Morgunblaðið - 16.09.1975, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.09.1975, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1975 Núverandi Englandsmeistarar Derby County. Liðið virðist nú vera að ná sér vel á strik eftir fremur slaka byrjun f 1. deildar keppninni. QPR stöðvaði IJniled Mikil markaumferð í Englandi LUNDÚNALIÐIÐ Queens Park Rangers varð til þess að binda enda á sigurgöngu Manehester United-Iiðsins f ensku 1. deildar keppninni, er það vann sigur á heimavelli sfnum, 1—0. Þrátt fyrir þessi úrslit er Manehester United enn á toppnum f ensku knattspyrnunni, þar sem helzti andstæðingur liðsins f toppbarátt- unni, West Ham United, varð að sætta sig við jafntefli f leik sfnum á laugardaginn. Queens Park Rangers er svo f þriðja sæti með 1 stigi minna en United og West Ham og í fjörða sæti er svo Coventry sem komið hefur veru- lega á óvart f byrjun þessa mðts, með ágætri frammistöðu sinni. Rúmlega 28 þúsund áhorfendur fylgdust með leik Queens Park og Manchester United og var gffur- leg stemming á áhorfendapöllun- um. Um 6000 manns fylgdu United liðinu til þessa leiks, og aldrei þessu vant urðu ekki veru- leg læti á áhorfendapöllunum, né utan þeirra, og er sennilegt að sérstakur viðbúnaður lögreglunn- ar í Lundúnum hafi haft sitt að segja, en hún var búin að lýsa þvi yfir fyrirfram að hverjum þeim, sem gerði sig sekan um ólæti á leik þessum, yrði tafar- laust stungið í steininn. Það var strax á 2. mínútu Ieiks- ins sem Queens Park skoraði og var þar varnarleikmaðurinn David Webb að verki. Mikið gekk síðan á í leiknum, en Q.P.R. var lengst af betra liðið og sýndi frá- bær tilþrif á tíðum. Á 51. mínútu fékk liðið gott tækifæri til þess að auka viðforystu sína er dæmd var vítaspyrna á United, en mark- Vörður þeirra, Alex Stepney, gerði sér lítið fyrir og varði skot Stan Bowles. Á ýmsu gekk f ensku 1. deildar keppninni á laugárdaginn, og margir leikjanna buðu upp á mörg og falleg.mörk. Meðal slíkra leikja var viðureign Everton og Newcastle, þar sem Everton náði að gera fljótlega út um leikinn með tveimur fallegum mörkum á stuttum kafla í leiknum. Fyrra markið gerði Bob Latchford, leik- maðurinn sem Everton keypti fyrir 350 þús. pund, og hið seinna gerði Mick Lyons þremur mínút- um siðar, með aðstoð Alan Kennedys, sem freistaði þess að bjarga á síðustu stundu. Everton átti svo eftir að bæta um enn betur með marki sem kom á 74. minútu. Sheffield United er nú eina lið- ið sem ekki hefur hlotið nema eitt stig í deildinni. Á laugardaginn mætti liðið Coventry í Sheffield og allt frá upphafi leiksins til enda var nánast um einstefnu að ræða á mark Sheffield. Sóknir Coventry-liðsins báru þó ekki árangur utan einu sinni er Nick Ferguson