Morgunblaðið - 16.09.1975, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 16.09.1975, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1975 39 Guðni Þðrðarson, forstjóri Air Viking. — Air Viking að annast framreiðslu á mat i Framhald af bls. 40 sterlingspundum og svissneskum frönkum og sem fyrr segir verða gjaldeyristekjur vegna flutn- inganna um 160 millj. króna. Sérstakar reglur gilda um mataræði um borð í flugvélunum og má ekki bera á borð fyrir far- þegana neins konar rétti úr svfna- kjöti. Air Viking mun flytja starfslið til viðkomandi landa til — Þróun Framhald af bls. 3 en 1975 um 6.750 milljónir. Ef hins vegar er reiknað með föstu gengi er vöruskiptajönfuðurinn árið 1973, þ.e.a.s. fyrstu 7 mánuði ársins, óhagstæður um 2.090 milljónir króna, árið 1974 um 14.378 milljónir og 1975 um 15.218 milljónir króna. Breyt- ingin á árinu 1974 er því óhag- stæð um 12.288 milljónir króna, en aðeins um 840 milljónir króna á árinu 1975. Siðan segir í Hag- tölum mánaðarins: „Þessi samanburður sýnir, að raunveruleg þróun vöruskipta- jafnaðar mánuðina janúar—júlí 1974 var mun verri heldur en tölur reiknaðar á gengi hvers tima gefa til kynna. Sömuleiðis kemur fram, að enda þótt vöru- skiptajöfnuður hafi orðið heldur óhagstæðari í ár en 1974, er þróunin alls ekki jafn slæm og tölur reiknaðar á gengi hvers tíma gefa til kynna.“ I Hagtölunum stendur síðan, að mikill munur hafi verið á „þróun inn- og útflutnings á fyrstu sjö mánuðum ársins 1975 borið saman við sama tímabil árið áður, reiknað á föstu gengi. Á árinu 1975 rýrnaði heildarverðmæti út- flutnings um 12,0% frá fyrra ári, en á árinu 1974 varð 20,3% aukn- ing. Verðmæti álútflutnings var 51,9% minna og annars útflutn- ings 4,3% minna nú en í fyrra. Á árinu 1974 jókst útflutningsverð- rnæti áls um 10,4% og verðmæti alls útflutnings jókst um 22,4%. Verðmæti innflutnings i heild rýrnaði um 6,3% á fyrstu sjö mánuðum ársins 1975 miðað við sama tímabil árið áður, en á árinu 1974 varð hins vegar 62,9% aukning frá fyrra ári. Sérstakur innflutningur, það er skip, flug- vélar, innflutningur vegna fram- kvæmda við Þjórsárvirkjanir og innflutningur vegna álbræðslu, jókst að verðmæti um 6,3% á fyrstu sjö mánuðunum i ár, en á sama tímabili árið áður nam aukningin 56,1%. Verðmæti al- menns innflutnings lækkaði um 9,4% i ár, en 1974 varð aukningin 64,6%. Vöruskiptajöfnuðurinn við út- lönd var þannig óhagstæðari um 840 milljónir króna i ár en í fyrra, þrátt fyrir verulegan samdrátt í innflutningi, en samdráttur út- flutningstekna hefur orðið enn meiri, eingöngu vegna áframhald- andi verðlækkana á erlendum mörkuðum. Engu að síður er þróun utanríkisverzlunar mun hagstæðari í ár heldur en á sama tíma 1974. Tölur um þróun annarra þátta greiðslu- jafnaðarins við útlönd á árinu 1975 liggja enn ekki fyrir, 'að undanskildi breytingu gjaldeyris- stöðunnar, en rýrnun varð á heildargjaldeyrisstöðu um 4.308 milljónum króna á fyrstu sjö mánuðunum 1975 á móti 7.023 milljón króna rýrnun á sama tímabili 1974. Greiðslujafnaðar- spá fyrir 1975 gerir hins vegar ráð fyrir að gjaldeyrisstaðan versni um 2.500 milljónir króna fyrir árið í heild, þannig að gjáldeyris- staðan ætti að batna á síðustu mánuðum ársins um 1.000—1.500 milljónir króna.