Morgunblaðið - 16.09.1975, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.09.1975, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1975 31 aldrei fullmetið eða nógsamlega þakkað. Þegar við nú að Ieiðarlokum, félagar hans, kveðjum hann og þökkum honum öll hans störf i okkar félagi biðjum við þess, að algóður guð blessi hann og að hann i öðru lifi megi áfram vinna að hugsjónum sínum og félags- málum þvi að engum manni hef ég kynnzt sem sannað hefur það jafnrækilega og Guðmundur að með félagshyggjuna að leiðarljósi hóf hann starfið og hún var hon- um leiðarljós til leiðarloka. Að endingu vil ég þakka Guð- mundi og konu hans allt það sem þau hafa hvort fyrir sig eða sam- eiginlega unnið Verkalýðsfélagi Akraness og málefnum þeim er það hefur haft á sinni stefnu á liðnum árum og jafnframt öll fé- lagsstörfin. Skúli Þórðarson, Akranesi. Minninq: DagurSveinn Jónas- son skrifstofustjóri Dagur Jónasson skrifstofustjóri varnarliðseigna andaðist í Land- spítalanum 8. sept. s.l. og var til grafar borinn frá Bústaðakirkju s.l. laugardag. Dagur var fæddur að Yztahvammi í Aðaldal 16. ágúst 1923 og var því rétt 52 ára er hann andaðist. Foreldrar hans voru hjónin Jónína Sigtryggsdóttir og Jónas Sigurbjörnsson bóndi. Þegar Dagur var á öðru ári andað- ist faðir hans og brá móðir hans búi og fluttist með sex börn til Húsavfkur og ólst Dagur þar upp. Nærri má geta að þröngt hafi verið í búi fjölskyldunnar á kreppuárunum fyrir $trið: Barn- ungur hóf Dagur að stunda sjó- mennsku á Húsavík og hugðist leggja hana fyrir sig og fara í sjómannaskóla. Raunin varð samt sú, að hann fór til náms x Héraðs- skólanum að Laugarvatni og síðan f Verzlunarskóla tslands og lauk þaðan prófi vorið 1943. Að námi loknu starfaði hann f nokkur ár hjá Upplýsingaþjón- ustu Bandaríkjanna. Um langt skeið var hann gjaldkeri hjá Almennum tryggingum hf. Sfðan var hann m.a. framkvæmdastjóri Brauðs hf. i Kópavogi og dag- blaðsins Vísis. Sfðustu sjö árin var hann skrifstofustjóri Sölu- nefndar varnarliðseigna. Þessi fjölþættu störf vann hann af miklum dugnaði og trú- mennsku. Hann setti sig rækilega inn í öll þau störf, sem hann átti að annast og kunni á þeim full skil. Hann gekk að störfum með kyrrlátri festu, sem sköpuðu honum tiltrú og traust. Allir sem áttu við hann viðskípti dáðust að lipurð hans, velvild og drangskap. Betri og samvizkusamari starfs- maður hygg ég hafi verið vand- fundinn, enda naut hann alla tíð í ríkum mæli viðurkenningar og trausts yfirmanna sinna jafnt sem undirmanna. Dagur sóttist ekki eftir opin- berum vegtyllum eða frama. Hann gekk upp í störfum sínum af lifandi áhuga og var sívinnandi til að tryggja hag fjölskyldunnar sinnar, sem hann lagði allt í söl- urnar fyrir. Hann var alinn upp við kröpp kjör. Það mótaði að vissu leyti viðhorf hans alla tíð. Að vinna var honum í blóð borið. Hann hafði sjálfur kostað nám sitt og staðið á eigin fótum frá unga aldri. Að ætla sér af fjárhagslega var ríkt f eðli hans. Að eiga hæfilega fyrir sig, án þess að steypa sér í skuldir var stefna hans. Sýndarmennska og prjál var honum framandi. Dagur var félagslyndur maður. Hann starfaði m.a. í Frímúrara- reglunni og Lionsklúbbnum Baldri af miklum áhuga og dugnaði og var jafnan kvaddur til ýmissa starfa og forystu í þeim félögum, sem