir eru lakkaðar í lökkunarvél, og síðan er
lakkið bakað í ofni við 80° hita. Innbakað lakk
skilar yfirborðinu sterku og áferðarfallegu.
Komið og skoðið framleiðsluna fáið verðtilboð
— kynnið yður afgreiðslutímann.
SELKÖ INNIHURÐIR — GÆÐI í FYRIRRUMI
argus