skoraði. Var það á 31. mínútu. Furðu margir áhorfend- ur komu til að sjá leik þennan, eða um 25 þúsund talsins. Birmingham hefur enn ekki unnið leik, fremur en Sheffield. Leikur þeirra við Úlfanna á Iaugardaginn var þó ekki mjög ójafn og átti Birminghamliðið nokkrar góðar sóknarlotur sem hefðu getað fært því mörk, hefði heppnin verið með. Willie Carr skoraði bæði mörk Ulfanna, það fyrra á 51. mínútu eftir mikil varnarmistök hjá Birmingham og hið seinna með ágætu skoti á 71. mínútu. Aston Villa vann góðan sigur yfir Arsenal og sýndi nú sinn bezta leik á keppnistímabilinu. Átti Villa margar vel skipulagðar sóknarlotur, sem ekki hefði verið ósanngjarnt að hefðu gefið mörk. Phillips skoraði fyrra mark liðs síns á 75. mínútu en Keit Leonard hið seinna, þegar skammt var til leiksloka. Mikið fjör var í leik Stoke City og Leeds United. Stoke náði þriggja marka forystu í fyrri hálf- leiknum, en f seinni hálfleiknum sótti Leeds án afláts og þá náði Peter Lorimer að skora tvö mörk, annað reyndar úr vítaspyrnu. Var þetta fyrsti sigur Stoke á heima- velli á keppnistímabilinu, og virð- ist nú sem lið þeirra sé að hress- ast eftir fremur slaka byrjun í haust. Þá var mikið um að vera í leikj- um Burnley við Norwich, Leicest- er við West Ham, og Tottenham við Derby, en samtals voru skoruð 19 mörk í þessum þremur leikjum — mörg eftir fremur klaufaleg varnarmistök. Sérfræðingar í málefnum ensku knattspyrnunn- ar eru þó sammála um að sóknar- leikur liðanna sé yfirleitt mun beittari en verið hefur undanfar- in ár, og mun þvi áreiðanlega fagnað af enskum áhorfendum, sem fækkað hefur verulega á leikjunum nú slðustu ár, að því að talið er, mest vegna hins mikla varnarleiks sem ráðið hefur ríkj- um. BRETAR sigruðu Svfa I bæði karla og kvennagreinum f lands- keppni 1 frjálsum fþróttum sem fram fór 1 Edenborg 1 Skotlandi um helgina. 1 karlakeppninni hlutu Bretar samtals 113 stig gegn 99 og í kvennakeppninni 103 stig gegn 65 stigum Svfa. Ágætur árangur náðist um greinum í keppninni nefna sem dæmi: 100 metra hlaup kvenna: S. Lannaman, Bretl. Spjótkast kvenna: T. Sanderson, Bretl. Kúluvarp kvenna: B. Bedford, Bretl. Langstökk kvenna: M. Nimmo, Bretl. mörg- og má 11,6 sek. 51,68 m. 15,06 m. 6,28 m. Pele vinsaell BANDARlSKA knattspyrnuliðið Cosmos er nú á keppnisferðalagi í Evrópu og hefur hvarvetna verið tekið með kostum og kynjum af áhorfendum. Þannig fylgdust t.d. hvorki fleiri né færri en 50 þúsund manns með leik liðsins við ftalska liðið Roma, sem fram fór f Róm á laugardaginn. Roma hafði talsverða yfirburði f leikn- um, en eigi að sfður var það Pele sem átti hylli áhorfenda. Sýndi hann mikla snilli 1 leik þessum þótt ekki tækist honum að skora. Heimaliðið vann sigur, 3—1, eftir að staðan hafði verið 1—0 f hálf- leik. Mörk Roma skoruðu Petrini, Cordova og Negrisolo, en mark Cosmos skoraði Coyne scm kom inná f seinni hálfleik sem vara- maður. 