Morgunblaðið - 16.09.1975, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.09.1975, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1975 17 IIDrðfflrl Tilgangurinn að læra af þeim BIKARMEISTARAR ÍBK 1975. Aftari rö8 frá vinstri: Jón Jóhannsson, þjálfari, Árni Þorgrlmsson, formaSur knattspyrnuráðs Keflavlkur, Þorsteinn Ólafsson, Þorsteinn Bjarnason, Hilmar Hjálmarsson, Grétar Magnússon, Ólafur Júllusson, Karl Hermannsson, Gunnar Jónsson, Jón Ólafur Jónsson, Gfsli Torfason og Guðni Kjartansson þjálfari. Fremri röð: Friðrik Ragnarsson, Steinar Jóhannsson, Hjörtur Zakariasson, Einar Gunnarsson, fyrirliði, Ástráð- ur Gunnarsson, Hörður Ragnarsson, Guðjón Guðjónsson og Kári Gunnlaugs- son. ÞAKKIR FORMENN iþróttabandalaganna I Keflavlk og á Akranesi, Hafsteinn Guðmundsson og Ríkharður Jóns- son, þökkuðu báðir sínum mönnum fyrir frammistöðuna I bikarleiknum er leikmenn komu inn I búningsklef- ana að verðlaunaafhendingu lokinni. Rlkharður sagði m.a. að þó svo að úrslitaleikur bikarkeppninnar hefði tapazt enn einu sinni væri þó margt á þessu keppnistlmabili, sem hann vildi þakka fyrir. Lið Akurnesinga hefði orðið fslandsmeistari og staðið sig vel I öðrum mótum. Rikharður óskaði slnum mönnum svo góðrar ferðar til Kýpur, en þangað hóldu þeir I gærmorgun. Hafsteinn þakkaði sinum mönnum fyrir á þann veg að hann I nafni ÍBK bauð öllum leikmönnum liðsins og eiginkonum út að borða. Einn var þó sá leikmaður sem ekki gat komizt, snilldarmarkvörðurinn Þorsteinn Ólafsson, sem þurfti að vinna á sunnudagskvöldið. Höfðu menn þá á orði að ÍBK yrði að sjá um að Þor- steinn fengi sendan tvöfaldan nestis- pakka. Þá var einnig óvlst hvort Gisli Torfason yrði ferðafær, en hann lék leikinn á sunnudag með háan hita og varð að hætta I hálfleik. per„richtige“ Einarsson ÞAÐ eru fleiri en atvinnumennirnir okkar í Belgíu sem standa sig vel. Handknattleiksmennirnir í V-Þýzkalandi vekja stöðugt meiri og meiri athygli. Nýlega rákumst við á klausu f þýzku blaði þar sem mikið lof er borið á Gunnar Einarsson. Er þar rætt um hvor þeirra bræðra Gunnars eða Ólafs sé betri og kemst blaðið að þeirri niðurstöðu að Gunnar sé hinn rétti Einarsson (Der richtige Einars- son). Hafði Ólafur þó skömmu áður skoraði 10 mörk í einum leik. þeir hafa i höndunum leikmanna- skírteini frá bandarfska áhuga- mannasambandinu sem sýna hvar þeir standa. En ávinningurinn við að fá þessa menn hingað til lands er fyrst og fremst sá að læra af þeim, um leið og við fáum f liðin stórkostlega leikmenn sem laða að sér áhorfendur í ríkum mæli. Með tilkomu þeirra sé ég fram á mjög skemmtilegt keppnistfma- bil. — „ÞAÐ er mjög skemmtilegt að heyra þessar fréttir," sagði form. Körfuknattleikssambandsins, Einar Bollason, þegar við sögðum honum frá komu Curtiss Carter hingað til lands, og báðum hann að segja álit sitt á þessu máli. ,,Nú hafa tvö félög þegar tryggt sér bandarfska leikmenn fyrir næsta keppnistímabil, Armann og KR og ekki kæmi á óvart þótt fleiri kæmu á eftir þegar sýnt er hverj- ir snillingar þessir menn eru. Það er vitað mál að Bandarikjamenn hafa allsstaðar rifið körfuknatt- leiksfþróttina upp þar sem þeir hafa leikið, og ég er sannfærður um að svo verður einnig hér. Þetta eru því gleðilegar fréttir, og ekki kæmi það mér á óvart þótt áhorfendafjöldi á leikjum í 1. deild margfaldaðist í vetur.“ gk. — ÞETTA gekk vel hjá okkur um helgína og eðlilega er maður ánægður, sagði Ásgeir Sigurvins- son er Morgunblaðið hafði sam- band við hann f gær. — Við unn- um Briigge 2:1 hér f Liege og ég skoraði annað markið, náði góðu skoti nokkuð fyrir utan vítateig og boltinn ienti f samskeytunum, alveg óverjandi. Ég held ég hafi átt mjög góðan leik, áttf t.d. ann- að þrumuskot f stöng og blöðin hæla mér á hvert reipi. Standard hefur klifrað veru- lega upp stigatöfluna upp á sfð- kastið og hefur fengið 7 stig f sfðustu f jórum leikjum sfnum f 1. deildinni belgfsku. Er liðið nú komið f 6. sæti með 7 stig. Lokeren er f efsta sæti með 10 stig. Um næstu helgi