“ — Það er ætlun okkar að nota íslenzkt lambakjöt og grípa þann- ig tækifærið til að kynna það, en lambakjöt er sérstakur hátíðarétt- ur múhameðstrúarmanna, I þess- um löndum sagði Guðni. Meðal múhameðstrúarmanna tíðkast það að fara a.m.k. einu sinni á ævinni til Mekka. En slik- ar pllagrímsferðir eru dýrar fyrir þá sem búa langt frá hinni helgu borg. Það er því fyrst og fremst ríkt fólk sem fer til Mekka. Félags- og samgönguráðuneyti ýmissa rikja múhameðstrúar- manna standa því fyrir flutning- um pílagríma til Mekka og leggja mikið upp úr því að þær ferðir séu sem glæsilegastar og varpi ljóma á viðkomandi ríkisstjórnir. Guðni Þórðarson kvaðst ekki geta svarað því, hvort um áfram- hald á þessu flugi yrði að ræða hjá Air Viking, en benti á, að þegar samningar hefðu tekizt um slíka flutninga og báðir aðilar væru ánægðir með framkvæmd þeirra, þá væru þeir oftast fram- Iengdir árum saman. Hann kvað flugfélagið, sem annaðist þessa flutninga frá Vestur-Afríku á undan Air Viking, hafa gert það sl. 7 ár en ekki getað haldið þeim áfram. — Amnesty Framhald af bls. 38 Tekið var fram í skýrslunni að óvenju margir fangar hefðu verið látnir lausir og bent á Portúgal, Grikkland, Suður-Víetnam og Suður-Kóreu. Á það var einnig bent að margar konur hefðu verið látnar lausar I Sovétrikjunum i tilefni kvennaárs og að nokkrir fangar hefðu fengið að fara frá Chile ef greitt hefði verið fyrir flugfargjöld þeirra. I lok þriggja daga ársfundar Amnesty var I fyrsta skipti kjörinn forseti samtakanna. Hinn nýi forseti samtakanna er Eric Baker frá Bretlandi, einn af stofnendum þeirra 1961. — Óvíst um Framhald af bls. 1 menn og talsmaður egypzku stjórnarinnar lýsti því yfir að hún teldi Arafat og alla aðra leiðtoga Palestinu-Araba ábyrga fyrir því sem væri að gerast og að þeir myndu persónulega bera ábyrgð á afleiðingunum, ef þeir tryggðu ekki öryggi sendiráðsstarfs- mannanna. Þessu svaraði talsmaður PLO á þá leið, að Ieiðtogar Palestinu- Araba furðuðu sig á þessum um- mælum egypzku stjórnarinnar í þeirra garð, þar sem atburðurinn I Madrid snerti PLO á engan hátt. Stjórnmálafréttaritarar telja víst, að Egyptar ætli sér að neyða leið- toga Pal^stinumanna til að taka málið í sinar hendur og tryggja að sendiráðsstarfsmönnum verði sleppt. Siðustu fréttir í kvöld hermdu að skæruliðarnir hefðu endur- tekið hótun sína um að taka gíslana af lífi og gáfu þeir Sadat forseta tækifæri til að taka orð sin i sjónvarpsávarpinu til baka, annars yrði hann gerður persónu- lega ábyrgur fyrir lífum sendi- ráðsstarfsmannanna þriggja. „Fréttamenn segja að mikil reiði ríki í Egyptalandi vegna atburðarins og geti hann haft mjög neikvæð áhrif fyrir Palestinu-Araba I heild, ef gíslarnir verða ekki látnir lausir. — Flugslys Framhald af bls. 40 mýrar og til baka fyrir norðan jökla. Var tilgangurinn sá sami, að reyna að heyra í neyðartalstöð týndu vélarinnar, þvi að annað var ekki hægt að gera vegna myrkurs og óveðurs. Auk þess var leitað í Vestmannaeyjum á sunnu- dagskvöld og fram á nótt, þar sem tveir drengir töldu sig hafa séð til lítillar flugvélar yfir flugbraut- inni í Eyjum klukkan 19.30 á sunnudagskvöld. Allt reyndist þetta árangurs- laust og strax í dögun á mánu- dagsmorgun hófst viðtæk leit úr lofti og á landi. Tóku þátt í henni 16 flugvélar þegar mest var og 250 menn leituðu á jörðu niðri. Voru þeir úr flugbjörgunarsveit- um, sveitum Slysavarnarfélags