5000 metra hlaup karla: A. Simmons, Bretl. 13:59,29 mfn. 800 metra hlaup karla: P. Browne, Bretl. 1:48,77 mín. Kringlukast karla: K. Akesson, Svfþjóð 60,18 m. 1500 metra hlaup kvenna: R. Wright, Bretl. 4:19,84 mín. 110 metra grindahlaup karla: A. Pascoe, Bretl. 14,2 sek. Sleggjukast: P. Dickenson, Bretl. 69,16 m. 100 metra grindahlaup kvenna: E. Sutherland, Bretl. 13,86 sek. 200 metra hlaup karla: D. Jenkins, Bretl. 21,02 sek. 400 metra grindahlaup karla: W. Hartley Bretl. 51,04 sek. 400 metra grindahlaup kvenna: J. Roscoe, Bretl. 59,32 sek. 100 metra hlaup karla: C. Garpenborg, Svíþjóð 10,5 sek. 800 metra hlaup kvenna: R. Wright, Bretlandi 2:08,0 mín. 200 metra hlaup kvennt S. Lannaman, Bretl. Spjótkast karla: P. Smiding, Svíþjóð Langstökk karla: U. Jarfelt, Svíþjóð 400 metra hlaup karla: R. Jenkins, Bretl. 3000 metra hlaup kvenr I. Nutsson, Svfþjóð ! Kúluvarp karla: G. Capes, Bretl. 1. DEILD L HEIMA UTI STIG ManchesterUtd. 7 2 1 0 9:4 3 0 1 5:1 11 West Ham Utd. 7 3 0 0 5:2 1 3 0 8:7 11 Q.P.R. 7 2 2 0 5:2 1 2 0 8:4 10 Coventry City 7 1 2 0 3:1 2 1 1 6:3 9 Everton 7 3 0 1 9:4 1 1 1 4:6 D Leeds Utd. 7 2 0 1 4:3 2 1 1 7:5 9 Liverpool 7 2 1 0 6:4 1 1 2 4:5 8 Derby County 7 2 0 1 7:7 1 2 1 5:6 8 Manchester City 7 3 1 0 12:1 0 0 3 0:4 7 Newcastle Utd. 7 2 1 0 7:1 1 0 3 5:10 7 Arsenal 7 1 1 1 3:3 1 2 1 3:4 7 Ipswich Town 7 2 1 1 6:5 0 2 1 2:5 .7 Norwich City 7 2 1 0 10:6 0 2 2 7:11 7 Aston Villa 7 3 0 1 5:2 0 1 2 4:9 7 Middlesbrough 7 3 0 0 6:0 0 1 3 2:10 7 Burnley 7 1 3 0 9:6 0 1 2 2:6 6 Leicester City 7 0 4 0 8:8 0 2 1 2:5 6 Stoke City 7 1 1 2 6:7 1 1 1 2:4 6 Wolverhampton Wand. 7 1 2 1 4:4 0 1 2 2:6 5 Tottenham Hotspur 7 1 2 0 4:3 0 0 4 6:10 4 Birmingham City 7 0 1 2 1:4 0 1 3 5:11 2 Sheffield United. 7 0 1 3 2:7 0 0 3 1:9 1 2. DEILD L HEIMA UTI STIG Notts County 6 1 1 0 1:0 3 1 0 6:3 10 Southampton 6 4 0 0 9:2 0 1 1 0:3 9 Sunderland 7 4 0 0 8:1 0 1 2 1:5 9 Bristol City 7 3 1 0 9:2 1 0 2 4:7 9 Fulham 7 2 1 1 7:2 1 1 1 5:5 8 Hull City 6 3 0 0 5:1 1 0 2 2:4 8 Bolton Wanderes 6 1 1 0 5:2 2 0 2 4:4 7 Oldham Athletic 5 3 0 0 5:1 0 1 1 2:5 7 Luton Town 5 2 0 1 5:2 1 0 1 2:1 6 Bristol Rovers 5 1 1 0 2:1 1 1 1 3:3 6 Chelsea 7 2 1 0 6:2 0 1 3 2:7 6 Blackburn Rovers 5 1 0 1 5:3 1 1 1 2:3 5 Blackpool 6 1 1 0 2:1 0 2 2 1:4 5 Nottingham Forest 5 1 0 2 3:3 0 2 0 1:1 4 Charlton Athletic 5 1 1 1 4:4 0 1 1 0:1 4 Orient 6 1 2 1 3:3 0 0 2 0:2 4 Oxford Utd. 7 1 1 1 4:4 0 1 3 4:10 4 Plymouth Argyle 5 2 0 0 2:0 0 0 3 0:4 4 W.B.A. 6 1 2 0 3:2 0 0 3 0:9 1 York City 5 1 0 2 4:5 0 1 1 3:4 3 Portsmouth 5 0 1 1 