Morgunblaðið - 16.09.1975, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.09.1975, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1975 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavik. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, simi 10 100. Auglýsingar Aðalstræti 6, simi 22 4 80. Áskriftargjald 800.00 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 40,00 kr. eintakið Iistdans á sér ekki J langa sögu á íslandi og raunar má fullyrða að veik- burða tilraunir til þess að skapa grundvöll fyrir þá listgrein hér á landi hafi jafnan orðið að engu og lítil von um árangur fyrr en nú. Sýning íslenzka dansflokksins á Coppelfu síðastliðinn vetur og nú síðustu daga markar þátta- skil í sögu íslenzks listdans. Þessi sýning hefur sannað að Iistdans á sér tilverurétt á íslandi. En til þess að þessi nýgræðingur meðal listgreina hér á landi hafi nokkra von um að vaxa úr grasi og öðlast sjálfstætt líf, verða réttir aðilar að veita þann stuðning sem til þarf. Þjóðleikhúsið hefur frá árinu 1952 starfrækt list- dansskóla og skal sú starf- semi sízt vanmetin. Henni hefur verið haldið uppi af þrautseigju og vilja frekar en mætti. Oft hefur reynzt afar erfitt að fá hæfa kennara til skólans en það er að sjálfsögðu forsenda þess að takast megi að hyggja upp lífvænlegan dansflokk hér. En rúmlega tveimur áratugum eftir að Listdansskóli Þjóðleikhúss- ins tók til starfa, eða á árinu 1973, var ráðizt í að stofna íslenzka dansflokk- inn og koma upp hópi dans- ara, sem hefði listdans að atvinnu sinni. Launakjör þeirra dansara, sem eru í íslenzka dansflokknum eru að sjálfsögðu langt fyrir neðan það sem þyrfti að vera, en þó hefur tekizt að halda lífinu í flokknum um tveggja ára skeið og er vafalaust þrekvirki út af fyrir sig. Til þessa þarf fjármagn og í fyrsta skipti á þessu ári var fé veitt á fjárlögum til Islenzka dansflokksins, um tvær milljónir króna. Að auki lagði Þjóðleikhúsið dans- flokknum til f jórar milljón- ir króna. Þetta er auðvitað of lítið fjármagn til þess að hægt sé að halda upp starf- rækslu dansflokks, og sú staðreynd að það hefur tek- izt, er vafalaust fyrst og fremst til marks um vilja og áhuga meðlima dans- flokksins. Að auki hefur verið komið upp styrktar- mannakerfi og munu félagar í því nú vera 400—500, sem greiða ákveðið árgjald og fá í þess stað ókeypis aðgang að sýningum dansflokksins. Nú stendur fjárlagasmíð yfir og fyrir áramót mun Alþingi afgreiða fjárlög fyrir árið 1976. Vafalaust eru margar óskir og marg- víslegar kröfur gerðar á hendur fjármálaráðherra og fjárveitinganefnd Alþingis og auðvitað er ekki allt hægt að gera fyrir alla. Engu að síður telur Morgunblaðið, að fjárveit- ingavaldið eigi að meta það merka starf, sem unnið hefur verið á vegum Is- lenzka dansflokksins og leggja honum til nokkuð meira fé á næsta ári, fjár- magn sem gera mundi dansflokknum kleift að auka að mun starfsemi sína. Sönnun fyrir því, að þessu fjármagni yrði ekki illa varið, eru sýningar þær á Coppelíu sem staðið hafa yfir í Þjóðleikhúsinu undanfarna daga og fyrr á þessu ári. Ennfremur er Islenzki dansflokkurinnn fyllsta ástæða til að hvetja almenning til að styðja starfsemi Islenzka dans- flokksins með því að gerast styrktarmeðlimir hans. Fyrir mörgum áratugum var tónlistarlíf á Islandi í raun og veru byggt upp með þeim hætti og veru- legum stuðningi hins al- menna borgara. Nú þarf þessi nýja list- grein sem hér er að nema land á slíkum stuðningi að halda og sú mikla aðsókn sem verið hefur að sýningum Islenzka dans- flokksins og Þjóðleikhúss- ins á Coppelíu sýnir, að fólk kann vel að meta það starf sem þarna er unnið. Það er merkileg stað- reynd að okkar fámenna þjóð skuli hafa eignazt einn fremsta ballettdans- ara í heimi í dag, sem er Helgi Tómasson. Hann hefur sýnt þessari listgrein á Islandi verulega ræktar- semi og þar með hvatt íslenzka listdansara til frekari dáða. Það framlag hans til íslenzks listdans ber að meta. Það er ánægjuefni að sjá nýja list- grein festa rætur og það verður ekki síður ánægju- legt að fylgjast með henni vaxa og dafna. Það gerir hún ef til kemur nægilegur stuðningur almennings og almannavalds. STIKUR Jóhann Hjálmarsson Útburðarsaga í safnriti, sem Karl H. Bolay hefur ritstýrt og nefnist Svenskarna och deras immi- granter (Immigrant-lnstitutet Stockholm 1974), segja nokkrir erlendir rithöfundai búsettir í Svíþjóð frá kynnum sínum af sænsku velferðinni. Eftir frásögnum þeirra að dæma er erfitt að vera