Is- lands, hjálparsveitum skáta og hjálparsveitinni Stakki úr Kefla- vik. Leitað var mjög gaumgæfi- lega á Reykjanesskaganum, þyrla frá varnarliðinu leitaði meðfram suðurströndinni og flugvélar leit- uðu mjög vel svæðið frá strönd- inni og allt upp til Langjökuls og Höfsjökuls, því að þau boð komu frá Sigöldu, að fólk hefði séð til flugvélar þar á sunnudagskvöld. Flakiö finnst Miðstöð leitarinnar var í flug- turninum á Reykjavikurflugvelli og var yfirstjórn hennar i höndum Valdimars Ólafssonar flugumferðarstjóra. Var aflað upplýsinga um ferðir vélar- innar og fengust m.a. tvær staðar- ákvarðanir á vélinni frá radarstöð varnarliðsins á Stokksnesi. Miðað við stefnuna á vélinni út frá þess- um tveimur punktum og ef reiknaður var með hinn sterki sunnanvindur, var ekki talið ólík- legt, að stefna vélarinnar væri yfir Eyjafjalla- eða Mýrdalsjökul, eða 40 kílómetrum norðar og austar en flugmaðurinn taldi sig vera, þ.e. yfir Vestmannaeyjum. Var því sérstök áherzla lögð á að leita þetta svæði. Framan af degi i gær var ekki hægt að leita hájökl- ana vegna þess hve lágskýjað var, en þegar leið á daginn rofaði til og klukkan 17.56 fann Sigurjón Einarsson flugvélaflakið suð- austan í Goðasteini á Eyjafjalla- jökli, I rúmlega 1500 metra hæð, en Goðasteinn er 1666 metra hár. Sigurjón tilkynnti strax um fundinn og var skipulagðri leit þegar hætt og margar flugvélar sem voru í leitinni, komu á slys- staðinn og flugu þar yfir, þar á meðal flugvél frá Sverri Þórodds syni, en í henni var Ijósmyndari frá Morgunblaðinu. Tók hann þær myndir sem fylgja með fréttinni. Gerðar voru ráðstafanir til að komast á slysstaðinn. Hópur leitarmanna sem var staddur á Fimmvörðuhálsi lagði af stað á tveimur vélsleðum og þyrla frá varnarliðinu fór á staðinn. Komu báðir flokkarnir þangað á svip- uðum tima, eða klukkan rúmlega 19.30 í gærkvöldi. Ekki þótti ráð- legt að láta vélina lenda á jökl- inum vegna þess að mikið var um sprungur í grennd við slysstaðinn en tveir menn voru látnir síga niður. Fundust lik hjónanna í flugvélarflakinu og voru þau tekin um borð í þyrluna, sem fluttu þau til Keflavikurflug- vallar og þaðan flutti lögreglan líkin til Reykjavíkur seint I gær- kvöldi. Erfið leit Leitin i gær var mjög erfið, sérstaklega leitin í lofti, vegna mikillar ókyrrðar í lofti. Vildu Valdimar Ólafsson og félagar hans í stjórnstöð leitarinnar koma á framfæri sérstöku þakklæti til allra þeirra sem tóku þátt í þessari víðtæku leit fyrir frábær störf þeirra. — Tíminn og Framhald af bls. 2 gjörð um ástina. Andstæðurnar eru líka mjög sterkar, eins og þegar Steinn segir: „Alda, sem brotnar á eirlitum sandi. Blær, sem þýtur i bláu grasi. Blóm, sem dó.“ Svo kemur allt í einu gjörólíkur tónn — hann hverf- ur frá þessu ljóðræna og segir: „Ég henti steini i hvítan múr- vegg, og steinninn hló.“ Þrátt fyrir þessar andstæður, kemur þetta í beinu framhaldi og þetta er eitt ljóð — ein órjúfanleg heild.