1:3 1 0 2 3:4 3 Carlisle Utd. 6 1 1 1 3:3 0 0 3 1:7 3 Knattspyrnuúrslit ENGLAND 1. DEILD: Aston Villa — Arsenal 2—0 Burnley — Norwich 4—4 Everton — Newcastle 3—0 Ipswich — Liverpool 2—0 Leicester — West Ham 3—3 Manchester City — Middlesborough 4—0 Q. P.R. — Manchester United 1—0 Swansea — Workington 1—0 Newport er I forystu I deildinni meS 7 sig eftir 5 leiki, en Reading, Northampton og Lincoln hafa einnig hlotiS 7 stig. Markhæstir Markhæstu leikmennirnir I ensku BRETAR SIGRUÐU Sheffield Utd. — Coventry 0—1 knattspyrnunni eru nú eftirtaldir: Stoke — Leeds Tottenham — Derby 3—2 2—3 1. DEILD: Ted MacDougall, mörk Wolves — Birmingham ENGLAND 2. DEILD: Carlisle — Portsmouth 2—0 2—1 Norwich City Peter Noble, Burnley Malcolm MacDonald, 10 10 Charlton — Blackpool Fulham — Bristol Rovers 1 — 1 0—2 Newcastle United Peter Lorimer, 8 Luton — Bolton Nottingham — Hull Oldham — Chelsea 0—2 1—2 2—1 Leeds United 2. DEILD: Roy Greenwood, 6 Orient—Plymouth 1—0 Southampton — Blackburn 2—1 Sunderland — W.B.A. 2—0 York — Notts County 1—2 ENGLAND 3. DEILD: Brighton — Chester 6—0 Bury — Chesterfield 3—1 Crystal Palace — Rotherham 2—0 Grimsby—Millwall 2—1 Halifax — Shrewsbury 0—0 Hereford — Colchester 0—0 Mansfield — Cardiff 1—4 Peterborough — Aldershot 1 — 1 Preston — Walsall 3—1 Southend — Port Vale 3—3 Swindon — Sheffield Wednesday 2—1 Wrexham — Gillingham 2—0 Crystal Palace er I forystu I 3. deildinni með 10 stig eftir 5 leiki; næstu Ii8 eru Grimsby með 8 stig og Shrewsbury, Bury, Preston North End og Halifax sem öll hafa hlotið 7 stig. Hull City George Jones, Oldham Athletic 3. DEILD: Peter Silvester, Southend United Ray Treacy, Preston North End Fred Binney, Brighton David Kemp, Crystal Palace 23,61 sek. ENGLAND 4. DEILD Torquay— Rochdale 1—0 77,60 m. 7,69 m. Brandford — Tranmere Darlington — Northampton Exeter — Cambridge 3—0 0—1 1—2 46,70 sek. Hartlepool — Scunthorpe 1—2 a: 1:54,0 mfn. Huddersfield — Lincoln 0—1 20,01 m. Newport — Southport Reading — Watford 2—0 3—0 Stórsigur Duisburg Á laugardaginn fór fram fyrri leik- ur MSV Duisburg frá Vestur- Þýzkalandi og Paralimni Famagusta frá Kýpur I UEFA-bikarkeppninni I knattspyrnu. Leikið var i Duisburg og lauk leiknum með yfirburðasigri heimamanna, 7—1, eftir að staðan hafði verið 5—1 í hálfleik. Lehmann skoraði þrennu i leik þessum (á 14, 23. og 30. mínútu), Worm skoraði tvö mörg, á 39. og 86. minútu, Thies eitt, á 49. min. og eitt markanna sem Duisburg skoraði var sjálfs- mark, sem kom þegar á 3. minútu. Mark Kýpurliðsins skoraði Chatziennis á 11. mínútu. Áhorfend- ur að leiknum voru aðeins fimm þúsund. Liðin mætast svo aftur i Obenhausen i V-Þýzkalandi nú i vikunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.