hann var í. Á yngri árum stundaði Dagur nokkuð íþróttir og var m.a. góður fim- leikamaður og sund iðkaði hann mikið hin síðari ár. Bar Dagur þess glögg merki að hann lagði rækt við heilsu sina. En eigi má sköpum renna. Þessi hrausti drengur féll skyndilega fyrir vágesti, sem harkalega lætur að sér kveða. Árið 1944 gekk Dagur að eiga eftirlifandi konu sína, Önnu Frið- riksdóttur frá Akureyri, mikla ágætiskonu. Var hjónaband þeirra ástríkt mjög, enda jafn- ræði með þeim hjónum. Þau eignuðust þrjú elskuleg börn, Friðrik prentara, Maríu hjúkrunarkonu og Jón Kristin menntaskólanema. v I röskan aldarfjórðung höfum við Dagur verið kunningjar. Fyrir tæpum tveimur árum bundumst við fjölskylduböndum og þá kynntist ég nýrri hlið á þessum góða dreng. Betri og elskulegri heimilisföður hefi ég ekki kynnzt. Heimilið og fjölskyldan var honum það dýrmætasta. öllum frístundum sinum varði hann til að fegra og bæta heimili sitt að Litlagerði 10, húsið sem hann átti sjálfur svo mörg handtökin í. Dagur var fremur hlédrægur og hafði sig ekki i frammi á mann- fundum, sem vel hefði hann mátt, vegna sinna góðu gáfna. En f góð- um vinahópi gat hann leikið á alsoddi og haldið uppi gleði á gamlan og góðan þingeyskan hátt. Hann kunni feikn af vísum og fróðleik, sem hann miðlaði svo unun var á að hlýða. Hann naut þess að vera heima. Hvergi var hann glaðari og hvergi var hinn fallegi, heiði svipur hans bjartari en einmitt þar. Þannig skal hans minnzt. Þannig skal mynd hans varðveitast um ókomin ár. I fjölskyldu Dags er nú skarð fyrir skildi. En það er von mín og bæn að treginn megi mildast og söknuðurinn smátt og smátt réna, vegna dýrmætra minninga um frábæran mann. Við Sólveig og fjölskyldan öll þökkum Degi ógleymanlegar sam- verustundir og biðjum Guð að vernda hann og fjölskyldu hans. Ásberg Sigurðsson. Kveðja frá vini Faðir, stundin er komin. Þessi orð komu fyrst í hug minn, þegar ég fékk þær fréttir, að frændi minn og vinur væri látinn. Dagur Sveinn Jónasson, kallaður burt frá þessari jörð, aðeins fimmtiu og tveggja ára gamall. Faðir, þinir vegir eru órannsakanlegir og einnig óskiljanlegir, en vér trúum á þig og treystum þér. Verði þinn vilji svo á jörðu sem og á himni. Allar kveðjustundir verða oss eftirminnilegar, hvort sem vér kveðjumst fyrir langt eða stutt tlmabil, en sú kveðjustund sem er, þegar dauðinn aðskilur, hlýtur að vekja oss til um- hugsunar um tilgang og markmið þess veraldlega lífs sem vér lifum. Enginn getur efast um, aó tilgangurinn með veru okkar hér á jörðu er mikil- vægur. Öll trúum vér að þú einn, Algóði guð, hafir rétt til að kalla oss til þín á þeim tíma, sem þú telur réttan til þroska og eilifs lífs. Megi skilningur á elsku þinni verða þjóð vorri og öllum heimin- um til blessunar. Mig langar til fyrir mina hönd, fjölskyldu minnar og ættingja, að kveðja kæran frænda og þakka honum fyrir ánægjulega og ham- Framhald á bls. 27 BANKASTRÆTI ■©-14275 l l >I U\l Al I 50% — 80% verðlækkun Útsalan i fullum gangi Ofsalegt úrval af buxum o.fl. o.fl ímmm mm fíA'-fe Isáisií , mMm 'mm mflm wmm ■ .. ':'4 ■ Igteííi# ■j- ■ ' ■- . • ■ : ■ , . ■ , .- u / ■ wwwsW m ■ s->-- 4 EF ÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU Al (ÍI.VSINGA- SÍMINN KR: 22480

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.