Morgunblaðið - 16.09.1975, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.09.1975, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1975 Sigurður og Lárus sonur hans á léttri æfingu I garSinum. Þrettándi Evrópu- leikur Siguröar og Valsliðsins gegn Celtic í kvöld SIGURÐUR Dagsson hefur staðiS i marki ValsliSsins þá 12 leiki sem liSiS hefur leikiS i Evrópukeppni og i kvöld leikur SigurSur þvi sinn 13. Evrópuleik. Þegar þetta er skrifaS var aS visu ekki búiS aS velja ValsliS- iS endanlega og þvi kann svo aS fara aS nafni hans Haraldsson verSi i markinu, en heldur finnst okkur þaS ótrúlegt aS reynslan verSi látin vikja. SigurSur Dagsson hefur staSiS i Valsmarkinu andspænis stjörnum eins og Eusebio, Torres og Coluna. Þeir komu hingaS meS Benfica á símum tíma og 16 þúsund áhorfend- ur sáu SigurS halda markinu hreinu. Eitt mark fékk hann á sig er Stand- ard Liege kom hingaS i heimsókn og spurningin er sú hvort SigurSi tekst aS halda hreinu i kvöld. Geri hann þaS bæta Valsmenn enn einni skrautfjöSrinni i hattinn þvi liSiS hefur ekki tapaS á heimavelli i Evrópuleikjum sinum og aS sjálf- sögSu vonast allir til aS tapiS komi ekki I kvöld. Er þó vitaS mál aS leikmenn Celtic eru engin lömb aS leika viS, en ValsliSiS hefur sýnt aS þaS harSnar viS hverja raun og má i því sambandi minna á árangur liSs- ins í fslandsmótinu, en þá vann þaS m.a. tvö efstu liS 1. deildarinnar, ÍA og Fram, i siSustu leikjum sínum. Þó aS SigurSur hafi staSiS sig vel meS ValsliSinu i gegnum árin hefur hann þó mátt gjöra svo vel aS sækja knöttinn i eigiS net alls 42 sinnum í Evrópuleikjunum 12. — ÞaS er svo skrýtiS, sagSi SigurSur, er viS rædd- um viS hann fyrir helgi, aS þrátt fyrir þessa markasúpu hef ég yfirleitt fengiS góSa dóma og menn veriS ánægSir meS frammistöSu mina. BlaSamenn hafa gjarnan þann leiSa siS aS biSja fólk aS líta til baka og rifja upp einhver ákveSin atvik eSa spyrja þeirrar klassisku spurn- ingar hvaS sé nú eftirminnilegast á ferlinum. Þó svo aS SigurBur sé maS- ur á bezta aldri og eigi sennilega eftir aS standa í Valsmarkinu í mörg ár þá leyfSum viS okkur aS spyrja hann hvaSa leikir væru eftirminni- legastir á ferli hans sem knatt- spyrnumanns. — Landsleikurinn gegn A- ÞjóSverjum á Laugardalsvellinum i sumar gnæfir náttúrulega upp úr, þaS var stórkostlegt aS vinna þann leik og ólýsanleg tilfinning þegar flautaS var til leiksloka. MeS Val er leikurinn gegn Benfica mjög eftir- minnilegur. ÞaS var mikiS aS gera í þeim leik og maSur þurfti oft aS taka á honum stóra sinum. Áhorfenda- stæSin voru þéttskipuS og viS ákaft hvattir. Okkur gekk allt i hag í leikn- um og þaS eru jú velgengnisleikirnir sem gleymast seinast. Um liS Celtic sagSi SigurSur aS Valsmenn gerSu sér grein fyrir þvi, aS þeir væru aS fara i leik viS at- vinnumenn og leikurinn yrSi erfiSur. f ValsliSinu væru hins vegar efnilegir strákar, sem gætu og ættu eftir aS gera stóra hluti. — Jóhannes E8- valdsson er sagSur einn af þeirra þremur beztu mönnum og þó hann hafi veriS okkar stærsta tromp i fyrra þá eru aS koma upp I liSinu okkar strákar, sem eru aS ná hans „stand- ard". Ég