Morgunblaðið - 16.09.1975, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.09.1975, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1975 Kastararnir stóðu sig bezt að venju Reykjavík sigraði eftir skemmtilega keppni SVO SEM vænta mátti unnu Reykvíkingar nokkuð öruggan sigur ( frjálslþróttakeppninni við „Landið,, sem fram fór á Laugar- dalsvellinum á laugardag og sunnudag. Munurinn var þó minni en þúizt var við fyrirfram, þar sem Reykvíkingar hlutu 291,5 stig I keppninni, en „Landið“ 270,5 stig. Þessi munur kemur þó sennilega til að minnka enn meira, ef einn liðsmaður Reyk- vfkinga verður dæmdur ólöglegur I keppninni, en Ifkur benda tíl þess að svo verði. Umræddur keppandi er Englendingur, sem ekki mun hafa keppnisleyfi hér- lendis, en sem kunnugt er þarf samþykki viðkomandi sérsam- bands og fSl til þess að erlendir ríkisborgarar séu gjaldgengir I keppni með fslenzkum liðum. Þegar á heildina er litið verður ekki annað sagt en að mót þetta hafi tekizt með ágætum og fram- kvæmd þess var öllu betri en venja er á frjálsfþróttamótum hérlendis, að þvf undanskildu að á laugardaginn var hátalarakerfi vallarins ekki í lagi er mótið hófst og vissu áhorfendur um tíma lítið um það sem var að gerast á vellin- um. En þarna var ekki við fram- kvæmdaaðila mótsins að sakast. Það eina sem skyggði verulega á í móti þessu var hversu mikil forföll voru i báðum liðunum. Sem dæmi um slfkt má nefna að aðeins tveir þeirra sem skráðir voru til keppni í 100 metra hlaupi karla mættu þar til leiks — hinir fjórir voru varamenn, eða menn sem hlupu í skarðið á síðustu stundu. Sjálfsagt er erfitt að tryggja að þeir sem valdir eru til slfkrar keppni mæti þar til leiks, Lára Sveinsdóttir er greinilega að ná sér á strik að nýju og halaði inn mörg dýrmæt stig fyrir Reykjavfkurliðið f keppninni um helgina. en það vakti nokkra furðu að meiri forföll voru f liði Reykjavík- ur en landsbyggðarinnar, en eðli- legt hefði það gagnstæða mátt teljast. Sýndu einstakir keppend- ur Reykjavíkur móti þessu lítinn áhuga, eins og t.d. þeir Valbjörn Þorláksson og Stefán Hallgrfms- son sem hvorugur mætti til keppni á sunnudaginn, og tapaði Reykjavík þar með nokkrum stig- um, sem hefðu ef til vill getað verið dýrmæt. Síðast er keppni milli Reykja- víkur og „Landsins" fór fram, ár- ið 1971, sigraði „Landið", þannig að Reykvíkingum tókst nú að hefna fyrir þann ósigur, og hreppa hinn fagra verðlaunagrip sem Valur Fannar gullsmiður hafði gefið til keppninnar. HLAUP Svo vikið sé lauslega að einstök- um keppnisgreinum og hlaup karla tekin fyrir fyrst, þá var árangurinn í spretthlaupunum slakari á mótinu en oftast hefur verið að undanförnu. Sigurður Sigurðsson náði reyndar ágætum árangri f 200 metra hlaupinu, 21,9 sek., og virðist svo sem hann sé orðinn mjög öruggur að hlaupa á 22,0 sek. eða betri tíma. Sigurður hafði litla keppni f þessu hlaupi, þar sem næsti maður, Stefán Hallgrímsson, var 6 sekúndubrot- um á eftir honum. 1 100 metra hlaupinu beið Sigurður hins veg- ar ósigur fyrir Vilmundi Vil- hjálmssyni, sem hljóp með ágæt- um. Vilmundur var einnig yfir- burðasigurvegari f 400 metra hlaupinu og náði þar allgóðum tfma, miðað við aðstæður. í sprett- hlaupunum voru menn nokkuð forvitnir um hvernig Vest- firðingnum Magnúsi Jónassyni tækist til. Hann hljóp 200 metra hlaupið vel og tókst að koma í veg fyrir þrefaldan sigur Reykvík- inga, en tognaði hins vegar í 4x100 metra boðhlaupinu og gat því ekki tekið þátt f 100 metra hlaupinu á sunnudaginn. Millivega- og langhlaupin báru greinilega merki stigabaráttunn- ar. Ágúst Ásgeirsson sigraði í þremur greinum, 800 metra, 1500 metra og 3000 metra hlaupi, en lagði greinilega ekki mikið upp úr því að ná góðum tfma. Hann fór svo beint úr 1500 metra hlaupinu ÍSÍIW:-?::: Jón Diðriksson og Ágúst Ásgeirsson f 5000 metra hlaupinu. Jón vann þar öruggan sigur, enda Ágúst nýkominn úr 1500 metra hlaupinu Erna Guðmundsdóttir, sigurvegari 1100 metra hlaupi og 100 metra grindahlaupi. á sunnudaginn