“ sagði Einar Hákonar- son. — Hefði sloppið Framhald af bls. 40 inn, skammt frá sprungu. Síðan hefur hún haldið áfram nokkra tugi metra upp brekkuna, sem er með ca 30—40 gráðu halla og á leiðinni hefur brotnað úr vél- inni og brakið dreifzt þarna um svæðið, t.d. vængir. Þar sem vélin stöðvaðist loks, var flakið yfir að líta nánast sem haugur. Ég tel mestar líkur á því að fólkið hafi látizt strax, höggið hefur verið það rnikið." Sigurjón kvaðst hafa haft um það hugboð að vélin væri á öðr- um hvorum jöklinum, Mýrdals- eða Eyjafjallajökli. „Ég fann það þegar ég flaug yfir Vest- mannaeyjar kvöldið sem vélar- innar var saknað, hver sunnan- vindurinn var ofsalega sterkur og taldi langlíklegast að vélina hefði borið af leið og staðsetn- ingin sem flugmaðurinn gaf yfir Vestmannaeyjum stæðist því ekki. Ég fór á þetta svæði strax í morgun og flaug þar um i 4 tima en komst ekki á jökul- tindana vegna skyggnis. Ég flaug aftur til Reykjavíkur til að ná í bensín en fór aftur á svæðið klukkan þrjú. Þá var mikið farið að létta til og loks á sjötta tímanum rofaði alveg til og ég fann svo flakið skömmu fyrir klukkan 16. Ég hafði þá verið á flugi yfir þessu svæði i 8 tíma,“ sagði Sigurjón að lokum. — Eigendur Framhald af bls. 3 íslenzkra hesta, hr. E. Isenbuegel frá Zúrich. Daginn áður höfðu undanrásir farið fram. Á laugardeginum var keppt í tölti, stökki yfir sam- hindranir og i skeiði. Á sunnu- deginum voru úrslit í hlýðnis- æfingum, fjórgangskeppni, valin röð þeirra efstu í töltkeppninni og 3000 metra hindrunarreið. Siðan komu sýningaratríði, — tveir og tveir riðu saman, knapi reið og stýrði sex hestum samtimis, islenzkar stúlkur riðu í þjóðbún- ingum í söðlum nokkra hringi á vellinum, piltar í þjóðbúningum járnuðu hest á íslenzkan máta, og nutu þessi atriði mikillar hylli áhorfenda, sem voru að mati fyrirsvarsmanna mótsins um 200, víðsvegar að úr Evrópu. Keppendur voru alls 48 frá 8 þjóðlöndum, þ.e. Austurríki, Dan- mörku, Frakklandi, Hollandi, Noregi, Sviss og Vestur- Þýzkalandi. Fyrstur I 250 metra skeiði var Hreinn frá GuIIbera- stöðum, knapi Bruno Podlech, Vestur-Þýzkalandi. Fyrstur i tölti var Dagur frá Núpum, knapi Reynir Aðalsteinsson, íslandi. Fyrstur í hlýðnisæfingum var Ljóski frá Hofsstöðum, knapi Albert Jónsson, Islandi. Fyrstur i fleirgangskeppni var Léttir frá Innra-Hólmi, knapi Janneke Faber, Hollandi. Funi frá Kaup- vangi, knapi Walter Feldmann, Vestur-Þýzkalandi, vann síðan hlýðnisæfingar C og hindrunar- hlaup og var jafnframt langstiga- hæsti hestur mótsins. Mótinu var síðan slitið með virðulegri athöfn að viðstöddum öllum þátttakendum, fallega búnum, og flestum áhorfendum. Er ánægjulegt að sjá hve mikla hrifningu sýningar og keppni á íslenzkum hestum njóta meðal þeirra Evrópubúa, sem tekið hafa ástfóstri við hestinn okkar. Nánar verður sagt frá mótinu síðar hér I blaðinu. — Síldarverð Framhald af bls. 40 leyfi hér við land i haust. I reglu- gerð um þessar veiðar væri það tekið fram, að ef skipin hefðu ekki hafið veiðar fyrir 5. október n.k., yrði leyfi þeirra endurskoð- að og jafnvel fellt út gildi, þannig að til greina getur komið að kvóti hvers skips á heimamiðum verði stærri en ella. Aðspurður sagði Jón, að sömu reglur og áður yrði í gildi varð- andi veiðar á smásíld. Er gert ráð fyrir að ekki megi veiða sild undir 27 cm. Ef skipstjórar skip- anna eru í einhverjum efa um stærð sildarinnar, ber þeim að taka 100 síldar, áður en þurrkað er að nótinni, og ef í Ijós kemur að meir en 50% síldanna eru undir 27 sm þá ber að sleppa síldinni. Styðja Sfldarútvegsnefnd Sem kunnugt er hafa farið fram allmiklar umræður um sildarmál- in að undanförnu, sérstaklega þó verð það sem i gildi var á síld veiddri