spái aldrei fyrir um leiki og er ekki talinn sérlega bjartsýnn, sagSi SigurSur, en fyrst þaS hefur æxlazt þannig aS viS höfum enn ekki tapaS leik á heimavelli, þvi þá ekki aS halda þeirri stefnu áfram. Eigum viS ekki aS segja aS þeir standi i okkur, sagSi SigurSur að lokum. Talan 13 er óhappatala hjá mörg- um, en aðrir hafa hana sem heilla- tölu. Við skulum vona aS fyrir Sigurð og félaga hans i Valsliðinu verði 13. Evrópuleikurinn minnisstæður vegna velgengni. Leikur Vals og Celtic hefst á Laugardalsvellinum i kvöld klukkan 18.00. Celtic á hvertmet- ið öðru glœsilegra Knattspyrnufélagið Cel- tic var stofnað árið 1888. Jafnframt því sem félagið hafði knattspyrnuna efst á stefnuskrá sinni, tók það þegar í upphafi virk- an þátt í ýmiss konar góð- gerðarstarfsemi og gerir enn. Celtic gekk þegar í upphafi mjög vel á knatt- spyrnuvellinum og áður en fimm ár voru liðin frá stofnun félagsins hafði Vandræðabarnið Pat McClusk- ey verður tæplega með Celtic f leiknum f kvöld. það borið sigur úr býtum í skozku bikarkeppninni einu sinni og orðið Skot- landsmeistarar tvívegis. Fyrsta áratug þessarar aldar var Celtic algert stórveldi. Liðið vann þá bikarkeppnina fjórum sinnum og varð meistari sex sinnum. Þetta met stóð óhaggað þar til liðið setti nýtt met á árunum 1966—74 með því að sigra í 1. deildinni í öil skiptin — níu sinnum. Þau eru fleiri metin sem Celtic getur státað af. Ekkert brezkt félag hefur fengið eins marga áhorfendur á einn leik og Celtic árið 1937. Þá sáu 144.333 áhorfendur úrslitaleik Celtic og Aberdeen í skozku bikarkeppn- inni. Jack Stein tók við fram- kvæmdastjórn hjá Celtic árið 1965. Hann hafði verið leik- maður með Celtic, en gerðist síðan framkvæmdastjóri hjá Hibernian og Dunfermline, en það var fyrst eftir að hann kom aftur til Celtic að hjólin fóru að snúast. Ár eftir ár var Celtic liðið ósigrandi og á því herrans ári 1967 unnu leikmenn félags- ins eftirtalda bikara; Skozka deildarbikarinn, Glasgow- bikarinn, Skotlandsbikarinn, bikarkeppnina skozku og glæsi- legasta bikarinn af þeim öllum, Evrópubikar félagsliða, fyrst allra brezkra liða. Afram væri hægt að telja upp glæst afrek gestanna, sem mæta Val á Laugardalsvellin- um f kvöld. Það verður þó ekki gert, en væntanlega sýna þessir fræknu kappar hvað í þeim býr í leiknum við Val. Meðal leik- manna liðsins eru margreyndir skozkir landsliðsmenn og fræg- astir eru Kenny Dalglish, Danny McGrain, Bobby Lennox og Dixie Deans. Er sérstök ástæða til að vekja athygli fólks á þessum köppum, og f liðinu eru fleiri fræg nöfn, Paul Wilson skoraði t.d. flest mörk leikmanna Celtic á sfðasta keppnistímabili og Pat McClusky er ungur leikmaður, sem örugglega væri í liðinu í kvöld, ef hann hefði ekki brotið agareglur á ferð með skozka landsliðinu f Danmörku nýlega. Hann var dæmdur f ævilangt landsleikjabann og búizt var við að félagið hegndi honum einnig og hann yrði því ekki meðal leikmannanna f kvöld. Iiinn snjalli Celtic-leikmaður dregur hvergi af sér er hann reynir markskot. Myndin er tekin f leik Celtic við Aberdeen fyrir nokkru.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.