ieika Ásgeir og félagar á útivelli gegn Warengen, sem er einu sæti ofar á töflunni en lið Ásgeirs. Áf Guðgeiri Leifssyni hafði Ásgeir þær fréttir að færa að hann lék ekki með Charlesroi um helgina. Er lið hans nú eitt f neðsta sæti deildarinnar með að- eins eitt stig. Liðið tapaði fyrir Beveren 0:1 á heimavelli, en þó að Guðgeir hafi ekki leikið er eigi að sfður mikið talað um kappann. Eru ýmsir af dyggustu stuðnings- mönnum liðsins orðnir æfir vegna þess að Guðgeir er haldið utan liðsins og nokkrir þeirra, sem harðast hafa fylgt Charlesroi að málum, rifu ársmiða sfna að leikjum liðsins fyrir framan framkvæmdastjóra félagsins að leiknum á laugardaginn loknum. legi leikmaður var inntur eftir þvf hvort undirbúningur liðsins fyrir Evrópukeppnina væri ekki f fullum gangi hjá féiaginu. — Jú, við erum sprækir þessa dagana, og ætlum okkur að kom- ast í 2. umferð. Jimmy Rogers kemur nú um mánaðamótin og þá fer allt á fulla ferð, og þegar að leikjunum gegn Playboys kemur, köllum við á Simon Ólafsson heim til að leika með okkur. — Nú voru KR-ingar að ganga frá samningum við bandarískan leikmann fyrir allt keppnistíma- bilið, þýðir þetta e.t.v. að þið mun- ið framlengja samninginn við Rogers? — Um það vil ég ekkert segja I dag, ef okkur likar vel við hann þá gerum við það, og vissulega væri það skemmtilegt að leyfa yngri flokkunum að njóta leið- sagnar hans í allan vetur en hann á að þjálfa þá. Mig Iangar að nota þetta tækifæri til að leiðrétta það sem þið sögðuð hér í blaðinu á dögunum að þetta væri atvinnu- maður. Þessir leikmenn hafa aldrei leikið sem atvinnumenn, og KR fær líka risa CURTISS Carter 25 ára gamall blökkumaður frá Bandarfkjunum mun innan skamms klæðast búningi körfuknattleiksliðs KR, og leika með liðinu hér f vetur. Frá þessum málum var nýlega gengið endanlega, og er Carter væntanlegur hingað tii lands um mánaðamótin næstu. Þegar ferill Carters er skoðaður kemur f Ijós að það er enginn miðlungsleikmaður sem KR- ingar eiga von á. Carter sem er 2,15 m á hæð og vegur um 120 kg á óvenju glæsilegan feril að baki, og hefur ávallt skipað sér f fremstu röð þar sem hann hefur leikið. Á háskólaárum sínum lék hann með Bishop University í Kansas og var öll árin kjörinn þar kröfuknattleiksmaður skólans. Þá skoraði hann 25 stig að meðaltali I leik og hirti 21 fráköst að meðal- tali. Að háskólaárunum liðnum hélt hann til Mexico þar sem hann lék með 1. deildar liði. Það ár sigraði lið hans I deildinni og var það í fyrsta skipti í sögu félagsins. Og enn var Carter við sama heygarðs- hornið hvað snerti stigaskorun og fráköst tekin. Frá Mexico lá leið hans til Sviþjóðar þar sem hann lék s.l. keppnistímabil I 1. deildinni þar, en ekki tókst okkur að fá gefið upp með hvaða liði hann lék. Kappinn gerði það gott í Sviþjóð, kom út með 35 stig að meðaltali í hverjum leik, og hirti 23 fráköst. Þegar til tals kom að hann færi til íslands sló hann strax til, og sagði að það væri ávallt skemmti- legt að breyta um og koma á nýja staði. Og hann kvaðst glaður vilja leggja sitt að mörkum til að vinna að hylli körfuboltans á Islandi. — „Ég fagna þessu mjög,“ sagði Kolbeinn Pálsson hinn kunni leikmaður og þjálfari KR. — „Nú verður reynslan bara að skera úr um það hvort þetta verður KR og kröfuknattleiknum í heild ekki til uppgangs. Annað vil ég ekki segja um þetta að svo komnu máli.“ Gunnar Gunnarsson tók mjög í sama streng, kvað þetta mjög gleðilegt en það þyrfti að koma í ljós hvort þessir menn væru bara ekki of góðir fyrir okkur. „Við þurfum að þjálfa okkar yngri menn upp við hlið þessara manna og reynslan verður bara að skera úr urh það hvort þetta blessast ekki hér eins og það hefur gert annarsstaðar." — gk. Stærri leikmenn — Hrikalegri átök. Bandarfsku risarnir spila á 2. hæð, og körfuhringurinn og netið flækjast fyrir. BIRGIR örn Birgis er nú að byrja sitt 19. keppnistfmabil með m.fl. Ármanns. Þessi skemmti- FÆRÐISTANDARD SIGUR ÞRUMUMARK ÁSGEIRS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.