í reknet og gilti þangað til í gær. Vegna þessara umræðna sendi stjórn Félags síldarsaltenda á Suðvesturlandi og stjórn félags- ins á Norður- og Austurlandi frá sér eftirfarandi samþykkt í gær: „Nú þegar sildveiðar eru að hefjast á ný við Island telur fundurinn nauðsynlegt að allir hlutaðeigandi aðilar standi saman að því vandasama verkefni, sem þvi fylgir að vinna á ný þá mark- aði fyrir íslenzka saltsild, sem glatazt hafa vegna veiðibannsins á undanförnum árum. Fundurinn lýsir i þessu sam- bandi yfir furðu sinni á þeim rangfræslum, sem fram hafa komið i Morgunblaðinu varðandi sölumál saltaðrar Suðurlands- síldar þ. á m. þeirri fullyrðingu að Síldarútvegsnefnd hafi selt Suðurlandssild á lágu verði á sama tima og það liggur fyrir, að nefndin hefir neitað með öllu að fallast á það verð sem kaupendur í ýmsum markaðslöndum hafa til þessa viljað greiða fyrir síldina. Lýsir fundurinn af þessu tilefni yfir fullum stuðningi við störf Sildarútvegsnefndar og fram- kvæmdastjóra hennar í þágu islenzkrar saltsildarframleiðslu.“ Vilja 12 þús. tunnur af síld Þá sendi Síldarútvegsnefnd frá sér fréttatilkynningu í gær, þar sem vakin er athygli á nokkrum þýðingarmiklum atriðum i söltun reknetasíldar, en þar kemur m.a. fram, að innlendar niðursuðu- og niðurlagningarverksmiðjur hafa farið fram á að fá keyptar allt að 12 þús. tunnur af saltsild. Frétta- tilkynningin er svohljóðandi: „1. Allirþeiraðilarsemummál þessi hafa fjallað hafa gengið út frá þvi, að afli þeirra fáu báta sem stunda reknetaveiðar, verði það lítill hluti síldaraflans á ver- tíðinni, að auðvelt sé að losna við hann til beitufrystingar og sölt- unar fyrir innanlandsmarkað. 2. Innlendar niðurlagningar- verksmiðjur hafa þegar tilkynnt að þær hafi áhuga á kaupum á allt að 12.000 tunnum af kryddsíld eða fjórum sinnum meira magni en saltað hefir verið til þessa af reknetasíld. Ein verksmiðjan hefir fyrir nokkru gert söltunar- stöðinni á Hornafirði tilboð um kaup á 6000 tunnum á ákveðnu verði, en ekki fengið svar ennþá frá stöðinni. Engin útflutnings- gjöld þarf að greiða af saltaðri síld, sem seld er til innlendra niðurlagningarverksmiðja en á saltaðri síld til útflutnings eru gjöld þessi gifurlega há. 3. Enda þótt þörfin á sild til beitu hafi farið minnkandi á und- anförnum árum, er ljóst að hið óverulega magn, sem fryst hefir verið af reknetasíld fullnægir hvergi nærri beituþörfinni. 4. Með tilliti til framanritaðs telur Síldarútvegsnefnd að nægi- legt verkefni sé fyrir rekneta- bátana að veiða til beitufryst- ingar og söltunar fyrir innan- landsmarkað og því ástæðulaust vegna hins óverulega reknetaafla, að hraða um of og þvinga fram samninga um saltaða sild fyrir erlendan markað á verði, sem Síldarútvegsnefnd telur ekki koma til greina að samþykkja" — 200 manns Framhald af bls. 2 Reykjavík og síðan úr Árnes- og Rangarárvallasýslum. Veður til melskurðar hefði verið mjög gott, en ekki væri enn vitað hve mikið af þroskuðum mel fengist út úr skurðinum, þar sem nú ætti eftir að þreksja hann, en melurinn væri ekki eins vel þroskaður og í fyrra. Að sögn Hauks er ákveðið að halda melskurði áfram og er jafn- vel gert ráð fyrir, að farið verði með unglinga úr framhalds- skólum Reykjavíkur til mel- skurðar og þá í nánd við Þorláks- höfn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.