f 5000 metra hlaupið, en þar hitti hann fyrir ofjarl sinn að þessu sinni, Jón Diðriksson, sem kom óþreyttur f hlaupið. Lengi vel fylgdust þeir þó að, en Jón herti mjög ferðina seinni hluta hlaupsins og þá varð Ágúst að gefa eftir. í hlaupagrein- unum vöktu sérstaka athygli bræðurnir Þorgeir og Hafsteinn Óskarssynir úr ÍR. Sá fyrrnefndi hljóp þarna sitt fyrsta 1500 metra hlaup og náði góðum tima og Haf- steinn fór beint úr 1500 metra hlaupinu í 5000 metra hlaupið og hljóp það ágæt.'ega. STÖKK Það fer tæpast á milli mála að stökkin eru nú að verða veikasti hlekkurinn hjá islenzkum frjáls- fþróttamönnum. Undantekning í þessari keppni var þó hástökkið, þar sem 5 af 6 keppendum fóru yfir 1,90 metra, en slfkt er senni- lega einsdæmi hér. Meðal þeirra sem stukku þessa hæð var Friðrik Þór Óskarsson, sem lítið sem ekk- ert hefur æft hástökk, og ætti að geta stokkið 2 metra hvenær sem er, ef meiri æfing kæmi til. Karl West varð sigurvegari í hástökk- inu og náði sínu bezta í sumar, 1,99 metrum, og átti hann tvær prýðisgóðar tilraunir við 2,04 metra. í Iangstökki- og þrístökki var Friðrik Þór yfirburðasigurvegari, og þurfti ekki að beita kröftum sínum til þess að sigra. 1 síðar- nefndu greininni lentu starfs- menn í hálfgerðum vandræðum, þar sem keppendurnir náðu illa út í gryfjuna, sem er 11,50 metr- um frá planka. Athygli vakti þó bæði í þessari grein og eins í langstökkinu ungur Eyfirðingur, Aðalsteinn Bernharðsson. Með meiri æfingu og reynslu ætti sá piltur að geta gert til muna betur, a.m.k. vantar hann ekki kraftinn. KÖSTIN Kastararnir voru þeir sem af báru f þessu móti, og er ekkert vafamál að hérlendis er kominn upp hópur manna sem eru orðnir eða eru að verða mjög sterkir í þessum greinum. Það eru t.d. örugglega ekki margar E^vrópu- þjóðir sem geta státað sig' af því að eiga fjóra menn yfir 16,35 metra í kúluvarpi. I kúluvarps- keppninni náði Óskar Jakobsson sínum bezta árangri með því að kasta 16,80 metra — 6 sentimentr- um lengra en hið fræga íslands- met Gunnars Huseby var. Óskar kom svo einnig við sögu bæði í kringlukasti, spjótkasti og sleggjukasti. Sigraði með yfir- burðum í spjótkasti — kastaði 70,96 metra, kastaði kringlunni 51,05 metra og sleggjunni yfir 40 metra. I sleggjukastinu vakti Hreinn Halldórsson athygli með því að kasta 42,00 metra, en tækni hans í þessari grein er mjög ábótavant, og með því að bæta hana gæti hann örugglega sveiflað sleggjunni um eða yfir 60 metra. Erlendur Valdimarsson var hinn öruggi sigurvegari bæði í sleggju- og kringlukasti, og kastaði báðum þessum áhöldum yfir 57 metra. Er Erlendur greini- lega að ná sér á strik um þessar mundir — heldur seint til þess að keppnistímabilið hjá honum verði árangursríkt og ánægjulegt, en vonandi verður næsta ár „góða árið“ hjá honum. Vfst er að Erlendur á mikið inni í kringlu- kastinu, og eftir það öryggi sem hann hefur sýnt að undanförnu, þarf engan að undra þótt stóra kastið kæmi innan tfðar. Ekki verður umræðum um kastskeppnina sleppt án þess að minnast á Selfyssinginn Þráinn Hafsteinsson, sem náði þarna sfnu bezta í spjótkasti og kastaði tæplega 63 metra. Það er skoðun undirritaðs að Þráinn sé eitt mesta fþróttamannsefni sem sézt hefur hér í keppni, og hann á örugglega mikla framtíð fyrir sér sem tugþrautarmaður, leggi hann stund á þá íþróttagrein. Það sýnir bezt styrkur hans í köstunum og kraftur hans í hástökkinu. Þráinn átti tvö gild köst yfir 62 metra í spjótkastinu, og eitt ógilt sem var sennilega 67—68 metrar. Má vera að hann geti veitt Óskari Jakobs- syni keppni þegar næsta sumar. KVENNAKEPPNIN I kvennakeppninni skiptust á skin og skúrir. Agætur árangur náðist í sumum greinum og svo mjög slakur í öðrum. Það má t.d. til tíðinda teljast að allar stúlk- urnar sex stukku yfir 5 metra i langstökki og það vel flestar 'þeirra. Ingunn Einarsdóttir er greinilega að ná sér á strik aftur eftir fjarveru sína vegna veikinda Framhald á blsú 15)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.