inn- flytjandi í Sviþjóð. Á alþjóð- legu rithöfundarmóti í Mölle í ágúst sl. spurði ég þá Karl H. Bolay og Nenad Andrejevic, sá fyrrnefndi er þýskur inn- flytjandi sá síðarnefndi júgó- slavneskur, um viðhorf þeirra til Svíþjóðar. Þeir voru sam- mála um að í Svíþjóð væru innflytjendur litnir sörnu aug- um og Gyðingar í Þýzkalandi forðum. Saga Nenad Andrejevic minnir á gömul ævintýri. Hann fæddist árið 1931 í Nisch í Serbiu. Móðir hans, 1 6 ára stúlka, treysti sér ekki til að sjá fyrir honum og bar hann þess vegna út. Hún henti honum í fljót. En Nen- ad litli sökk ekki heldur barst inn í runna við bakkann. Það- an heyrði önnur kona barns- grát og bjargaði Nenad. Hún fór með hann heim til sín og gekk honum í móður stað. En tveimur árum síðar dó konan. Þá lenti Nenad hjá sigaunum. Þar fann lögregl- ah hann og kom honum fyrir hjá konu einni. Hún var ekki langlif. Eftir dauða hennar lenti Nenad á götunni. Hann varð að bjarga sér sjálfur. Helztu næturstaðir hans voru járnbrautarstöðvar og húsa- garðar. Hann tók þátt i and- spyrnuhreyfingunni gegn Þjóðverjum með því að flytja bréf og skilaboð milli manna. Nenad Andrejevíc var ákveðinrl í að brjótast til mennta. Hann lagði hart aS sér og komst í herháskóla og útskrifaðist þaðan liðsforingi Næst !á leiðin í listaháskóla Þar lauk Nenad lika prófi með góðum vitnisburði. Hann langaði til að verða myndlistarmaður, en þó einkum rithöfundur. Hann gerðist blaðamaður 1 952 og varð ritstjóri bókmenntalegs vikublaðs i Belgrad. Blaðið þótti of frjálslynt og var Nen- ad refsað með því að draga af launum hans. Mótleikur hans var að skrifa lika fyrir önnur blöð. En að því kom að Nenad var ekki vært í heima- landi sínu. Hann sótti um leyfi til að ferðast til útlanda. Hann var kallaður fyrir em- bættismenn lögreglustjór- ans, sem tjáðu honum að hann skrifaði vel, en ... Þetta var stórt en, sem Nen- ad átti að skilja. Hann lofaði að sjálfsögðu að koma aftur og sagðist ætla að skrifa um ferðir sinar. Þú sýnir okkur greinarnar áður en þú birtir þær, sögðu embættismenn- irnir. í Serbíu eru að sögn Nenads 365 rithöfundar, en aðeins 10 þeirra fá útgefnar bækur. Hinir verða að láta Borgarleikhúsið i Gautaborg. Þar býr hann nú ásamt konu og tveimur sonum. Við höf- um það gott í Svíþjóð, sagði Nenad. Það er mikils virði að búa við algjört tjáningar- frelsi. En bilið milli og inn- flytjendanna og Svíanna er breitt. Þeir líta niður á okkur. Að sögn Nenads á hann um 100 óprentuð handrit í fórum sínum: Ijóð, smásög- ur, leikrit, skáldsögur. Hann dáðist mikið að íslenskum sjónvarpsleikritum og sagði að þau minntu hann á Júgó- slavíu. Hann er í stjórn ný- Frá Mölle. Teikning eftir Nenad Andrejevic. sér nægja félagsskirteini rit- höfundafélagsins. Nenad Andrejevic kom til Svíþjóðar 1965. í fyrstu var enga atvinnu að fá aðra en uppþvott á veitingahúsum og verksmiðjuvinnu, En nú komu listrænir hæfileikar Nenads til hjálpar. Hann var ráðinn leikmyndasmiður við stofnaðs bandalags innflytj- endarithöfunda í Svíþjóð. í haust kemur út Ijóðabók eftir hann á serbísku og í safnriti með verkum innflytjenda, sem væntanlegt er á þessu ári, á hann smásögu og Ijóð. Nenad kveðst ekki geta beð- ið lengur eftir að koma verk- um sínum á framfæri. Fáist ekki útgefandi að þeim ætlar hann að gefa þau út sjálfur. Nenad sagði að ein milljón og tvö hundruð þúsund Júgóslavar væru landflótta, flestir þeirra, eða hálf milljón, byggju í Þýzkalandi. Margir væru í Svíþjóð. Innflytjendur í hópi rithöf- unda hljóta að eiga erfitt uppdráttar í framandi landi. Flestir þeirra læra ekki nýtt mál að gagni. Nenad Andreijevic talar sæmilega sænsku, en treystir sér ekki til að semja bækur á sænsku. Dæmi eru þó um útlendinga I Svíþjóð, sem náð hafa góðu valdi á málinu. Þekktastur þeirra er Grikkinn Theodor Kallifatides, sem nú er rit- stjóri kunnasta bókmennta- tímarits Svía, Bonniers Litter- ára Magasin (BLM), og hefur auk þess samið skáldsögur á sænsku og ort og þýtt með jafngóðum árangri og hann væri barnfæddur í Svíþjóð. Sænska skáldið, Tomas Tranströmer, hefur sagt mér, að Kallifatides sé furðuverk. Á skömmum tíma hafi hann tileinkað sér málið með frá- bærum árangri. Meðal þeirra, sem eiga verk í safnritinu Svenskarna och deras immigranter, er Eistlendingurinn Andres Kúng, en greinar eftir hann hafa oft birst i Morgunblað- inu. Ein bóka hans hefur komið út í íslenskri þýðingu: Eistland — smáþjóð undir oki erlends valds (1 973).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.